Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL46
Stafakassinn
Fimmkrossinn
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri í Landsbankanum – 50 ára
Hver dagur er ævintýri
H
elgi Teitur Helgason
fæddist 19. nóvember
1972 á Landspítalanum
en flaug 6 daga gamall
með móður sinni í
lítilli flugvél til Ísafjarðar, þar sem
foreldrar hans bjuggu. „Þessi flug-
ferð var víst hressileg og mamma
hélt víst að við myndum ekki hafa
það af. Ég bjó fyrstu 5 ár ævinnar á
Ísafirði. Ég á ekki margar minn-
ingar frá Ísafirði en mér finnst ég
samt vera kominn heim þegar ég
heimsæki Ísafjörð.“
Frá Ísafirði flutti fjölskyldan á
Akranes og fyrstu árin bjó hún á
efstu hæð Landsbankans við Suður-
götu 57 þar sem faðir hans var
útibússtjóri bankans. „Það er því
líklegt að starfsfólkið á Skaganum
hafi hjálpað til við uppeldið á mér
og líklega veitti ekkert af. Það var
margt brallað t.d. að henda vatns-
blöðrum af svölunum á saklausa
vegfarendur og fótbolti á Merkur-
túninu var fastur liður.“
Árið 1985 flutti fjölskyldan svo til
Akureyrar. „Þegar ég kom á Akur-
eyri var ég á 13 ári sem er viðkvæm-
ur aldur til að skipta um umhverfi,
en mér leið vel og það var fínt að
búa á Akureyri. Á sumrin var ég
sendur í sveit, flest sumur til systur
minnar og mágs, sem bjuggu og búa
enn kúabúi rétt fyrir utan Akranes.
Ég trúi því að ég búi enn að því sem
ég lærði í sveitinni.“
Helgi gekk í Menntaskólann á
Akureyri. „Þar eignaðist ég marga
af mínum bestu vinum. Ég útskrif-
aðist árið 1992 og fór í lögfræði í
kjölfarið. Við erum þrír bekkjar-
bræðurnir af eðlisfræðibrautinni
sem urðum lögfræðingar, sem ég
held að sé nokkuð sérstakt. Á sumr-
in vann ég á Akureyri og það var
einmitt sumarið 1994 sem ég hitti
ég konuna í lífi mínu í Sjallanum á
Akureyri. Þar með voru ævarandi
tengsl mín við Norðurland líklega
innsigluð.“
Fyrsta starf Helga sem lög-
fræðingur var í Landsbankanum.
„Reynsluboltarnir sem þar störf-
uðu, bæði lögfræðingarnir og annað
starfsfólk, kenndu mér margt.
Málin voru fjölbreytt og fyrsta
prófmálið mitt til öflunar lögmanns-
réttinda snérist um höfundarrétt að
Mókolli, sem var barnaklúbbsfígúra
bankans.
Eftir níu ár í borginni ákváðum
við að flytja aftur til Akureyrar.
Mér bauðst að leiða opnun útibús
Intrum á Akureyri sem ég þáði. Það
var frábært verkefni og hjá Intrum
var starfsandinn og stemningin
mögnuð. Fyrirtækið var ungt og
fólkið sem þar vann var líka, nánast
öll vorum við um þrítugt. Intrum
var stjórnað af frábæru fólki sem
ég naut trausts hjá og ég er enn
þakklátur fyrir tækifærið. Rekstur-
inn gekk vel og þannig að eftir var
tekið. Það var líklega ástæða þess
að mér bauðst árið 2004 að taka við
starfi útibússtjóra Landsbankans
á Akureyri, að koma aftur heim í
bankann.
Landsbankinn á Akureyri var
rótgróið fyrirtæki, hafði starfað á
Akureyri í 102 ár á þessum tíma.
Mér fannst létt að taka við útibúinu.
Ég þekkti fólkið vel og auðvitað
hvern krók og kima hússins, enda
hafði ég leyst af sem húsvörður.
Er líklega eini framkvæmdastjóri
banka á Íslandi sem hef verið hús-
vörður í sama banka. Ég var mjög
þakklátur að vera treyst fyrir þessu
verkefni, þá 32 ára gömlum og það
skiptir miklu máli að hafa gott bak-
land. Á þessum tíma var margt að
breytast í bankaútibúum landsins.
Fyrirtæki voru mörg útibú frá fyr-
irtækjum í Reykjavík og voru þjónu-
stuð þaðan. Útibúið gekk eftir sem
áður vel og bankinn á Akureyri var
gríðarlega sterkur enda hafði hann
á að skipa sannkölluðum úrvalshópi
starfsfólks, sem sýndi sínar bestu
hliðar daglega. Þetta var mjög lær-
dómsríkur og skemmtilegur tími.“
Meðfram útibússtjórastarfinu
tók Helgi að sér að vera formaður
kjörstjórnar. „Ég er líklega eini
formaður kjörstjórnar á Íslandi sem
hef fengið símtal í beinni útsetningu
við atkvæðaupplestur í sjónvarpi.
Frænda mínum úr sveitinni fannst
kjörið að hringja þegar hann sá mig
í sjónvarpinu. Ég var líka formaður
sóknarnefndar Lögmannshlíðar-
sóknar á þessum árum. Með mér í
þessu hvoru tveggja var úrvalsfólk
sem ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst. Ég var líka gestafyrirles-
ari í Háskólanum á Akureyri á
þessum árum og skildi þá hversu
mikil lyftistöng fyrir samfélagið
Háskólinn er. Hann skapar lykil-
forsendu fyrir búsetu fólks á svæð-
inu að mínu mati.“
Haustið 2010 tók Helgi við starfi
framkvæmdastjóra í Landsbankan-
um og gegnir því starfi enn. „Þar er
hver dagur ævintýri. Ég vinn með
mögnuðu fólki og metnaðurinn í
bankanum er af öðrum heimi. Á
undanförnum árum hefur fjármála-
þjónusta þróast hratt vegna tækni-
framfara og vegna breyttra krafna.
Að mínu mati er hlutverk bankans
að vera traustur banki landsmanna
fyrir farsæla framtíð samfélagsins
sem við búum í. Að því vinnum við
hörðum höndum og árangurinn
skilar sér; viðskiptavinum fjölgar
stöðugt og síðustu þrjú árin hafa
viðskiptavinir Landsbankans
verið þeir ánægðustu á Íslandi og
reksturinn er jafnframt traustur.“
Helgi er dellukarl að eigin sögn og
áhugasamur um flest. „Ég er nátt-
úruunnandi, hef gaman af útiveru
og er ástríðuveiðimaður. Á vetrum
eyðum við fjölskyldan miklum tíma
í hesthúsinu með hestunum okkar,
sem eru auðvitað hinir mestu gæð-
ingar að mínu mati. Félagsskapur-
inn er líka frábær í hestamannafé-
laginu Herði í Mosfellsbæ þar sem
ég er félagsmaður. Við hjónin förum
í hestaferðir á sumrin, reyndar of
Fjölskyldan Frá vinstri: Andri Páll, Helgi, Ásdís Halla, Guðrún og Erla
María við fermingu Ásdísar Höllu árið 2021.
HestamaðurinnHelgi og Skag-
firðingurinn Blakkur.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Það fer afskaplega mikill tími í
alls konar vangaveltur hjá þér. Passaðu
þig á því að festast ekki í dagdraumum í
ofanálag.
20. apríl - 20. maí B
Naut Vertu tilbúin/n að deila leyndarmáli
með vini sem þú treystir til að ráða þér
heilt. Fall er fararheill, þú kemst að því er
líður á daginn.
21. maí - 20. júní C
TvíburarMetnaður þinn er vakinn, nú
verður ekki aftur snúið. Farðu þér hægt í
lífsgæðakapphlaupinu.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Kvíddu engu, þú hefur allt með
þér í vissu máli. Þér mun bjóðast tækifæri
til að gleðjast með góðum vinum. Gríptu
gæsina meðan hún gefst.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Þú keyrir málin áfram bak við tjöldin.
Haltu bara þínu striki, þinn tími mun
koma. Persónulegur stíll þinn laðar að þér
nýja vini.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Það er óþarfi að ríghalda í hluti,
sem þú hefur litla eða enga þörf fyrir.
Eitthvað verður til þess að trufla heimilis-
friðinn í kvöld.
23. september - 22. október G
Vog Þótt húsverkin séu ekki í uppáhaldi
hjá þér þarftu að gefa þér tíma til að sinna
þeim. Kauptu þér eitthvað fallegt eða litla
gjöf handa ástvini.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Klappaðu sjálfum/sjálfri þér á
bakið fyrir að þora að færa út kvíarnar. Þú
ert með öll háspilin á hendi.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Ef þú þarft að leita aðstoðar
einhvers þá er þetta góður dagur til þess.
Settu skýr mörk og vertu viss um að
aðrir velkist ekki í vafa um hvað þú ert að
meina.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Tilhneiging þín til að hugsa um
of gæti verið vandamál. Láttu slag standa
og gakktu í fyrirliggjandi verkefni. Ekki
setja þig á háan hest í vissu máli.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Þú þarft að taka þig taki og
koma skipulagi á líf þitt. Það kemur enginn
á hvítum hesti og gerir það fyrir þig og því
er best að ganga sem fyrst í málið sjálf/ur.
Léttu á hjarta þínu.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þú verður að temja þér þau vinnu-
brögð að ljúka við eitt verkefni áður en þú
byrjar á öðru. Kapp er best með forsjá.
Ekki eyða um efni fram.
100 ÁRA Sigríður Lowe
verður 100 ára á morgun
en hún er fædd 21. nóv-
ember 1922. Hún ólst upp
á Kvíabryggju á Snæfells-
nesi en foreldrar hennar
voru Jón Ólafsson, f. 1891,
d. 1973 og Hildur Sæ-
mundsdóttir, f. 1903, d.
1978. Alsystkini Sigríðar
voru Kristfinnur, f. 1924,
d. 2007 og Ragnheiður
Elín, f. 1926, d. 2015. Sam-
mæðra systkini Sigríðar
eru Svava, f. 1930 og
Málfríður, f. 1933 d. 2014.
Árið 1941 kynntist
hún manni sínum,
Alfred Lowe, breskum
hermanni af þýskum
ættum, d. 1991 og giftu
þau sig hér á Íslandi árið
1945. Fluttu þau út til
Englands stuttu seinna
og býr hún þar ennþá
við ágæta heilsu í heimili
sínu í London.
Þau Alfred eignuð-
ust 3 börn og í dag eru
barnabörnin orðin 5 og
langömmubörnin orðin
8.
Sigríður heldur upp
á afmælisdaginn með
fjölskyldunni í London
og fagnar þessum merka
áfanga.
Sigríður Lowe