Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 48
ÍÞRÓTTIR48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
Keppni í G-riðli á HM karla í
knattspyrnu í Katar hefst fimmtu-
daginn 24. nóvember. Mætast þá
annars vegar Brasilía og Serbía
og Sviss og Kamerún hins vegar.
Morgunblaðið fjallar um hvern riðil
fyrir sig á mótinu og hitar upp fyrir
heimsmeistaramótið. Hér verður
farið yfir G-riðil.
Brasilía
Brasilíska liðið er talið eitt af þeim
sigurstranglegustu á mótinu í ár,
enda státar það af gífurlegum fjölda
heimsklassaleikmanna.
Í hópnum er blanda af þaulreynd-
um leikmönnum á við Neymar,
Thiago Silva, Dani Alves, Casemiro
og Alisson og yngri leikmönnum á
við Vinícius Júnior, Gabriel Martin-
elli og Rodrygo. Raunar eru einnig
nokkrir frábærir leikmenn á besta
aldri, í kringum 25 ára, þar á meðal
Gabriel Jesus, Raphinha og Bruno
Guimaraes.
Brasilíska liðið fór í gegnum
undankeppnina í Suður-Ameríku
án þess að tapa leik og vann riðilinn
sannfærandi, sex stigum fyrir ofan
erkifjendurna í Argentínu, með
því að vinna 14 leiki og gera þrjú
jafntefli.
Brasilía tekur nú þátt á sínu 21.
heimsmeistaramóti og er eina þjóðin
sem hefur tekið þátt á hverju ein-
asta þeirra. Brassar hafa staðið uppi
sem heimsmeistarar oftast allra,
fimm sinnum, og freista þess nú að
vinna sinn sjötta heimsmeistaratitil.
Til þess þarf liðið að halda þeim
stöðugleika sem það hefur náð upp
undanfarin ár þar sem gífurleg
breidd hefur orðið til þess að mikill
fjöldi leikmanna leggur reglulega
sitt á vogarskálarnar.
Serbía
Serbía er eitt af þremur liðum í
riðlinum sem munu leggja allt kapp
á að fylgja Brasilíu upp úr riðlinum
og skyldi enginn afskrifa Serbana.
Lykilmenn liðsins eru flestir
sóknarþenkjandi og þar ber helst
að nefna Aleksandar Mitrovic, sem
hefur reynst Serbum ómetanlegur
enda búinn að skora 50 mörk í 76
landsleikjum. Aðrir sóknarmenn
liðsins eru einnig feikilega öflugir,
þeir Dusan Vlahovic og Luka Jovic.
Dusan Tadic er frábær leikstjórn-
andi og þá er miðjumaðurinn Sergej
Milinkovic-Savic afar skemmtilegur
leikmaður.
Serbía tryggði sér beint sæti
á HMmeð því að vinna A-riðil
undankeppninnar í Evrópu án
þess að tapa leik og skilja þar með
Portúgal eftir í öðru sæti, sem þýddi
umspil fyrir þá síðarnefndu.
Serbneska liðið spilar skemmti-
legan sóknarbolta þar sem það skor-
ar talsvert af mörkum og fær ekki
sérlega mörg á sig, sem er lykilatriði
þegar kemur að því að komast upp
úr riðlinum.
Serbía tekur nú þátt á heims-
meistaramóti í þriðja sinn sem sjálf-
stæð þjóð en samtals í tólfta sinn
þegar þátttaka fyrrum Júgóslavíu
og síðar Serbíu og Svartfjallalands
er tekin með í reikninginn. Sex
sinnum hefur liðið komist upp úr
riðlinum og bestum árangri náði
Júgóslavía á HM 1962 er liðið hafn-
aði í fjórða sæti.
Sviss
Sviss mætir til leiks með reynt
lið sem fékk vart á sig mark í
undankeppninni í Evrópu, þar
sem liðið tryggði sér beint sæti á
HMmeð því að vinna C-riðil án
þess að tapa leik. Þannig skákuðu
Svisslendingar Evrópumeisturum
Ítala, sem féllu úr leik í umspili og
verða því ekki með í Katar.
Sviss fékk aðeins á sig tvö mörk
í átta leikjum í undankeppninni og
því ljóst að við ramman reip verður
að draga gegn liðinu, sem mun
Sjötti titillinn til Brasilíu?
AFP/Carl de Souza
Stjarna Neymar er skærasta stjarna Brasilíu, sem er sigurstrangleg á HM.
lGnægð heimsklassaleikmannalSerbía og Sviss líklegust í 2. sætið
G-RIÐILL
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
sannarlega gera tilkall til þess að
komast upp úr riðlinum.
Reynsla liðsins mun koma sér vel
þar sem Granit Xhaka, Xherdan
Shaqiri, Ricardo Rodríguez, Fabian
Schär, Yann Sommer og Haris Se-
ferovic hafa allir tekið þátt á fjölda
stórmóta.
Manuel Akanji er þá lykilmaður í
vörninni og hinn ungi Noah Okafor
er bráðskemmtilegur sóknarmaður
sem verður gaman að fylgjast með.
Sviss tekur nú þátt á heimsmeist-
aramóti í tólfta sinn og hefur níu
sinnum komist upp úr riðli sínum.
Lengst hefur liðið komist í átta liða
úrslit og það þrívegis. Síðast gerðist
það þó á HM 1954 á heimavelli.
Kamerún
Kamerúnska liðið er fyrir fram
talið það slakasta í riðlinum en
aldrei skyldi vanmeta Afríkuþjóðirn-
ar og þá sérstaklega ekki Kamerún,
sem hafnaði í þriðja sæti í Afríku-
keppninni á síðasta ári.
Í undankeppninni hafði Kamerún
betur gegn sterkum liðum til þess
að tryggja sætið á HM. Þar skákaði
liðið Fílabeinsströndinni í D-riðlin-
um og vann svo Alsír í umspili um
HM-sætið.
Mikið mun mæða á fyrirliðan-
um og mesta markaskoraranum,
Vincent Aboubakar, og sömu sögu
er að segja af Eric Maxim Chou-
po-Moting.
Liðið er með fjölda góðra sóknar-
manna til viðbótar, þar á meðal
Bryan Mbeumo og Karl Toko
Ekambi, og þá eru markvörðurinn
André Onana og miðjumaðurinn
André-Frank Zambo Anguissa
algjörir lykilmenn.
Varnarleikurinn þarf að vera í lagi
líkt og hann var í undankeppninni en
andstæðingar Kamerúns á HM eru
þó enn sterkari en í undankeppninni
og því má lítið út af bregða ætli liðið
sér upp úr riðlinum.
Kamerún tekur nú þátt á heims-
meistaramóti í áttunda sinn og
hefur aðeins einu sinni komist upp
úr riðlinum. Það var á HM 1990
þegar liðið komst í 8-liða úrslit, sem
er það lengsta sem Afríkuþjóð hefur
komist á mótinu.
Olísdeild karla
Valur – Stjarnan ...................................... 35:29
Staðan:
Valur 10 9 0 1 332:281 18
Fram 9 5 3 1 269:261 13
Afturelding 9 5 2 2 263:244 12
FH 9 5 2 2 258:255 12
Stjarnan 10 4 3 3 295:285 11
ÍBV 8 4 2 2 276:237 10
Selfoss 9 4 1 4 270:273 9
KA 9 2 2 5 252:267 6
Grótta 7 2 1 4 199:198 5
ÍR 9 2 1 6 251:309 5
Haukar 8 2 1 5 228:231 5
Hörður 9 0 0 9 262:314 0
Grill 66-deild karla
Víkingur – Þór.......................................... 31:27
Selfoss U – HK......................................... 19:38
Fjölnir – Kórdrengir ............................... 38:19
Staða efstu liða:
HK 7 6 1 0 240:178 13
Valur U 5 4 1 0 148:131 9
Fjölnir 6 3 1 2 190:178 7
Víkingur 7 3 1 3 209:210 7
KA U 6 2 2 2 188:186 6
Grill 66-deild kvenna
Afturelding – Valur U............................. 41:22
ÍR – Grótta............................................... 26:20
Staða efstu liða:
ÍR 5 4 1 0 140:98 9
Grótta 6 4 0 2 171:147 8
Afturelding 5 3 1 1 143:118 7
FH 5 3 0 2 126:126 6
Víkingur 5 2 0 3 135:135 4
EM kvenna
Undanúrslit:
Noregur – Frakkland........................... 28:20
Þórir Hergeirsson er þjálfari Noregs.
Danmörk – Svartfjallaland .................... 27:23
Noregur og Danmörk mætast í úrslitaleik
í Ljubljana á morgun og Svartfjallaland og
Frakkland mætast í leik um þriðja sætið á
sama stað á morgun.
Leikur um 5. sætið:
Svíþjóð – Holland..................................... 37:32
Þýskaland
B-deild:
N-Lübbecke – Balingen ....................... 26:23
Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir
Balingen og Daníel Þór Ingason 1.
Frakkland
Aix – Dunkerque ................................... 25:28
Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með
Aix vegna meiðsla.
Ivry – Nimes ............................................ 24:31
Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna
meiðsla.
Séléstat – Chambéry............................. 24:31
Grétar Ari Guðjónsson var allan tímann á
bekknum hjá Séléstat.
Svíþjóð
Helsingborg – Guif ............................... 29:32
Ásgeir Snær Vignisson skoraði ekki fyrir
Helsingborg.
Austurríki
Alpla Hard – Aon Fivers...................... 27:28
Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
Belgía
B-deild:
Lommel – Genk U23 .................................. 2:1
Kolbeinn Þórðarson kom inn á hjá
Lommel á 57. mínútu.
Vináttulandsleikir karla
Kamerún – Panama ..................................... 1:1
Belgía – Egyptaland..................................... 1:2
Barein – Serbía ............................................. 1:5
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Úlfarsárdalur: Fram – KA................... L16.15
Ásvellir: Haukar – ÍBV......................... L17.30
Hertz-höll: Grótta – Hörður ............... L18.30
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Úlfarsárdalur: Fram – ÍBV....................... L14
Set-höll: Selfoss – Stjarnan ...................... L16
Origo-höll: Valur – KA/Þór....................... L16
Ásvellir: Haukar – HK.............................. L20
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Úlfarsárdalur: Fram U – Víkingur.......... S16
Kórinn: HK U – Fjölnir/Fylkir ............ S16.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Ásvellir: Haukar – ÍR............................ S18.15
Meistaravellir: KR – Valur.................... S19.15
Smárinn: Breiðablik – Njarðvík ......... S20.15
1. deild kvenna:
Hveragerði: Hamar/Þór – KR.................. L17
ÍSHOKKÍ
Úrvalsdeild karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – Fjölnir.......................... L16.45
SUND
Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug hófst
í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gær og lýkur á
morgun.
Noregur leikur enn
og aftur til úrslita
Noregur og Danmörk mætast
í Norðurlandaslag í úrslitum
Evrópumóts kvenna í handbolta á
morgun, eftir sigra í undanúrslit-
um í Ljubljana í gær.
Noregur vann 28:20-sigur á
Frakklandi. Mikið jafnræði var
með liðunum í fyrri hálfleik, en
norska liðið var mun sterkara
í þeim seinni og var sigurinn
öruggur.
Noregur er ríkjandi
Evrópumeistari og leikur því í
úrslitum annað mótið í röð og í
þrettánda sinn alls. Þá er norska
liðið á leiðinni í sinn 25. úr-
slitaleik á stórmóti.
Nora Mørk skoraði átta mörk
fyrir Noreg og Stine Oftedal gerði
sjö. Silje Solberg varði 14 skot í
markinu. Grâce Deuna skoraði
sjö fyrir Frakkland og Chloé Val-
entini skoraði fjögur.
Danmörk vann 27:23-sigur á
Svartfjallalandi í fyrri undanúr-
slitaleiknum. Danir voru skrefinu
á undan nánast allan tímann og
héldu Svartfellingum nokkrum
mörkum frá sér stærstan hluta
seinni hálfleiks.
Enna Friis skoraði sjö mörk
fyrir Danmörk og Mie Højlund
bætti við sex. Ðurðina Jaukovic
og Itana Grbitc skoruðu sjö mörk
hvor fyrir Svartfjallaland.
Norska liðið er hokið af reynslu
í úrslitaleikjum en Danmörk er á
leiðinni í sinn fyrsta úrslitaleik
í 18 ár.
Danmörk, sem hefur í þrígang
orðið Evrópumeistari, lék síðast
til úrslita í Ungverjalandi 2004,
einmitt gegn Noregi.
Þá tryggði Svíþjóð sér fimmta
sæti mótsins með 37:32-sigri á
Hollandi. Nathalie Hagman var
markahæst í sænska liðinu með
níu mörk.
AFP/Jure Makovec
Sigursæll Þórir Hergeirsson fagnar
á hliðarlínunni í gærkvöldi.
Fimmstiga forskot
Valsmanna
Valur náði fimm stiga forskoti á
toppi Olísdeildar karla í hand-
bolta með 34:28-sigri á heimavelli
gegn Stjörnunni í gærkvöldi.
Tókst Valsmönnum að snúa
taflinu sér í vil í seinni hálfleik,
eftir að Stjarnan hafði verið
sterkari aðilinn í fyrri hálfleik
og verið þremur mörkum yfir í
leikhléi, 19:16.
Valsmenn voru hins vegar
mun betri í seinni hálfleik, voru
snöggir að jafna í 19:19, komast
yfir í 20:19 og átti Stjarnan fá svör
eftir það. Valur er með 18 stig í
toppsætinu á meðan Stjarnan er í
fimmta sæti með ellefu stig.
Benedikt Gunnar Óskarsson lék
best fyrir Val og skoraði tíu mörk.
Eldri bróðir hans Arnór Snær
Óskarsson gerði sex. Björgvin
Páll Gústavsson varði ellefu skot
í markinu, tíu þeirra í seinni
hálfleik.
Björgvin Hólmgeirsson skoraði
átta mörk fyrir Stjörnuna og
Arnór Freyr Stefánsson varði 15
skot í markinu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markahæstur Benedikt Gunnar Óskarsson skýtur að marki Stjörnunnar.