Morgunblaðið - 19.11.2022, Qupperneq 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
gengum frá Lífskjarasamningnum
árið 2019 þá gerðum við skynsamlega
kjarasamninga sem öllum aðilum bar
saman um að ættu að geta stuðlað að
verðstöðugleika og lágum vöxtum til
frambúðar. Það hefur ekkert breyst í
þeim efnum. Við gerðum allt sem við
gátum en samt sem áður stöndum við
uppi með það núna í lok samningsins
að verðbólgan er 9,4% og stýrivextir
5,75%. Það er alveg ljóst að ábyrgðin
gagnvart því liggur einhvers staðar
annars staðar en hjá launafólki.“
Þurfa að fá umtalsverða
launahækkun
Megináhersla verkalýðsfélaganna
er á að verja kaupmáttinn „og til
þess þurfum við að fá umtalsverða
launahækkun,“ segir Vilhjálmur. „Ég
hef ætíð sagt að það er hægt að gera
það með fleiri þáttum en beinum
launahækkunum. Það liggur fyrir að
fjármagnskostnaður vegna húsnæð-
iskaupa, kostnaður vegna leiguverðs,
vegna hækkunar á matvöru og bens-
íni og svo framvegis eru allt þættir
sem rista djúpt í heimilisbókhaldi
launafólks og þar af leiðandi skiptir
það máli hvernig þessir aðilar haga
sér. Ef þeir halda áfram sínum arð-
semismarkmiðum sem ganga út á að
græða meira í dag en í gær og ætlast
til þess að launafólk standi undir því,
þá verður því mætt af fullri hörku,“
segir Vilhjálmur.
Spurður hver verði næstu skref ef
árangur viðræðna verður ekki orðinn
sjáanlegur þegar komið er fram í des-
ember segir Vilhjálmur að það liggi
ljóst fyrir að „ef við komumst ekkert
áfram þá munum við eiga samtal við
okkar félagsmenn, sem taka sjálfir
síðan ákvörðun um næstu skref. Ég
heyri á launafólki almennt að það er
tilbúið til þess að láta sverfa til stáls
ef ekki næst viðunandi samningur
sem ver stöðu launafólks.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hefur
gefið tón-
inn í 80 ár
Hljóðfæraverslunin Rín fagn-
aði 80 ára afmæli í gærkvöldi.
Boðið var upp á léttar veitingar
og tónlistaratriði með Birni
Thoroddsen, Guðrúnu Árnýju og
félögunum Grybos og Jóhanni Agli
úr Karma Brigade.
Verslunin var opnuð árið 1942
við Njálsgötu af hjónunum Stefáni
og Herdísi Lyngdal en þau hófu
verslunarreksturinn með sölu
á harmonikum og ýmsum hljóð-
færum ásamt ljósum og litlum
heimilistækjum. Dóttir þeirra,
Elsa Guðrún Líndal, tók við
rekstrinum ásamt eiginmanni sín-
um, Magnúsi Eiríkssyni. Þau ráku
Rín um árabil á Frakkarstíg og
síðar í Brautarhotli þangað til árið
2011 er HljóðX keypti reksturinn
og flutti búðina á Grensásveg 12
þar sem hún er nú. Fyrir afmælið
í gær sögðu Bubbi Morthens, Ingó
Geirdal úr Dimmu ogMagnús
Kjartansson nokkar sögur úr Rín í
myndböndum sem birtust á samfé-
lagsmiðlumHljóðX Rín.
breytingaskeiðs snýst um að styðja
starfsfólk sem fer á blæðingar og
gengur í gegnum breytingaskeið.
Við horfum svolítið til Bretlands
í þessu sambandi. Bretar hafa
verið mjög
vakandi fyrir
stuðningi vegna
tíðahringsins
í skólum og á
vinnustöðum
og nú í seinni
tíð einnig vegna
breytingaskeiðs-
ins,“ segir Ingi-
björg.
Hún segir að
bresk þingnefnd skoði nú sérstak-
lega hvernig hægt sé að styðja við
fólk á breytingaskeiði á vinnumark-
aði. „Fyrst stigu Bretar það skref að
skólar þyrftu að hafa tíðavörur fyrir
nemendur sem fara á blæðingar og
síðan var það tekið upp á vinnu-
stöðum. Nú eru þeir að horfa á
breytingaskeiðið.
Við viljum ekki að fólk heltist úr
lestinni á vinnumarkaði ef hægt
er að styðja það til áframhaldandi
þátttöku í atvinnulífinu. Það getur
verið nóg að vinnustaður veiti
stuðning með því að breyta aðeins
vinnutímanum eða leyfa tímabund-
ið aðeins minna vinnuframlag.
Bretar benda líka á kynjaþáttinn
og nefna að þegar þær konur, sem
finna mikið fyrir breytingaskeiðinu,
ganga í gegnum versta hluta þess,
séu þær oft langt komnar á sinni
framabraut og í stjórnunarstöðum.
Ef við missum konur úr stjórnunar-
stöðum vegna þessara vandamála
þá skekkist kynjahlutfallið á meðal
stjórnenda enn meir,“ segir Ingi-
björg.
Togstreita getur komið upp á
vinnustöðum þar sem fólk vinnur
í sameiginlegu rými. „Manneskja
á breytingaskeiði sem er í hitakófi
getur þurft að berjast við aðra um
að fá að vinna við opna gluggann.
Eins getur það verið óþægilegt að
geta ekki lokað sig af og þurfa alltaf
að vera í augsýn þegar hitakófið
hellist yfir,“ segir Ingibjörg.
Breytingaskeiðið er oft álagstími
með tilheyrandi svefntruflunum og
skertu streituþoli. Afleiðingin er í
sumum tilfellum sú að fólk og sér í
lagi konur falla út af vinnumarkaði
vegna áhrifa breytingaskeiðsins,
segir Ingibjörg Loftsdóttir, sviðs-
stjóri forvarna hjá VIRK starfsend-
urhæfingarsjóði.
Hún er í teymi sem stýrir verkefn-
inu Heilsueflandi vinnustaður sem
Vinnueftirlitið, VIRK og embætti
landlæknis hleyptu af stokkunum í
október í fyrra (https://vinnustadir.
heilsueflandi.is/). Því er ætlað að
tryggja að vinnustaðir hafi góð
verkfæri til að skapa heilsueflandi
umhverfi. Útbúnir voru átta gátlist-
ar og í gátlista um starfshætti segir
m.a.: „Boðið er upp á stuðning á
vinnustað til að mæta þörfum vegna
tíðahrings og/eða breytingaskeiðs.”
Ingibjörg segir að gátlistarnir
séu viðmið sem vinnustaðir geta
mælt sig við en ekki er skylt að
framfylgja. „Viðmiðið um að mæta
þörfum vegna tíðahrings og/eða
lBoðið verði upp á stuðning á vinnustöðumvegna breytingaskeiðslGetur skekkt kynjahlutföll
Af vinnumarkaði á breytingaskeiði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ljósmynd/Colourbox
Opinn vinnustaður Starfsmaður á breytingaskeiði sem lendir í því að hita-
kóf hellist yfir á erfitt með að vinna í opnu rými og þykir það oft óþægilegt.
Ingibjörg
Loftsdóttir
Rætt hefur verið um gerð skamm-
tímasamnings í kjaraviðræðum
Starfsgreinasambandsins (SGS) og
SA en sú leið er ýmsum skilyrðum
bundin af hálfu stéttarfélaganna.
Gæti verið skynsamlegur
„Það er engin launung á því að
það hefur verið rætt að gera kjara-
samning fram til þarnæstu áramóta
eða fram í janúar [2024], og þá erum
við fyrst og fremst að horfa til þess
að sjá viðbrögð Seðlabankans, versl-
unar og þjónustu, sveitarfélaga og
annarra, sem bera hér líka ríka sam-
félagslega ábyrgð. Það er ekki hægt
að varpa þessari ábyrgð eingöngu
yfir á launafólk eins og ætíð er gert.
Skammtímasamningur gæti verið
skynsamlegur hvað það varðar og þá
þarf að sjá hvort þessir aðilar ætli
að sýna einhverja
ábyrgð á því að
draga úr álögum
á almenningi,“
segir Vilhjálmur
Birgisson, for-
maður SGS.
Formenn SGS
komu saman í
gær til að fara
yfir stöðuna í
kjaraviðræðun-
um og bera saman bækur sínar. Fyrsti
sáttafundurinn eftir að kjaradeilunni
við SA var vísað til ríkissáttasemjara
verður á mánudaginn. „Við ætlum að
gefa okkur fram aðmánaðamótum til
að gera heiðarlega tilraun til að sjá
hvort við getum náð þessu saman,“
segir Vilhjálmur en segist þó ekkert
vera alltof bjartsýnn á að það takist.
Hann segir það hlutverk viðsemj-
enda að ná saman sem muni gerast
á endanum en tíminn verði að leiða
í ljós hvort fljótlega tekst að ganga
frá samningum. Það eitt sé þó víst
að almennt launafólk, neytendur og
heimili geti ekki beðið með að auka
ráðstöfunartekjur sínar til að mæta
þeim gríðarlegu kostnaðarhækkunum
sem á þeim hafi dunið. „Hækkanir
sveitarfélaga eru það nýjasta sem
við erum að fá yfir okkur. Þau eru að
hækka gjaldskrár sínar frá 7 til 10%
og fasteignagjöld í sumum tilfellum
um 20%. Það getur aldrei endað nema
á einn veg,“ segir Vilhjálmur.
Spurður um kröfur um launahækk-
anir segir Vilhjálmur félögin búin að
móta sínar hugmyndir sem gangi út
á að verja kaupmátt félagsmanna.
Hann bendir á að verðbólgan sé ekki
launadrifin. „Það liggur fyrir að á
meðan við erum með verðbólguna
í þessum hæðum sem hún er í núna,
þá hangir það saman að einhvern
veginn verða menn að mæta þess-
um álögum. Ég minni á að þegar við
lSamningur til áramóta 2023/’24 ef haldið er aftur af álögum og kostnaðarhækkunumlGefa sér tíma
til mánaðamóta að ná niðurstöðulFormaður SGS segir launafólk tilbúið að láta sverfa til stáls ef þarf
Ræðagerð skammtímasamnings
Vilhjálmur
Birgisson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is