Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 18
FRÉTTIR Innlent18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | Sunnukriki 2, 270 Mosfellsbær FORRÉTTIRNIR OKKAR Tilbúnir plattar Skannaðu kóðann og pantaðu Birgir Þórarinsson alþingismaður átti fyrr í þessum mánuði fund með Haqqani ráðherra málefna flóttamanna í ríkisstjórn talíbana í Afganistan, fyrstur erlendra stjórn- málamanna frá því að talíbanar komust til valda að þeirra sögn. Birgir á sæti í flóttamannanefnd Evrópuráðsins og var honum falið að skrifa skýrslu um stöðu afganskra flóttamanna og gera tillögu til 46 ríkja Evrópuráðsins um hvernig bregðast eigi við stöð- unni í Afganistan og flóttamanna- straumnum þaðan. Birgir hitti fyrst ráðherra innflytjendamála í Pak- istan, en þar í landi eru 1,4 milljónir afganskra flóttamanna. Sameinuðu þjóðirnar (Sþ) skipulögðu för Birgis frá Pakistan til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, og sóttu um vegabréfsáritun og gengu frá öðrum formsatriðum. Hann flaug með flugvél Sþ til Kabúl þar sem starfsmenn Sþ tóku á móti honum og óku til bækistöðv- ar samtakanna þar sem honum var útveguð gisting, bílstjóri og brynvarinn bíll. Í bækistöðvum Sþ í Kabúl starfa allt að 2.000 manns og er þetta ein stærsta stöð Sþ. Birgir þekkir vel til Sþ eftir að hann var starfsmaður þeirra í Mið-Aust- urlöndum í tvö ár. Áhyggjur af útilokun talíbana „Þeir skipulögðu alla fundina fyrir mig og lýstu ánægju yfir að ég sýndi þessu máli áhuga. Þeim fannst of lítið um að erlendir stjórnmálamenn sýndu Afganistan talíbana áhuga. Það hefur verið skrúfað fyrir alla þróunaraðstoð við landið en enn er veitt mann- úðaraðstoð. Þeir hjá Sameinuðu þjóðunum hafa áhyggjur af því að ef ekki á að tala við talíban- ana komi holskefla af afgönskum flóttamönnum til Evrópu,“ segir Birgir. Hann segir að Pakistanar hafi hert mjög reglur varðandi afganska flóttamenn en Afganar geta enn flúið til Írans. Nokkuð er um að ungir afganskir karlmenn úr sveitunum fari til Írans að vinna og snúi svo aftur heim. Langvarandi þurrkar hafa verið í Afganistan og landbúnaður er mjög illa farinn en 80% landsmanna hafa lifibrauð af landbúnaði með beinum eða óbeinum hætti. Stór hluti flótta- manna frá Afganistan hefur unnið við landbúnað. „Ég átti fund með fulltrúa Mat- vælastofnunar Sþ og hún leggur ríka áherslu á að Afgönum verði veitt aðstoð við að endurreisa land- búnaðinn og bregðast við þurrkun- um. Þeir vilja að Afganar fái aðstoð til að hjálpa sér sjálfir,“ segir Birgir. Boðinn velkominn af talíbönum Ströng öryggisgæsla var þegar Birgir gekk á fund Haqqanis ráð- herra flóttamannamála í ríkisstjórn talíbana. Auk ráðherrans voru tólf talíbanar á fundinum, allir klæddir í sinn hefðbundna búning, síða skikkju og höfuðfat. „Talíbanarnir buðu mig marg- sinnis velkominn og voru ánægðir yfir komu minni. Þeir sögðu að ég væri fyrsti erlendi stjórnmálamað- urinn sem hefði heimsótt þá frá því að þeir tóku við völdum. Haqqani ráðherra spurði svolítið um Ísland og þakkaði mér fyrir að hafa komið alla þessa leið. Viðmót þeirra var mjög vingjarnlegt. Þeir segja að fyrri stjórnvöld hafi verið afar spillt. Í þeirra tíð hafi stríðsherrar ríkt, ópíumrækt og eit- urlyfjaframleiðsla, óöryggi, mútur og fleira. Ástandið sé mun betra í dag. Þeir segja að Bandaríkin og NATO hafi eytt milljónum dollara í að stoppa ópíumframleiðsluna en ekki náð neinum árangri. Þeir hafi hins vegar náð árangri og nú sé engin ópíumrækt í landinu. Þeir segjast stjórna samkvæmt sjaríalögum og ópíumframleiðsla sé bönnuð samkvæmt þeim,“ segir Birgir. Á fundinum kom fram að talí- banar vilji ekki verða háðir aðstoð en þeir óska eftir að vera hjálpað til að koma samfélaginu aftur af stað. „Stærstu vandamál þeirra eru landbúnaðarkreppan og efnahags- ástandið. Það þarf að endurreisa einkaframtakið. Á næstu þremur árum þarf að skapa tvær milljónir starfa til að reyna að koma efna- hagslífinu í gang. Talíbanarnir eru mjög stoltir af því að hafa náð að draga úr ofbeldi í landinu sem þeir segja að ISIS hafi staðið fyrir að stórum hluta. Þeir eru líka stoltir af að hafa stoppað ópíumfram- leiðsluna. Þeir sem ég talaði við hjá Sameinuðu þjóðunum og aðrir eru sammála um að öryggisástandið í landinu hafi batnað heilmikið. Starfsmenn Sþ segja að ferðafrelsi hafi aukist og nú komist þeir á svæði sem höfðu verið þeim lokuð í tuttugu ár,“ segir Birgir. Mikil þörf fyrir aðstoð Talíbanarnir kváðust hafa unnið að áætlun um mannúðar- og þróunaraðstoð, sem þeir telja landið þurfa, en vilja ekki verða háðir henni til framtíðar. „Þeir segja að það sé nauðsynlegt að aðgreina aðstoðina við landið frá stjórnmálunum og vilja fá alþjóða- samfélagið að borðinu en það hefur neitað því. Þeir eru sannfærðir um að ef þeir fá alþjóðasamfélagið til að samþykkja þróunaraðstoð við Afganistan og fjárfestingu í landinu muni flóttamenn snúa aftur heim. Þeir segjast vilja vinna náið með alþjóðasamfélaginu og fá fólkið sitt til baka,“ segir Birgir. Hann spurði Haqqani ráðherra hver framtíðar- sýn hans fyrir landið væri. „Hann segir að hún sé björt. Það verði vandamál til að byrja með en hann trúir því að talíbanar verði brátt viðurkenndir af alþjóðasam- félaginu og ástandið muni lagast hratt þegar það gerist. Sé alþjóða- samfélagið ekki tilbúið til þess þá séu þeir þolinmóðir.“ Birgir spurði ráðherrann einnig um menntun fyrir stúlkur. „Haqqani segir að stúlkur muni fá að fara í skóla. Þeir hafa stoppað kennslu stúlkna í 6-12 ára bekk í opinberum skólum, aðallega í Kabúl, en stúlkum á þessum aldri er víða kennt í héruðum þar sem eru skólar. Einkaskólar eru opnir og kenna drengjum og stúlkum í öllum bekkjum. Talíbanarnir segj- ast bara hafa verið við völd í eitt ár. Þeir vilji að stúlkur séu öruggar þegar þær koma í skólann. Einnig segja þeir að undir fyrri stjórn hafi 60% stúlkna ekki getað farið í skóla af öryggisástæðum og eins vegna þess að víða í dreifbýli vanti skóla,“ segir Birgir. Hann heyrði frá öðrum ábyrgum aðila að talíbanar sæju eftir að hafa meinað stúlkum skólagöngu. Birgir lagði áherslu á það við talíbanana að réttindi kvenna og stúlkna yrðu virt. „Þeir vildu að ég ferðaðist um landið og talaði við konur þannig að ég gæti séð ástandið með eigin augum. Það er þó andstætt þeirra hugmyndafræði að karlmenn tali við ókunnar konur. Þeir segja að ástandið sé allt annað en lýst er í erlendum fjölmiðlum,“ segir Birgir. Opinber aftaka á íþróttavelli Meðan Birgir dvaldi í Kabúl fór fram opinber aftaka á íþrótta- velli þar sem dæmdur morðingi var tekinn af lífi. Birgir sagði við talíbanana að þeir hefðu sent röng skilaboð til alþjóðasamfélagsins með þessari aftöku. „Það kom þeim nokkuð á óvart að ég skyldi minnast á þetta en sögðu að glæpatíðni hefði verið gríðarlega há. Þeim hefði tekist að draga verulega úr henni. Það hefði verið hávær krafa um að þessum morðingja yrði refsað og þeir brugðist við því. Svo bentu þeir lBirgir Þórarinsson fyrstur erlendra stjórnmálamanna á fund talíbana Heimurinn verður að tala við talíbana Kabúl í Afganistan Birgir Þórarinsson alþingismaður hitti Haqqani ráðherra flóttamannamála í stjórn talíbana. Ljósmyndir/Birgir Þórarinsson Biðstofa Fjöldi mæðra beið með veik börn sem flest voru vannærð. VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.