Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Skapandi smiðjur hjá Dansgarðinum Dansgarðurinn býður upp á skapandi smiðjur fyrir fjölskyldur í Breiðholti og aðra áhugasama ámorgun, sunnudag, og næstu tvo sunnudagamilli kl. 14 og 16. Smiðjurnar eruætlaðar foreldr- ummeð börn á aldrinum6-10 ára. Þær fara fram í stúdíói Klassíska listdansskólans íMjódd uppi á 3. hæð, en inngangur er við hliðina á Subway. „Listamennirnir semvið höfummeð okkur í þessuævintýri eru reynslumiklir á sínu sviði,“ segir í tilkynningu. Ámorgun vinnaKatrínGunnars- dóttir ogRánFlygenringmeð dans og teikningu, eftir viku vinna ValgerðurRúnarsdóttir og Svein- björnThorarensen (Hermigervill) með dans og tónlist og 11. desember vinnur sirkushópurinnHringleikur með dans og fimleika. „Að loknum vinnustofumverður boðið upp á kaffi, kakó og kex svo þátttakendur fái tækifæri til að eiga óformlegt spjall og kynnast.“ Vinnustofurnar eru ókeypis, en skrá þarf sig fyrirframánetfanginu: dansgardurinn@gmail.com. „Fjölskyldur af erlendumuppruna sérstaklega velkomnar. Þátttakend- ur þurfa ekki að hafa grunn í dansi eða íslensku til að taka þátt.“ Dúó Katrín Gunnarsdóttir og Rán Flygenring kenna saman. Jólasýning Grósku á Garðatorgi Jólasýning Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, verður opnuð á Aðventuhátíð Garðabæjar á Garðatorgi í dag, laugardag, milli kl. 13 og 16. „Sýn- ingin er tileinkuð jólunum í margbreytilegummynd- um. Jólin eru hátíð ljóss og friðar, gleði og skemmt- ana en stundum tengjast sorg og sársauki jólunum því margir eiga erfitt. Jólin hafa verið haldin heilög til að fagna fæðingu Krists en forðum var þetta helg hátíð þar sem glaðst var yfir endurkomu sólar við vetrarhvörf. Búast má við fjölbreyttri sýningu hjá Grósku en auk þess semmálverk og myndir verða til sýnis á flekum á Garðatorgi teygir sýningin sig inn í versluninaMe&Mu. Listamenn frá Grósku verða á staðnum. Sýning Grósku stendur fram yfir þrettándann,“ segir í tilkynningu. Verk eftir Jón Þorsteinsson. Perlur eftir marga af helstu lista- mönnum þjóðarinnar verða boðn- ar upp á uppboði í sal hjá Fold uppboðshúsi við Rauðarárstíg á mánudaginn kemur kl. 18.30. Boðin verða upp nokkur verk eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal og Gunnlaug Scheving. Einnig má nefna verk eftir LouisuMatthíasdóttur, Ísleif Konráðsson og Stefán Jóns- son – Stórval. Gott úrval abstraktverka er á uppboðinu eftir listafólk eins og Kristján Davíðsson, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Sigurbjörn Jónsson, Valtý Pétursson, Karl Kvaran, Svavar Guðnason og Eirík Smith. Auk þess verða boðin upp verk eftir m.a. Guðmund Thorsteinsson – Mugg, Birgi Andrésson, Alfreð Flóka, Tryggva Ólafsson, Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Karólínu Lárusdóttur og Baltasar Samper. Skoða má verkin hjá Fold um helgina milli kl. 12 og 16 báða daga. „Fold uppboðshús vekur athygli á að viðskiptavinir geta lagt inn forboð á hefðbundin uppboð í sal, rétt eins og á vefupp- boðum, en einnig boðið í verk í gegnum síma geti þeir ekki setið uppboðið sjálft.“ Uppboð hjá Fold Snati Mynd af íslenskum fjárhundi eftir LouisuMatthíasdóttur. Sumarferðin í Hörpu á morgun Sumarferðin nefnist nýr sönglagaflokk- ur eftir Þorvald Gylfason við kvæði Kristjáns Hreinssonar sem fluttur verður á sígild- um sunnudög- um í Norður- ljósumHörpu á morgun kl. 16. „Ljóðin og lögin fjalla um söknuð, sorg og gleði, viljann og vonina, ástina, lífið og listina. Flokkurinn er framhald fyrri flokks sem var frumfluttur í Hannesarholti 2017, Sextán söngvar fyrir sópran og tenór,“ segir í tilkynningu. Flytjendur eru Hallveig Rúnarsdóttir sópr- an, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson á píanó, en þulur er Kristján Hreinsson. Hallveig Rúnarsdóttir Hársbreidd í Skaftfelli Hársbreidd eða Lines of Flight nefnist sýning sem Nína Magnús- dóttir opnar í Skaftfelli í dag kl. 16-18, en um er að ræða vetrarsýn- ingu safnsins. Á sýningunni getur að líta yfir 20 verk sem Nína, sem búsett er á Seyðisfirði, gerði í kjölfar aurskriðanna í desember 2020 sem leiddu til tímabundinn- ar rýmingar Seyðisfjarðar. „Listakonan og fjölskylda henn- ar gátu ekki snúið aftur til heim- ilis síns og vinnustofu í nokkra mánuði og dvöldu í bryggjuhúsi Roth-fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Þetta tímabil neyðarflutninga var tími uppgjörs og leitar að stöðugleika á óvissutímum. Ólíkt fyrri verkum hennar í málaralist og öðrum miðlum, notar Nína hár sem efnivið í nýjustu verk- um sínum; aðferð sem þróaðist áreynslulaust út frá hugmyndinni um hár sem hluta af líkamanum en einnig efni sem er aðskilið hon- um. Líkt og aðrar lífrænar trefjar eins og ull eða silki, hefur hár innri uppbyggingu sem tengist hverjum einstökum uppruna. Við gerð verkanna tóku hinir hárfínu þræðirnir á sig karakter línuteikn- inga. Sum verkanna sýna þrívíðar „línur“ hársins á móti grófu, hvítu yfirborði, á meðan önnur nota liti í óhlutbundnum blæbrigðum sem leika sér með spennuna milli jákvæðs og neikvæðs rýmis,“ segir í tilkynningu. Þar er minnt á að í gegnum söguna hefur hár haft menningarlega og táknræna þýð- ingu í bókmenntum, goðafræði, þjóðsögum, myndlist og dægur- menningu. Sýningin sem stendur til 29. janúar 2023 er opin þriðjudaga til sunnudaga milli kl.17 og 22. Regla „Þetta snýst ekki um að beita hugmyndafræðinni og þvinga hárið und- irmína stjórn; heldur frekar að koma einhvers konar reglu á ringulreiðina og kanna nýja tegund af formi,” segir NínaMagnúsdóttir um verk sín. S kúli Sigurðsson gaf á dögunum út sína fyrstu skáldsögu, Stóri bróðir. Sagan gerist á tveimur tímabilum, annars vegar og að meginefni til árið 2018 en hins vegar í lok síðustu aldar. Sagan er í upphafi sögð frá sjónarhóli lög- reglu- og blaðamanna sem átta sig fljótlega á því að árás á karlmann sem á sér stað við Rauða- vatn kunni að vera liður í skipulagðri röð líkamsárása sama manns. Ekki er einfalt að gera frekar grein fyrir söguþræði án þess að skemma fyrir tilvonandi lesendum en í upphafi virðist sem maður í hefndarhug sé óánægður með verklag og áherslur yfirvalda í ofbeldismálum og hafi tekið lögin í sínar hendur, sé að útdeila réttlæti með því að hafa hendur í hári afbrotamanna og veita þeim makleg málagjöld, ekki ósvipað Leðurblökumanninum í samnefnd- um bíómyndum. Fljótlega bætast við upplýsingar sem skýra málin betur og af stað fer hröð og spennandi atburðarás. Í upphafi bókar tileinkar höfund- ur foreldrum sínum bókina „þrátt fyrir efnið“. Það er ágætis viðvörun áður en bókin er lesin. Efnið er óhugnanlegt og ofbeldislýsingar nákvæmar og góðar en hugsan- lega ekki fyrir viðkvæma. Bókin er ágætlega skrifuð og efnið gott. Sagan er spennandi og það er stíg- andi í henni allt frá byrjun til enda en lokaofbeldissenan er rosaleg. Samskipti löggæsluyfirvalda og fjölmiðla eru með nokkrum ólíkindablæ auk þess sem lögreglu- stjórinn sem mest er fjallað um virðist nánast of illa gefinn og frem- ur ótrúverðugt að þannig innrætt manneskja nái svo hátt innan lög- gæslunnar. Höfundur virðist átta sig á því og er með sínar skýringar á tilvist viðkomandi í embætti. Stóri bróðir er eins og áður sagði fyrsta skáldsaga höfundar. Þetta er spennandi glæpasaga sem er á köflum nokkuð reyfarakennd en er fyrir vikið meira krassandi og skemmtanagildi talsvert. Það verð- ur spennandi að lesa næstu verk höfundar sem er mjög efnilegur. Það væri ekki óhugsandi að Héðinn, reyndur lögreglumaður sem gegnir mikilvægu hlutverki í Stóra bróður gæti verið áhugaverð aðalpersóna í fleiri glæpasögur höfundar. Þar er á ferðinni áhugaverð persóna. Stóri bróðir er góð frumraun höfundar. Krassandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spennandi Skúli Sigurðsson hefur ritferil sinn með krassandi glæpasögu. BÆKUR PÁLL EGILL WINKEL Spennusaga Stóri bróði  Eftir Skúla Sigurðsson Drápa 2022. Innb., 526 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.