Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
DAGLEGTLÍF12
Hafnarfjörður og Cuxhaven eru vinabæir
Söguskilti við höfnina afhjúpað
Ádögunum var afhjúpað söguskilti um
vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven
í Þýskalandi, en samstarf hefur verið
milli þessara tveggja staða allt frá
árinu 1988. Skiltinu var valinn staður
við „Kugelbake“ á strandstígnum við
höfnina í Hafnarfirði.
Í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjar-
samstarfsins, árið 2013, gaf þýska
borgin Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra
háa timbureftirgerð af 30metra háu
siglingamerki sem reist var árið 1703
við ströndina nyrst í Neðra-Saxlandi
þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í
Norðursjóinn. Kugelbake er borgar-
merki Cuxhaven líkt og vitinn er merki
Hafnarfjarðar. Tilvalið þótti að staðsetja
söguskiltið við siglingamerkið til
þess að útskýra betur tilurð þess. Um
textagerð á skiltinu sá Björn Pétursson
bæjarminjavörður og ljósmyndir tók
Ólafur Már Svavarsson.
Sem dæmi um frekari afrakstur
vinabæjarsamstarfsins má nefna að
árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg
Cuxhaven sem hlaut nafnið Hafnarfjör-
durplatz og á Óseyrarsvæðinu í Hafnar-
firði fékk við sama tækifæri ný gata
nafnið Cuxhavengata. Strax við stofnun
vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var
auk þess tekin ákvörðun um að stofna
til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við
Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast
að þegar sendinefndir frá Cuxhaven
koma hingað í heimsóknir gróðursetji
fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst.
Auk þessa hefur samstarfið verið
mikið og gefandi í æskulýðs- og íþrótta-
málum,mennta- ogmenningarmálum,
á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu
viðskiptalífinu. Þá hefur Cuxhaven
árlega fært Hafnfirðingum að gjöf
jólatré sem lýst hefur upp skammdegið
í bænum í áratugi. sbs@mbl.is
Strandstígur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Wilhelm Eitzen, formaður
vinabæjarfélagsins Cuxhaven-Hafnarfjörður, stödd saman við skiltið góða.
Jólin alls staðar. Í fréttaveitu AFP birtist í hnotskurn samfélag hvers dags og allt fram streymir endalaust. Stjórnmál og stríð eru
algengt fréttaefni en nú þegar komið er fram yfir miðjan desember fær heimurinn nýjan svip. Harðjaxlar fara í sparifötin og brosa
framan í heiminn og börn fá blik í auga. Skraut á veggjum og ljósum prýdd stræti í borgum. Blítt lætur veröldin. sbs@mbl.is
AFP/Toby Melville
London Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og eiginkona hans, Akshata Murty, litu á jólatréð í Down-
ingstræti 10 eftir að hafa heimsótt matar- og drykkjarmarkað þar sem smáfyrirtæki kynntu framleiðslu sína.
AFP/Arun Sankar
Indland Skrautmunir af ýmsum gerðum fyrir jólahaldið á markaði í indversku borginni Chennai. Glys og mikill
glæsileiki, að hætti Indverja, og ljósadýrð loftin fyllir, eins og segir í texta við frægt íslenskt jólalag.
AFP/Stefano Rellandin
París Breiðstrætið Champs-Elysees og Sigurboginn eru fagurlega skreytt,
sem koma ætti Frökkum upp til hópa í stemningu og jólaskap.
AFP/Sebastien Nogier
Mónakó Albert prins af Mónakó og Charlene prinsessa af Mónakó með
börnum sínum þegar ljós á jólatrénu við höllina í smáríkinu voru tendruð.
AFP/Ahmad Gharabli
Ísrael Jólasveinn í Jórsölum. Palestínumaðurinn Issa Kassissieh reið
úlfalda á Olíufjallinu inn til borgarinnar og vakti mikla athygli.
V Ö N D U Ð Í S L E N S K H Ö N N U N
11.300 KR
9.590 KR
Jólatilboð
C
O
L
L
E
C
T
I
O
N
S
K
A
N
N
A
Ð
U
O
G
L
ÍT
T
U
V
IÐ
B R A N D S O N . I S
L Í T TU V I Ð Á VEF S Í ÐUNN I
S KOÐAÐU V I N SÆLAR VÖRUR
Á JÓLAT I L BOÐ I
ÆÐISLEGU ÞRÚÐR LEGGINGS