Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Til söluhótelrekstur og fasteign Íslandsbanki kynnir til sölu fasteign og rekstur á 201 Hóteli í Kópavogi. Umer að ræða sölu á félögunumL1100 ehf. sem á fasteignina aðHlíðarsmára 5-7 og 201 Hótel ehf. sem sér um rekstur hótelsins. Hótelið tók til starfa í lok árs 2017 eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á fasteigninni. Hótelið er búið 102 rúmgóðumherbergjum og er fasteignin samtals 3.867m2 að stærð. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum netfangið 201hotel@islandsbanki.is „Móttaka flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg hefur gengið afar vel en með undirritun samnings við ríkið vill sveitarfélagið tryggja farsæla mót- töku og aðlögun flóttafólks og barna. Það er ánægjuefni að samningurinn sé í höfn en hann mun stuðla að sam- felldri og jafnri þjónustu en það er mikilvægt að flóttafólk fái jöfn tæki- færi til virkrar þátttöku í samfélaginu sem fyrst,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri sveitarfé- lagsins Árborgar. Í gær var undirritaður samningur sveitarfélagsins við félags- og vinnu- markaðsráðuneytið og Fjölmenn- ingarsetur um að sveitarfélagið tæki á móti allt að 100 flóttamönnum til loka ársins 2023 og að lágmarki á móti 50 manns. Sveitarfélagið hefur tekið myndarlega á málum flótta- manna hingað til og hefur auk þess verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks sem hófst árið 2021. Flóttafólk sem sest hefur að í Árborg hefur komið frá Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Mikil reynsla í Árborg Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé- lags- og vinnumarkaðsráðherra, segir sveitarfélagið Árborg búa yfir mikil- vægri reynslu í móttöku flóttamanna og að nýr samningur sýni mikinn vilja Árborgar til þess að sýna fólki í neyð stuðning. Sveitarfélagið mun njóta aðstoðar Fjölmenningarseturs, sem mun gegna því hlutverki að vera tengiliður milli ríkis og Árborgar auk þess að veita starfsfólki sveitarfélags- ins faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. „Ég óska Árborg og íbúum sveitar- félagsins hjartanlega til hamingju,“ sagði Guðmundur eftir undirritun samningsins í gær. Margvísleg þjónusta Markmiðið með samræmdri mót- töku flóttafólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er að tryggja samfellda og jafna þjón- ustu og undirbúa það fyrir þátttöku í samfélaginu. Fólk er oft að koma úr erfiðum aðstæðum og með mismun- andi reynslu og því mikilvægt að í upphafi sé lögð áhersla á aðstoð við að vinna úr áföllum. Næsta skref er síðan að undirbúa fólkið til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu, með möguleikum til atvinnu, samfélags- fræðslu um Ísland og íslenska siði og ekki síst með kennslu í íslensku. lSveitarfélagið Árborg samdi í gær við stjórnvöld Samiðummóttöku 100 flóttamanna Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Ljósmynd/Stjórnarráðið Árborg Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Nichole LeighMosty við undirritun samningsins í gær. Ljósmynd/Feykir-Páll Friðriksson Árleg friðarganga Nemendur og starfsfólk Árskóla á Sauðárkróki fóru í gær- morgun í árlega friðargöngu að krossinum sem settur er upp við kirkjugarðinn á Nöfunum í upphafi aðventu. Um áralanga hefð er að ræða í bænum og er kveikt á krossinum þar til á þrettándanum. Kveikt verður á jólatrénu á Kirkjutorgi í dag kl. 15:30 þar sem kórar syngja jólalög og líklegt að jólasveinar komi arkandi ofan af Tindastóli og Molduxa. Verslanir verða opnar lengur í dag og jólaandinn svífur yfir vötnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.