Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 51

Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ produced by REPOSADO, THE MEDIAPRO STUDIO and BÁSCULAS BLANCO, A.I.E. Funded by the Spanish Government through INSTITUTO DE LA CINEMATOGRAFÍA Y DE LAS ARTES AUDIOVISUALES with the participation of Crea SGR, RTVE and Orange in collaboration with the TV3 and MK2 partnership. Assistant Director ANTONIO ORDÓÑEZ casting by LUIS SAN NARCISO make-up and hairstyling by ALMUDENA FONSECA, MANOLO GARCÍA costume design by FERNANDO GARCÍA special effects’supervisor by MIRIAM PIQUER direct sound by IVÁN MARÍN sound design by PELAYO GUTIÉRREZ mixing by VALERIA ARCIERI editing by VANESSA MARIMBERT production director LUIS GUTIÉRREZ art director CESAR MACARRÓN original music by ZELTIA MONTES photography by PAU ESTEVE BIRBA executive production PATRICIA DE MUNS, PILAR DE HERAS, LAURA FDEZ. ESPESO, EVA GARRIDO, MARISA FDEZ. ARMENTEROS producers FERNANDO LEÓN DE ARANOA, JAUME ROURES, JAVIER MÉNDEZ written and directed by FERNANDO LEÓN DE ARANOA a film by FERNANDO LEÓN DE ARANOA MANOLO SOLO ALMUDENA AMOR ÓSCAR DE LA FUENTE SONIA ALMARCHA FERNANDO ALBIZU TARIK RMILI RAFA CASTEJÓN CELSO BUGALLO Película Pendiente de Calificaciónreposadoproducc ionesc inematográ ficas uccionescinematográficas prod producci “JAVIER BARDEM GIVES A POWERHOUSE PERFORMANCE” THE AUSTRALIAN “SLICKLY ENTERTAINING” THE HOLLYWOOD REPORTER (EL BUEN PATRÓN) THE RECORD BREAKING 20 TIME GOYA AWARD NOMINEE INCLUDING WINS FOR BEST FILM, BEST DIRECTOR, BEST LEAD ACTOR & BEST ORIGINAL SCREENPLAY USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post 84% RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 91% 86% Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með Kolrössu krókríðandi en sveitin kefl- víska bar sigur úr býtum í Músiktilraunum árið 1992 með miklum glæsibrag. Sveitin varð fljótlega ein helsta neðanjarðarrokksveit landsins og leiddi þá bylgju á tíunda áratugnum ásamt sveitum eins og Botnleðju, Mausi og Ensími. Elíza hefur starfað við tónlist allar götur síðan og farið víða í tónlistarsköpun sinni og „samið allt frá pönki til óperu til Eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjalla- jökli og nú síðast Fagra- dalsfjalli!“, eins og segir í glettinni fréttatilkynningu. Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/ Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinaviu og fjórar sólóplötur til þessa. Síðasta breiðskífa Elízu, Straumhvörf, hlaut m.a tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Straum- hvörf er heimakær, grunduð plata, hvar Elíza lék sér m.a. að andstæðum. Um hana sagði ég á vettvangi RÚV: „Þannig rúllar platan, Elíza leyfir alls kyns tilfinningum að streyma fram og skiptast á gáskafull, orkurík lög og harmrænar ballöður. Platan fer upp og niður – eins og lífið sjálft. Textarnir eru einlægir, en líka fyndnir og grallarakenndir – líkt og söngkonan.“ Platan nýja inniheldur tólf frumsamin lög og stjórnaði Elíza upptökum á plötunni ásamt því að syngja, spila á fiðlu, gítar, bassa, píanó og uku- lele. Gísli Kristjánsson hljóðblandaði plötuna og spilaði á gítar, bassa, trommur og hljómborð og Simon Davis spilaði á píanó, hljómborð og gítar. Njal Frode Lie hljómjafnaði. Elísa sagði pistilritara að hún hefði viljað leyfa plötunni að flæða dálítið óheftri áfram, gefa lögunum rými og hún hafi t.d. elskað að „fiðlast svolítið á plötunni.“ Hljóðfæraleikur er afslappað- ur og lausbeislaður og hún spilaði sjálf á gítara, bassa, ukulele og píanó. „Icebergs“ opnar plötuna, lag með flott og öruggt drif og undir áhrifum frá Sandy Denny eins og Elíza útskýrði fyrir mér en hún var svo góð að hleypa mér inn í pælingar sínar um hvert og eitt lag. Þannig er „Silverlining“ afar áhrifa- ríkt og fallegt, „lagið sem bjargaði lífi mínu, kom til mín þegar ég hélt að ekkert væri eftir og blés mér kjark í brjóst.“ Það heyrist líka svo ofsa vel en Elíza barðist við krabbamein fyrir nokkrum misserum og hafði betur. Lögin koma svo eitt af öðru og eru með alls kyns sniði, ekki ósvipað og síðast. „Maybe Someday“ er ærsla- og gleðiríkt á meðan „Wonder Days“ er innilegt og umvefjandi. „Ósýnileg“ er frábært og er m.a. innslag í yfirstandandi – og eilífa – baráttu fyrir kynjajafn- rétti. Talað er um að taka pláss, færa sig ekki og þessi lína er góð: „Þú mátt alveg vanmeta mig / En hjarta mitt er ofurafl.“ Eðlilega koma upp hugrenningatengsl við Kolrössu krókríðandi árið 1992 þegar þær, unglingar, tóku pláss svo um munaði, gáfu feðraveldinu löngutöngina og rokkuðu sig inn í tónlistarsögu landsins með ógleymanlegum töffaraskap. Þrjú síðustu lögin lýsa ágætlega fjölskrúðug- heitunum hérna. „Fagradalsfjall (You’re So Pretty)“ er stórgóð smíð og eftirminnileg, „Eldfjallaslagari númer tvö, en ekki hvað?,“ segir Elíza mér og hlær. „Edge of Nowhere“ er gott dæmi um þennan háttfrjálsa, styrkjandi anda sem leikur um plötuna og „Greatest Love Story Untold“ er „vampíruballaða“ samkvæmt höfundi, hvar ástin sigrar allt – meira að segja tímann. Allt í allt vel heppnað verk og stæðilegt frá Elízu og mér finnst þessar tvær síðustu plötur hennar svo fínar eitthvað. Yfir þeim er mild fegurð saman með sátt og æðruleysi, plötur sem er bara hægt að knýja fram er reynslan er farin að hafa sitt að segja. Elíza lýsir Wonder Days sem mjög persónulegu verki eða eins og fram kemur í fréttatilkynningu: „Tónlistin bjargaði mér þegar ég hélt ég hefði ekkert meira að gefa. Hún veitti mér kjark og huggun og dró mig af stað. Það er ómetanleg gjöf að geta samið tónlist þegar maður er að jafna sig eftir erfið veikindi, í einangrun í miðju Covid, ein úti í sveit! Vonandi talar hún til einhvers sem þarf á því að halda.” Fram undan er tónleikahald þar sem platan verður flutt með hljómsveit og órafmagnað. Hjartað er ofurafl Flæðandi Fimmta sólóplata Elízu Newman kallast Wonder Days. Vel heppnað verk og stæðilegt frá Elízu og mér finnst þessar tvær síðustu plötur hennar svo fínar. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Wonder Days er ný plata eftir Elízu Newman. Um er að ræða fimmtu sólóplötu söng- konunnar sem gerði garðinn frægan hér áður fyrr með Kol- rössu krókríðandi/Bellatrix. Börn flytja tónlist eftir J.S. Bach „Bach og börn- in“ er yfirskrift tónleika sem verða í Norður- ljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Fram koma Drengjakór Reykjavíkur, Stúlknakór- inn Graduale Futuri og strengjasveitin Íslensk- ir strengir. Einnig einsöngvararn- ir Þóra Einarsdóttir og Þorsteinn Freyr Sigurðsson. Börnin syngja lög eftir J.S. Bach og Íslenskir strengir leika strengjaverk eftir Bach í bland við lög eftir íslensk tónskáld. Meistarinn Johann Sebastian Bach Flytja verk sem marka uppbrot Nordic Affect-hópurinn heldur áfram vetrartónleikaröð sinni í Mengi í kvöld, laugardag, kl. 21. Grafísk verk og verk sem marka uppbrot í rými eru í fókus á tónleikunum en þeir fara fram undir yfirskriftinni „Nothing Breaking“. Flutt verður verk eftir bandaríska trommuleikar- ann og listamanninn Corey Fogel sem hefur skapað sér nafn fyrir grafísk verk. Þá verður flutt ný útgáfa af „Nothing Breaking / Necessary Places“ eftir Juliönu Hodkinson sem samið hefur verið fyrir flutning í Mengi. Að endingu mun Nordic Affect frumflytja á Íslandi grafíska verkið „streng- ur“ eftir Höllu Steinunni Stefáns- dóttur sem var skapað af gömlum girnistrengjum, bleki og vindi í Suður-Svíþjóð. Ljósmynd/Eva Schram Flytjendurnir Nordic Affect-hópurinn hefur hlotið margvíslegt lof.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.