Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Hátíð Aðeins er rúmur mánuður til jóla og skrautið er víða komið upp í verslunum. Einhver bið gæti þó orðið á að landsmenn komist í jólaskapið. Arnþór Birkisson Mannréttinda- dómstóll Evrópu (MDE) hefur á und- anförnum misserum komist alloft að þeirri niðurstöðu að Hæsti- réttur Íslands hafi með dómum sínum brotið gegn ákvæðum Mannréttinda- sáttmálans (MSE), einkum 6. gr. hans, þar sem fjallað er um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Í lögum nr. 62/1994 um Mannrétt- indasáttmála Evrópu er m.a. sagt í 2. gr. að úrlausnir MDE séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Allt að einu eru skýr merki um það hér á landi á undanförnum ár- um í settum lögum og dóms- úrlausnum að úrskurðum dóm- stólsins sé nú gefið meira vægi en gert var með ákvæðum laganna frá 1994. Þannig var með ákvæð- um í lögum nr. 47/2020 bætt inn í 228. gr. laga nr. 88/2008 um með- ferð sakamála ákvæði um að nýjar upplýsingar geti orðið til þess að leyfa megi endurupptöku saka- máls sem dæmt hefur verið af ís- lenskum dómstólum. Er tekið fram í athugasemdum með frum- varpinu að þessum lögum, að þetta geti átt við „úrlausnir al- þjóðlegra dómstóla“. Má líklega telja að hér sé verið að heimila endurupptöku dæmdra sakamála hér á landi, ef MDE hefur komist að þeirri niðurstöðu að með- ferð þeirra hérlendis hafi brotið gegn MSE. Frávísun stóðst ekki Það gerðist svo nú nýverið að Hæstirétt- ur vísaði frá sér máli sem rétturinn hafði kveðið upp dóm í áð- ur en lögin um stofn- un Landsréttar og Endurupptökudóms tóku gildi. Endurupptökudómur hafði leyft að þetta mál yrði end- urupptekið og þá vitaskuld í Hæstarétti enda var talið að ekki væri unnt samkvæmt texta lag- anna að endurupptaka málið fyrir öðrum dómstóli en þeim sem hafði fjallað um það áður. Undirritaður skrifaði blaðagrein um þetta, sem Morgunblaðið birti mánudaginn 14. nóvember sl. Þar var talið að þessi frávísun Hæstaréttar stæð- ist ekki, þar sem hún hefi ekki stoð í settum lögum um Endur- upptökudóm. Virtist Hæstiréttur hér taka sér vald sem hann hefur alls ekki. Hvers vegna? Nú vaknar spurning um það hvaða ástæður megi telja að hafi ráðið þessari löglausu afgreiðslu Hæstaréttar. Margir lögfræðingar hafa getið sér þess til að Hæsti- réttur vilji koma sér undan að dæma í fjölmörgum málum sem fyrirsjáanlega verður óskað eftir að endurupptekin verði fyrir ís- lenskum dómstólum vegna úr- skurða MDE um réttarbrot Hæstaréttar á sakborningum. Þá er beitt því úrræði að hlíta ekki niðurstöðum Endurupptökudóms um endurupptöku málanna, þó að lög kveði skýrt á um að þau skuli endurupptekin fyrir þeim dómi sem dæmdi þau í fyrra skiptið. Þetta er auðvitað ekkert annað en enn eitt dæmið um að Hæstiréttur virði ekki lagareglur sem honum mislíkar og móti aðrar í staðinn. Til þess hefur hann ekki heimild. Jón Steinar Gunnlaugsson »Margir lögfræð- ingar hafa getið sér þess til að Hæstiréttur vilji koma sér undan að dæma í fjölmörgum málum sem fyrirsjáan- lega verður óskað eftir að endurupptekin verði fyrir íslenskum dóm- stólum vegna úrskurða MDE um réttarbrot Hæstaréttar á sak- borningum. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Leitað skýringa á misbeitingu valds Íslenskir stjórn- málaflokkar (með einni undantekningu) virðast hafa einsett sér að læra ekki af reynslu nágrannaland- anna í innflytjenda- málum heldur end- urtaka mistökin og gera það hraðar og í meira mæli en annars staðar. Árum saman höfum við í þingflokknum varað við þró- uninni og hvers væri að vænta. Nokkur ár eru liðin síðan við bent- um á að fjöldi hælisleitenda á Ís- landi væri hlutfallslega orðinn sex- faldur á við Danmörku og Noreg og að það væri afleiðing stefnu og skilaboða íslenskra stjórnvalda. Munurinn hefur nú aukist til muna. Áður leituðu hlutfallslega fæstir til Íslands. Lega landsins gerði okkur kleift að velja hverjum yrði boðið hæli á Íslandi og taka vel á móti því fólki. Nú í október sóttu tvisvar og hálfu sinnum fleiri um hæli á Ís- landi á einum mánuði en nam öll- um kvótaflóttamönnum sem komu til Íslands á 35 ára tímabili frá því að Ungverjar komu árið 1956 og þar til síðasti hópur Víetnama kom 1991. Frá stofnun flóttamannaráðs 1995 hefur flóttamönnum verið boðið til landsins flest árin. Þeir voru að meðaltali 24 á ári fram til 2019. Metnaður var lagður í að taka vel á móti fólkinu. Það átti rétt á húsnæði, fjárstuðningi og ýmiss konar þjónustu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að yfir 5.000 manns sæki hér um hæli. Þar af eru um 2.000 frá Úkraínu en um þá gilda sérstakar reglur og mót- takan tímabundin neyðarráðstöfun. Eftir að stjórnvöld tóku að víkja frá reglum á borð við Dyflinnar- reglugerðina og kröfu um að fólk leitaði hælis á fyrsta áfangastað og kerfið á Íslandi var flækt að því marki að mál gætu tafist árum saman jókst ásókn gríð- arlega. Nú er svo komið að „milliliðir“ selja ferðir til Íslands og aðgang að íslenska velferðarkerfinu. Oft er fólk sent af stað í hættuför vegna vænt- inga um Ísland sem áfangastað og stund- um er það skuldbund- ið til að greiða ferðina eftir komuna til Ís- lands með góðu eða illu. Fyrir vikið rennur ríkisstuðn- ingur í sumum tilvikum til er- lendra glæpamanna. Þetta er það sem dönsk stjórn- völd vilja koma í veg fyrir þar í landi. Mette Frederiksen forsætis- ráðherra sagði að Danmörk mætti ekki vera söluvara glæpagengja. Markmiðið ætti að vera að enginn mætti til landsins til að sækja þar um hæli. Danir myndu hins vegar áfram taka við kvótaflóttamönnum, velja hverjum yrði boðið til lands- ins og gera kröfur til þeirra. Íslenska ríkisstjórnin hefur hald- ið áfram að fara í þveröfuga átt. Við lok síðasta þings tókst henni, í þriðju tilraun, að troða í gegn frumvarpi um samræmda móttöku til að veita öllum sem fá hæli eða landvistarleyfi sömu réttindi, þjón- ustu og greiðslur, óháð því hvernig þeir koma. Þúsundir munu nú eiga rétt á því sama og við töldum okk- ur í stakk búin að veita 24 á ári fyrir fáeinum árum. Um leið er Ís- land orðið vænlegri söluvara en nokkru sinni áður. Lög og stefna Við þetta bætist að stjórn- málamenn hafa að miklu leyti gefið frá sér vald yfir málaflokknum. Þannig tók svo kölluð kærunefnd útlendingamála ákvörðun um að allir ríkisborgarar Venesúela sem sækja hér um ættu rétt á hæli. Það er vegna sósíalistastjórn- arinnar þar í landi. Ekki leið á löngu áður en mörg hundruð manns með vegabréf frá Venesúela komu til landsins í þeim tilgangi. Þeir verða líklega um 1.000 á þessu ári (langt umfram þann fjölda sem sækir til annarra Evr- ópulanda) en grunur leikur á að langt því frá allir séu raunverulega frá Venesúela. Hver verða áhrifin ef kærunefnd útlendingamála fellir sambærilega úrskurði um önnur lönd? Meðal þeirra landa sem eru talin standa svipað að vígi eða verr hvað varðar lífsgæði og öryggi er Pakistan. Þar búa um 250 milljónir og fjölgar hratt. Lengi mætti telja, Bangla- dess, Hondúras, El Salvador, Kongó o.s.frv. Þessi leið til að svipta lýðræð- islega kjörna fulltrúa og þar með almenning að miklu leyti mögu- leikanum á að hafa stjórn á þessu gríðarstóra máli byggist á lögum um útlendinga. Fljótlega eftir að ríkisstjórn mín hóf störf tók þáver- andi innanríkisráðherra Sjálfstæð- isflokksins upp á því að fela nefnd skipaðri meirihluta stjórnarand- stöðunnar og undir forystu hennar að gera drög að lögunum. Þetta mislíkaði mér ákaflega og gerði ítrekað athugasemdir við uppá- tækið. Þegar ég var beðinn að bíða og sjá var ég afdráttarlaus um að ef þetta yrði eins og mig grunaði færi málið aldrei í gegnum rík- isstjórnina, það færi ekki einu sinni á dagskrá. Ég hafði ekki fyrr brugðið mér af bæ en málið var keyrt í gegnum þingið. Núverandi dómsmálaráðherra hefur viðurkennt að ástandið sé orðið stjórnlaust. En hvað gerir hann í málinu? Hann kemur í fimmta sinn með útlendinga- frumvarp sem hefur stöðugt verið þynnt út þar til það er nánast að engu orðið. Ég batt vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins myndi taka á málinu þótt ekki væri nema með skynsamlegri ályktun. Það varð al- deilis ekki. Ef ég hefði séð ályktun sjálfstæðismanna (undir yfirskrift- inni „Bjóðum þau velkomin“) við hliðina á ályktun landsfundar Sam- fylkingarinnar um sama mál hefði ég vart getað giskað á hvor væri hvað. Þær voru að stofni til eins nema hvað sjálfstæðismennirnir bættu við hvatningu um að fjölga kvótaflóttamönnum á sama tíma og hælisleitendum fjölgar stjórnlaust. Hópur landsfundarfulltrúa fékk reyndar samþykktar breyting- artillögur sem voru mjög mildar en til bóta. Þá var brugðið á það ráð að láta kjósa aftur til að fá óbreytta niðurstöðu og útskýrt fyr- ir fundarmönnum að varfærnari textinn liti illa út fyrir flokkinn. Samfylkingin hefði átt að fagna dómsmálaráðherranum sem hetju þegar hann mætti aftur í þingið eftir þetta. Heildarmyndin Íslendingar gera sér grein fyrir mikilvægi erlends vinnuafls við uppbyggingu landsins síðastliðin ár og áratugi. Þegar fjölgun erlendra ríkisborgara (af ýmsum ástæðum) verður skyndilega eins hröð og hún hefur verið allra síðustu ár er þó óhjákvæmilegt að meta áhrifin á samfélagið. Fjölgunin má ekki vera hraðari en svo að þeir sem flytjast til landsins geti aðlagast. Árið 2018 fluttust meira en fimmtíufalt fleiri útlendingar til Ís- lands en árið áður en við gengum í EES. Við lok þessa árs verða er- lendir ríkisborgarar orðnir yfir 17% landsmanna (innflytjendur eru fleiri). Hlutfallið hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum og er skyndilega orðið hið hæsta á Norðurlöndum. Í byrjun ársins var hlutfallið 13,9%, meira en þriggja prósentustiga fjölgun á einu ári er fáheyrð. Nú liggja fyrir tölur um fjölgun landsmanna á þriðja ársfjórðungi (fæddir umfram látna og aðfluttir miðað við brottflutta). Á þessum þremur mánuðum fjölgaði Íslend- ingum á landinu um u.þ.b. 300. Á sama tíma fjölgaði útlendingum um 3.500. Útlendingum á Íslandi fjölg- aði því nærri tólffalt meira en Ís- lendingum á tímabilinu. Þetta er miklu hraðari þróun en í nokkru öðru landi. Þótt við ímyndum okkur stund- um að við séum milljónaþjóð þá er- um við það ekki. Það þarf að vernda litla samfélagið sem hefur lifað af á þessari eyju í meira en 1100 ár, samhliða því að taka vel á móti nýjum landsmönnum. Í því felast engir fordómar, aðeins heil- brigð skynsemi og lærdómur mannkynssögunnar. Við þessar aðstæður megum við ekki við stjórnleysi í hælisleitenda- málum. Málin verða ekki leyst með frösum og innihaldslausu tali um mannúð. Það er engin mannúð fólgin í því að ýta undir kerfi sem leggur fólk í hættu og gerir okkur ókleift að hjálpa sem flestum þeirra sem eru í mestri neyð. Nú þarf afdráttarlaus viðbrögð. Útlendingalögin þarf að skrifa upp á nýtt. Við ættum að einsetja okk- ur að gera sem mest gagn fyrir sem flesta sem eru í mestri neyð með þeim aðferðum sem virka. Við þurfum að ná stjórn á landamær- unum og stýra því sjálf hvaða flóttamenn koma til landsins og taka vel á móti þeim. Rétt eins og í Danmörku og öðrum löndum þurfum við að tryggja aðlögun þeirra sem flytja til landsins og af- komenda þeirra að samfélaginu. Stjórnvöld gera stundum mistök, hagsveiflur koma og fara. En stór mistök á þessu sviði verða aldrei lagfærð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson » Á þessum þremur mánuðum fjölgaði Íslendingum á landinu um u.þ.b. 300. Á sama tíma fjölgaði útlend- ingum um 3.500. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins. Fram af brúninni í innflytjendamálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.