Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 47
Sinisa Mihajlovic, fyrrverandi
landsliðsmaður Júgóslavíu og síðan
knattspyrnustjóri margra liða á Ítalíu,
lést í gær, 53 ára að aldri, eftir langa
baráttu við hvítblæði. Mihajlovic var
síðast stjóri Bologna frá 2019 og
þar til honum var sagt upp störfum í
september. Hann lék um árabil á Ítalíu
og er mesti aukaspyrnusérfræðingur
í sögu A-deildarinnar en hann á metið
í deildinni þar sem hann skoraði 28
sinnum beint úr aukaspyrnu.
Spænski knattspyrnumaðurinn
Sergio Busquets hefur ákveðið að
leggja landsliðsskóna á hilluna. Þetta
tilkynnti leikmaðurinn í færslu sem
hann birti á samfélagsmiðlinum
Instagram en Busquets, sem er 34 ára
gamall leikmaður Barcelona, lék alls
143 A-landsleiki
fyrir Spánverja og
var fyrirliði þeirra
á heimsmeistara-
mótinu í Katar.
Handknatt-
leiksmaðurinn
Örn Vésteins-
son Östenberg
hefur samið við
N-Lübbecke út yfirstandandi leiktíð.
Hann kemur til þýska félagsins frá
Haslum í Noregi. Hann lék þar á undan
með Emsdetten í Þýskalandi. Örn er
24 ára skytta, sem hefur leikið með
Selfossi og Gróttu hér á landi. Hann
ólst þó upp í Svíþjóð, en er sonur Vé-
steins Hafsteinssonar eins fremsta
kringlukastsþjálfara heims.
Arnleifur Hjör
leikið með Kórd
þrjú ár, samdi í g
og leikur með þe
deildinni í knatt
á komandi tímab
Arnleifur er 22 á
bakvörður sem l
með ÍA og Víking
í Ólafsvík í yngri
flokkunum.
Ástralski
knattspyrn-
umaðurinn
Joey Gibbs
hefur skipt úr
Keflavík og í
Stjörnuna. Mun
hann því leika m
nu á næsta tímabili.
ur gert góða hluti
avík undanfarin þrjú
að 36 mörk í 62
kjum í tveimur efstu
m Íslands.
mtíð Gareths
hgates sem
sliðsþjálfari karlaliðs
ands í fótbolta
ur í ljós snemma á
sta ári. Mun enska
attspyrnusam-
andið gefa Southgate
rest yfir hátíðarnar
til að koma með
endanlegt svar um
framtíð sína sem
landsliðsþjálfari.
leifsson, sem hefur
rengjum undanfarin
ær við Skagamenn
im í 1.
spyrnu
ili.
ra
ék
i
eð Garða-
bæjarliði
Gibbs hef
með Kefl
ár og skor
deildarlei
deildu
Fra
Sout
land
Engl
kem
næ
kn
b
f
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Stundum segir hausinn eitt
en hjartað annað þegar spáð er í
spilin fyrir íþróttaviðburði.
Hausinn segir mér að Frakkar
verði heimsmeistarar næstkom-
andi sunnudag, en hjartað í mér
vill gjarnan að Lionel Messi verði
heimsmeistari. Það væri eitthvað
svo fallegt við að sjá Messi taka
við gullstyttunni góðu.
Það væri fallegra en ef Frakkar
myndu vinna annað heimsmeist-
aramótið í röð. Þótt bakvörður
dagsins hafi spáð Frökkum sigri
á mótinu, myndi hann glaður
fórna þeim heiðri að hafa rétt
fyrir sér, til að sjá himinlifandi
Lionel Messi verða heimsmeist-
ara.
Það er þó annar íþróttaviðburð-
ur sem gerir bakvörð dagsins
enn spenntari en úrslitaleikur
HM; heimsmeistaramótið í
handbolta í Svíþjóð og Póllandi í
byrjun næsta árs.
Að sjá Ómar Inga Magnússon
og Gísla Þorgeir Kristjánsson
skora saman yfir 20 mörk á
útivelli gegn París SG, einu besta
liði Evrópu, var magnað. Þá lítur
Aron Pálmarsson mjög vel út
þessa dagana, eins og markvörð-
urinn Viktor Gísli Hallgrímsson.
Þá eigum við líka tvo stórgóða
hornamenn og vörnin er ávallt
sterk. Það eru svo sannarlega
möguleikar fyrir íslenska liðið að
ná langt á HM.
Nú er það bara 7,9,13 að þeir
haldist allir heilir næstu vikur.
Það var hræðilegt að sjá Hauk
Þrastarson heltast úr lestinni
vegna alvarlegra hnémeiðsla á
dögunum.Vonandi nær hann
góðum bata og á fullt af stór-
mótum eftir.
Hausinn og hjartað eru sam-
taka í trúnni á strákunum okkar.
Maður finnur líka fyrir meiri
spennu og trú í samfélaginu fyrir
HM en mörg önnur stórmót.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Draumastaðan er að
vera áfram í Feneyjum
lÓttar Magnús
Karlsson sló í gegn
með Oakland Roots
í Bandaríkjunum
Knattspyrnumaðurinn Óttar
Magnús Karlsson var útnefndur
leikmaður ársins hjá bandaríska
B-deildarliðinu Oakland Roots á
nýliðnu keppnistímabili.
Óttar Magnús, sem er 25 ára
gamall, skoraði 19 mörk í 30 leikj-
um með liðinu á tímabilinu og var
á meðal markahæstu leikmanna
B-deildarinnar.
Sóknarmaðurinn er samn-
ingsbundinn Venezia í ítölsku
B-deildinni en hann gekk til liðs
við Oakland á láni frá Venezia í
febrúar á þessu ári.
„Ég vissi í raun lítið út í hvað ég
var að fara þegar ég gekk til liðs
við Oakland,“ sagði Óttar Magnús í
samtali við Morgunblaðið.
„Tíminn í Bandaríkjunum kom
mér svo skemmtilega á óvart ef
ég á að vera alveg hreinskilinn.
Umgjörðin þarna er mjög flott og
það er gert mikið úr deildinni, í
fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Gæðalega séð þá var þetta kannski
ekki alveg staðurinn sem myndi
vilja vera á til frambúðar. Fótbolt-
inn þarna er mjög ólíkur boltanum
á Ítalíu til dæmis.
Þetta var mun líkamlegra og það
var minna um taktík og leikskiln-
ing en á Ítalíu. Þetta var hins vegar
góður staður fyrir mig til þess að
koma mér aftur í gang á og skora
mörk en þetta var klárlega mikil
tilbreyting frá því sem maður er
vanur,“ sagði Óttar.
Fann fyrir miklu trausti
Oakland fór alla leið í 8-liða úrslit
B-deildarinnar þar sem liðið tapaði
0:3 fyrir San Antonio sem fagnaði
að endingu sigri í B-deildinni.
„Það var mjög gaman að taka
þátt í þessum uppgangi hjá
félaginu á tímabilinu. Þetta leit
ekkert sérstaklega vel út framan
af og þjálfarinn okkar var rekinn
um mitt tímabil og við tók að-
stoðarþjálfarinn. Markmiðið fyrir
tímabilið var að komast áfram í úr-
slitakeppnina og við gáfum aldrei
upp þá von, þó þetta hafi ekki farið
vel af stað.
Persónulega gekk mér mjög
vel og ég var fljótur að komast
inn í hlutina. Ég fann strax fyrir
miklu trausti, bæði frá liðsfélögum
mínum, þjálfurunum og öllum
sem störfuðu í kringum félagið og
það hjálpar alltaf mikið. Það var
líka gaman að taka þátt í þessu
bandaríska fyrirkomulagi og ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið að
prófa það.“
Mjög stuttur aðdragandi
Óttar Magnús lék með Siena í
ítölsku C-deildinni fyrir áramót
og áttu flestir von á því að hann
myndi klára tímabilið þar.
„Aðdragandinn að félagsskiptun-
um til Oakland var mjög stuttur.
Planið var alltaf að spila allt
tímabilið með Siena í C-deildinni.
Þegar komið var inn í janúar
var ég búinn að vera með fjóra
mismunandi þjálfara hjá félaginu,
það var kominn nýr forseti hjá
klúbbnum og nýr yfirmaður
íþróttamála. Þeir ákveða að rifta
samningum mínum á lokadegi
félagaskiptagluggans og þá stóðu
mér í raun engir aðrir valkostar til
boða í Evrópu.
Ég þurfti því að leita út fyrir
Evrópu og eigendahópurinn hjá
Venezia er að hluta til sá sami og
hjá Oakland og það er ákveðin
tenging á milli þessara félaga.
Það var fyrst og fremst ástæðan
fyrir því að ég endaði í Oakland og
eftir að þetta kom upp á borðið þá
ákvað ég að stökkva á það.“
Aðstaðan í heimsklassa
Oakland er í Kaliforníu, í San
Francisco-flóanum, en þar búa um
434.000 manns.
„Ég er ekkert mesti aðdándi
Oakland-borgarinnar og ef ég
á að vera alveg hreinskilinn þá
fannst mér ég ekkert alltaf mjög
öruggur, sérstaklega þegar það
var orðið dimmt úti. Við bjuggum
í öruggu hverfi þarna en maður
varð alveg var við það að þetta
er ekkert öruggasta borg í heimi.
San Francisco og flóinn þar í kring
er hins vegar algjörlega geggjað
svæði. Napa-dalurinn er þarna rétt
hjá líka og umhverfið þar í kring er
mjög sjarmerandi.
Á sama tíma eru Bandaríkja-
menn þekktir fyrir aðstöðu í
algjörum heimsklassa þegar
kemur að íþróttum, og þetta eru
með betri aðstæðum sem ég hef
æft og keppt við á ferlinum. Gæðin
á æfingum voru hins vegar ekki
endilega það hæsta sem maður
hefur komist í kynni við. Það var
frekar mikill munur á getustigi
leikmanna og það var mikill munur
á þeim sem voru í betri kantinum
og þeim sem voru í þeim lakari.“
Bíður eftir svari
Óttar Magnús gekk til liðs við
Venezia frá Mjällby í Svíþjóð árið
2020 en hann er samningsbundinn
ítalska liðinu til sumarsins 2025.
„Ég á tvö og hálft ár eftir af
samningi mínum við Venezia en
ég hef auðvitað ekki fengið mikinn
spiltíma hérna síðan ég kom. Ég
er að bíða eftir svari frá félaginu
varaðandi það hvernig þeir sjá
framtíðina fyrir sér. Draumastaðan
væri að vera áfram í Feneyjum en
ég þarf þá að fá traust frá félaginu
til þess að spila.
Liðið er auðvitað í B-deildinni
eftir að hafa fallið úr A-deildinni
síðasta haust. Það hefur ekki geng-
ið neitt sérstaklega vel hjá þeim
hingað til og þeir eru sem stendur
í fimmtánda sæti. Það eru margir
góðir og dýrir leikmenn þarna,
enda er félagið ágætlega vel stætt,
en strúktúrinn í kringum félagið
er kannski ekki alveg sá ákjósan-
legasti.
Eins og þetta horfir við mér þá
er ágætis möguleiki fyrir mig núna
til þess að vinna mér inn sæti í
liðinu en við þurfum að bíða og sjá
hvernig þetta þróast. Mér líkar
lífið á Ítalíu og ég væri alveg til í að
spila hérna áfram, hvort sem það
er hjá Venezia eða annars staðar,
en fyrst og fremst vil ég spila
fótbolta reglulega,“ bætti Óttar
Magnús við í samtali við Morgun-
blaðið.
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Ljósmynd/@oaklandrootssc
MarkÓttar Magnús Karlsson var á
meðal markahæstu leikmanna banda-
rísku B-deildarinnar en hann skoraði
19 mörk í 30 leikjum með Oakland.
Met Antons
hefði tryggt
brons á HM
Anton Sveinn
McKee missti
naumlega af
sæti í átta
manna úr-
slitunum á
heimsmeistara-
mótinu í sundi
í 25 metra laug
í Melbourne í
Ástralíu í gær.
Hann varð
tíundi í undanrásunum á 2:04,99
mínútum og var aðeins 62/100 úr
sekúndu frá áttunda sætinu. Daiya
Seto frá Japan varð heimsmeistari
í greininni á 2:00,35 mínútum en Ís-
landsmet Antons er 2:01,65 mínútur
sem hefði fært honum bronsverð-
laun á þessu móti.
Anton hætti í framhaldi af því við
þátttöku í 50 metra bringusundinu
og hefur því lokið keppni á HM en
Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepp-
ir í 200 metra skriðsundi á morgun.
„Ég er ekki ósáttur við 10. sætið
en draumurinn var vissulega að
komast í úrslitin. Markmiðið er að
ná góðum árangri á HM í Japan
næsta sumar og eins ætla ég mér að
ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana
2024. Stóra markmiðið er svo að
verða einn besti bringusundsmaður
í heimi,“ sagði Anton eftir sundið en
viðtal við hann er á mbl.is/sport.
Anton Sveinn
McKee