Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
UMRÆÐAN26
Engjadalur 2, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Falleg 3 herbergja íbúð á annarri hæð með sérinngangi í fjölbýli í Dalshverfi
í Reykjanesbæ. Lóð með leiktækjum, stutt í nýjan grunn- og leikskóla.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 44.900.000 Stærð 76,5 m2
Þjóðaröryggi á hættutímum
O
fbeldisverk Rússa í Úkraínu fara ekki fram hjá
neinum. Í hvert sinn sem tekst að hrekja Rússa
á brott frá svæðum sem þeir hafa lagt undir
sig – nú síðast Kerson – birtast frásagnir um
gripdeildir, mannrán, nauðganir, pyntingar, lík á víða-
vangi og fjöldagrafir barna og almennra borgara.
Breski blaðamaðurinn Charles Moore sagði um
síðustu helgi:
„Þótt að manni sæki sú hroðalega tilfinning að Pútin
og fylgismenn hans séu sadistar sem njóti þess virkilega
sem þeir gera, skemmtir Pútin sér ekki við neitt af
þessu. Fyrir honum vakir að sýna að vestræn siðmenn-
ing, sem hann hatar, skorti styrk til að stöðva sig.“
Sanna Marin, forsætisráðherra Finna, sagði hér í
vikunni að ekkert annað dygði til að stöðva Rússa en
sigur Úkraínumanna. Að honum yrðu þjóðir Evrópu að
stuðla, annars yrðu þær og gildi þeirra fótum troðin.
Nýleg atvik sýna bein áhrif stríðsins hér á okkar
slóðum: Skemmdarverk á Nord Stream gasleiðslunum
í Eystrasalti; ótti Norðmanna við njósnir á olíu- og
gasvinnslusvæðum sínum og handtökur á mönnum
sem grunaðir eru um dróna-njósnir þar; hækkun á
viðbúnaðarstigi norska hersins
og truflanir á netsambandi milli
Skotlands og Hjaltlands annars
vegar og Hjaltlands og Færeyja
hins vegar vegna tjóns á neðan-
sjávarstrengjum. Allt er þetta
til marks um fjölþáttahernað í
nágrenni Íslands.
Mikilvægi siglinga og flutninga
til norskra hafna fyrir norðan
Ísland eykst með aðild Svía og
Finna að NATO. Er rætt um að Narvik verði móttöku-
höfn komi til liðs- og birgðaflutninga frá Norður-Ame-
ríku til Skandinavíuskagans. Tillaga er um að Noregur
og Ísland falli undir sameiginlegu NATO-herstjórnina í
Norfolk í Bandaríkjunum. Hún var lögð niður árið 2009
en endurreist undir nýju nafni í júlí 2021. Keflavíkur-
stöðin sem Bandaríkjamenn ráku hér frá 1951 til 2006
heyrði undir NATO-herstjórnina í Norfolk á sínum tíma.
Frá Moskvu er fylgst vel með öllu sem varðar Ísland.
Til marks um að í stóru samhengi hlutanna gefi Rússar
þó ekki mikið fyrir íslensk stjórnvöld og íslenskt full-
veldi má nefna lýsandi dæmi:
Sturla Sigurjónsson, núverandi sendiherra Íslands í
London, var á sínum tíma utanríkismálaráðgjafi Geirs
H. Haarde forsætisráðherra og fór meðal annars með
honum á leiðtogafund NATO-ríkjanna og Rússlands í
Búkarest vorið 2008.
Strax eftir að bandaríska varnarliðið hvarf héðan
30. september 2006, raunar sama dag, hófu Rússar að
senda fyrirvaralaust langdrægar sprengjuvélar upp
undir strendur Íslands – þær höfðu varla sést á þeim
slóðum frá því að Sovétríkin hrundu 1991. Vélunum var
meira að segja flogið ögrandi umhverfis Ísland. Rússar
höfðu athugasemdir íslenskra yfirvalda vegna þessara
flugferða að engu.
Geir H. Haarde fór gagnrýnisorðum um flug rúss-
nesku hervélanna á fundinum í Búkarest að Vladimir
Pútin Rússlandsforseta viðstöddum.
Skömmu eftir fundinn bað rússneski sendiherrann í
Reykjavík um að fá að hitta Sturlu. Hann lýsti óánægju
yfir ósmekklegri athugasemd forsætisráðherra Íslands
á leiðtogafundinum í viðurvist forseta Rússlands. Ferðir
flugvélanna sneru að Bandaríkjamönnum en ekki
Íslendingum.
Þegar sendiherranum var bent á að ekkert bandarískt
herlið væri lengur á Íslandi og sem fullvalda þjóð bæru
Íslendingar ábyrgð á eigin öryggi og á öryggi borgara-
legs flugs við land sitt lét hann þá athugasemd sem vind
um eyru þjóta. Hann endurtók aðeins að Íslendingar
ættu ekkert að skipta sér af þessum flugferðum.
Sturla segir að samskiptin við sendiherrann vegna
þessa máls sýni að Rússar gefi ekkert fyrir áhyggjur
Íslendinga af eigin öryggi.
Vorið 2008 sat Pútin í annað skipti leiðtogafund
NATO sem forseti samstarfs-
ríkisins Rússlands. Nú er Pútin
forseti árásarríkis og í allt öðrum
stellingum gagnvart NATO. Hann
og stjórn hans gefur örugglega
enn minna fyrir fullveldi Íslands
og öryggi nú á þessum ófriðartím-
um en árið 2008.
Öll rök mæla með því að íslensk
stjórnvöld stigi enn fastar til
jarðar en birtist í þingsálykt-
unartillögu um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem
forsætisráðherra lagði fram á þingi 22. nóvember.
Tryggja verður hernaðarlega öryggi lands og þjóðar við
hættulegustu aðstæður sem skapast hafa í heimsmálum
frá lokum annarrar heimsstyrjaldarinnar.
Fyrir fjórtán árum höfðu ráðamenn Bandaríkjanna
og annarra NATO-ríkja íslenskar ábendingar um að
óvarlegt væri að loka Keflavíkurstöðinni að engu.
Rússar væru samstarfsþjóð og hefðu engan flotastyrk.
Ákvarðanirnar um lokun réðust af skammsýni og röngu
mati á Rússum.
Nú segja bandarískir öryggisfræðingar í nýlegri grein
í tímaritinu Foreign Affairs:
„Jafnvel þótt máttur og sess Rússa verði fyrir hnekki
vegna stríðs þeirra í Úkraínu láta þeir áfram stjórnast
af biturleika sínum, leit að pólitískum ítökum utan
eigin landamæra og þránni eftir áhrifastöðu. Banda-
rísk stjórnvöld hafa ekki efni til að afskrifa Rússa til að
skapa sér hugarró eða ímynda sér að Evrópumenn ráði
einir við þennan vanda. Ógnin kann að þróast en hún
verður áfram fyrir hendi.“
Í orðunum felst söguleg breyting á viðhorfinu sem
ríkti fyrir 30 árum þegar stjarna Sovétríkjanna hvarf.
Þá var talað um einpóla heim undir óskoraðri forystu
Bandaríkjamanna. Nú sést að aðeins var um 30 ára hlé
að ræða. Enginn veit enn hvernig eða hvenær stríðinu
í Úkraínu lýkur. Hitt er vitað að heimsmyndin hefur
breyst og við blasir varanleg þörf fyrir varnir í nágrenni
Rússlands. Af þeim ræðst þjóðaröryggi Íslendinga.
Tilmarks umað í stóru sam-
hengi hlutanna gefi Rússar þó
ekkimikið fyrir íslensk stjórn-
völd og íslenskt fullveldimá
nefna lýsandi dæmi.
Pistill
Björn Bjarnason
Orðin sem við þurfum
Vinsæl orð Bubbi veit hvað hann syngur og velur orð sem allir þekkja.
L
esendur gjörþekkja merkingu og notkun orðanna þú, þessi,
dagur, með, vilja og ganga, enda eru þau meðal 100 algeng-
ustu orðanna í íslensku. Og orðin þangað, hvaða, gluggi,
fallegur, brjóta og hlusta eru á næsta leiti; þau tilheyra hópi
500 algengustu orða í málinu. Flestir fullorðnir sem kunna íslensku
þekkja jafnframt og skilja orðin kynslóð, yfirborð, samningur,
viðhorf, hæfileiki, grannur, víður, sakna og freista, en þau teljast til
1.500 algengustu orðanna. Ef við hækkum rána upp í tíðnina 3.000
bætast við orð á borð við þessi hér: meðvitund, yfirvald, miðnætti,
hamast, undirbúa, glöggur og gamaldags. Í dæmunum hér á undan
höfum við smám saman fikrað okkur fjær innsta kjarna orðaforðans
sem almest er notaður og lærist yfirleitt fyrst. Ég styðst hér við tíðni
sem gefin er í Íslenskri orðtíðnibók. Það blasir við af dæmunum að
nauðsynlegt er að kunna góð skil á þeim orðum sem liggja aðeins
neðan við tíðnitoppinn. Við getum fljótlega lent í vanda ef við skiljum
ekki orð á borð við glöggur og freista.
Okkur er öllum nokkur vorkunn þótt við þekkjum ekki endilega
merkingu orðanna fervika-
greining og áhorfsrannsókn
(þetta eru íðorð m.a. í far-
aldsfræði), endurbeygjupróf
og ankerisplata (í stein-
steyputækni), afstöðumis-
gengi, alhvolfsmyndavél og
ilpunktur (úr stjörnufræði),
bauluskeggur, bjúgtanni, langhalabróðir og þráðabrosma (sjávar-
dýr), boðskiptalykkja og námsfléttun (í menntunarfræði), adrena-
línviðtaki, endurröðunarkorn og vöðvahjúpsflækja (líffræði). Þessi
orðaforði er sérhæfður í meira lagi. Orðin eru bráðnauðsynleg í
vissum sérgreinum í ákveðnum textategundum og samhengi, en
allur almenningur kemst auðveldlega af án þess að kunna þau upp á
sína tíu fingur.
Fræðimenn í menntavísindum hafa hins vegar vakið athygli á mik-
ilvægi þess orðaforða sem liggur ef svo má segja á milli algengustu
orðanna (dagur, gluggi, fallegur o.s.frv.) og hinna sérhæfðustu (svo
sem ankerisplata eða boðskiptalykkja).
Sigríður Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands,
hélt erindi á vegum Íslenska málfræðifélagsins fyrir skömmu þar
sem hún ræddi meðal annars mikilvægi þess fyrir nemendur að
þekkja þann hluta orðaforðans sem hér um ræðir, enda sýna rann-
sóknir beint samband þess við námsárangur og samfélagsþátttöku.
Meðal þeirra orða sem Sigríður tók sem dæmi úr þessu „millilagi“ í
orðaforðanum voru einmitt kynslóð og viðhorf, sem ég nefndi hér á
undan, en einnig m.a. afrakstur, svigrúm, farsæll, öðlast o.s.frv. sem
eru nemendum bráðnauðsynleg bæði til að skilja ritaða og talaða
texta um námsefnið og til að geta sjálfir tjáð sig um flókið efni. Rann-
sóknir benda til að kennarar hirði vel um að útskýra íðorð, á borð við
ljóstillífun, en hætti til að líta fram hjá umræddum milli-orðaforða í
kennslunni. Hann má ekki gleymast enda búa nemendur að misgóð-
um málgrunni.
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@
arnastofnun.is
•Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Prag, nóvember 2022
Evrópuvettvangur um minn-
ingu og samvisku, Platform
of European Memory and Con-
science, var stofnaður í Liechten-
stein-höllinni í Prag árið 2011 til að
halda uppi minningu fórnarlamba
alræðisstefnu tuttugustu aldar. Ég
hef starfað í honum frá 2013 og sótti
ársfund hans í Liechtenstein-höll-
inni 16. nóvember 2022. Jafnframt
hélt vettvangurinn ráðstefnu á
sama stað um hið fjölþætta (hybrid)
stríð, sem valdaklíkan í Kreml heyr
gegn vestrænum lýðræðisríkjum,
ekki aðeins á vígstöðvunum í
Úkraínu, heldur líka í fjölmiðlum,
netmiðlum og sögubókum.
Forseti Litháens, Gitanas Nau-
séda, lagði áherslu á það í ræðu
sinni, að nasismi og kommúnismi
væru tvær greinar af sama meiði.
Ástæða væri til að fordæma komm-
únismann jafnskilyrðislaust og nas-
ismann. Minna yrði á, að griðasátt-
máli Stalíns og Hitlers hefði hleypt
af stað seinni heimsstyrjöldinni.
Forsætisráðherra Tékklands,
Petr Fiala, talaði 17. nóvember
og rifjaði upp, að flauelsbyltingin
tékkneska hefði átt sér stað þann
dag árið 1989. Hrun kommúnism-
ans í Mið- og Austur-Evrópu hefði
verið kraftaverk, en þótt við ættum
ekki að hætta að trúa á kraftaverk,
skyldum við ekki treysta á þau.
Þess vegna yrðu lýðræðisríkin
að standa saman gegn látlausum
tilraunum Kremlarklíkunnar til að
grafa undan vestrænum gildum.
Svjatlana Tsíkhanouskaja, leið-
togi frelsisbaráttu Hvítrússa, sem
stödd var á Íslandi fyrir skömmu,
skoraði á Evrópuþjóðir að gleyma
ekki Hvítrússum, sem vildu vera
vestræn þjóð, ekki undir oki Rússa.
Prófessor Stéphane Courtois
harmaði, að Rússland undir stjórn
Pútíns virtist vera að hverfa aftur
til alræðis. Kremlarklíkuna dreymdi
um að stækka Rússland upp í það
veldi, sem það var undir stjórn
keisaranna. Courtois hefur nýlega
ritstýrt bók, þar sem margir fransk-
ir fræðimenn skrifa um Pútín og
valdaklíku hans. Undir ræðu hans
flaug mér í hug, að líklega líktist
Pútín sem fyrirbæri frekar Mússól-
íni en þeim Stalín og Hitler.
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð