Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL44 Til hamingju með daginn Stjörnuspá Guðrún Ásta Gísladóttir 40 ÁRA Guðrún Ásta er Selfyss- ingur, fædd þar og uppalin. Hún er hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir að mennt frá HÍ og starfar sem ljósmóðir á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áhuga- málin eru handavinna, útivist, hestamennska og ferðalög. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Guðrúnar Ástu er Birkir Snær Fannarsson, f. 1982, lögmaður hjá Landgræðslunni. Börn þeirra eru Freydís Erla, f. 2009, Telma Gerð- ur, f. 2012, Kristján Ari, f. 2015, og Vaka Björt, f. 2021. Foreldrar Guðrúnar Ástu eru hjónin Erla Þorsteinsdóttir, f. 1961, og Gísli Ágústsson, f. 1960, smiður. Þau eru búsett á Selfossi. Nýr borgari Reykjavík Alexander Ían H. Johnsson fæddist 30. apríl 2022 kl. 4.29. Hann vó 3.440 g og var 51 cm langur. Foreldr- ar hans eru John Hibionada Limson og Sara Bjarney Ólafsdóttir. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Þú færð vindinn í fangið í nokkra daga. Mundu að þú verður að leysa þín mál sjálf/ur. 20. apríl - 20. maí B Naut Það er hætt við að þú verðir eitthvað niðurdregin/n og gagnrýnin/n á aðra í dag. Einhver mun koma þér til hjálpar í dag. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Kappkostaðu að segja satt og rétt frá. Framlag þitt til hópvinnu mun vekja á þér athygli vegna hugmynda sem þú færð. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Það er löngu tímabært að þú horfist í augu við ótta þinn, ef þú gerir það hverfur tilfinningin. Gerðu eitthvað skemmtilegt í kvöld. 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Nú reynir á þolinmæði þína því einhver kemur ekki heiðarlega fram. Vertu tilbúin/n að aðstoða vin sem þarf á stuðningi að halda. 23. ágúst - 22. september F Meyja Eitthvað hefur legið þér þungt á hjarta undanfarið og valdið þér vanlíðan. Gleymdu ekki að öll búum við yfir óþrjót- andi krafti ef lífið krefst þess. 23. september - 22. október G Vog Vandamál sem hefur íþyngt þér um skeið virðist allt í einu smávægilegt og auðleyst. Stígðu út af þeirri braut sem þú hefur verið á síðustu mánuði. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Þig langar að slaka á í dag, lesa, fara á tónleika eða ræða við vini. Láttu eftir þér að gera vel við þig. Loksins eru fjármálin á réttri leið. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Þú munt fá frábærar fréttir af ættingja í dag. Vandamál eru til þess að leysa þau. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Ef þú vilt ekki staðna og sitja eftir, verður þú að vera opin/n fyrir þeim möguleikum sem bjóðast til endur- menntunar. Láttu gott af þér leiða. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Einlægni er það sem þú þarft að hafa í huga, þegar þú talar fyrir þeim málefnum sem þú berð fyrir brjósti. Ræddu drauma þína við makann. Börn krefjast mikillar athygli í dag og það er eins gott að vera í góðu andlegu jafnvægi þegar kröfur þeirra dynja á þér. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Vertu djarfari en þú hefur verið fram að þessu, þú hefur engu að tapa. Allt fer vel að lokum, það er skrifað í stjörnurnar. Aðalheiður Guðmundsdóttir húsmóðir – 100 ára Stórt heimili og allir velkomnir A ðalheiður Guðmunds- dóttir er fædd 18. desember 1922 að Ketilvöllum í Laugar- dal, Árn. Hún verður því 100 ára á morgun. Þegar Heiða, eins og hún er ávallt kölluð, var um fjögurra ára fluttist hún að Böðmóðsstöðum í sömu sveit með foreldrum og systkinum sínum. Barnaskólaganga hennar var ekki löng, 3-4 ár, en eins og tíðkaðist þá í sveitum landsins fór kennsla fram á heimilum. Kennari fór á milli bæja þar sem börnum var safnað saman frá nokkrum bæjum og kennt, svokölluð farkennsla. Heiða lauk fullnaðarprófi við góðan orðstír. Árið 1942 giftist hún Jóni frá Neðri-Dal í Biskupstungum. Hófu þau búskap þar þá um vorið og tóku við búinu af foreldrum Jóns. Fyrstu árin bjuggu þau í gamla bænum en í honum var eldað á hlóðum og voru olíulampar til lýsingar. Árið 1946 var byggt nýtt hús. Árið 1964 var íbúðarhúsið stækkað og árið eftir var ráðist í að leggja hitaveitu frá hvernum Sísjóðanda sem er í suðvesturhluta hverasvæðisins á Geysi. Jafnframt var þá byggð lítil sundlaug við bæinn. Önnur bylting í þægindum var þegar rafmagnið kom árið 1967. Þegar Heiða rifjaði þetta upp sagði hún að mestu þægindin hefðu verið að fá þvottavél til þess að þvo allan fatnaðinn. Heimilið var stórt og mannmargt og var mikill gestagangur. Fyrir utan venjuleg bústörf sá Jón um að girða m.a. varnargirðingar vegna sauðfjárveiki og enn fremur fyrir ýmsa aðila víða um land. Heiða fór gjarnan með í þessar ferðir og sá um matseld fyrir girðingarfólkið, sem voru synir þeirra hjóna og fleiri. Vinsælustu og skemmtileg- ustu girðingarferðirnar voru á Hveravelli í lok júní ár hvert, en þá var gert við girðingu er liggur milli Langjökuls og Hofsjökuls. Þessar ferðir voru alltaf mjög vinsælar og komust færri með en vildu. Nutu þau hjónin dvalarinnar þar vel og kynntust fjölda fólks og voru bæði rómuð fyrir gleði og gestrisni í fjallaskúrnum. Muna margir eftir Heiðu í rauða gallanum sínum, fjalladrottningunni. Grímur bróðursonur Jóns segir: „Í sál okkar barnanna sem fæddumst á fyrri hluta síðustu aldar tókust á tveir heimar. Sveitin, þaðan sem foreldrarnir komu og mölin þar sem fólk reyndi að temja sér lífshætti borgarbúans. Amma dró ,,búðarsokkana” af blessuðu barninu og færði í þæfða ullarsokka um leið og komið var í sveitina. Spurði svo með mæðusvip hvort ys- inn og æðibunugangurinn í borginni væri ekki yfirþyrmandi. Sveitin var göfug en mölin svona og svona. En að koma í Neðri-Dal var annars eðl- is. Þar bjó Jón frændi, bróðir pabba og hún Heiða hans með sína átta stráka sem mynduðu fullkominn tröppugang stilltu þeir sér upp til myndatöku. Í tíðum pílagrímsferð- um margra Reykjavíkurfjölskyldna í Neðri-Dal, með sæg barna í eftir- dragi, kom í ljós hver hafði töglin og hagldirnar þar á bæ. Í heimsókn til afmælisbarnsins á hjúkrunarheimilið fyrir nokkrum árum heyrði ég aftur þessa hljóm- miklu rödd sem öllu stjórnaði: Nei er hann litli Grímur ekki kominn! Skilaboð Heiðu voru jafnan skýr og einföld: Þarna leggið þið frá ykkur fötin, þarna sofið þið, svona brjótið þið saman teppi o.s.frv. Á töflu í eldhúsinu var verkum skipt niður á milli strákanna átta: Eldhús, bakstur, fjósið, þvottar, saumaskap- ur. Sem sé ekki bara strákastörf heldur líka þau sem okkur á mölinni fannst tilheyra kvenþjóðinni. Man að þegar ég sá þá frægu kvikmynd Mary Poppins, þar sem barnaskar- anum var stjórnað eins og lítilli herdeild, þá fannst mér ég hafa verið þarna, já hjá henni Heiðu í Neðri-Dal. Og allir töluðu um þetta, enda óþekkt á þeirri tíð. Núna er ljóst að Heiða og Jón voru langt á undan sinni samtíð, ekki bara í upp- eldismálum heldur mörgu öðru. Það sem okkur borgarbörnun- um fannst þó merkilegast var að það var hægt að lifa án rafmagns, með kolaeldavél og olíulömpum. Í minningunni frá þessum tíma lifir einhver hlýja og fjölskylduræktar- semi, eitthvað sem hefur sannfært mig um að við eigum að skrifa orðið fjölskylda með bandstriki, fjöl-skylda. Það nær betur stemmn- ingunni í kringum hana Heiðu og Jón í Neðri-Dal. Fyrir mörgum árum fékk ég leyfi þeirra hjóna til að ganga til rjúpna með félaga mínum í Bjarnarfell á fögrum vetrardegi. Heiða kvaddi okkur með þessum orðum: Ég vona að þið njótið útivistarinnar drengir og að þið hittið enga rjúpu!“ Árið 1996 flutti Heiða í eigið húsnæði á Selfossi. Hún dvelst nú á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hún mun njóta sam- vista með sínu nánustu ættingjum á afmælisdaginn. Fjölskylda Eiginmaður Heiðu var Jón Þ. Einarsson, f. 18.1. 1916, d. 5.11. 1993, bóndi. Foreldrar Jóns voru hjónin Einar Grímsson, f. 19.8. 1887, d. 16.12. 1950, og Kristjana Kristjáns- dóttir, f. 24.8. 1886, d. 22.5. 1963. Þau voru bændur í Neðri–Dal. Börn Heiðu og Jóns: 1) Birgir Bjarndal, f. 14.5. 1943, maki: Elín Sigurðardóttir, f. 27.2. 1941, d. 28.1. 2014, börn 2. Sambýliskona Birgis er Ásta Bjarnadóttir, f. 1955; 2) Guðmundur Laugdal, f. 7.5. 1944, Neðri-Dalsbræður Frá vinstri: Björn, Þráinn, Heiðar, Einar, Kristján, Grímur, Guðmundur og Birgir. Myndin er tekin árið 1957. Hjónin í Neðri-Dal Heiða og Jón. Í Neðri-Dal Heiða og hluti af barna- og barnabarnabörnum árið 2010. Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður Stakir sófar: 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr. Tungusófi með rafmagni í sæti 650.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.