Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 10

Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Til söluhótelrekstur og fasteign Íslandsbanki kynnir til sölu fasteign og rekstur á 201 Hóteli í Kópavogi. Umer að ræða sölu á félögunumL1100 ehf. sem á fasteignina aðHlíðarsmára 5-7 og 201 Hótel ehf. sem sér um rekstur hótelsins. Hótelið tók til starfa í lok árs 2017 eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á fasteigninni. Hótelið er búið 102 rúmgóðumherbergjum og er fasteignin samtals 3.867m2 að stærð. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum netfangið 201hotel@islandsbanki.is „Móttaka flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg hefur gengið afar vel en með undirritun samnings við ríkið vill sveitarfélagið tryggja farsæla mót- töku og aðlögun flóttafólks og barna. Það er ánægjuefni að samningurinn sé í höfn en hann mun stuðla að sam- felldri og jafnri þjónustu en það er mikilvægt að flóttafólk fái jöfn tæki- færi til virkrar þátttöku í samfélaginu sem fyrst,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri sveitarfé- lagsins Árborgar. Í gær var undirritaður samningur sveitarfélagsins við félags- og vinnu- markaðsráðuneytið og Fjölmenn- ingarsetur um að sveitarfélagið tæki á móti allt að 100 flóttamönnum til loka ársins 2023 og að lágmarki á móti 50 manns. Sveitarfélagið hefur tekið myndarlega á málum flótta- manna hingað til og hefur auk þess verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks sem hófst árið 2021. Flóttafólk sem sest hefur að í Árborg hefur komið frá Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Mikil reynsla í Árborg Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé- lags- og vinnumarkaðsráðherra, segir sveitarfélagið Árborg búa yfir mikil- vægri reynslu í móttöku flóttamanna og að nýr samningur sýni mikinn vilja Árborgar til þess að sýna fólki í neyð stuðning. Sveitarfélagið mun njóta aðstoðar Fjölmenningarseturs, sem mun gegna því hlutverki að vera tengiliður milli ríkis og Árborgar auk þess að veita starfsfólki sveitarfélags- ins faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. „Ég óska Árborg og íbúum sveitar- félagsins hjartanlega til hamingju,“ sagði Guðmundur eftir undirritun samningsins í gær. Margvísleg þjónusta Markmiðið með samræmdri mót- töku flóttafólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er að tryggja samfellda og jafna þjón- ustu og undirbúa það fyrir þátttöku í samfélaginu. Fólk er oft að koma úr erfiðum aðstæðum og með mismun- andi reynslu og því mikilvægt að í upphafi sé lögð áhersla á aðstoð við að vinna úr áföllum. Næsta skref er síðan að undirbúa fólkið til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu, með möguleikum til atvinnu, samfélags- fræðslu um Ísland og íslenska siði og ekki síst með kennslu í íslensku. lSveitarfélagið Árborg samdi í gær við stjórnvöld Samiðummóttöku 100 flóttamanna Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Ljósmynd/Stjórnarráðið Árborg Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Nichole LeighMosty við undirritun samningsins í gær. Ljósmynd/Feykir-Páll Friðriksson Árleg friðarganga Nemendur og starfsfólk Árskóla á Sauðárkróki fóru í gær- morgun í árlega friðargöngu að krossinum sem settur er upp við kirkjugarðinn á Nöfunum í upphafi aðventu. Um áralanga hefð er að ræða í bænum og er kveikt á krossinum þar til á þrettándanum. Kveikt verður á jólatrénu á Kirkjutorgi í dag kl. 15:30 þar sem kórar syngja jólalög og líklegt að jólasveinar komi arkandi ofan af Tindastóli og Molduxa. Verslanir verða opnar lengur í dag og jólaandinn svífur yfir vötnunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.