Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
UMRÆÐAN28
Suðurgata 42, 245 Sandgerði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mjög vel staðsett 5 herbergja einbýlishús með bílskúr,
í göngufæri við grunnskólann og íþróttamiðstöð.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
TILBOÐ ÓSKAST Stærð 229,0 m2
Tuð pírata um pólitíska ábyrgð
M
yndun meirihlutastjórnar í Danmörku nú
í vikunni með aðild Jafnaðarmannaflokks-
ins annars vegar og tveggja mið-hægri-
flokka, Venstre og Moderaterne, hins
vegar varpar ljósi á pólitíska ábyrgð. Samstarfsflokk-
ar jafnaðarmanna féllu frá kosningaloforðum um að
Mette Frederiksen forsætisráðherra sætti lagalegri
ábyrgð vegna minkamálsins svonefnda, það er aðildar
sinnar að ákvörðunum um útrýmingu allra eldisminka
í Danmörku vegna COVID-19-faraldursins.
Ágreiningur um þessar ákvarðanir varð til þess í
sumar að danska þingið var rofið og efnt til kosninga.
Í kosningabaráttunni lofuðu talsmenn Venstre og
Moderaterne að lögfræðingum yrði falið að rannsaka
hvort Mette Frederiksen bæri lagalega ábyrgð á mál-
inu. Niðurstaða slíkrar athugunar hefði getað leitt til
ákæru og landsdómsmáls gegn forsætisráðherranum.
Meirihluta á danska þinginu þarf til þess að ákveða
lögfræðilega rannsókn (d. advokatvurdering) á hlut
forsætisráðherrans í minkamálinu. Á blaðamanna-
fundi í tilefni stjórnarmyndunarinnar sagði Jakob
Ellemann-Jensen, formaður
Venstre: „Það verður ekki efnt
til neins lögfræðilegs mats.“ Af
hálfu nýju ríkisstjórnarinnar
verður þess í stað hraðað svo
sem verða má að greiða minka-
bændum bætur.
Sérstök rannsóknarnefnd
skilaði skýrslu um minkamálið
í sumar. Þá tilkynnti formaður
Radikale venstre, sem studdi minnihlutastjórn jafnað-
armanna, að flutt yrði vantraust á ríkisstjórnina nema
Mette Frederiksen boðaði til kosninga fyrir 4. október
2022. Farin yrði pólitíska leiðin til að kalla fram dóm
kjósenda í minkamálinu.
Þessi leið var farin og Radikale venstre fengu
hörmulega útreið í kosningunum 1. nóvember. Fylgið
minnkaði um helming, aðeins 3,8% kjósenda studdu
flokkinn, þingmönnum flokksins fækkaði úr 16 í sjö,
formaðurinn axlaði pólitíska ábyrgð og sagði af sér.
Jafnaðarmannaflokkurinn styrkti á hinn bóginn
stöðu sína undir forystu Mette Frederiksen. Hún hafði
áfram undirtökin á danska þinginu eins og stjórnar-
myndunin nú sýnir. Eftir að hafa rætt myndun stjórn-
ar í 43 daga tókst henni að ná saman með Venstre og
Moderaterne og kynnti Danadrottningu niðurstöðuna
14. desember.
Danir kalla þetta miðjustjórn þar sem stærstu flokk-
ar til vinstri og hægri taka höndum saman í fyrsta
sinn síðan 1978. Moderaterne er klofningsflokkur úr
Venstre sem Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi for-
maður Venstre og forsætisráðherra, stofnaði sumarið
2021. Hann sagði skilið við þingflokk Venstre eftir
að hafa hætt sem flokksformaður eftir kosningarnar
2019. Lars Løkke er manna ánægðastur með nýju
stjórnina og er nú utanríkisráðherra Dana.
Sé farið yfir dönsku atburðarásina með pólitíska
ábyrgð að leiðarljósi blasir við að í kosningunum lögðu
kjósendur blessun sína yfir hlut Mette Frederiksen í
minkamálinu og höfnuðu Radikale venstre sem stilltu
henni upp við vegg. Við þeirri köldu staðreynd geta
Jakob Ellemann-Jensen og Lars Løkke Rasmussen
ekki haggað. Á hinn bóginn geta flokkar þeirra og
Jafnaðarmannaflokkurinn ásamt þremur þingmönn-
um frá Færeyjum og Grænlandi myndað meirihluta að
baki ríkisstjórn og það tækifæri nýta þeir sér.
Pólitísk ábyrgð flokksformannanna þriggja er skýr.
Að axla hana gagnvart eigin flokksmönnum er erfiðast
fyrir Jakob Ellemann-Jensen. Hann gerir sér vonir um
að styrkja stöðuna í eigin flokki sem ráðherra í stað
þess að standa utan stjórnar og eiga á hættu að lenda
úti í kuldanum eins og Lars Løkke forveri hans sem
formaður Venstre árið 2019.
Jakob Ellemann-Jensen er nú varaforsætisráð-
herra og varnarmálaráðherra. Í hans hlut kemur að
takast á við hitt danska pólitíska
ábyrgðarmálið sem nú er á
döfinni, það er hlut ráðherra í
FE-hneykslinu (FE: Forsvarets
Efterretningstjeneste – leyni-
þjónusta hersins). Í þessu óupp-
lýsta máli kemur meðal annars
við sögu Claus Hjort Frederik-
sen, fyrrverandi varnarmálaráð-
herra og áhrifamaður í Venstre.
Spurt er um pólitíska ábyrgð hans og Trine Bramsen,
Jafnaðarmannaflokknum, sem var varnarmálaráð-
herra þegar rannsókn vegna FE-málsins var hrundið
af stað. Í dönskum fjölmiðlum segir að þetta kunni að
vera pólitískt sprengiefni.
Í byrjun vikunnar stóð Þórhildur Sunna Ævars-
dóttir, þingmaður Pírata, fyrir sérstakri þingumræðu
um pólitíska ábyrgð á Íslandi með þátttöku forsætis-
ráðherra. Fyrir Þórhildi Sunnu vakti að lengja lífið
í hjartans máli Pírata: Kröfunni um afsögn Bjarna
Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra,
vegna sölunnar á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka
í mars 2022. Tuði sínu halda Píratar áfram án þess
að afsagnarkrafa þeirra sé reist á öðru en gamaldags
pólitískri óvild. Bjarni skorast ekki undan að ræða
og skýra pólitíska ábyrgð sína. Þá fékk hann öruggan
pólitískan stuðning í hörðum formannskosningum á
landsfundi flokks síns í byrjun nóvember.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði réttilega
í svari til píratans í þingumræðunum mánudaginn 12.
desember að í mikilli rýni vegna bankasölunnar hefði
ekkert komið fram „sem kallar á að ýtrasta form póli-
tískrar ábyrgðar sé virkjað, þ.e. að ráðherrann segi af
sér embætti eða hann hafi misst meirihlutastuðning á
Alþingi vegna þessa máls“.
Pólitískt er bankasalan í nefnd á þingi. Sú nefnd skil-
ar áliti um úttekt ríkisendurskoðunar. Hugi einhverjir
þingmenn á sakamál, landsdómsmál gegn Bjarna
Benediktssyni, ættu þeir að lesa bók Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar um misheppnaða landsdómsmál-
ið gegn Geir H. Haarde áður en lengra er haldið.
Tuði sínu haldaPíratar
áframánþess að afsagnar-
krafa þeirra sé reist á öðru en
gamaldags pólitískri óvild.
Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
•Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Vanhæfi vegna
fjármálavafsturs
Þegar Geir H. Haarde var leiddur
fyrir landsdóm 5. mars 2012,
sakaður um refsiverða vanrækslu
í aðdraganda bankahrunsins, stóð
hann andspænis þremur hæsta-
réttardómurum, sem höfðu tapað
stórfé á bankahruninu, eins og fram
kemur í bók minni um landsdóms-
málið. Eiríkur Tómasson hafði
átt hlutabréf í Landsbankanum
og Glitni, sem urðu verðlaus, og
hann hafði sem framkvæmdastjóri
STEFs geymt stórfé í peninga-
markaðssjóðum Landsbankans, og
af því tapaðist um 30%. Markús
Sigurbjörnsson hafði átt talsvert fé
í peningamarkaðssjóðum Glitnis,
og af því tapaðist um 20-30%. Viðar
Már Matthíasson hafði átt hluta-
bréf í Landsbankanum. Samtals
telst mér til, að beint fjárhagslegt
tjón þessara þriggja dómara á
bankahruninu hafi numið um 80
milljónum króna (þegar hæsta verð
þessara eigna þeirra er fært til
verðlags ársins 2022).
Í málum margra íslenskra banka-
manna hefur Mannréttindadóm-
stóllinn í Strassborg úrskurðað,
að brotið hafi verið á rétti þeirra
til óvilhallrar málsmeðferðar,
þegar hæstaréttardómarar í
málum þeirra hafi átt hlutabréf í
bönkunum, sem þeir störfuðu hjá.
Þetta á enn frekar við um Geir
H. Haarde. Með neyðarlögunum í
upphafi bankahruns ákvað hann að
bjarga ekki bönkunum, en við þá
ákvörðun urðu hlutabréf í bönk-
unum verðlaus. Jafnframt ákvað
hann, að innstæður væru einar
forgangskröfur í bú bankanna,
ekki hlutdeildarskírteini í peninga-
markaðssjóðum, en í viðtali við
Morgunblaðið 29. október 2008 líkti
Eiríkur Tómasson þeirri ráðstöfun
við stuld. Í þriðja lagi ákvað Geir í
upphafi bankahrunsins að reyna að
bjarga Kaupþingi frekar en Lands-
bankanum og Glitni, en það kunna
hæstaréttardómararnir þrír að hafa
talið ganga á hagsmuni sína, því að
þeir áttu hlutabréf í Landsbankan-
um og Glitni og hlutdeildarskírteini
í peningamarkaðssjóðum þessara
banka, ekki Kaupþings.
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Eftirleitir á aðventu
Í
tengslum við bók Helga Þorlákssonar Á sögustöðum hefur það nú enn
komið upp að endurmeta þurfi sívinsæla söguskoðun sjálfstæðisbar-
áttunnar. Dæmi um þá skoðun er sú hugmynd að hér hafi ríkt gullöld
á þjóðveldistímanum en eftir það tekið við eymdarskeið uns landið fór
að rísa með sjálfstæðishetjum 19. aldar. Við höfum nú vitað lengi að hér
ríkti víða velsæld á 14. öld (eftir að íslenskir höfðingjar sóru Noregskonungi
hollustueiða) og að rómantískar hugmyndir um sjálfstæð þjóðríki eiga illa við
miðaldir.
Önnur arfleifð hinnar rómantísku og þjóðernissinnuðu söguskoðunar er að
hér hafi einkum sest að heiðnir norrænir karlhöfðingjar með hreina norræna
tungu í munni. Sú hugmynd fékk málfræðinga til að halda að uppruna
íslenska orðaforðans bæri fyrst að leita í öðrum norrænum eða germönskum
málum. Örfá afgangsorð og nöfn (s.s. brekán, gjalt, kapall og tarfur; Kalman,
Kjaran, Kjartan, Kormákur og
Njáll) voru rakin til fornírsku
(heimildir skortir um gelísku
í Skotlandi og á eyjunum á
víkingaöld). Þessi einsýni varð
til þess að viðurnefni Óleifs
hjalta í Egils sögu var skýrt
með sverðshjalti – fremur
en því að hann væri frá Hjaltlandi – og viðurnefni ambáttar Skallagríms
og fóstru Egils, Þorgerðar brákar, var talið eiga við áhald til að elta skinn
fremur en að það gæti tengst fornírska orðinu brága um háls og hálshlekki
eða þann sem hnepptur er í hlekki.
Á 10. áratug síðustu aldar birtust niðurstöður erfðarannsókna Agnars
Helgasonar o.fl. um að lesa mætti út úr erfðaefni Íslendinga að um 60%
þeirra kvenna sem hingað komu í öndverðu hafi verið af gelískum uppruna
og um 20% af körlunum – til viðbótar við það genetískt norræna fólk sem
hingað kom frá nýlendum á Bretlandseyjum, væntanlega með ýmis gelísk
tökuorð á vörum í sínu annars norræna máli. Þessar tölur studdu það
sem sum okkar grunaði: að hér hafi frá upphafi verið blönduð menning
ólíkra kynja, tungumála – og trúarbragða. Sem aftur kallar á endurskoðun
fræðimanna á því sem haft hafði verið fyrir satt um tungutak og menningu á
þjóðveldistímanum. Þeir hafa þó flestir verið furðu tómlátir.
Almenningur er miklu þorstlátari í að þetta verði íhugað betur ef marka
má viðbrögð við bók Þorvalds Friðrikssonar um Kelta: Áhrif á íslenska tungu
og menningu. Þorvaldur er leikmaður í málfræðum en vel að sér í norrænum
nútímamálum og lætur sér detta í hug ýmis orð sem honum virðist að gætu
verið ættuð vestan um haf. Þær uppástungur eru órannsakaðar með aðferð-
um orðsifjafræðanna en gætu vakið málfræðinga til umhugsunar um „að
gjörðar séu eftirleitir“ í orðaforðanum með nýju gelísku gleraugun á nefinu.
Það er ekki lengur þannig að líklegasta upprunaskýring íslenska orðaforðans
sé ævinlega í öðrum norrænum málum. Sú sjálfkrafa skýring er enn ein úrelt
arfleifð rómantískrar söguskoðunar og þjóðernishugmynda 19. aldar.
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir.
Sagnaheimur Þótt þjóðveldisöldin hafi ekki verið sagnfræðileg gullöld
sjálfstæðra Íslendinga var hér mikil gullöld í bókmenntum þegar nokkrar
kynslóðir höfunda á 13. og 14. öld sköpuðu einstæðan sagnaheim um goð
og menn frá goðsögulegu upphafi til ritunartímans.