Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 1
ÁSTARJÁTN- ING TIL FJÖL- SKYLDUNNAR ÓSMYNDABÓK ORRA 48LJ GÆTI FETAÐ Í FÓTSPOR MARADONA HM 2022 46 • Stofnað 1913 • 296. tölublað • 110. árgangur • L AU G A R DAG U R 17. D E S E M B E R 2 0 2 2 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/idBuzz Nýr rafmagnaður jolamjolk.is Hurðaskellir kemur í kvöld dagar til jóla 7 Svissnesk orkufyrirtæki hafa í hyggju að byggja verksmiðju við Reykjanes- virkjun til að framleiða metangas sem að mestu leyti verður flutt til Sviss og sett inn á orkukerfið þar. Í verk- smiðjunni verður framleitt vetni með rafgreiningu og verður hægt að nýta hluta þess sem hráefni hjá öðrum fyr- irtækjum í Auðlindagarði HS Orku og einnig sem eldsneyti í samgöngum hér á landi. Nýttir verða orkustraum- ar frá Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið Swiss Green Gas International Ltd. (SGGI), sem er í eigu tveggja stórra orkufyrirtækja í Sviss, hefur lagt fram matsáætlun fyrir verksmiðju. Í henni á að fram- leiða grænt vetni með rafgreiningu og verður vetnið, ásamt koldíoxíði frá jarðvarmavirkjunum HS Orku, nýtt til þess að framleiða grænt metangas. Málið hefur lengi verið í undirbún- ingi að sögn Jóhanns Snorra Sigur- bergssonar, forstöðumanns viðskipta- þróunar hjá HS Orku. Hann segir að viðræður fyrirtækjanna séu langt komnar en tekur þó fram að ekki hafi verið gengið frá samningum um orku eða aðstöðu. Verksmiðjan þarf mikla raforku, sem svarar til 55 MW í uppsettu afli, aðallega til að framleiða grænt vetni með rafgreiningu, og hefur hug á að kaupa hana af HS Orku. Aðalafurðin, metangasið, verður að mestu leyti flutt í fljótandi formi til Sviss þar sem það verður sett inn á orkukerfi lands- ins. Aukaafurðir verða boðnar öðrum fyrirtækjum í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. lSvissnesk orkufyrirtæki vinna að undirbúningi að byggingu metangasverksmiðju á ReykjanesilÞurfa mikla orku Vilja gas frá Íslandi Framleiða metangas » 10 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Birgir fór á fund talíbana í Kabúl „Birgir Þórarinsson alþingis- maður átti fyrr í þessummánuði fund með Haqqani, ráðherra málefna flóttamanna í ríkisstjórn talíbana í Afganistan, fyrstur erlendra stjórnmálamanna til að hitta þarlend stjórnvöld frá því að talíbanar komust til valda. Birgir er í flóttamannanefnd Evrópu- ráðsins og var falið að skrifa skýrslu um stöðu afganskra flóttamanna og gera tillögu um hvernig bregðast ætti við stöð- unni í Afganistan og flóttamanna- straumnum þaðan. Birgir ræddi m.a. flóttamanna- vandann, ástandið í landinu, alþjóðlega aðstoð, menntun stúlkna og stöðu kvenna við full- trúa talíbanastjórnarinnar. Hann hitti fulltrúa afganskra kvenna og kristnar fjölskyldur sem búa við miklar ofsóknir í Afganistan og heimsótti barnaspítala.» 18-19 Ljósmynd/BÞ Afganistan Birgir Þórarinsson ásamt Haqqani ráðherra talíbana í Kabúl. Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur selur jólatré að venju Flugbjörgunarsveitin selur jólatré ár hvert og er það hluti af undirbúningi jólanna hjá mörgum að heilsa upp á björgunarsveitarfólk og kaupa sér alvöru jólatré semmun standa inni í stofu fram að þrettándanum. Hægt er að kaupa rauðgreni, blágreni, stafafuru, normannsþin eða sitkagreni. Heitt kakó og piparkökur eru í boði á staðnum en einnig er hægt að fá jólatrén send heim að dyrum.» 4 Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Vilja ekki ræða um málið í borgarstjórn „Staða Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, verður að öllu óbreyttu ekki rædd á fundi borgarstjórnar á þriðjudag í næstu viku. Meirihluti for- sætisnefndar hafnaði í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að setja málið á dagskrá borgar- stjórnar. Ljósleiðarinn, sem skuld- ar nú þegar 14milljarða króna, stefnir á aukna skuldsetningu til að fjárfesta í grunnneti Sýnar og útvíkka starfsemi félagsins. Það mun hafa áhrif á efnahagsreikn- ing Orkuveitunnar og að lokum á Reykjavíkurborg.» 8 og 22 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.