Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.12.2022, Side 35

Morgunblaðið - 17.12.2022, Side 35
eitthvað bjátaði á. Enn ómetan- legra er að hafa alist upp í næsta húsi við ykkur ömmu og hafa allt- af verið velkomin sama á hvaða tíma það var. Takk fyrir allt hestabrasið, lesturinn á Bænda- blaðinu og rúntana út í sveit, nú vitum við allt um alla og ömmu þeirra líka, þökk sé þér. Við von- um að þú fáir að sitja á brókinni í sumarlandinu með Lucky charms í lófa og fáir að ríða út á öllum þínum uppáhaldshestum. Þín er og verður alltaf saknað, elsku afi okkar. Steinunn Birta, Verónika Jana og Sigurpáll Steinar. Steinar bróðir var yngstur al- systkinanna sex á Ingvörum. Hann var bara tveggja og hálfs árs þegar Sigrún móðir hans lést frá sex ungum börnum. Svo kom ég litla systir sjö árum yngri en Steinar og síðan litli bróðir okk- ar, sem við kynntumst síðar. Þegar ég var á Ingvörum þá spjölluðum við Steinar ekki mikið saman. Líklega vorum við bæði hálffeimin hvort við annað. Það voru líka aðrir sem sáu um að tala, bræður okkar, pabbi og svo Gunna frænka okkar í Helgafelli en hún var oftast með mér. Stein- ar fylgdist kíminn með þeim og skaut kannski inn orði og orði. Steinar hjálpaði pabba við bú- skapinn af áhuga og samvisku- semi. Hann fór ungur í Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal. Mér fannst alltaf að í búskapnum væri Steinar á heimavelli. Ég held að hann hefði notið sín vel sem bóndi. Það átti hins vegar fyrir Steinari að liggja, eins og fleirum Ingvarabræðra, að vinna á vélum og tækjum og síðar við akstur megnið af starfsævinni. Það var gaman að fylgjast með því hversu vel Steinar naut sín í sínum áhugamálum. Hann kunni þá list að gleðjast og njóta á góð- um stundum. Steinar hafði mjög fallega söngrödd og tók þátt í kórastarfi um árabil. Steinar var tenór og söng oft einsöng og tví- söng með kórfélögum sínum. Steinar átti hesta og annaðist kindur bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hann og Beisi bróðir voru saman í hestamennskunni ásamt Steina syni Steinars. Þeir voru allir í Gangnamannafélaginu og fastir menn í afréttinni ár hvert, eins og Ingvaramönnum var tamt. Steinar náði að fara í sína síðustu ferð fram í afrétt um göngurnar núna í haust með að- stoð fjölskyldunnar. Líklega var Steinar líkastur pabba af bræðrum okkar. And- litsfallið var áþekkt og þessi fal- lega heiðríkja í svipnum. Þeir áttu líka búskaparáhugann sam- eiginlegan og báðir hestamenn af lífi og sál. Ég held að Steinar hafi svo erft dansfimina frá Eið föð- urafa okkar. Steinar var hógvær og yfirveg- aður. Það var gott að eiga hann að á erfiðum stundum. Ég fann það best þegar Beisi bróðir okkar var veikur. Þá var Steinar eins og kletturinn, alltaf fljótur að setja sig inn í aðstæður, skynsamur og skilningsríkur. Hann var góður hlustandi og úrræðagóður. Hátt á annan áratug var Stein- ar búinn að glíma við erfið lík- amleg veikindi af ýmsu tagi. Það var eins og eitt tæki við af öðru. En eins og Ingvarabræðra var og er siður þá reis hann alltaf upp aftur og hélt sínu striki. Síðustu þrjú árin voru Steinari og allri fjölskyldunni erfið. Það var erfitt að vita til þess hversu mikinn sársauka hann þurfti að upplifa þessi síðustu ár. Við Una systir áttum nokkrar góðar stundir með Steinari síð- ustu mánuðina. Steinar náði því líka að koma í heimsókn í nýju íbúðina hennar Unu og samgleðj- ast henni með íbúðina. Í heim- sóknum okkar Unu til Steinars naut hann þess að spjalla. Barnabörnin voru honum aug- ljóslega ofarlega í huga. Hann talaði um þau öll af svo mikilli væntumþykju og stolti. Nú er komið að kveðjustund. Megi góðar minningar létta okk- ur öllum sorgina. Elsku Nikka, Solla, Steini, Óli og fjölskyldur, hugur minn er hjá ykkur. Hulda Steingrímsdóttir. Bernskuvinur, fermingar- bróðir og félagi, Steinar Stein- grímsson, er fallinn frá. Ég man ekki okkar fyrstu fundi, hann er einn af þeim sem ég hef alltaf þekkt. Hann ólst upp á næsta bæ og það var mikill samgangur á milli bæja. Heimilin voru ólík, Steinar og systkini hans voru móðurlaus, hún dó ung frá börn- unum sínum sex. Steingrímur faðir þeirra, Steini á Ingvörum, stóð að mestu einn fyrir heim- ilinu eftir það. Við Steinar sátum saman í barnaskólanum á Húsabakka, lærðum sund í Sundskálanum og fermdumst saman í Urða- kirkju. Steinar var söngmaður mikill og góður, hljómfagur ten- ór, og söng í mörgum kórum á sínum ferli. Þar var hann gjarn- an fenginn í einsönginn. Ég fet- aði ekki þá slóð og söng aldrei með honum í kór en man þó vel upphafið á söngferli hans. Jó- hann Daníelsson, sá mikli söng- og gleðimaður frá Syðra-Garðs- horni, sá um söngkennslu í barnaskólanum. Í einum af fyrstu tímunum prófaði hann okkur hvert og eitt, svona til að heyra hvar við stæðum, og skrif- aði eitthvað við alla í minnisbók sína svo lítið bar á. Ég laumaðist til að kíkka, sá að hann skipaði okkur í flokka frá einum og í fjóra. Steinar var í fyrsta flokki, ég í þeim fjórða enda hafði ég ekki komið upp hljóði. Síðan gerði Jóhann það sem allir kór- stjórar gerðu eftir það, hann fékk Steinar í sólóatriðin, þá var hann níu ára. Við fetuðum ólíkar námsbraut- ir og leiðir okkar lágu ekki mikið saman um langt árabil. Það var ekki fyrr en á vettvangi Gangna- mannafélags Sveinsstaðaafréttar að hin gömlu kynni voru endur- nýjuð. Þar vorum við gjarnan á sama gangnasvæði, við smöluð- um Litladal við þriðja mann, sem var Baldur á Bakka. Það var harðsnúinn hópur, þótt ég segi sjálfur frá, og oftast vel ríðandi. Samhliða smalamennskunni stunduðum við jöklamælingar á Gljúfurárjökli sem liggur innst í dalnum og fylgdumst með af- komu jökulsins, framgangi hans á köldu árunum og undanhaldi hans á hlýindaskeiðinu síðustu áratuga. Í gangnamannaskálan- um í Stekkjarhúsum glöddumst við að kvöldi gangnadags, skál- uðum og sungum saman þegar vel gekk en hughreystum hvor annan, skáluðum og sungum saman þegar illa gekk. Það var skarð fyrir skildi á Litladal þegar Steinar missti heilsuna og hætti að mæta í smalamennskuna. Það hafa verið heldur slæmar heimtur á dalnum síðan. Í réttirnar kom hann þó áfram og stóð sína plikt í söngn- um, fyrir því gátum við gangna- menn skálað og glaðst. Við hitt- umst síðast í gangnadagsgleðinni á Steindyrum í haust. Þar var bæði margmennt og góðmennt. Þótt hann væri langt leiddur af sjúkdómi sínum var röddin enn hrein og tær. Hópurinn sat sunnan undir vegg og söngurinn reis hæst þeg- ar Steinar leiddi okkur í laginu góða Ætti ég hörpu hljómaþýða. Þessi kveðjusöngur hljómar enn í eyrum mínum og vafalaust margra annarra sem minnast nú vinar og gleðigjafa með söknuði. Árni Hjartarson. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 ✝ Þórdís Mikaels- dóttir fæddist í Lækjargötu 7 á Siglufirði 4. júní 1953. Hún lést á Siglufirði 8. desem- ber 2022. Foreldrar henn- ar voru Mikael Þór- arinsson, f. á Siglu- firði 1920, d. 2013, og Katrín Þórný Jensdóttir, f. á Ísa- firði árið 1928, d. 2016. Þórdís var miðjubarn í röð fimm systk- ina. Elstur er Jens Gunnar, f. 1949, næst Hallfríður Emilía, f. 1950. Þá næst Regína Erla, f. 1955, og síðastur Ragnar, f. 1957. Þórdís giftist Sigurgeiri Hrólfi Jónssyni 4. nóv- ember 1978 á Ísa- firði. Saman eiga þau Jón Gunnar Sigfús, f. 1979, maki Hjördís Sigurbjarts- dóttir. Eiga þau tvö börn. Einnig eiga Þórdís og Sigurgeir Helgu Guðrúnu, f. 1995, maki Haukur Orri Kristjánsson og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Sigurgeir Sól- veigu, f. 1975. Maki Hjörtur Sig- urpálsson. Eiga þau þrjú börn. Sigrún, f. 1977. Á hún tvö börn. Útförin fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, 17. desember 2022, klukkan 13. Elsku hjartans mamma. Ég get ekki lýst því hvað mér finnst þetta ósanngjarnt, þá er ég ekki bara að hugsa um mig heldur líka litlu strákana. Litlu strákana sem sjá ekki sólina fyrir þér og myndu vilja verja öllum heimsins tíma með þér. Þú varst þeirra númer eitt, tvö og þrjú, sérstak- lega hjá Hrólfi sem saknar þín svo sárt, en skilur þrátt fyrir ung- an aldur að nú sért þú ekki lengur lasin og líði betur. Lífið er svo sannarlega ósann- gjarnt og ljótt en á sama tíma getur það verið fallegt og fullt af þakklæti og góðum minningum. Við erum svo stolt af þér og hvernig þú tæklaðir þín veikindi, líkurnar voru alls ekki með þér í þessum veikindum en samt tókstu á við þessi mörgu verkefni síðasta rúma árið með æðruleysi, kjarki og þrautseigju. Hreint út sagt hetja í okkar augum og kenndir strákunum og okkur hin- um að gefast ekki upp þrátt fyrir slæm högg. Halda í vonina, en það var það sem þú gerðir alveg fram á síðasta andardrátt. Trúin flytur fjöll, sagðir þú oft og það er einmitt það sem við höldum í. Þú varst þessi fjölskyldu- manneskja sem tókst okkur öll- um eins og við erum og þótti vænt um alla í kringum þig. Við erum ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og ég veit að þótt þú sért ekki hér hjá okkur í þeirri mynd sem við erum vön þá vitum við að þú passar upp á krakkana alla og fylgist með okkur frá sumarland- inu. Þar til við sjáumst aftur… Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elskum þig, þín Helga Guðrún, Hrólfur Tómas og Kristján Svavar. Þakklætið er mér efst í huga þegar að ég hugsa til tengdamóð- ur minnar, Þórdísar Mikaelsdótt- ur. Það er ólýsanleg tilfinning að sitja við tölvuskjá og ætla að skrifa hinstu kveðju til tengda- móður. Þórdís var nefnilega eng- in venjuleg tengdamóðir. Sam- band okkar var afar náið og traustið allsráðandi í samskiptum okkar. Við treystum hvort öðru. Þórdís og Geiri, tengdapabbi, voru einstaklega samrýnd hjón. Ef Þórdís var einhvers staðar þá var Geiri ekki langt undan. Nema þegar Geiri var úti á trillunni, þá var Þórdís heima. Alltaf svo hlý- legt og gott að koma í Seljaland, drekka þar kaffi og alltaf eitt- hvert sætabrauð með. Það var á afmælisdegi Hrólfs Tómasar, 14. júlí 2021, sem Þór- dís fékk þær fregnir að fyrirferð væri á brisi og við tók langt og strangt ferli. Ferli sem hún kvartaði aldrei yfir að þurfa að taka þátt í. Þórdís var ekki kvart- ari, það sáu aðrir um það. Þegar elsku Þórdís var farin að sjá til sólar frá veikindum og aukaverk- unum nú í haust kom annar skell- ur. Þann skell tók hún á kassann af miklum sóma og mikilli yfir- vegun. Mestu áhyggjurnar sem Þórdís mín hafði síðast þegar við áttum spjall var hvernig færi með Geira. Við pössum upp á hann og sjáum til þess að hann fái að borða reglulega. Ég þakka þér, elsku Þórdís mín, fyrir samfylgdina síðustu árin. Ég bið að heilsa þeim sem á vegi þínum verða í nýjum ævin- týrum. Ég kveð þig að þeim sið sem þú notaðir gjarnan: „Farðu varlega.“ Þinn tengdasonur, Haukur Orri. Þórdís Mikaelsdóttir Okkar yndislega og ástkæra móðir, amma, langamma og systir, EDDA ÍRIS EGGERTSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 21. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu föstudaginn 9. desember. Bryndís Valberg Stefán Eiríkur Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn systkin hinnar látnu makar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI KR. ARNDAL, Bólstaðarhlíð 41, lést miðvikudaginn 14. desember á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hans verður auglýst síðar. Áslaug Arndal Rúnar J. Hjartar Jóhanna Arndal Ólafur Helgi Ólafsson Guðný O. Arndal Kristinn Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI PÁLL ÞORVARÐARSON vélstjóri, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Ísafold þriðjudaginn 13. desember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desember klukkan 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ísafoldar fyrir einstaka umönnun og góða viðkynningu. Þorvarður G. Hjaltason Guðrún Einarsdóttir Hjalti Vigfús Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT JÖRGENSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju síðastliðinn miðvikudag. Útför verður auglýst síðar. Hrafnkell Björgvinsson Jörgen Hrafnkelsson Guðný Margrét Óladóttir Daníel Hrafnkelsson Jóhanna Similä Stefán Hrafnkelsson Anna Berg Samúelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN HALLDÓRA KRISTÍN KRISTVINSDÓTTIR frá Kaldrananesi í Kaldrananeshreppi, Hringbraut 81, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi í faðmi ástvina laugardaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Sigrún Berglind Grétarsdóttir, Páll Sigurbjörnsson systkini hinnar látnu og fjölskyldur þeirra Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR, Hvammstangabraut 1, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 6. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Emilía M. Stefánsdóttir Þrándur Óðinn Baldursson Ólafur H. Stefánsson Hulda Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.