Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS
TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA!
SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU
DINNA OG HELGI TAKA VEL Á
MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM
VERÐ FRÁ149.900 KR
Á MANN M.V 2 FULLORÐNA OG EITT BARN 28. JAN. - 04. FEB 2023
INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
ERTU MEÐ HÓP?
SENDU OKKUR FYRIRSPURN
Á HOPAR@UU.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skýrðu
samningSGS
í smáatriðum
Samninganefnd Eflingar mætti
til viðræðna við fulltrúa Samtaka
atvinnulífsins (SA) og ríkissátta-
semjara í Karphúsinu í gær. Gekk
samninganefndin fylktu liði í
Karphúsið og hélt á spjöldum með
slagorðum þar sem mátti lesa að
Eflingarfólk væri ómissandi og
það skapaði verðmæti.
Á fundinum var farið yfir kjara-
samning Starfsgreinasambands-
ins (SGS). „Samningurinn er að
fullu sambærilegur við þau störf
sem Efling er að semja um fyrir
Reykjavíkursvæðið. Við útskýrð-
um í smáatriðum hvaða þýðingu
þessi kjarasamningur hefði fyrir
félagsfólk Eflingar,“ sagði Halldór
Benjamín Þorbergsson fram-
kvæmdastjóri SA við mbl.is í gær.
Fjölmenn samninganefd Eflingar mætti til fundar í Karphúsinu í gær í fullum herskrúða
Morgunblaðið/Eggert
Veðurstofan spáði snjókomu í höf-
uðborginni í gærkvöldi og það gekk
eftir. Gefin var út gul viðvörum fyrir
nóttina og morguninn. Dagurinn í
dag er því fyrsti alhvíti dagurinn í
Reykjavík á þessum vetri. Munaði
þar aðeins einum degi á metjöfn-
un. Metið er frá 1933, þegar fyrsti
alhvíti dagurinn í Reykjavík var 18.
desember.
Mælingar á snjóhulu og snjódýpt
hófust 25. janúar 1921 í Reykjavík,
eða fyrir rúmlega einni öld. Á
tímabilinu hefur snjóhula nær allan
tímann verið metin klukkan níu
að morgni, að því er fram kemur
í pistli Trausta Jónssonar veður-
fræðings á Moggablogginu. Snjó-
hula hefur verið mæld á nokkrum
stöðum í borginni í gegnum tíðina.
Nú er miðað við að tún Veðurstof-
unnar við Bústaðaveg sé alhvítt að
morgni.
Vor og haust verður stundum
alhvítt um stund yfir blánóttina,
við missum af slíku, segir Trausti.
Hann segir að fyrst svo vitað sé
hafi orðið alhvítt að hausti (eða
síðsumars) hinn 8. september. Það
var árið 1926, reyndar varð bara
hvítt í rót sem heitir. Síðast að vori
varð alhvítt 16. maí, en flekkótt jörð
var einu sinni talin 28. maí. Snjó-
leysið það sem af er hausti og vetri
í höfuðborginni er óvenjulegt, en
ekki einsdæmi. Þetta er í áttunda
sinn síðustu 100 árin að ekki verður
alhvítt í Reykjavík fyrr en í desem-
ber. Veðrinu hefur verið misskipt í
gegnum árin. Þannig var veturinn
2020-2021 sá snjóléttasti frá upp-
hafi mælinga. Veturinn 2021-2022
var hins vegar mjög snjóþungur og
illviðrasamur.
Staðan á Akureyri er aftur á
móti mjög óvenjuleg upplýsir
Trausti. Þar varð jörð flekkótt 16.
október, en jörð varð fyrst alhvít
fyrir örfáum dögum. Því var enginn
alhvítur dagur í nóvember. Haustið
1976 varð fyrst alhvítt á Akureyri
21. nóvember og 17. nóvember
árið 2016. Dagleg snjóhulugögn á
Akureyri ná hins vegar ekki nema
aftur til 1965. Aldrei varð alhvítt
á Akureyri í nóvember 1987, en þá
voru fáeinir alhvítir dagar í október.
lVeðurstofan gaf út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðiðlFyrsti alhvíti dagurinn í Reykjavík
á þessum vetrilSnjóleysismetið er 18. desember frá árinu 1933lLjóst að það fellur ekki
Vorum hænufeti frá snjóleysismeti
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vetrarlegt Fyrsti snjórinn í ár féll í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu.
Atkvæðagreiðsla félagsmanna um
nýjan kjarasamning í aðildarfélögun-
um 17 í Starfsgreinasambandinu sem
undirrituðu samninginn við Samtök
atvinnulífsins 3. desember er í full-
um gangi en hún hófst 9. desember.
Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var í
gær þegar orðin meiri en þegar kosið
var um Lífskjarasamningana. Björg
Bjarnadóttir framkvæmdastjóri SGS
segir kosningaþátttökuna hafa geng-
ið vel þótt menn vilji að sjálfsögðu
alltaf sjá fleiri taka þátt. „Árið 2019
var hún 12% þegar kosið var um Lífs-
kjarasamningana. Við erum komin
upp fyrir það núna og erum ánægð
með það en erum ekki búin að ná
henni eins og hún var um samning-
ana sem gerðir voru 2015 en þá var
þátttakan 25%,“ segir hún.
Atkvæðagreiðslan, sem er rafræn,
fer fram hjá hverju félagi fyrir sig en
notað er sameiginlegt kerfi og lýk-
ur henni alls staðar á slaginu kl. 12
næstkomandi mánudag. Björg segir
að send verði út fréttatilkynning
fljótlega eftir hádegi á mánudag,
þar sem verður sundurgreint hver
kjörsóknin var í hverju félagi fyrir
sig, hversu margir voru með og á
móti og hvort samningurinn hafi ver-
ið samþykktur hjá öllum félögunum.
Fulltrúar Verkalýðsfélags Grinda-
víkur undirrituðu kjarasamninginn
síðar en hin félögin eða 12. desember.
Félagið er einnig með rafræna at-
kvæðagreiðslu um samninginn sem
hófst 12. desember og mun henni
ljúka næstkomandi miðvikudag kl.
10.
Atkvæðagreiðsla er komin í gang
meðal tugþúsunda félagsmanna um
nýja kjarasamninga iðn- og tækni-
fólks og verslunarmanna sem gerðir
voru um seinustu helgi. Lýkur henni
21. desember.
Samtök atvinnulífsins hafa nú
undirritað samninga við mikinn
meirihluta stéttarfélaga á almenna
vinnumarkaðinum sem samanstanda
af meira en 80 þúsund manns. Í gær
var haldinn sáttafundur SA og Efl-
ingar, næststærsta stéttarfélags
landsins. Skv. upplýsingum sem
fengust hjá SA er einnig ósamið við
Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögu-
manna, Blaðamannafélag Íslands,
Samtök starfsmanna fjármálafyrir-
tækja og Samband stjórnendafélaga,
auk þess sem eftir er að gera tugi
sérkjarasamninga fyrirtækja.
lÚrslit í SGS-félögum birt á mánudag
Þátttakan orðin
meiri en 2019
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is