Morgunblaðið - 19.11.2022, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.11.2022, Qupperneq 36
✝ Lucie Ein- arsson fæddist 3. september 1936 í Struer, Danmörku. Hún lést 8. nóv- ember 2022. For- eldrar hennar voru Marie Einarsson, vindlagerðarkona og húsmóðir, f. 7.12. 1909, d. 27.1. 1993, og Ásgeir Einarsson, sjómað- ur og verkamaður á Íslandi og í Danmörku, f. 4.9. 1902, d. 28.12. 1992. Lucie var elst af þremur systkinum. Systkini Lucie eru Kristín, f. 1937 og Björn, f. 1943, d. 2001. Lucie giftist Sólberg Jónssyni 19. maí 1956. Sólberg fæddist 29. ágúst 1935 í Bolungarvík, d. 8. júní 2021. Foreldrar hans voru Elísabet Bjarnadóttir og Jón Guðni Jónsson. Sólberg og Lucie eignuðust 5 börn. Þau eru: 1994, og fimm barnabörn. María, f. 1963, börn hennar eru Júlíanna, f. 1999, og Aníta Rós, f. 2004. Lucie fæddist og bjó í Dan- mörku bernskuárin. Hún fluttist til Íslands til að fá starfsreynslu á Vífilsstöðum fyrir ætlað hjúkr- unarnám í heimalandinu þegar hún hefði aldur til. Á Vífils- stöðum kynntist hún Sólberg sem varð til þess að hún flutti með honum til Bolungarvíkur við útskrift hans 1955. Í Bolung- arvík byggðu þau sér fallegt heimili og ólu þar upp börnin fimm. Þegar börnin voru orðin stálpuð vann hún í fiskvinnslu og við þrif. Þau Sólberg keyptu jarðirnar Leiru og Kjós árið 1962 og það varð þeirra ástríða að byggja upp og hlúa að Leiru. Lucie lærði án aðstoðar íslensku. Hún var á undan sinni samtíð hvað varðar vistvænan lífsstíl. Útför hennar fer fram frá Hólskirkju, Bolungarvík, í dag, 19. nóv- ember 2022, og hefst athöfnin kl. 14. Ásgeir, f. 1955, giftur Margréti Gunnarsdóttur. Þau eiga Maríu, f. 1977, Sólberg, f. 1981, Eyrúnu, f. 1991, og 7 barna- börn. Bjarni, f. 1956, sem giftist Sólveigu Kjart- ansdóttur, þau skildu. Þau eiga Eyþór, f. 1987, Önnu Lucie, f. 1989, Elísabetu, f. 1991. Sambýliskona Bjarna, Guðrún Lára Kjartansdóttir, f. 1952, d. 2009. Bjarni á 7 barna- börn. Elísabet Jóna, f. 1958, gift Guðjóni Jónssyni. Þau eiga Vil- borgu, f. 1990, Hjörleif, f. 1991, Sólrúnu, f. 1991, Aðalheiði, f. 1993, og eitt barnabarn. Sölvi Rúnar, f. 1959, giftur Birnu Guðbjartsdóttur. Þau eiga Snævar Sölva, f. 1985, Tómas Rúnar, f. 1987, Bergþór Örn, f. Í dag kveð ég kæra tengda- móður sem ég hef átt frábæra samleið með stóran hluta lífs míns. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an þegar ég var um tvítugt. Þá var ég boðinn á Leiru með nokkrum félögum. Á leiðinni skemmtum við félagarnir okkur í aftursætinu. Við vorum því frekar framlágir eftir næturkeyrslu þegar í Víkina var komið. Ekki leist Lucie betur á okkur en svo að hún bauð okkur á augabragði upp á uppábúið rúm svo að við gætum hvílt okkur fyrir norðurferðina. Eftir að örlagadís- irnar höfðu spunnið sinn þráð og ég formlega kominn í fjölskyld- una, kom í ljós að þetta var sú um- hyggjusemi sem Lucie sýndi öll- um sem henni tengdust. Þessi stórmerka kona kom til Íslands 17 ára gömul frá Danmörku og fékk vinnu á Vífilsstöðum þar sem hún hafði ekki aldur til að fara í hjúkr- unarnám. Þar felldu þau Sólberg hugi saman, en hann var þá berklasjúklingur á Hælinu. Þegar hún var 26 ára átti hún fimm börn og fjölskyldan búin að byggja hús- ið á Miðstrætinu. Eftir að ég kom inn í fjölskylduna komst ég fljótt að því að hún var stórvel gefin og hafði tekið hæsta próf sem hafði verið tekið í skólanum í Holstebro og hefði örugglega í dag gengið menntaveginn. En örlögin ætluðu henni annað. Um tvítugt var hún komin í framandi umhverfi, með fangið fullt af börnum. Þessi unga kona settist að í einangruðu sjáv- arþorpi úti á landi. Þurfti að læra að verka og flaka ýsu, gera slátur og nýta annað framandi hráefni til matargerðar. Aðeins fékk hún að nýta þekkingu sína frá Danmörku í matargerð þegar hún fékk að nýta unghana sem var slátrað á nærliggjandi sveitabæ, en þessu óæti var að sjálfsögðu hent á þess- um tíma. Þetta var nú samt ein- ungis á borðum þegar Sólberg var að heiman. Lucie var alltaf komin fyrst á fætur og fór síðust að sofa. Hún kvartaði aldrei og var alltaf tilbúin að passa barnabörnin. Í hennar augum voru þau alltaf eins og „englar“ hjá henni. Hún hafði einstakt lag á börnum, enda elsk- uðu þau hana heitt. Hún var ströng og hafði skýrar reglur. Á hverju einasta sumri vorum við með þeim hjónum á Leiru. Alltaf var nóg um að vera og Lucie sá um matreiðsluna og húshaldið. Hún var alltaf til með innkaupa- listann og passaði upp á að nóg væri til. Þegar farið var á Leiru upplýsti hún mig um að hún margfaldaði alla skammta með þremur miðað við það sem var borðað í Víkinni. Aldrei voru af- gangar og matarsóun var ekki til í hennar orðabók. Allt var nýtt. Þó að hún væri ekki á skíðum var hún alltaf með. Þær voru ófáar ferð- irnar sem við fórum með þeim á skíði til Evrópu. Alltaf var gott að hafa Lucie með. Meðan börnin voru lítil munaði hana ekki um að sækja þau í brekkurnar og hafa ofan fyrir þeim þar til foreldrarnir komu úr brekkunum. Þá var hún búin að kaupa hressingu í mat og drykk sem við gæddum okkur á eftir skemmtilega skíðadaga. Þó að hún hafi verið afburða heilsu- hraust fram að sjötíu og fimm ára aldri voru síðustu skrefin henni þungbær, að vera öðrum háð um alla hluti. Þetta var því kærkom- inn svefn þegar að endalokunum kom og þessi frábæra kona sofn- aði vært. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Jónsson. Í dag kveð ég yndislega tengdamömmu, hana Lucie mína. Við höfum í hartnær 50 ár dansað lífsdansinn saman. Efst í huga mér er þakklæti fyrir alla hjálp- semina við okkur og börnin okkar Ásgeirs, þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar á Miðstræti og í Leirufirði, samveruna á leið okkar yfir Djúpið í misgóðu veðri. Alltaf var hún yfirveguð og hagg- aðist ekki sama hvað gekk á. Lucie mín var með eindæmum vel gerð kona, fluggáfuð og gott að leita til hennar, hún átti alltaf lausnir á hlutunum og sá góðu hliðarnar á öllu. Hvíl í friði og takk fyrir allt og allt, elsku Lucie. Guð geymi þig. Margrét (Magga). Nú ertu loksins komin til afa í himnaríki elsku amma. Þið voruð eitt og unduð ykkur illa í sundur, þó sérstaklega afi. Ég held að betri ömmu væri ekki hægt að óska sér. Ég var fjórði í röðinni af barnabörnunum og okkur fjölgaði ört næstu árin. Við komum í nokkrum hollum og ég tilheyrði holli tvö sem við, Snævar og Tóm- as vorum hluti af. Þegar þið pöss- uðuð okkur tókuð þið okkur ein- hverra hluta vegna að ykkur alltaf þrjá saman, þótt erfiðir værum oft á tíðum. Ég held að í eina skiptið sem þú stoppaðir afa í að taka okkur alla þrjá með hafi verið skíðaferðin til Ítalíu. Snævar fór einn og síðan við Tómas tveimur árum seinna. Ég held að það hafi bara verið mjög skynsamlegt og rétt athugað. Maður á svo margar minningar af Leirunni, Miðstræt- inu, Flyðrugrandanum, Ítalíu og Danmörku. Oft fékk ég að fara með rútunni út í vík á föstudögum og vera fram á sunnudag. Yfirleitt byrjaði maður á því að fara með þér í Sparisjóðinn þar sem þú varst að þrífa og alltaf þótti mér það jafn spennandi, en spennan að þrífa hefur reyndar ekki fylgt mér. Þá fengu nú þeir bræður að tölta niður á Miðstræti og vera með. Þá fengum við yfirleitt að leigja spólu og við máttum alls ekki leigja þær sem voru bann- aðar, en það var alveg á hreinu. Síðan var göngutúr á laugardags- morgnum um bæinn, sund/skíði og yfirleitt önnur spóla. Erfiðast fannst mér að maður mátti ekki horfa á Baywatch klukkan 19 á laugardögum, því þá var matur. Afi mátti jú ekki missa af fréttum klukkan 20. Foreldrar mínir áttu ekki bíl, litasjónvarp og voru ekki áskrifendur að Mogganum. Þú safnaðir því fyrir mig öllum íþróttablöðunum úr Mogganum svo ég gæti verið tengdur við um- heiminn. Ekki nóg með það held- ur lastu þau líka og hlýddir mér yfir svo ég skildi örugglega rétt. Það er líkast til ástæðan fyrir að ég veit allt um íslenskar íþróttir frá því um 1995-2000. Þú kenndir okkur margt og okkur þótti þú oft á tíðum ströng. Sérstaklega man ég eftir að fara með faðirvorið fyr- ir svefninn og halda rétt á hnífa- pörunum. Ég man þegar við Tóm- as sátum í mötuneytinu í menntaskólanum og vorum að hneykslast á félögum okkar, það er hvernig þeir héldu á hnífapör- unum. Við vissum alveg hvernig átti að halda á þeim. Þegar við fór- um til Ítalíu virtist þú kunna öll tungumál og reddaðir öllu. Það er enn þá besta utanlandsferð sem ég hef farið í, enda fengum við betri þjónustu en flest fyrirmenni í heiminum. Ég gæti haldið endalaust áfram en ætla að stoppa núna. Ég Lucie Einarsson veit að þú ert ánægð að fá að vera með afa núna. Ég er svo þakklátur fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig og mína. Bjarni Sólberg fékk að vera mikið með ykkur og hann fær sömu stjörnurnar í augun og ég þegar hann talar um ykkur. Þú varst alltaf svo ánægð að hitta mann og vissir allt um manns hagi fram á síðasta dag. Þegar ég kvaddi þig þá heilsaðir þú mér og brostir, þannig var það líka alltaf. Maður var alltaf vel- kominn og allt vildir þú fyrir mann gera. Takk fyrir allt amma mín. Eyþór Bjarnason. Kæra amma mín. Það er komið að kveðjustund, í allra síðasta sinn. Hugur minn leitar til þín og ég hugsa um allt sem þú hefur fært mér. Þegar mér líður eins og ég sé einn á báti eða hafi enga hugmynd um hvar ég stend, skal ég ekki örvænta. Í gegnum tíðina hefur þú fært mér mikilvægan lærdóm um ótalmarga hluti, alveg frá bernskuárunum mínum. Ég naut þess að eiga góða samveru með þér og fá öll þessi tækifæri til að læra inn á lífið og víkka sjón- deildarhringinn minn. Það má segja með þinni hjálp hafi ég öðl- ast allt aðra sýn á lífið sjálft sem aðrir sjá takmarkað. Nú hef ég svo margt sem vísar mér veginn, gerir hjarta mitt sterkt og heldur í umhyggjuna sem ég ber fyrir öðru fólki. Svo ótalmargt sem gef- ur mér tilgang, stefnu, ánægju og kærleik. Ekkert af þessu verður tekið af mér vegna þess að þú verður ætíð í hjarta mínu. Takk fyrir allt, kæra amma mín. Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Bergþór Örn Sölvason. Elsku amma mín, það voru for- réttindi að alast upp svona nálægt ykkur afa og áttum við svo marg- ar góðar stundir saman í víkinni og á Leiru. Þú varst svo dásamleg en á sama tíma ákveðin og með reglur. „Hættið að ljónast“, „út á tún ef þið ætlið að slást“ og „taktu niður pottlokið“ voru setningar sem maður heyrði reglulega sem barn. En eftir því sem maður varð eldri heyrði maður sjaldnar skammir og urðum við kærar vin- konur. Í menntaskóla gekk mér illa í þýsku og fór ég í aukatíma í Bolungarvík alla þriðjudaga. Eftir aukatímann fór ég til ykkar afa og borðuðum við saman kvöldmat, þú komst fljótt að því að fiskibollurn- ar þínar voru í miklu uppáhaldi, þær voru því eldaðar nánast alla þriðjudaga og vorum við afi alsæl með það. Við nutum þess að sitja og spjalla um allt það helsta í bæj- arlífinu. Í hverri heimsókn spurð- ir þú mig hvenær ég ætlaði að byrja að drekka kaffi, svar mitt var; þegar ég verð stúdent. Síð- asta þýskuprófinu var svo náð nokkrum dögum fyrir stúdent, hinn 19. maí, á 55 ára brúðkaups- afmælinu ykkar afa, og sagðir þú að þetta væri greinilega happa- dagur fjölskyldunnar. Þegar ég kom svo í heimsókn eftir að ég varð stúdent náðir þú í fínasta sparistellið þitt og helltir kaffi í bollann, það var komið að mér að efna loforðið. Það tók tíma að klára bollann en það hafðist. Eftir stúdent flutti ég til Danmerkur, þú sagðist ekki ætla að hringja í mig á meðan ég væri úti en þú myndir senda mér bréf. Í þetta tæpa ár sem ég bjó úti skrifuð- umst við á og var tilhlökkunin mikil að fá bréfin, ég á þau öll enn og held mikið upp á. Þótt söknuðurinn sé mikill er ég svo þakklát fyrir margt. Þakk- lát fyrir tímana okkar saman. Þakklát fyrir allar minningarnar. Þakklát fyrir hvað ég var léleg í þýsku sem varð til þess að ég átti þriðjudagskvöldin með ykkur afa. Umfram allt þakklát fyrir allt sem þið afi gerðuð fyrir mig og hvað við áttum gott samband alla tíð. Guð geymi þig elsku amma mín, ég elska þig. Þín Elísabet. Það var svo notalegt að koma til ömmu eftir skóla. Á meðan hlýju hendurnar hennar yljuðu köldu puttunum mínum spurði hún með eftirvæntingu: Ertu farin að drekka kaffi? Nú, maður veit ekki nema spyrja, sagði hún og hló. Ég settist á eldhúsbekkinn og amma sat í horninu sínu með kaffibolla og prjónana. Stundum með dönsku blöðin, opið á nýjustu fréttum af De Kongelige eða Kryds & tværs, skrafað og spökú- lerað. Merkilegri konu en þig er vart að finna. Ég vildi að við hefðum átt fleiri kaffistundir saman, það er svo margt sem þú hafðir frá að segja. Það bíður betri tíma. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, það er meira en þú heldur. Þú varst mín bedste. Þín María. Elsku amma. Síðustu daga höf- um við hugsað mikið til þín og er- um við ótrúlega þakklát fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við höf- um átt með þér. Þú varst mögnuð manneskja, vaknaðir á hverjum degi fyrst allra og fórst síðust að sofa. Því- líkur dugnaður og drifkraftur sem þú hafðir. Allt var svo snyrtilega til haft og maturinn góður. Samt fannstu alltaf tíma fyrir aðra. Þú varst óeigingjarnasta manneskja sem við höfum kynnst, settir alla aðra í fyrsta sæti. Eins og þegar þú fórst með okkur börnin að hitta hana Rúnu frá Hesteyri. Við erum þér þakklát fyrir að taka alltaf svo vel á móti okkur, þér fannst ekk- ert mál að fá fjögur vel virk systk- ini í heimsókn. Við áttum ósjaldan morgunspjall með þér áður en aðrir heimilismenn vöknuðu. Ef farið var út beið okkar smurt brauð með bönunum þegar við komum aftur inn. Þú passaðir samt upp á agann, kenndir okkur að haga okkur vel inni og ef við þurftum að rífast eða slást þá var í lagi að ljónast úti á túni. Þú varst alltaf til í að eyða tím- anum með okkur fyrir vestan í Bolungarvík og á Leiru. Þú fórst í marga göngutúra með okkur og eigum við ófáar minningar af göngum yfir í Kjós eða að ljóna- steininum þar sem við hlustuðum á sögur allan tímann. Einnig átt- um við margar stundir við að hreinsa öll bláberin eftir að afi tíndi heilu ruslapokana. Oft mátti einnig finna þig við að rífa upp lúpínuna og hvönnina sem var að dreifa sér í kringum Leiruna. Einnig þurftu garðar og beð að vera snyrtileg. Og við gleymum aldrei öllum kræsingunum sem þú bjóst til fyrir okkur; kleinunum, sultukökunni þinni og steikta sil- ungnum á pönnu með sykri. Þrátt fyrir að þú hafir aldrei skíðað þá varstu alltaf með í hverri einustu skíðaferð og tilbúin með mat handa okkur þegar við komum upp á hótel. Í fyrstu skíða- ferðinni í Austurríki fékk hvert og eitt okkar draumadekurdag með þér þar sem farið var á skauta- svell og hádegismaturinn borðað- ur á McDonalds. Þó að heilsunni hafi hrakað síð- ustu árin hafðir þú alltaf áhuga á hvernig gengi og fylgdist vel með hvað við værum að gera og hvar við værum niðurkomin. Hvort ekki gengi allt vel. Hvernig þú fannst tíma til þess að fylgjast með henni Margréti Danadrottn- 36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, A. KARÓLÍNA STEFÁNSDÓTTIR fjölskylduráðgjafi, frá Auðbrekku í Hörgárdal, lést á heimili sínu í Reykjavík síðastliðinn mánudag. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13. Höskuldur Höskuldsson Stefán Torfi Höskuldsson Elsa Lyng Magnúsdóttir Kjartan Smári Höskuldsson Hildigunnur Magnúsdóttir Vala Höskuldsdóttir Steingrímur Óli Einarsson og barnabörn Kæru vinir, frændfólk og fjölskyldur okkar, við þökkum innilega allan stuðninginn og bænir vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, dóttur, systur, mágkonu og frænku, ÞÓRU BRYNDÍSAR ÞÓRISDÓTTUR. Bestu óskir til ykkar allra. Sindri Páll Andrason Hugrún Hannesdóttir Rúna Gísladóttir Þórir S. Guðbergsson Kristinn R. Þórisson Katrín Elvarsdóttir Hlynur Örn Þórisson Hrafn Þorri Þórisson Diljá Agnarsdótttir Hugi, Elva Qi, Kría og Salka Elskulegur eiginmaður minn, GUÐMUNDUR INGI SIGURÐSSON, fyrrverandi lögreglumaður, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. október. Útför hefur farið fram að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný S. Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.