Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 DAGLEGTLÍF12 vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifkop.is Allar almennar bílaviðgerðir Fjörugt tónleikahald í Skálholti á aðventu ML-kórinn heldur jólatónleika í Skálholtsdómkirkju í næstu viku „Tónlistarlífið hér í skólanum er öflugt sem skapar skemmtilegan brag. Gleður og eykur samheldni meðal nemenda,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólastjóri Menntaskólans að Laugarvatni. Í næstu viku heldur kór skólans sína árlegu jólatónleika sem verða í Skálholtsdómkirkju þriðjudaginn 29. nóvember og miðvikudaginn 30. nóvember. Fyrri daginn verða tón- leikar sem hefjast kl. 20 en síðari daginn eru tvennir tónleikar, hinir fyrri hefjast kl. 17:30 og hinir síðari kl. 20. Efnisskrá tónleikanna tekur mið af því að aðventan sé gengin í garð og jólin nálgast, enda þótt lög af öðrum toga heyrast einnig. Í Menntaskólanum að Laugarvatni eru nú tæplega 140 nemendur. Í ML-kórnum eru 131 þáttakandi sem gerir samanlagt 96% nemenda skólans. „Hér í skól- anum eru tvær ef ekki þrjár hljóm- sveitir nemenda, hér eru krakkar sem eru að læra söng og sum hafa tekið einsöng opinberlega. Þetta er mjög skemmtilegt starf,“ segir Jóna Katrín. Öll innkoma fer í ferðasjóð ML-kórsins en stefnt er að ferð með kórinn til Bolzano á Ítalíu í apríl næstkomandi. Þann 7. desember verða í Skálholti svo aðrir tónleikar, hvar efnisskráin verður í anda aðventu. Þar koma fram með ML-kórnum, Vörðukórinn, sem er skipaður 50 söngvurum úr Árnes- og Rangár- vallasýslu, Kirkjukór Kálfholts- kirkju í Holtum og Barnakór Grunn- skólans á Hellu. Eyrún Jónasdóttir er stjórnandi kóranna allra en auk hennar stjórnar Kristinn Ingi Guðnason barnakórnum. Skólasöngur Líf og fjör á æfingu austur á Laugarvatni núna í vikunni. Í dag, laugardaginn 26. nóvember milli klukkan 13-16, verður upphafi aðventu fagnað í Garðabæ með hátíð fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunar- safni Íslands verður hægt að skapa eigin jólamerkimiða og á Bókasafni Garðabæjar gera jólaskraut úr endurunnum bókum. Barnakór Vídalínskirkju verður með tónlistar- dagskrá á sviði á Garðatorgi 4. Ungir tónlistarmenn leika jólalög en dag- skránni lýkur með leik Blásarasveitar Tónlistarskóla Garðabæjar. Að- ventumarkaður þar sem handverk, svo sem kerti, keramik, prjónles og skart verður til sölu, fer einnig fram á Garðatorgi 1-4. Síðan kl. 14:30 verður jólaball á Garðatorgi 7 þar sem jólasveinar leiða dans og söng í glerhýsinu við bókasafn bæjarins. Fjölbreytt jóladagskrá í Garðabæ í dag í upphafi aðventunnar Þ egar hvessir fer allt á hreyfingu svo ekki veitir af að fá sér göngutúr og plokka upp rusl sem fokið hefur,“ segir Þuríður Kristjáns- dóttir. Hún býr í Grafarholti í Reykjavík og er mikið á ferðinni þar. Snemma á síðasta ári byrjaði hún markvisst að tína upp rusl við göngustíga og á opnum svæðum í hverfinu. ,,Mér finnst ég sjá mun. Hverfið er hreinlegra en áður, ég sé árang- ur. Mér þætti hins vegar gaman ef fleiri gæfu sig með þessu móti að umhverfismálum í nærumhverfi sínu,“ segir Þuríður. Hún var lengi prófarkalesari á Morgunblaðinu en lét af störfum fyrir nokkrum árum. Því hefur hún rýmri tíma fyrir sjálfa sig sem hún nýtir meðal annars til gönguferða um nærum- hverfi sitt. Grímur og sígarettustubbar „Heilsan er góð og mér finnst mikilvægt að vera á ferðinni. Þegar kórónuveiran var í algleymingi og flest lokað var alltaf hægt að fara út að ganga. Í ferðum þá hér um Grafarholtið rann mér til rifja að sjá rusl úti um allt; plastdræsur, sælgætis- bréf, matarílát, drykkjarmál, dósir og flöskur. Einnig fatnað að ógleymdum grímunum, tóbaks- púðunum og sígarettustubbun- um. Ég fékk mér plokktöng, tíndi þetta upp og kom í rusladallana. Þegar þeir fyllast sendi ég skila- boð til þjónustumiðstöðvar borg- arinnar sem sendir þá mannskap til að losa,“ segir Þuríður. Nyrst í Grafarholti, það er í Úlfarsárdal, er Reynisvatnsvegur. Þar er oft mikið af rusli, til dæmis vegna nýbygginga, sem berst um hverfið með norðanáttinni. ,,Mikið rusl safnast í trjálundinn við leikskólann Reynisholt og einnig er mikið um alls kyns drasl við Vínlandsleið og Þúsöld. Ég hef ekki haldið neitt bókhald yfir hvað ég tíni upp og ekki fundið neitt merkilegt svo ég muni. Jú, reyndar, einu sinni fann ég 5.000-kall. Bestu launin fyrir plokkið eru að fá frískt loft með útiverunni og að búa í hreinlegu umhverfi,“ segir Þuríður. Þuríður plokkar rusl í Grafarholtinu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umhverfi Þuríður tekur til hendi í þágu umhverfis í Grafarholtinu góða, þar sem hún býr. Úlfarsárdalur í baksýn. Hrein borg og fögur torg! Í þannig umhverfi vilja vafalaust allir búa og í við- leitni til þess er hver sjálfum sér næstur. Úthverfið hefur öðlast annan svip með hreinsunarstarfi, þar sem í runnum finnast m.a. plastflöskur og peningaseðlar. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Reykjavík er nú kominn í jólabúning. Ljósaskreytingar hafa verið settar upp og upplagt er fyrir fjölskyldur, segir í fréttatilkynningu, að rölta um garðinn, dást að ljósadýrðinni og komast í jólaskap. Útigrillin verða opin og er tilvalið að grilla pylsur eða sykurpúða og taka með sér heitt kakó þegar veður er gott. Ljósadalurinn verður opinn dagana 27. nóvember til jóla, á fimmtudögum til sunnudags frá kl. 17 til 20. Gestum er boðið í hringekjuna og hest- vagnaferðir frá kl. 17. Þá verða einnig matarvagnar í garðinum. Jólagleði í Fjölskyldugarðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.