Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
AÐALSTRÆTI 2, 101 RVK. | S. 558 0000 | MATARKJALLARINN.IS
Tryggðu þér borð á matarkjallarinn.is
UPPLIFÐU JÓLIN
Hægeldaður Þorskur
aspas, möndlur, noisette hollandaise, hangikjöt
Hreindýra Carpaccio
trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur
Gljáð Lambafillet
seljurót, rauðkál, laufabrauð
Hvítsúkkulaði „Blondie“
sýrð kirsuber, lakkrís, möndlur
10.800 kr.
VEGAN JÓL
Seljurótar tartar
wasabi, sellerí, appelsín
Rauðrófu Carpaccio
heslihnetur, piparrót, klettasalat
Grillaður GrænnAspas
kjúklingabaunir, ostrusveppir,
kremað bankabygg
Risalamande
möndlur, vanilla, kirsuber
9.400 kr.
JÓLALEYNDARMÁL
MATARKJALLARANS
6 réttir að hætti kokksins
-leyfðu okkur að koma þér á óvart
Eldhúsið færir þér upplifun þar
sem fjölbreytni er í fyrirrúmi
12.500 kr.
JÓL 2022
að Dýrafjarðargöngin nýtist til fulls.
Þegar hafa verið lagðir nýir kaflar á
sunnanveðri heiðinni og verið er að
undirbúa fleiri framkvæmdir.
Vegurinn liggur um Vesturbyggð
og Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær hefur
auglýst aðalskipulagsbreytingu fyrir
sínum kafla, úr Dynjandisvogi og að
sveitarfélagamörkum á heiðinni. Í
umhverfismatsskýrslu Vegagerðar-
innar voru metnar tvær veglínur, lína
D sem liggur að stórum hluta um nú-
verandi veg og lína F sem liggur ofar
í landinu, að miklu leyti um óraskað
land. Henni fylgja umfangsmiklar
skeringar og fyllingar. Báðar veg-
línurnar eru taldar hafa neikvæð áhrif
á landslag innan verndarsvæðisins.
F-línan þó meiri en hún hefur þann
kost að liggja fjær Dynjanda sjálfum.
Í vinnslutillögu Ísafjarðarbæjar
vegna breytinga á skipulagi voru báð-
ir kostir kynntir. Vegna athugasemdar
sem barst ákvað skipulags- og mann-
virkjanefnd að breyta tillögunni
þannig að nú er aðeins gert ráð
fyrir veglínu D, bæði í uppdrætti og
greinargerð. Skipulagstillagan hefur
verið auglýst og getur almenningur
gert athugasemdir til 8. desember.
Hugað verði að nýrri brú
Í umsögn sem Umhverfisstofnun
hefur skilað kemur fram það álit að
veglína D falli betur að verndarskil-
málum svæðisins og ætti því að leggja
veginn samkvæmt henni. Jafnframt
er hvatt til þess að aflagðir vegarkafl-
ar verði afmáðir. Leggja þarf nýjan
veg frá Vestfjarðavegi að bílastæði við
Dynjanda. Umhverfisstofnun hvetur
til þess að skoðað verði hvort unnt
sé að bæta brú við bílastæði þar sem
núverandi vegur og brú séu vart sam-
boðin fjölsóttum og fallegum áfanga-
stað ferðafólks.
Í tillögu að breytingu á aðalskipulagi
Ísafjarðarbæjar kemur fram sú stefna
að veglína D verði valin þegar vegur
verður lagður úr Dynjandisvogi og
upp að sýslumörkum á Dynjandis-
heiði. Sá kostur hefur í för með sér
minna rask á landi en leið F, sam-
kvæmt umhverfismatsskýrslu, en
liggur nær fossinum Dynjanda og
getur því frekar truflað upplifun gesta
af náttúruvættinu.
Neikvæð áhrif
Vegagerðin vinnur að því að leggja
nýjan veg og endurbæta eldri veg yfir
Dynjandisheiði, frá Dýrafjarðargöng-
um í Arnarfirði og að Flókalundi við
Breiðafjörð. Einnig veginn af heiðinni
niður í Trostansfjörð og út á Bíldu-
dal. Stefnt er að heilsársvegi til þess
lTillaga um val á leið úr Dynjandisvogi og upp á heiði
Leiðinmeðminna
rask sett á skipulag
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Á Dynjandisvogi Ferðafólk ferjað í land úr skemmtiferðaskipi við Dynjanda. Umhverfisstofnun telur að laga þurfi
afleggjarann af Vestfjarðavegi að fossinum vinsæla og endurnýja gamla brú sem þar er.
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks
fólksins, Kolbrúnar Baldursdóttur,
um þarfagreiningu á húsnæði Aust-
urbæjarskóla fékk ekki brautar-
gengi á fundi skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar.
Tillagan var felld með fjórum
atkvæðum skóla- og frístunda-
ráðsfulltrúa Samfylkingarinnar,
Framsóknarflokksins og Pírata
gegn tveimur atkvæðum skóla- og
frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. Skóla- og frístundaráðs-
fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat
hjá við afgreiðslu málsins.
Tillagan var flutt í kjölfar þess
að meirihlutaflokkarnir ákváðu að
skólamunasafn Austuirbæjarskóla
skyldi víkja úr risi skólans þar sem
það hefur verið um árabil. Til stend-
ur að nýta risið undir kennslu. Að-
standendur skólamunasafnsins hafa
barist hart gegn þessum áformum.
Í tillögu fulltrúa Flokks fólksins
kemur fram að fulltrúinn hafi rætt
við aðila sem þekkja vel til Austur-
bæjarskóla. Húsnæðið sé illa nýtt
að þeirra mati. Ein kennslustofa sé
t.d. aðeins notuð eina stund á viku.
Þá hafi námsráðgjafinn heila stofu
fyrir sig. Nýting á Bíósalnum sé lítil
og ekki verði séð að Spennistöðin sé
nýtt að neinu ráði. Risið, sem eigi að
fá annað hlutverk en að varðveita
skólamuni, spili nú skyndilega stórt
hlutverk. En risið sé versti kostur-
inn í húsinu að mati þeirra sem
þekki til, ef leita þurfi að stað fyrir
nýbreytni í skólastarfinu. Íbúasam-
tök miðborgarinnar og fleiri aðilar
hafi ályktað gegn því að risið verði
tekið undir kennslu. „Þetta eru
m.a. rök fyrir því að fulltrúi Flokks
fólksins telur að það sé mikilvægt
að þarfagreina húsnæði Austurbæj-
arskóla,“ segir í tillögunni sem var
felld af meirihlutanum. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
AusturbæjarskóliAlvarlegt atvik varð
kveikjan að úttekt á öryggismálum.
Hafna tillöguum
þarfagreiningu
lSkólamunasafnið verður að víkja