Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 18
FRÉTTIR Innlent18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! AUDI E-TRON 50 SPORTBACK S-LINE Nýskráður 02/2021 ekinn 28þkm. Rafmagnsbíll, uppgefin drægni 360 km. S-line innan og utan. 21“ álfelgur, Bang & Olufsen hljómtæki. Stórglæsilegur bíll til afhendingar strax! Raðnúmer 291099 00 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Eigum laus sölustæði fyri bílinn þinn! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson r M.BENZ EQA250 POWER Nýskráður 04/2022 ekinn 4 þkm. Rafmagnsbíll, uppgefin drægni 488 km. AMG line innan og utan. 19“ álfelgur. Glæsilegt eintak til afhendingar strax! Raðnúmer 138933 M.BENZ EQB350 4MATIC POWER Nýskráður 04/2022 ekinn 3þkm. Rafmagnsbíll, uppgefin drægni 438k m. AMG line innan og utan. Glerþak, 20“ álfelgur, sjónlínuskjár 360° bakk- myndavél, rafmagn og minni í framsætum og margt fleira. Glæsilegt eintak til afhendingar strax! Raðnúmer 405042 .000 00 Sjáðu úrvalið Menningar- og viðskiptaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið með styrkveitingum til einkarek- inna staðbundinna fjölmiðla utan höfuð- borgarsvæðisins er að efla starfsemi þeirra enda gegni þeir mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðji með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf. (3. gr. reglna nr. 1265/2022 um styrkveitingar til staðbundinna fjöl- miðla). Til úthlutunar árið 2022 eru 5 m.kr.: 2,5 m.kr. frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og 2,5 m.kr. frá innviðaráðuneyti v. aðgerðar C.07 í byggðaáætlun, Efling fjölmiðlunar í héraði. Höfuðborgarsvæðið nær yfir sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnar- fjarðarkaupstað, Garðabæ, Seltjarnarnesbæ og Mosfellsbæ. Umsækjendum er bent á að kynna sér ákvæði reglna nr. 1265/2022 um styrkveit- ingar til staðbundinna fjölmiðla. Umsóknareyðublað er á vef menningar- og viðskiptaráðuneytis www.mvf.is. Þegar það hefur verið fyllt út þarf að prenta það til undirritunar, skanna og senda ásamt umbeðnum fylgiskjölum. Mikilvægt er að öll fylgiskjöl fylgi með umsókn. Umsóknir skulu berast á menningar- og viðskiptaráðuneytis, mvf@mvf.is, fyrir miðnætti 11. desember 2022. Ef spurningar vakna um hvernig eigi að fylla umsóknina út er hægt að senda fyrir- spurn á framangreint netfang. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 11. desember 2022. Menningar- og viðskiptaráðuneyti 24. nóvember 2022 Styrkir til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins Stjórnarráð Íslands Menningar - og viðskiptaráðuneytið Stjórnarnefnd Evrópuráðsþings kom saman á fundi í Hörpu í gær. Nefndina skipa alls um 60 þing- menn frá 46 aðildarríkjum Evrópu- ráðsins, en það eru varaforsetar þingsins, formenn landsdeilda, formenn flokkahópa og formenn málefnanefnda þingsins. Íslands- deild Evrópuráðsþingsins skipa Bjarni Jónsson formaður, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaformaður og Birgir Þórarinsson. Alþingi er gestgjafi fundarins en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti opnunarávarpið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og forseti ráðherranefndar Evrópu- ráðsins, lagði áherslu á mikilvægi samstöðu Evrópuríkja um lýðræði, mannréttindi og réttarríkið í ávarpi sínu. Hún kynnti þingmönn- um jafnframt áherslur og áform formennsku Íslands í Evrópuráðinu og svaraði spurningum þeirra. Þá var einnig rætt um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík í maí á fundinum. „Ísland tekur við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins á sögulegum tímum í Evrópu,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars. l60 þingmenn stjórnarnefndar funduðu íHörpu í gær Ísland tekur við á sögulegum tímum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ávarp Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti opnunarávarpið á fundi stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins sem fór fram í Hörpu í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Harpa Í stjórnarnefnd Evrópuráðsþings eru alls um 60 þingmenn frá 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir beitingu einangrunarvist- ar gegn börnum í gæsluvarðhaldi í öllum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni. Líkt og greint hefur verið frá sætti sautján ára drengur gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina á Bankastræti Club í síðustu viku. Í tilkynningu segir að beiting ein- angrunarvistar gegn börnum sé skýrt brot gegn alþjóðlegum mannréttinda- lögum og viðmiðum. Stjórnvöld brjóti gegn alþjóðlegu banni við pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, segir þar einnig. „Í áliti nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum í maí 2022 er lýst áhyggjum að börn hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi á Íslandi. Í tilmælum nefndarinnar til íslenskra stjórnvalda eru þau hvött til aðlaga íslensk lög að alþjóðlegum lagaramma sem leggur bann við beitingu einangrunarvistar gegn einstaklingum undir lögaldri. Íslandsdeild Amnesty Internati- onal hvetur stjórnvöld að bregðast við tilmælum nefndarinnar og end- urskoða laga- og verklagsramma svo tryggt sé að börn sæti aldrei einangr- un í gæsluvarðhaldi í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög,“ segir í tilkynningunni. l17 ára drengur sat í gæsluvarðhaldi Brot ámann- réttindumbarns Morgunblaðið/Sigurður Bogi FangelsiðMetfjöldi hefur sætt gæsluvarðhaldi undanfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.