Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
✝
Sigurður Ómar
Hauksson
fæddist á Siglufirði
28. desember árið
1950. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands,
Siglufirði, 14. nóv-
ember 2022.
Foreldrar Óm-
ars eru Rósa Aðal-
heiður Magn-
úsdóttir f. í Skaga-
firði 20. desember 1924 og
Haukur Jónasson, f. á Siglufirði
17. júlí 1926, d. 23. febrúar
2016.
Ómar kvæntist 15. janúar
1972 eiginkonu sinni Kristínu
Jónasdóttur frá Vík í Mýrdal.
Kristín lést 1. október 2016. Óm-
ar og Kristín kynntust í Kaup-
mannahöfn árið 1970, fluttu
sama ár til Reykjavíkur og hófu
Ester Torfadóttir. Dætur þeirra
eru Magdalena, Maríanna og
Viktoría. 4) Eva Björk, f. 10.11.
1979, dóttir hennar og Stefáns
Loga Magnússonar er Isabella
Ósk.
Ómar ólst upp á Siglufirði.
Hann útskrifaðist frá Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar árið
1967 og lauk verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Íslands árið
1969. Það sama ár hóf hann nám
í endurskoðun í Kaupmanna-
höfn en flutti aftur til Íslands
áður en námi lauk.
Ómar starfaði lengst af við
ýmiskonar stjórnunarstörf í
sjávarútvegi, m.a. hjá fyrirtækj-
unum Þormóði ramma hf, Ísa-
fold hf, Ingimundi hf og Rækju-
vinnslunni Pólar ehf. Síðar rak
hann eigin bókhaldsþjónustu.
Útför Ómars verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 26.
nóvember 2022, og hefst athöfn-
in kl. 14. Útförinni verður jafn-
framt streymt,
https://www.mbl.is/andlat
sinn búskap að
Laugavegi 126. Ár-
ið 1974 fluttust þau
til Siglufjarðar og
bjuggu þar alla tíð
síðan, fyrst að
Hólavegi 37 og síð-
ar að Hólavegi 41.
Börn Ómars og
Kristínar eru: 1)
Haukur. f. 15.10.
1971, kvæntur Sol-
veigu Ólöfu Magn-
úsdóttur, þeirra börn eru Magn-
ús Bjartur, Hildigunnur og
Kristín Hólmfríður. 2) Rósa
Dögg f. 18.4. 1974, sambýlis-
maður hennar er Róbert Jóhann
Haraldsson, þeirra börn eru
Kristófer Dan, Rebekka Rut,
sambýlismaður hennar er Ari
Gylfason og dóttir þeirra Sif, og
Tómas Orri. 3) Jónas Logi, f.
17.11. 1975, eiginkona hans er
Elsku besti pabbi minn, stoð
mín og stytta, nú ertu farinn frá
okkur eftir strembna og erfiða
orrustu síðustu mánuði. Það
hvarflaði nú ekki að okkur að
þetta „helvíti“ tæki þig svona
hratt úr umferð. Það var ekki fyr-
ir þig að vera upp á aðra kominn
þar sem þú hefur ætíð verið út
um allt og í öllu. Það var ekki sú
skemmtun, uppákoma, árshátíð,
tónleikar eða eitthvað þess háttar
þar sem þú komst ekki að ein-
hverju leyti við sögu, þú varst
bara alltaf til í allt. Eins og ein-
hver sagði: „bæjarfélagið hefur
misst mikið að hafa ekki mann
eins og þig lengur meðal okkar“ –
og er ég því sammála. Ég reyndi
eftir bestu getu að aðstoða þig í
veikindunum og fyrir það varstu
þakklátur, örverpið þitt og sú
eina á staðnum, þannig að það
kom sjálfkrafa í minn hlut að
mestu leyti. Við rúntuðum um
bæinn þegar heilsan leyfði og
ekki skemmdi það nú fyrir að Isa-
bella þín náði að fara með þig
hring eftir að hún fékk æfinga-
akstursleyfið í sumar, það var
markmiðið. Það var erfitt fyrir
okkur þegar Isabella flutti suður
í haust, hún hafði alist upp hjá
þér að mestu leyti alla tíð, þið átt-
uð einstakt samband og þú varst
stoltur afi, fylgdist með henni í
blakinu og hvattir hana áfram.
Þú varst auðvitað stoltur af öllu
þínu fólki og ekki síst öllum
barnabörnunum og barnabarna-
barni þínu sem eiga eftir að
sakna afa sárt. Það er skítt að
vera orðin foreldralaus rúmlega
fertug en svona er víst þetta
blessaða líf. Nú eruð þið elsku
besta mamma saman á ný í Sum-
arlandinu. Ég veit að það verður
vel tekið á móti þér þar. Ég held
áfram að hugsa um ömmu eins
vel og ég get.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þótt minn elskulegi faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram munu bera
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Eva Björk
Ómarsdóttir
Elsku besti Ómar afi.
Mikið rosalega er ég þakklát
fyrir að hafa haft þig hjá mér í 16
ár. Ég hef alltaf verið mikil afa-
stelpa og það er svo margt kemur
í hugann þegar ég hugsa til þín.
Það sem kemur alltaf fyrst í hug-
ann eru allir rúntarnir okkar
saman. Það var svo notalegt að
rúnta rólega um bæinn með þér,
alltaf nokkrar ferðir út á fjörð og
á bryggjuna. Það var oft sem þú
sóttir mig í skólann eða vinnuna
og ég ætlaði heim en í staðinn
rúntuðum við lengi og oftast end-
aði rúnturinn á Hólaveginum þar
sem við borðuðum saman. Ég
beið lengi eftir að mega keyra
sjálf og fékk loksins æfingaakst-
ur í lok sumars. Það var gaman
að geta tekið hring með þér og
Rósu ömmu, en það var því miður
okkar síðasti rúntur saman.
Það var vont að sjá þig svona
veikan og geta ekki gert neitt
sem lét þér batna eða líða betur.
Mér fannst erfitt að get ekki ver-
ið alltaf hjá þér eins og ég hefði
viljað. Það var erfið ákvörðun að
flytja frá Sigló, sérstaklega þeg-
ar þú varst svona lasinn, en það
hjálpaði mikið hvað þú varst
spenntur fyrir öllu sem ég var að
gera og vildir alltaf fá fréttir. Síð-
ustu mánuði voru myndsímtölin
og símtölin mörg, það var ekki
endilega til þess að segja mikið
merkilegt en bara að vera með
þig í símanum og geta spjallað
um daginn fannst mér gott.
Mér finnst ekki sanngjarnt að
þú sért farin frá okkur en það er
eitthvað sem ég get ekki breytt.
Ég veit að þér líður ekki lengur
illa og þið amma eruð komin aftur
saman. Takk fyrir að ala mig upp,
alla rúntana, alla matartímana,
öll spjöllin, alla hjálpina og svo
miklu meira en það. Þú hefur
gert svo mikið fyrir mig sem ég
verð alltaf þakklát fyrir. Ég
sakna þín rosalega mikið og
treysti á þú knúsir ömmu Stínu
frá mér.
Isabella Ósk.
Árið 1968 var litríkt ár. Rússar
bundu brútalt enda á „Vorið í
Prag“ með skriðdrekum og her-
afla. Martin Luther King og Ro-
bert Kennedy voru myrtir. Víet-
namstríðið náði hámarki sínu, og
stúdentar um allan hinn vest-
ræna heim efndu til víðtækra
mótmæla. Þá lauk einnig „Síld-
arævintýrinu“ endanlega, enda
litla sem enga síld að veiða leng-
ur. „’68-kynslóðin“ varð til.
Fátt af þessu mun hafa verið
ofarlega í huga okkar þegar við
félagarnir í hljómsveitinni
Stormum söfnuðumst saman á
heimili Theódórs Júlíussonar á
Hólavegi á Siglufirði til að hlusta
á „Hey Jude“, nýjasta topplag
Bítlanna, og „Born to be Wild“,
sem varð eins konar einkennislag
ofangreindrar kynslóðar. Storm-
ar höfðu þegar starfað í allmörg
ár, en sá, sem þessar linur ritar,
var svo lánsamur að fá að koma
inn í sveitina þetta sumar. Sum-
arið varð, hvað okkur músíkant-
ana varðar, ekki síður skrautlegt
en árið, en „við förum ekki nánar
út í það“!
Árið 1992 var svo hljómsveitin
endurvakin í tengslum við Síld-
arævintýrið. Þá endurnýjaðist
einlæg og djúp vinátta sex tón-
listarmanna - seinna sjö þegar
Rabbi trommari/söngvari kom
aftur til liðs við sitt gamla band –
vinátta, sem hefur enst fölskva-
laust öll árin, en hljómsveitin
spilaði víða. Við áttum eftir „loka-
giggið“ þegar vinur okkar, bassa-
leikarinn og gleðigjafinn Ómar
Hauksson, kvaddi þennan heim.
Það vantar part af Siglufirði
nú þegar Ómar er allur. Hann var
hluti af bæjarmyndinni – og af
síldarævintýrinu. Í hvert skipti
sem ég heimsæki heimaslóðirnar
hlakka ég til að hitta Ómar á
torginu, mikinn á velli, glað-
hlakkalegan með breitt bros á
vör, smitandi bassahlátur og lýs-
Ómar Hauksson
✝
Óttar Skjóldal
fæddist 5.októ-
ber 1932 á Ytra-
Gili Hrafnagils-
hreppi. Eyjaf.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands Sauð-
árkróki 15. nóv-
ember 2022.
Foreldrar Ótt-
ars voru Kristján
Pálsson Skjóldal
málari og bóndi f. 4.5. 1882, d.
Óttar kvæntist þann 17. jan.
1960 Hugljúfu Pálsdóttur, f. 12.
ágúst 1934, d. 5. nóv. 2021. Þau
eignuðust eina dóttur, Hrefnu,
f. 11.1. 1961. Hrefna giftist
Þorbirni Ragnari Steingríms-
syni þ. 17.6. 1997. Þau eiga eina
dóttur, Auði Rögnu, f. 1.9.
2001.
Óttar var bóndi á Enni, Hofs-
hreppi í Skagafirði. Ásamt bú-
störfum stundaði Óttar ýmsa
vinnu bæði gröfuvinnu og sem
bílstjóri.
Útför hans fer fram frá Hofs-
óskirkju í dag, 26. nóvember
2022, kl. 14. Hlekkur á streymi:
https//www.mbl.is/andlat
15.12. 1960, og
Kristín Gunn-
arsdóttir, f. 28.9.
1892, d. 3. apríl
1968. Óttar var
næstyngstur barna
þeirra. Þau voru
Ragnar, Páll
Gunnar, Guðný, G.
Dýrleif, Gunnar,
Haraldur, Óttar og
Ingimar. Öll eru
þau látin nema G.
Dýrleif.
Óttar föðurbróðir okkar
Skjóldal frá Ytra-Gili í Eyja-
fjarðarsveit (fyrrum Hrafna-
gilshreppi) hefur kvatt þetta
líf. Óttar var öllum eftirminni-
legur sem sáu hann eða
heyrðu. Hann var hár vexti,
rammur að afli, hárprúður,
svipmikill og ekki síst lá hon-
um hátt rómur. Ég, Dilla, stóð
lengi í þeirri meiningu þegar
ég var lítil að hann væri tröll-
karl. Það eina sem fékk mig til
að efast um það var hversu
góður og glaðlyndur hann var.
Hann hafði til að bera þann
frábæra eiginleika að geta
sagt óteljandi sögur, farið með
vísur og haft eftir mönnum
og sjálfum sér, svo fólk hrist-
ist af hlátri sem á hlýddi.
Hann elskaði að segja sögur
og fara með vísur, sérstak-
lega ef þær voru dálítið tví-
ræðar. Hann naut sín á
mannamótum og þá mátti
heyra til hans löngu áður en
maður kom auga á hann.
Fyrir söguþyrst bróðurbörn
var hann bæði fyrirmynd og
skemmtikraftur.
Óttar vann við ýmislegt ut-
an við búskapinn. M.a. ók
hann flutningabíl og skólabíl.
Ógleymanleg eru okkur
ferðalög sem þau Skjóldals-
systkini fóru í með fjölskyld-
ur sínar. „Stóra-ferðalagið“
eins og viðburðurinn var kall-
aður tók nokkra daga og
ferðast var í rútunni sem Ótt-
ar notaði til skólaaksturs.
Tjaldað var í þyrpingu og
varðeldur kveiktur á kvöldin
og þar var sungið og sagðar
sögur fram á rauða nótt. Já,
við krakkarnir vorum sann-
arlega heppin að eiga svona
foreldra og frændfólk. Fyrir
það þökkum við þér frændi
og fyrir allar sögurnar, góð-
mennskuna og kærleikann.
Góða ferð og takk fyrir
allt, minningarnar munu lifa!
Dýrleif Skjóldal,
Hafdís Skjóldal
og Kristján
Skjóldal
Ingimarsbörn.
Óttar Skjóldal
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu
miðvikudaginn 16. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sigurður Sigurðsson Barbro Elísabet Glad
Kristján Sigurðsson Lára Guðrún Agnarsdóttir
Rúnar Sigurðsson María Ýr Valsdóttir
Anna Sigurðardóttir Bjarki Valur Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
CAMILLA SÆMUNDSDÓTTIR,
Suðurgötu 37, Reykjavík,
lést föstudaginn 11. nóvember á Hrafnistu
Laugarási. Útför fer fram frá Neskirkju
mánudaginn 28. nóvember klukkan 13.
Sigurdís Sigurðardóttir Kristján Þorkelsson
Camilla Kristjánsdóttir Helgi Hálfdanarson
Hólmfríður Kristjánsdóttir Brynjar Björgvinsson
Bryndís Kristjánsdóttir Sigurbergur Árnason
Ingibjörg Guðjónsdóttir Hartmann Kárason
Sigurður Guðjónsson Þóra Karitas Árnadóttir
Arnar Guðjónsson Hildur Rósa Konráðsdóttir
og fjölskyldur
Elskulega móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT JAKOBSDÓTTIR,
Sautjándajúnítorgi 3,
Garðabæ,
varð bráðkvödd á Tenerife
þriðjudaginn 22. nóvember.
Jakob Már Harðarson Þórey Íris Halldórsdóttir
Marteinn Már, Margrét og María Sól
Vilborg Reynisdóttir
Páll Ágúst, Reynir Örn, Kristín Ósk
og langömmubörnin fjögur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KLARA STYRKÁRSDÓTTIR
frá Tungu í Hörðudal,
Dalasýslu,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
16. nóvember. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 15.
Birna Kristín Baldursdóttir Bergur M. Jónsson
Susan Anna Wilson
Ingibjörg Þorvaldsdóttir
Natan Smári, Baltasar Smári, Þorvaldur Smári
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BIRNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
lést föstudaginn 11. nóv. s.l. á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við
andlát og útför hennar, sem fór fram
fimmtudaginn 24. nóv. frá Garðakirkju.
Einar Karl Kristjánsson Rannveig Einarsdóttir
Kristín Karólína Kristjánsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Lindargötu 57,
er látin.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Kristín Sigurðardóttir Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Elís Rúnarsson Katrín Erla G. Gunnarsdóttir
Stefán Elís, Arna Rut, Móey Marta, Flóki Freyr, Bára Sóley