Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
✝
Svanur Eiríks-
son fæddist 26.
maí 1943 á Ak-
ureyri. Hann lést 6.
nóvember 2022.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Vigfús
Guðmundsson kjöt-
iðnaðarmeistari, f.
12.1. 1908, d. 27.5.
1983, frá Hróa-
stöðum í Öxarfjarð-
arhreppi, og Anna
Sigurveig Sveinsdóttir húsmóðir,
f. 7.3. 1909, d. 17.10. 2003, frá Ey-
vindará, Eiðahreppi.
Systkini Svans eru: Sveinn
flugmaður, f. 1936, d. 1956. Svav-
ar skrifstofustjóri, f. 1939, d. 2006.
Maki: Birna Sigurbjörnsdóttir, d.
2018. Börkur skrifstofustjóri, f.
1944. Maki 1: Ellen Svavarsdóttir,
maki 2: Sigrún Ólafsdóttir. Karen
hjúkrunarfræðingur, f. 1950.
ur María, f. 1994, maki Martin
Bergmann. c) Agnes Erla, f. 1996.
2) Sunna, f. 1974, maður hennar
er Sævar Pétursson og börn
þeirra eru: a) Viðar Örn Óm-
arsson, f. 1999. b) Valdimar Logi,
f. 2006. c) Viktor Máni, f. 2008. d)
Sif, f. 2010. 3) Eiríkur, f. 1977,
kona hans er Elísabet Björk
Björnsdóttir og börn þeirra eru:
a) Brynja Lísa Þórisdóttir, f. 1996,
barn Ísabella Sól, f. 2016. b) Alex-
ander Svanur, f. 2007. b) Óliver
Björn, f. 2008. c) Emilía Erla, f.
2014.
Svanur ólst upp á Suðurbrekk-
unni á Akureyri, í Möðruvalla-
stræti 9, lauk stúdentsprófi 1963
úr stærðfræðideild Mennta-
skólans á Akureyri. Það haust hóf
hann nám við Technische Hochsc-
hule í München í Þýskalandi.
Lokapróf þaðan (Dipl.-Ing.) 1971.
Sérnám í borgarskipulagsfræðum
við sama skóla 1970-1972. Starf-
aði með skóla og eftir það á ýms-
um teiknistofum við byggingar og
skipulag, m.a. við ólympíuþorpið í
München. Eftir heimkomu fjöl-
skyldunnar 1973 starfaði hann á
Vinnustofunni Veltusundi (Geir-
harður og Hróbjartur) til 1976 er
hann hóf eigin starfsemi á Ak-
ureyri. Rak síðan Arkitekta- og
verkfræðistofuna þar í bæ með
Haraldi V. Haraldssyni arkitekt
og Davíð Arnljótssyni verkfræð-
ingi á árunum 1977-1981. Rak
hann síðan eigin teiknistofu í
Hofsbót.
Helstu verk Svans eru Gler-
árkirkja á Akureyri, Höfðakap-
ella með líkhúsi á Akureyri og
Grunnskólinn í Reykjahlíð. Hann
var um árabil félagi í Lions-
klúbbnum Hugin og síðar í Odd-
fellow-stúkunni Sjöfn. Svanur var
ræðismaður (konsúll) Þýskalands
í tæp 30 ár, 1979-2008. Hann var
sæmdur heiðursorðunni „Verdi-
enstkreuz der Bundesrepublik, I.
Klasse“ árið 1998 fyrir störf sín í
þágu Þýskalands.
Útför Svans Eiríkssonar fór
fram í kyrrþey samkvæmt eigin
ósk.
Maki 1: Sigvaldi Júl-
íusson, maki 2: Har-
aldur Helgason.
Hinn 10. október
1964 kvæntist Svan-
ur Erlu Hólmsteins-
dóttur, f. 8. desem-
ber 1943,
tækniteiknara, fv.
starfsmanni Ís-
lenskra verðbréfa á
Akureyri. Foreldrar
hennar voru Hólm-
steinn Egilsson forstjóri Malar og
sands á Akureyri, f. 1915, d. 1995,
og Margrét Sveinbjörnsdóttir, f.
1919, d. 2005, frá Hámund-
arstöðum í Vopnafirði.
Börn Svans og Erlu eru: 1)
Hólmar, f. 1965, kona hans er Ey-
rún Svava Ingvadóttir og börn
þeirra eru: a) Darri Rafn, f. 1991,
maki Sigrún Sunna Helgadóttir,
barn Sóley Birta, f. 2021. b) Hild-
Þrátt fyrir að elskulegur
tengdafaðir minn væri oft búinn að
ræða við mig um dauðann og und-
irbúa sína eigin för, þá er ég alls
ekki búin að átta mig á skyndilegu
andláti hans. Við hin sem eftir
stöndum erum sorgmædd en reyn-
um að sætta okkur við það að
Svanur fékk líklega þann dauð-
daga sem hann óskaði sér. Hann
vildi alls ekki verða byrði á neinum
en ég var samt oft búin að segja við
hann að hann yrði elstur karla og
myndi flytja í kjallarann til mín á
tíræðisaldri, – ég heyri hann hlæja.
Mikið verður það tómlegt að
koma í Víðilundinn og sjá hann
ekki sitja í hægindastólnum sínum
að horfa á sjónvarpið og hvað þá að
geta ekki farið að rökræða við
hann um landsins gagn og nauð-
synjar.
Mér finnst ótrúlegt til þess að
hugsa að ég hafi þekkt hann hans
„hálfu“ ævi eða í rúmlega 40 ár og
er þakklát fyrir hvað þau hjónin
tóku vel á móti þessari ungu
stúlku. Hann reyndi að vísu að
„losna við mig“, með því að keyra á
mig á fyrstu dögum okkar Hólm-
ars, að vísu sagði hann alltaf að það
hefði verið ég sem keyrði á hann.
En þetta risti nú ekki djúpt, allt
sagt í gríni og væntumþykjan allt-
af gagnkvæm.
Í sannleika sagt er ekki hægt að
segja að Svanur hafi verið „hvers
manns hugljúfi“ en hann gerði oft
grín að þessari setningu þegar
hann var að lesa minningargrein-
arnar í Mogganum. Hins vegar var
hann mjög litríkur persónuleiki,
skemmtilegur, vel lesinn, ættfróð-
ur, fjölhæfur og klár en hann var
beinskeyttur og hafði sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Þegar sá gállinn var á honum hafði
hann einstakt lag á því að setja allt
í uppnám í veislum þegar hann sló
einhverju fram, oft til að ögra, en
það fékk líka fólk til að rökræða.
Við áttum margar skemmtileg-
ar samverustundir í gegnum árin
og Svanur var alltaf duglegur að
hæla mér fyrir góðan mat og flott-
ar veislur.
Tengdaforeldrar mínir heim-
sóttu okkur tvisvar sinnum þegar
við bjuggum í Ameríku og árið
2007 ferðuðumst við loks til Þýska-
lands þar sem Hólmar bjó með for-
eldrum sínum á sjöunda áratug
síðustu aldar. Það var sérstaklega
gaman fyrir þau og Hólmar að
koma á þessar „gömlu“ heimaslóð-
ir í München og skemmtilegt fyrir
okkur hin að fá sögurnar beint í
æð.
Þegar við hjónin tókum upp á
því að byrja að ferðast á mótor-
hjóli, jafnt innanlands sem utan,
hafði tengdapabbi gríðarlegar
áhyggjur, sérstaklega af mér.
Hann sagðist ekki sofa á nóttunni á
meðan við værum að þvælast á
þessu farartæki og var alltaf þeirri
stundu fegnastur þegar við skiluð-
um okkur heim. Þá fékk ég alltaf
innilegt faðmlag sem fullvissaði
mig um hvað honum þótti vænt um
mig.
Ég fæ seint fullþakkað tengda-
pabba fyrir alla hjálpina við breyt-
ingarnar á húsnæði okkar bæði á
Víðivöllum og Byggðavegi. Hann
var mjög flinkur arkitekt og fljótur
að koma með lausnir. Ég bar oft
undir hann eitthvað sem mig lang-
aði til að yrði framkvæmt á heim-
ilinu og þá teiknaði hann það upp
og sagði gjarnan að Hólmar yrði
fimm mínútur að redda þessu.
Takk elsku Svanur fyrir sam-
fylgdina, þín verður sárt saknað en
ég vona að gleði og hamingja um-
vefji þig á nýjum stað.
Takk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Eyrún Svava
Ingvadóttir.
Hvert svífið þér, svanir, af ströndu
með söngvum í bláheiðan geim?
Eg sé það af öllu, þér ætlið
í ósýnis fjarlægan heim.
„Vér erum þíns sakleysis svanir,
Vor samvista tími nú dvín;
Vér förum með klökkvandi kvaki
Og komum ei framar til þín“.
Með augunum yður eg fylgdi,
Og alltaf bárust þér fjær
Í bláinn með blikandi vængjum,
Og burt dóu sönghljóðin skær.
En síðan við hlust minnar sálar
Af söng yðar blítt hefir eimt,
Sem heyrði‘ eg úr himneskri fjarlægð:
„Vér höfum ei alveg þér gleymt“.
Þér kvödduð og komið ei framar
Með kliðinn, sem lengst hef eg þreyð,
En, svanir, kemst eg þá til yðar,
Ef ómurinn vísar mér leið?
(Steingrímur Thorsteinsson)
Þín tengdadóttir,
Elísabet.
Síðustu daga hafa skrefin verið
þung en sunnudaginn 6. nóvember
féll elsku tengdapabbi frá.
Mig langar að kveðja þig, elsku
Svanur, með nokkrum fátækum
orðum. Þú veist ekki hvað ég er
þakklátur fyrir heimsókn til þín
rétt fyrir andlátið þar sem við sát-
um saman og fórum yfir öll lífsins
mál. Við höfum alveg átt nokkrar
rimmurnar þar sem við vorum
ekki alltaf sammála og stundum
gerði maður í því að ræða við þig
pólitík til þess að ná þér aðeins upp
og fá að heyra hve miklir vitleys-
ingar það væru sem væru að reyna
að stýra þessu samfélagi, en eins
og í mörgum málum hafðir þú
sterkar skoðanir á slíkum hlutum.
Fyrir þessar stundir er maður
þakklátur í dag og eigum við sem
eftir erum örugglega eftir að rifja
upp eitthvað af þessum samtölum
og brosa í gegnum tárin er við ylj-
um okkur við þessar minningar.
Ég er ótrúlega þakklátur fyrir
allar stundirnar sem þú komst og
hjálpaðir okkur eða öðrum við
flutninga, breytingar á húsnæði
eða hvað það var sem þurfti hjálp
við. Alltaf varstu boðinn og búinn
til þess að hjálpa, stundum kannski
fullboðinn í breytingar samkvæmt
þínu plani, enda varst þú sá eini í
fjölskyldunni sem var með löggilda
skoðun og við áttum stundum bara
eftir að átta okkur á því að þín hug-
mynd var best.
Svartur húmorinn var líka til
staðar og man ég alltaf eftir fyrsta
skiptinu sem ég kom heim með
Sunnu. Rúmlega 16 ára hafði ég nú
ekki meiri kjark en svo að ég fékk
vin minn sem var með okkur á Ak-
ureyri til þess að kíkja í heimsókn-
ina með mér. Var að sjálfsögðu yf-
irheyrður í bak og fyrir, þú gafst
mér strax smá von þar sem ég var
Þingeyingur, en þeir voru bestir í
heimi eins og þú sagðir oft. Að lok-
inni heimsókn þá taldi ég mig hafa
komist nokkuð vel frá henni og var
þakklátur er við vorum að kveðja
og labba út í bíl. Rétt áður en við
stigum inn í bílinn kallaðir þú til
Sunnu: „Sunna, mér líst eiginlega
betur á hinn.“
Daginn sem ég hringdi í þig til
að biðja um hönd Sunnu þá var
eina beiðni þín að ég myndi elska
hana jafn mikið og börnin okkar,
þá myndi þetta ganga vel hjá okk-
ur. Þetta er ráð sem ég hugsa oft
til og er þakklátur fyrir í dag.
Elsku Svanur, takk fyrir allar
stundirnar, takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur Sunnu og
börnin okkar öll. Þín verður sárt
saknað. Við munum passa vel upp
á Erlu þína og yljum okkur við
skemmtilegar minningar er við
hugsum fallega til þín.
Hvíl í friði.
Sævar Pétursson.
Við höfum ekki rætt dauðann
við neinn jafn mikið og hann Svan,
afa okkar. En samt kom það okkur
einhvern veginn í opna skjöldu
þegar hans tími rann upp.
Allir sem þekktu afa vita að
hann var einstakur karakter; sér-
vitur en bráðgáfaður, frekar nei-
kvæður og kaldhæðinn en á sama
tíma gífurlega fyndinn og
skemmtilegur. Það sem við gátum
hlegið að honum og með honum!
Það var ekki til málefni sem afi
hafði ekki skoðun á. Annaðhvort
var fólk eintómir snillingar eða fífl
og hálfvitar. Oftar en ekki ýkti
hann þessar skoðanir sínar glott-
andi, til þess eins að skapa heitar
umræður. Af einhverjum ástæðum
treysti hann okkur snemma til
þess að eiga í slíkum orðaskiptum,
á aldri sem aðrir hefðu kallað okk-
ur óvita. Afi var sérlega lélegur
hlustandi, sem gerði það að verk-
um að við þurftum að koma okkur
hratt og skilmerkilega að kjarna
málsins. Oft var létt að falla í þá
gryfju að hækka róminn, en þegar
við lítum til baka hefur þetta hvatt
okkur til þess að vera betri hlust-
endur sjálf. Þó svo að í augnablik-
inu hafi okkur stundum fundist
þessar skoðanir hans á öllum
mögulegum hlutum pirrandi, þá
styrkti þetta réttlætiskennd okkar
og eiginleikann til þess færa rök
fyrir máli okkar.
Við systur vorum búnar að
hlakka mikið til þess að fá ömmu
og afa í heimsókn til Köben í lok
mánaðarins. Hann hefði gert at-
hugasemdir við skort á almennum
brunavörnum, lofsamað Picasso-
slæðuna á veggnum og skammað
okkur fyrir ljótasta litaval í heimi á
stofuna. Arkitektinn afi var jú með
löggildan smekk, eins og hann
sagði sjálfur. Við höfum verið und-
ir áhrifum af hans fagurfræði og
lært að meta list, hönnun og fallega
hluti.
Eins og með allt annað sýndi afi
okkur væntumþykju á sinn eigin
hátt. Okkur er sérstaklega minn-
isstætt þegar við vorum í fjöl-
skylduferð í Flórída, þá útbjó hann
litlar nælur fyrir okkur barnabörn-
in, sem við áttum að bera öllum
stundum. Á þeim stóð á ensku:
„Hjálp, ég er týnd/ur. Vinsamleg-
ast hringið í þetta númer …“. Eins
sagði hann okkur öllum ítrekað að
við værum uppáhaldið hans. Á
sama tíma kallaði hann okkur oft-
ast einfaldlega „frændi“ eða
„frænka“ því hann nennti ekki að
muna öll þessi nöfn okkar (hvað þá
þessi fullkomlega óþörfu milli-
nöfn). Afi hafði óbilandi trú á eigin
getu og var til að mynda farinn að
sjá alfarið sjálfur um hárskurð
sinn með misgóðum árangri. Dag-
inn fyrir giftingu Hildar fór hann í
alvöru klippingu, einungis því hann
vissi að það myndi gleðja hana.
Afi var alltaf trúr sjálfum sér.
Honum var almennt séð slétt sama
hvað öðrum fannst og þegar öllu er
á botninn hvolft er það mikilvæg-
asta lexían sem afi kenndi okkur.
Við munum sakna hlýja faðm-
lagsins hans og mjúku handanna.
Við munum sakna þess að rífast
við afa um borgarskipulag, Gísla
Martein, heimspeki og húðflúr.
Hans einstaki karakter mun skilja
eftir sig tómarúm í hjörtum okkar.
Takk fyrir allt, afi.
Darri, Hildur og Agnes
Hólmarsbörn.
Elsku afi.
Mér finnst svo sárt að þú sért
farinn frá okkur. Þú varst geggjað
góður afi og mjög fyndinn. Þú vild-
ir alltaf spila við mig þegar ég kom
í heimsókn á leiðinni heim úr KA
eða skólanum, nema ef þú varst að
horfa á sjónvarpið með heyrnartól-
in. Við spiluðum rommý og ólsen
og þú varst pínu tapsár ef ég vann
þig.
Það var gott að fá knús hjá þér
og sérstaklega þykir mér vænt um
síðasta knúsið nokkrum klukku-
stundum áður en þú fórst. Ég vissi
ekki að þetta var síðasta skiptið
sem ég fengi að knúsa þig. Ég vildi
að ég hefði nýtt það betur og haldið
þér fastar.
Það er skrýtið að koma til
ömmu núna og þú ert ekki þar. Það
er tómlegt en samt margt sem
minnir mig á þig, t.d. afakryddið,
pípurnar þínar og hægindastóllinn
þinn.
Ég skal passa ömmu fyrir þig,
elsku afi, og nýta tímann vel með
henni því nú veit ég hvað tíminn er
dýrmætur.
Þín
Sif Sævarsdóttir.
Svanur Eiríksson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýju og stuðning við andlát og útför okkar
ástkæra
JÓNS ÓLAFSSONAR,
Lágengi 12,
Selfossi,
er lést 20. október.
Þakkir fyrir að heiðra minningu hans.
Í Guðs friði.
Gunnþórunn Hallgrímsdóttir
dætur og fjölskyldur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN HELGASON,
Sörlaskjóli 28, Reykjavík,
lést 13. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir fær Þorrasel, dagdeild aldraðra.
Gunnlaugur Jónsson, Katarina Alexandra Jónsson
Sigríður Helga Jónsdóttir
Ingibjörg Guðrún Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans Dadý mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KATRÍN MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR,
Kristnibraut 7,
andaðist 18. nóvember.
Hún verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju
föstudaginn 2. desember klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin.
Þökkum af einlægni starfsfólki Grundar fyrir hlýja og góða
umönnun.
Matthías Matthíasson
Gréta Matthíasdóttir Gunnar Gunnarsson
Matthías Matthíasson Helen Neely
Guðríður Matthíasdóttir Sigurður Einar Sigurðsson
barnabörn og langömmubörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
LILJA LÍNDAL GÍSLADÓTTIR,
Leynisbraut 10, Akranesi,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða
þriðjudaginn 15. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
1. desember klukkan 13. Fjölskyldan vill koma á framfæri
sérstökum þökkum til starfsfólks Hjúkrunar- og dvalarheimilisins
Höfða.
Hjörtur Márus Sveinsson
Gísli Baldur Mörköre
Kristinn Líndal Jónsson Fanney Þórðardóttir
Márus Líndal Hjartarson Þura Björk Hreinsdóttir
Ólafur Elí Líndal Hjartarson Berglind Björk Gunnarsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra,
SIGURÐAR H. STEFÁNSSONAR,
sem lést laugardaginn 22. október.
Inga María Eyjólfsdóttir
og fjölskylda