Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 24

Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 24
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 19. nóvember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 144.3 Sterlingspund 170.22 Kanadadalur 107.74 Dönsk króna 20.018 Norsk króna 14.184 Sænsk króna 13.552 Svissn. franki 151.66 Japanskt jen 1.0283 SDR 189.01 Evra 148.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.3598 STUTT Landsvirkjun hagnast um 31 milljarð króna z Hagnaður Landsvirkjunar fyrstu níu mánuði ársins nam tæp- um 214 milljónum Bandaríkjadala, eða um 31milljarði króna, samanbor- ið við tæplega 103 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur fyrstu níu mánuðina námu tæpum 580 milljónum dala og jukust um tæpar 150 milljónir dala á milli ára. Eigið fé í lok september var um 2,4 milljarðar dala eða 352 milljarðar króna. Í árshlutauppgjöri Landsvirkjunar, sem birt var í gær, kemur fram að með- alverð til stórnotenda án flutnings var 42,1 dalir á megavattstund á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er hæsta verð á því tímabili í sögu Landsvirkjunar. Hörður Arnarson Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að vísa frá kæru Skúla Gunnars Sigfús- sonar athafnamanns á hendur Sveini Andra Sveinssyni hrl. fyrir fjárdrátt með því að hafa sem skiptastjóri þrota- bús EK1923 dregið sér fé af fjárvörslu- reikningi þrotabúsins. Í október 2019 komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Sveinn hefði ekki upplýst kröfuhafa á formlegan hátt um ætlaðan skiptakostnað og tímagjald sitt sem skiptastjóra við fyrrgreint bú. Honum var því gert að endurgreiða búinu þá skiptaþóknun sem hann hafði þegið, um 100 milljónir króna. Dómurinn taldi þó ekki þörf á að víkja Sveini Andra sem skipta- stjóra og fékk hann því að klára skiptin á búinu. Samkvæmt kæru Skúla til héraðs- saksóknara endurgreiddi Sveinn Andri rúmar 84 milljónir króna til þrotabús- ins 24. október 2019 en greiddi sér sömu upphæð til baka í kjölfar skipta- fundar sem haldinn var daginn eftir. Málið ekki rannsakað Héraðssaksóknari mat það sem svo að þar sem skiptum í þrotabúinu var lokið verði að líta á kæruefni sem svo að þau lúti fremur að aðfinnslum við störf skiptastjóra, frekar en að þau gefi tilefni til rannsóknar á meintum refsiverðum brotum. Ekki verði séð að Sveinn Andri hafi gerst sekur um að draga sér fjármuni þrotabúsins og af þeim sökum teljist ekki tilefni til að hefja rannsókn á ætluðum brotum. Málið var því ekki rannsakað frekar og kærunni vísað frá. Skúli Gunnar kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara og benti á að skiptum í þrotabúinu var ekki lokið þegar kæran var upphaflega lögð fram til héraðs- saksóknara. Í kærunni eru málsatvik frekar rakin. Eftir að hafa fengið frek- ari skýringar frá héraðssaksóknara ákvað ríkissaksóknari að staðfesta ákvörðunina um að vísa málinu frá í síðustu viku, rúmum tveimur árum eftir að upphafleg kæra var lögð fram. Kærði í nafni þrotabúsins Konráð Jónsson hrl., lögmaður Skúla Gunnars, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að ákvörðun ríkis- saksóknara um að vísa kærunni frá sé fullkomlega án rökstuðnings. „Það segir einungis að fyrirliggjandi gögn gefi ekki tilefni til lögreglurann- sóknar. Samt liggur m.a. fyrir og er staðfest af dómstólum að Sveinn Andri millifærði fjármuni af reikningi þrota- búsins án þess að hafa til þess heimild. Það er aukaatriði í málinu ef litið er svo á að heimildar til þess hafi verið aflað síðar, kært brot var fullframið við millifærslu þóknunarinnar,” segir Konráð. Þá segir Konráð að það komi þægi- lega á óvart að Sveinn Andri, sem hafi ítrekað borið því við að ekki sé hægt að sækja rétt á hendur honum sem skiptastjóra vegna þess að skiptum þrotabúsins sé lokið, skyldi kæra ákvörðun héraðssaksóknara um að vísa frá kæru Sveins Andra á hendur Skúla Gunnari og endurskoðanda hans til ríkissaksóknara í nafni þrotabúsins, 19 mánuðum eftir skiptalok. „Það má búast við því að hann beri það ekki fyrir sig í væntanlegum mála- rekstri félaga Skúla á hendur honum vegna oftekinnar þóknunar úr þrota- búinu,” segir Konráð. zLögmaður segir niðurstöðu ríkissaksóknara órökstudda KærugegnSveini Andra vísað frá Gisli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is MBL/G.Rúnar Dómsmál Sveinn Andri Sveinsson kvartaði undan dómaranum sem gerði honum að endurgreiða þrotabúi EK1923 um 100milljónir króna. SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS BMW X5 XDRIVE45E Dráttarkrókur (rafmagns) 19” álfelgur 4 heilsársdekk Aksturstölva Bakkmyndavél Bluetooth hljóðtengi Hiti í fram- og aftursætum Rafdrifin framsæti Stafrænt mælaborð USB tengi Rafdrifnir hliðarspeglar Litað gler Leðuráklæði Hraðastillir Stöðugleikakerfi Leiðsögukerfi Regnskynjari Aðfellanlegir hliðarspeglar Hiti í hliðarspeglum Birtutengdir hliðarspeglar Akreinavari Lykillaus ræsing Fjarlægðarskynjarar framan Umferðarskiltanemi Sjálfvirk há/lág aðalljós Raðnúmer 247869 Ekinn 52 Þ.KM Nýskráður 3/2020 Næsta skoðun 2024 Sjálfskiptur Fjórhjóladrif Hybrid 286 hestöfl Verð kr. 11.990.000 Aukavið flug til Raleigh-Durham Morgunblaðið/Árni Sæberg FlugVið Duke-háskóla í Norður-Karólínu. Svæðið er þekkt fyrir öfluga háskóla og mikla grósku meðal nýsköpunar- og tæknifyrirtækja. Flug Icelandair til Raleigh-Dur- ham-flugvallar í Norður-Karólínu hefur gengið mun betur en vonir stóðu til. Félagið hóf flug til áfanga- staðarins um miðjan maí sl., þá áætlunarflug fjórum sinn- um í viku, og til stóð að fljúga út október á þessu ári, taka frí yfir veturinn og hefja flug á ný í maí á næsta ári. Áfangastaður- inn reyndist þó eftirsóttur og síðla sumars var ákveðið að halda áætlunarfluginu áfram fram yfir áramót. Nú hefur Icelandair ákveðið að hefja flug á ný í byrjun mars í stað maí. Um 10,5 milljónir manna búa á svæðinu og þar er mikil tenging milli viðskipta og menningarlífs. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að flugið og bókunar- staðan til Raleigh-Durham hafi farið fram úr væntingum félagsins. „Það liggur mikil greiningarvinna að baki því að velja áfangastaði og við sáum tækifæri í því að hefja flug þangað. Það tekur þó alltaf tíma að byggja upp áfangastaði en þessi hef- ur gengið betur en við máttum vona,” segir Bogi Nils. Hann segir að margir kjósi að fljúga með Icelandair til og frá Raleigh-Dur- ham þar sem miklir möguleikar á tengiflugi eru í boði, bæði til áfangastaða í Evrópu auk þess sem Raleigh-Durham flugvöllur býður upp á miklar tengingar til annarra áfangastaða í Bandaríkjunum. „Tengifarþegarnir eru þó alls ekki þeir einu því við höfum séð tölu- verðan fjölda ferðamanna koma til Íslands frá svæðinu í sumar og í haust,” segir Bogi Nils. zHefja flug á ný í byrjun mars í stað maí Bogi Nils Bogason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.