Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 22
FRÉTTIR
Innlent22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Elsta sundlaug Borgarfjarðar
er Hreppslaug í Andakíl. Nýlega
hefur nýtt sundlaugarhús verið
tekið í notkun við laugina en hið
gamla var verulega farið að láta á
sjá. Nýja húsið er hið glæsilegasta
í alla staði og hefur vakið mikla
lukku ásamt því að falla vel að
hinu aldna sundlaugarmannvirki. Í
haust hefur verið boðið upp á það
nýnæmi að gestir hafa getað mætt
í laugina að kvöldi til og fyllt sig
andagift með því að láta sig fljóta
í heitu vatninu og notið norður-
ljósa, þegar þau hafa látið sjá sig.
Verður líklega framhald á þessu
á næsta ári, en lauginni hefur nú
verið lokað en verður opnuð aftur
á komandi vori.
Eigandi laugarinnar er Ung-
mennafélagið Íslendingur, en
forráðamenn félagsins gengust
fyrir því að steinsteypt sundlaug,
10x25 m að stærð, var byggð í
landi Efri-Hrepps í Borgarfirði,
árin 1928-’29. Hún var fyrsta
steypta sundlaugin í Borgarfirði
og raunar lengi vel helsta útilaug
héraðsins og jafnvel landsins alls.
Framámenn ungmennafélagsins
voru afar framsýnir að byggja
svona langa laug, en það þekktist
varla á þeim tíma.
Sundlaugin er friðlýst út frá
sjónarhóli byggingarlistar. Hún er
óvenjulegt steypumannvirki sem
Sigurður Björnsson hannaði, en
hann var yfirsmiður Hvítárbrú-
ar í Borgarfirði. Laugin er mjög
skemmtilega staðsett í landinu
og er eitt af elstu dæmum um
upprunalegt steinsteypt mannvirki
sem tengist hagnýtingu heits vatns
í þágu sund- og baðmenningar
landsmanna.
Stakkaskipti hafa orðið á
mönnun prestakallanna í Borgar-
firði sem auk þess hafa verið sam-
einuð, svo prestum héraðsins hef-
ur fækkað úr fjórum í þrjá. Fyrir
örfáum árum voru í Borgarfirði
fjögur prestaköll og fjórir karlar
þjónuðu í þeim. Árið 2008 lét einn
þeirra af störfum, sökum aldurs,
og kona tók við embætti hans. Nú
er svo komið að búið er að sam-
eina Reykholts- og Hvanneyrar-
prestaköll og prestarnir eru orðn-
ir þrír og allt konur. Í haust var
ung kona, Heiðrún Helga Bjarna-
dóttir, vígð til Borgarprestakalls
en þar hafði áður setið um langa
hríð sr. Þorbjörn Hlynur Árnason,
prófastur. Í Reykholtsprestakalli
er hinn nýi sóknarprestur sr.
Hildur Björk Hörpudóttir sem tók
við embættinu af sr. Geir Waage
og núverandi sóknarprestur í
Stafholtsprestakalli er sr. Anna
Eiríksdóttir, en hún tók við af sr.
Brynhildi Ólu Einarsdóttur.
Þær stöllur hafa þegar sýnt
sóknarbörnum að nýir herrar hafi
tekið við prestaköllunum. Nýir
vendir sópa best, stendur þar, og
verður gaman að fylgjast með og
njóta starfsins í sóknum Borgar-
fjarðar á komandi árum.
Heldri borgurum á Hvanneyri
barst óvæntur glaðningur í haust
er nemendur grunnskóla Borgar-
fjarðar á staðnum, komu færandi
hendi. Gjöfin var tvær krukkur af
berjasultu sem nemendur höfðu
sjálfir útbúið með dyggri aðstoð
kennara og starfsfólks skólans.
Á Hvanneyri í Borgarfirði er
rekið útibú frá Grunnskóla Borgar-
fjarðar. Í skólanum eru yngri börn
sem síðar munu, er aldur leyfir, fara
í fjölmennari grunnskóla, að lík-
indum að Kleppjárnsreykjum. En í
Hvanneyrarskóla er smæðin nýtt til
margra skemmtilegra verkefna sem
allur skólinn tekur oft þátt í. Og
eins og fyrr segir voru viðfangsefni
haustsins meðal annars þau að
sjóða og gefa berjasultur til heldri
borgara. Ýmist lögðu börnin sjálf
til ber í það púkk sem þau höfðu
tínt eða kennarar gáfu af heimilis-
birgðum sínum. Að sultugerð
lokinni var öllu komið í krukkur og
hersing barna gekk til allra þeirra
heimila í þorpinu þar sem heldri
íbúar réðu ríkjum. Á stöku stað var
jafnvel sungið fyrir framan dyrnar,
ef skyndileg þörf fyrir tónelska
tjáningu helltist yfir hópinn.
Fyrir ríflega 130 árum, nánar
tiltekið árið 1889, hlóð tíu ára dreng-
ur, Pétur Georg Guðmundsson,
virki fyrir sjálfan sig til að eiga skjól
í ásetunni fyrir veðri og vindum.
Pétursvirki ber nafn hans síðan og
er grjótborg í Lundarreykjadal, ekki
langt frá bænum Englandi. Virkið
var orðið afar illa farið og hafði
laskast enn frekar núna síðsumars,
líklega vegna jarðskjálfta, en það
stendur á svonefndum Hrútaborg-
um á Englandshálsi. Saga þessa
mannvirkis er einstök og var það
sérstaklega vel unnið, ekki síst í
ljósi þess að hleðslumaðurinn var
einungis 10 ára gamall þegar hann
vann verkið. Virkið hefur aðeins
einu sinni verið lagfært, en það gerði
Pétur Georg sjálfur á fjórða áratug
síðustu aldar. Eins og fyrr segir
var virkið orðið afar illa farið og
brýnt að lagfæra það. Sótt var um
styrk í Fornminjasjóð til endurbóta
þar sem virkið er friðað en því var
hafnað. Ferðafélag Borgarfjarðar
tók verkefnið því upp á sína arma og
í samvinnu við Umf. Dagrenningu
og eigendur jarðanna Englands og
Iðunnarstaða í Lundarreykjadal
var sótt um styrk úr framkvæmda-
sjóði ferðamannastaða til að hanna
og skipuleggja útivistarsvæði í
kringum Englandslaug og um leið
til að lagfæra Pétursvirki. Fé fékkst
í verkið og nú er endurbótum lokið.
Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari
hefur unnið þar þrekvirki ásamt
samverkamanni sínum, Guðmundi
Björnssyni. Fyrir þá sem vilja skoða
virkið má geta þess að leiðin að því
hefur verið stikuð frá Englandslaug.
Norðurljósanna notið í heitri laug
Morgunblaðið/Kristján Guðmundsson
Friðlýst Hreppslaug í Borgarfirði er friðlýst og jafnframt elsta sundlaug héraðsins. Nýverið var nýtt og glæsilegt sundlaugarhús tekið í notkun.
ÚRBÆJARLÍFINU
Birna Konráðsdóttir
Borgarfirði
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is