Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 37
samþykkti það, setti nestið í
viskastykki og batt það saman,
þar með strauk strákurinn með
nesti niður að brú og amma veif-
aði hlæjandi í dyragættinni enda
stutt í húmorinn. Hann skilaði
sér stuttu eftir að nestið klár-
aðist.
Í æðarvarpinu í Fljótunum
leyndist oft brjóstsykur í vösum
hennar. Þegar sest var niður í
smá pásu (hvíld) þá fékk maður
að laumast í vasa hjá henni og í
eitt skiptið voru hestar hjá okk-
ur lausir á túninu sem heyrðu
skrjáf og vildu ólmir fá góðgæti.
Ömmu fannst það ekki mikið
vandamál og með stríðnisglotti
sínu laumaði hún brjóstsykri í
hestana. Það sem við hlógum
eftir á.
Nú ertu komin í faðm afa og
viljum við þakka fyrir yndisleg-
ar minningar. Við elskum þig
amma og munum ávallt sakna
þín.
Jónína, Berglind
og Ísak.
Elsku amma Munda okkar
með breiða brosið, smitandi
hláturinn og hlýja faðminn. Nú
ert þú komin við hlið hans afa á
ný og hann hefur eflaust tekið
fagnandi á móti þér. Við systk-
inin unnum heldur betur í
ömmulottóinu og varst þú okkur
mjög kær. Heima hjá ömmu og
afa í Barmahlíðinni voru ótelj-
andi minningar skapaðar, alltaf
nóg af fólki og nóg af mat.
Þannig vilduð þið hafa það og
kennduð okkur mikilvægi þess
að vera í góðum tengslum við
fjölskylduna. Minningarnar um
jólaboðin, afmælin og allar góðu
samverustundirnar þar ylja.
Amma og afi voru samrýnd
hjón og áttu níu börn, þau vildu
hafa allan skarann í kringum sig
og skipti miklu máli að allir
kæmu saman og væru í góðu
sambandi. Þau bjuggu til ótrú-
lega náin fjölskyldutengsl á milli
okkar barnabarnanna og barna-
barnabarnanna sem við búum
alltaf að. Amma var harðdugleg,
jákvæð og sagði hlutina eins og
þeir voru. Þau afi létu alltaf
hendur standa fram úr ermum,
sama hvað þau tóku sér fyrir
hendur. Þegar maður lokar aug-
unum sér maður þau tvö fyrir
sér í æðarvarpinu í Fljótunum
eða í eldhúsinu í bústaðnum eða
Barmahlíðinni að passa upp á að
fólkið hafi nóg að borða. Það
breyttist ekkert eftir að afi féll
frá. Alltaf fyllti amma borðið af
kræsingum þegar gestir komu í
heimsókn í Sauðárhlíðina.
Amma mætti í allar afmælis-
veislur fjölskyldumeðlima, var
gjarnan fyrst á staðinn og síðust
út. Nú á síðustu árum, eftir að
amma var flutt á dvalarheimilið,
þótti henni fátt betra en að fara
í mat til fjölskyldunnar eða bara
kíkja á rúntinn. Amma var alltaf
hrókur alls fagnaðar og þurfti
lítið til þess að kitla hlátur-
taugar hennar og fá hana til að
skella hendinni á lærið í leiðinni.
Hún fylgdist vel með sínu fólki
og var með allt á hreinu, alveg
til síðasta dags.
Nú er samverustundunum
lokið en þakklæti er efst í huga
fyrir að hafa fengið að njóta
þeirra með þér svona lengi,
elsku amma. Það er skrítið að
hugsa til þess að heyra ekki
hláturinn þinn og fá ömmufaðm-
lag aftur. Við reynum að halda í
gleðina, fjölskyldutengslin og
halda áfram að búa til nýjar
minningar í Fljótunum þér til
heiðurs. Takk fyrir allt, elsku
amma.
Heba, Marteinn, Harpa
Sif og Þóra Rut.
Elsku amma.
Það sem kemur í huga minn
er takk. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig öll þessi ár.
Takk fyrir að vera alltaf til stað-
ar fyrir mig. Takk fyrir öll sím-
tölin og spjallið okkar.
Takk fyrir að reyna að kenna
mér að prjóna, veit það var ekki
auðvelt en þú gafst ekki upp á
mér, þú gafst aldrei upp á mér.
Takk fyrir alla kjötsúpuna.
Þú eldaðir alltaf kjötsúpu handa
mér því þú vissir að það væri
það besta sem ég fékk. Takk
fyrir alla ullarsokkana og vett-
lingana. Takk fyrir allan hlát-
urinn. Takk fyrir alla ástina
sem þú gafst mér og börnunum
mínum. Takk fyrir öll knúsin.
Takk fyrir allt elsku amma. Þú
ert best.
Steinunn Hlín
Þrastardóttir.
Þakklæti er það fyrsta sem
kemur upp í huga okkar systk-
ina þegar við minnumst Guð-
mundu Hermannsdóttur,
Mundu eins og hún var alltaf
kölluð. Hún var hluti af lífi okk-
ar alveg frá því að við munum
fyrst eftir okkur og fórum að
skynja þann mikla mannauð
frændfólks og tengdafólks sem í
kringum okkur var. Við nutum
þess öll að vera hjá henni á
Ysta-Mói og síðar í Samtúni í
Haganesvík innan um allan
barnaskarann. Við sóttumst
beinlínis eftir því að fara heim
að Mói til þeirra heiðurshjóna,
Haraldar frænda og Mundu.
Ekki var verra að hafa ömmu,
afa og Georg frænda á neðri
hæðinni. Húsið á Mói var höll
bjartra sumardaga og höll vetr-
arlandsins. Hér var Munda
miðjan í öllu, hún annaðist allan
skarann af kostgæfni og sá til
þess að enginn liði skort eða
færi vanbúinn til verka. Munda
var hreinskiptin og skapmikil
kona en skap sitt tamdi hún ein-
staklega vel enda bjó hún yfir
miklu æðruleysi sem hún sýndi
okkur börnunum þrátt fyrir
galsann og gauraganginn sem
okkur fylgdi. Ævinlega mætti
Munda okkur með hlýju og kom
fram við okkur börnin af virð-
ingu enda þótti okkur öllum
vænt um hana.
Þorrablótsferðirnar eru sér-
staklega eftirminnilegar. Þorra-
blótin voru alltaf mikið tilhlökk-
unarefni, skipst var á að fara út
eftir, eins og það heitir að fara
frá Sauðárkróki eða koma utan
að úr Fljótum, í hvaða veðri
sem var. Þá var öllu pakkað
saman í viðeigandi stóra
Landróvera og ekið af stað.
Fullorðna fólkið fór ýmist í Bif-
röst eða á Ketilás en yngri kyn-
slóðin fékk sitt blót og vel úti-
látið trog heima við. Varla var
hægt að hugsa sér meiri eft-
irvæntingu og gleði. Þetta voru
ævintýraferðir og gekk á ýmsu
en best fannst okkur systkinum
þegar veður hamlaði heimför og
við gátum dvalið lengur á Mói –
hjá Mundu og hennar úrvalsliði.
Munda var Fljótakona í húð
og hár, fædd þar og uppalin.
Hún bjó þar lengstan hluta æv-
innar eða þar til þau hjón fluttu
upp á Sauðárkrók til að njóta
efri áranna nærri börnum og
barnabörnum. Fljótin voru samt
innan seilingar, þau komu sér
upp sínum sælureit við Hóp-
svatn og Haganesvík fyrir sig
og hópinn sinn. Þar dvöldu þau
eins oft og þau gátu. Þarna undi
Munda sér vel, enda búin að
koma sér fyrir í nágrenni við
bernskuhagana og Ysta-Mó, í
ríki náttúrunnar. Þau hjónin
voru í þeim skilningi sest í helg-
an stein en ekki til að sitja að-
gerðarlaus og bíða örlaga sinna.
Starfssamara fólk er varla hægt
að hugsa sér, áfram var hlúð að
varpinu, veiðinni og fjölskyld-
unni, alveg fram undir það síð-
asta.
Við, börn Sæmundar og Ásu,
erum þakklát fyrir samveruna
og lánsöm að hafa átt Mundu
að. Við vottum börnum Mundu,
tengdafólki og afkomendum öll-
um innilega samúð vegna frá-
falls hennar. Það er bjart yfir
minningunni um góða konu.
F.h. okkar systkina,
Elín Helga
Sæmundsdóttir.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
✝
Guðrún Ing-
unn Magn-
úsdóttir fæddist
15. maí 1942. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
3. desember 2022.
Kjörforeldrar
hennar voru hjónin
í Króktúni í Land-
sveit Magnús
Andrésson, f. 3.6.
1897, d. 24.1. 1983,
og Hafliðína Hafliðadóttir, f.
Benediktsson, f. 19. júlí 1973.
Kona hans er Rakel Ýr Björns-
dóttir, f. 16. janúar 1987, og
þau eiga þrjú börn: 1) Baltasar
Breka, f. 2012, 2) Laufeyju Líf,
f. 2019, og 3) Matthías Mána, f.
2021.
Inga, eins og hún var jafnan
kölluð, ólst upp í Króktúni, en
eftir að hún fór að heiman vann
hún við ýmis störf. Hún fór
m.a. á vertíð til Eyja, en vann
lengst af verkakvennavinnu
m.a. hjá Ríkisspítölunum, Hótel
Sögu og Reykjavíkurborg. Síð-
ustu æviár sín áttti hún heima í
Reykjanesbæ.
Útför hennar verður gerð
frá Skarðskirkju í Landsveit í
dag, 17. desember 2022, og
hefst athöfnin kl. 13.
17.8. 1898, d. 17.7.
1984.
Hún átti 11
systkini en þau
eru: Gísli, Bjarney
Guðrún, Erla, Ey-
björg Ásta sem er
látin, Magnús Haf-
liði, Eyrún, Einar
Steindór, drengur
er lést í frum-
bernsku, Guðni
Örvar og Ingi.
Sonur hennar er Magnús
Í dag fylgjum við til hinstu
hvílu Guðrúnu Ingu Magnús-
dóttur, eða Ingu, eins og allir
þekktu hana. Hún ólst upp í
Króktúni í Landsveit, dóttir
hjónanna Magnúsar og Höllu.
Inga kom inn í líf okkar systkina
í Skarði þegar Maggi bróðir kom
að búa hjá okkur, þá 8 ára gam-
all. Við vitum að það var sárs-
aukafullt fyrir Ingu að láta frá
sér barnið sitt en hún þekkti líka
sínar eigin takmarkanir. Hún
var líka alltaf mjög þakklát að
hann kom að Skarði og fékk að
alast þar upp. Við duttum líka
heldur betur í lukkupottinn að fá
Magga sem bróður okkar. Eftir
að Maggi flutti til okkar hittum
við Ingu oft á ári og þá sérstak-
lega rétt fyrir jól. Hún var mikið
jólabarn og passaði alltaf upp á
að senda okkur öllum jólagjafir.
Stundum voru sumar gjafirnar
óvenjulegar en hvað það var allt-
af gaman að opna gjafir frá Ingu.
Það má svo sannarlega segja að
alltaf kom eitthvað óvænt upp úr
pakkanum. Þegar við urðum
eldri var hefð að fara með pakka
til Ingu og gaman að hitta hana í
þessum jólagjafaferðum. Það
gladdi hana þegar einhver kom
með pakkana til hennar og hún
vildi alltaf vera að gefa eitthvað
og gauka að manni konfektmol-
um. Það verður undarlegt að
hitta ekki Ingu fyrir jólin í ár.
Það má segja að Inga hafi ver-
ið orðin smá fræg á seinni árum.
Hún elskaði að hringja inn á
næturvaktina á Rás 2. Margir
þekkja röddina hennar og ekki
síður þennan smitandi og há-
væra hlátur. Uppáhaldið hennar
var Guðni Már og það var oft
sprenghlægilegt þegar Inga
(notaði oft Guðrúnar nafnið til að
kynna sig) var að biðja um óska-
lög og segja sögur af sér. Þar gat
hún oft látið gamminn geisa.
Inga kvaddi þennan heim að
morgni laugardagsins 3. desem-
ber sl. en allt fram á síðustu
stundu var hún mjög sjálfstæð
og dugleg við sitt.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur elsku Maggi, Rakel og
börn.
Systkinin frá Skarði,
Borghildur, Guðni, Sigríður
Theodóra og Laufey Guðný.
„Ingvar minn? Sæll elskan
mín. Hvað er að frétta?“ Svona
byrjuðu flest símtölin frá Ingu.
Ég man fyrst eftir henni þegar
ég var barn en þá bjó Inga á
Hvolsvelli. Þar tók Inga alltaf á
móti manni með útbreiddan
faðminn og ótal kossum. Eftir að
hún flutti til Reykjavíkur sá
maður hana mun sjaldnar þang-
að til fyrir tæpum 20 árum að ég
var beðinn um að keyra fyrir
hana jólapakka og jólakort úr
Reykjavík austur í Rangárvalla-
sýslu. Það var auðsótt og hef ég
gert það árlega. Með okkur
skapaðist góður vinskapur og
hringdi Inga reglulega í mig æ
síðan.
Inga var mikið jólabarn og
byrjaði að huga að jólagjöfunum
löngu fyrir jól. Við gáfum hvort
öðru jólagjöf og hún hringdi allt-
af á aðfangadagskvöld til að
þakka fyrir sína gjöf sem hún var
alltaf svo þakklát fyrir. En þó
Inga hafi verið spennt yfir að
opna sína gjöf var hún þó enn
spenntari að vita hvernig mér
hefði líkað við jólagjöfina frá
henni. Ég fann að þetta skipti
hana svo miklu máli að ég fór að
taka gjöfina frá henni með mér
til Bretlands þar sem ég held
önnur hver jól til að þurfa ekki að
svekkja hana á því að ég myndi
opna gjöfina þegar ég kæmi aft-
ur heim til Íslands eftir jólin.
Inga var afar stolt af uppruna
sínum úr Landsveit og mikill
Rangæingur í hjarta sínu. Hún
var dýravinur og mikið fyrir
hunda. Hún var líka mannavinur
og sá það besta í fólki. Hún trúði
alla jafnan ekki að það væri
slæmt í fólki. Þannig lét hún
sumt fólk fara illa með sig sem
hún treysti. Hún var góð sál, bar
umhyggju fyrir sínum, talaði af
mikilli væntumþykju um for-
eldra sína og um Magga son sinn
sem hún var ákaflega stolt af.
Mörg samtölin byrjuðu á því að
hún spurði hvort ég hefði ekki
örugglega frétt að Maggi væri
kominn með nýja vinnu, orðinn
ritstjóri eða framkvæmdastjóri,
og alltaf hringdi hún til að segja
mér að von væri á nýju barna-
barni.
Inga hélt líka mikið upp á
Charles og spurði mig frétta af
honum í hvert skipti og heimtaði
að ég kæmi með hann í heimsókn
til sín upp á Ásbrú þegar hún
vissi að ég væri að skutla honum
eða sækja út á flugvöll.
Inga fékk far með mér austur
úr Reykjavík og til baka nokkur
skipti þegar hún átti erindi. Bíl-
ferðirnar austur voru oft ansi
skemmtilegar. Það leið varla
mínúta af þögn í bílnum á leið-
inni. Inga var víðlesin og fróð og
hafði gaman af því að segja
manni frá ýmsu, m.a. af fólki frá
gamalli tíð en hún las mikið af
ævisögum og sagnfræðilegum
fróðleik. Svo gátum við líka rætt
um stjórnmál og þá gat hitastigið
í bílnum hækkað ef hitti á mál-
efni sem við vorum ekki sammála
um. Að ég tali nú ekki um ef mað-
ur tók ekki nóg undir lofsamleg-
ar lýsingar á mönnum sem hún
hafði dálæti á. Hún stóð þétt með
þeim sem hún hafði aðdáun á.
Andlát hennar bar nokkuð
bratt að. Ég trúi því að hún sé
komin þangað sem hún sjálf
trúði að hún færi – en Inga var
mjög trúuð. Ég enda þessi fá-
tæklegu orð á sama hátt og Inga
kvaddi mig alltaf: „Guð geymi
þig, Inga mín.“
Ég votta Magga, Rakel og
börnunum innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Ingunnar Magnúsdóttur frá
Króktúni í Landsveit.
Ingvar P.
Guðbjörnsson.
Guðrún Ingunn
Magnúsdóttir
Við höfum lifað
bestu haustmánuði í
manna minnum,
græni liturinn er
enn þá áberandi í náttúrunni,
blóm springa út í lystigörðum og
snjór og frost birtist aðeins sem
glitrandi héla á jörð. Í þessari
einmunatíð býr Addi föðurbróðir
sig til ferðar, hann er að leggja
upp í ferðina löngu og velur sér
veðrið af kostgæfni. Við getum
kannski séð hann koma stikandi
utan Karlsbrautina; góður með-
almaður á hæð, beinvaxinn, karl-
mannlegur og fríður maður sem
okkur þykir vænt um. Hann
staldrar ef til vill við í Lundi,
Arngrímur Ægir
Kristinsson
✝
Arngrímur
Ægir Krist-
insson fæddist 11.
apríl 1935. Hann
lést 1. desember
2022.
Útförin fór fram
13. desember 2022.
kannski þarf hann
að ráðgast við Bía
bróður eða þeir
ætla sér í róður og
þá er betra að bita-
kassinn frá Laugu
sé með. Hann held-
ur svo áfram ferð
sinni suður götuna
og við viljum elta
hann, en hægan nú,
ekki alveg strax.
Með Arngrími
Kristinssyni má með sanni segja
að genginn sé góður maður eftir
farsælt ævistarf. Orðið góður
hefur ýmsar merkingar. Hér er
ekki átt við að vera góður í að
safna eignum og auðæfum á
jörðu eða góður í að láta á sér
bera eða hafa sig í frammi. Nei,
hér merkingin að vera góður í
eðli sínu, góður við menn og mál-
leysingja, leggja ekki öðrum last
eða viðhafa hnjóðsyrði um
náungann. Um Adda má viðhafa
orð Hávamála:
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Addi var svo sannarlega góður
við börn og minningar sækja að;
Addi við barnapössun í Lundi
með molapokann á lofti, Addi á
ferð um Lágina þar sem vesæld-
arlegur krakki berst við ógnar-
stóran og eftir því þungan mjólk-
urbrúsa, tók kannski pásu undir
ljósastaurum hjá Sælandi og
settist á brúsaskömmina, Addi
stikar fram hjá: „svona komdu
með hann“ og brúsinn flaug á
undan allt heim að Lundi og slík
góðverk gerðu nú frændur fleiri.
Í Miðkoti á jólum, þar sem Addi
frændi var hrókur alls fagnaðar
og barnaskarinn elti hann í leikj-
um um ganga og loft. Svo var
spennan þegar ungu mennirnir í
Miðkoti, Addi, Hafsteinn og
Nonni, voru að koma heim með
kærusturnar, við krakkarnir
fylgdumst áhugasöm með.
Ein af kærustunum var konu-
efni Adda, Gerður Jónsdóttir. Sú
mæta kona fylgdi Adda lífið á
enda. Til þeirra hjóna var frá
fyrstu tíð gott að koma, viðmótið
hlýtt, hver sem í hlut átti. Á því
heimili var komið fram við börn
og unglinga sem jafningja og við
þau rætt sem fullorðin væru.
Addi og Gerður bjuggu í Mið-
túni, rétt hjá Miðkoti þar sem
amma bjó, skammt ofan Karls-
brautar og mynduðu ásamt
systkinum Adda þetta samfélag
frændgarðs sem okkur öllum
sem þarna ólumst upp er svo
minnisstætt. Síðar á ævinni telj-
um við okkur til tekna að hafa
haft svo sterkt bakland, lykla-
börn voru ekki til því að allar dyr
stóðu alltaf opnar.
Nú er Addi horfinn af sviðinu
en minningin lifir.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
og hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Við systkinin frá Lundi þökk-
um föðurbróður okkar samfylgd-
ina og sendum einlægar samúð-
arkveðjur til Gerðar og
fjölskyldu hennar.
Anna Dóra
Antonsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA RAGNHEIÐUR THORARENSEN,
handavinnukennari,
lést föstudaginn 9. desember.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
21. desember klukkan 13.
Ragnar Thor Sigurðsson Ásdís Gissurardóttir
Hallgrímur G. Sigurðsson Anna Þórhallsdóttir
Sigurður Á. Sigurðsson Esther O´Hara
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar