Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 56
Í lausasölu 1.410 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Jólatónleikar Sinfóníunnar Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ferna jólatónleika í Eldborg Hörpu um helgina, kl. 14 og 16 báða daga. „Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldi í gegnum tíðina, m.a. lögin Jól eftir Jórunni Viðar og Friður, friður frelsarans eftir Felix Mendelssohn,“ segir í tilkynningu. Meðal þeirra sem koma fram með sveitinni eru söngvararnir Alex- ander Jarl Þorsteinsson og Björk Níelsdóttir, Kolbrún Völkudóttir táknmálssöngkona, Stúlknakór Reykjavík- ur og Aurora. Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunai- shvili og kynnir er trúðurinn Barbara. ÍÞRÓTTIR Óttar vill vera áfram á Ítalíu Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson var útnefndur leikmaður ársins hjá bandaríska B-deildar- liðinu Oakland Roots á nýliðnu keppnistímabili. Óttar Magnús, sem er 25 ára gamall, skoraði 19 mörk í 30 leikjum með liðinu á tímabilinu og var á meðal marka- hæstu leikmanna B-deildarinnar. „Ég vissi í raun lítið út í hvað ég var að fara þegar ég gekk til liðs við Oakland,“ sagði Óttar Magnús í samtali við Morgunblaðið.» 47 KRINGLUNNI Bolvíkingurinn Jón Elíasson, kerta- meistari Fjölskylduhjálpar Íslands, lauk í liðinni viku við að steypa um 4.500 útikerti úr tólg, en hann hefur séð um framleiðsluna undanfarinn áratug nema hvað hann missti úr eitt árið vegna veikinda. „Ég steypti í um 300 dollur á um átta tímum á dag í þrjár vikur á þessari vertíð og notaði um eitt og hálft tonn af mör,“ segir hann. Jón var á sjó frá því hann var ung- lingur og hætti sjötugur fyrir tveimur árum. „Ég reri alltaf úr Bolungarvík en síðustu árin var ég bara á strand- veiðum yfir hásumarið,“ segir hann. Þá hafi hann byrjað að vinna fyrir Fjölskylduhjálpina og kertagerðin orðið hluti af því sjálfboðaliðastarfi 2013. Kertin eru með nýju útliti í ár vegna öðruvísi dósa en áður. „Vinnan gekk betur fyrir sig núna,“ segir Jón og bætir við að hann hafi steypt um 900 kerti í vor til þess að minnka álagið á aðventunni. Kertin seld víða Mörinn kemur í frystum blokkum og vinnan er hefðbundin. Jón tekur mörinn inn síðdegis og lætur hann þiðna til morguns. Þá byrjar hann á því að setja hann í hakkavél, bræðir hann síðan og hellir í dollurnar eftir að hafa klippt til kveikinn og límt hann fastan í þær. „Núna setti ég dollurn- ar beint í kassa og fór með þá inn í geymslu en áður setti ég dollurnar á bakka, fór með þá í geymsluna og kom svo dollunum fyrir í kössum daginn eftir.“ Framleiðslan fer fram í upphituðum gámi við hliðina á verslun Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli 14 í Reykjavík. Þar er opið klukkan 13-17 fyrir jólin og margir sjálfboðaliðar að störfum. Þegar Jón er ekki að búa til kertin vinnur hann fyrir Fjölskyldu- hjálpina í um fjóra tíma á dag alla virka daga, en tekur sér frí af og til vegna ferðalaga. „Ég hef yfirleitt verið einn í kertagerðinni en stundum fengið aðstoð, þó ekki núna,“ segir hann. Þess utan sinni hann öllum tilfallandi störfum. „Þá er ég mest í bakvinnslunni, sæki vörur hingað og þangað, keyri kertin á staði eins og í Garðheima, Krónuna og Nettó, tíni til ruslið og svo framvegis.“ Jón var í Bolungarvík fyrri hluta vikunnar en var mættur í Iðufellið á fimmtudag. „Það er gott að koma hérna í hádeginu, hitta fólk og spjalla við það og fá sér kaffi áður en vinnan hefst,“ segir hann. Bætir við að hann sakni ekki sjómennskunnar enda hafi aldurinn sagt til sín. „Það var eigin- lega sjálfhætt.“ lJónElíasson steypti um4.500útikerti á aðventunni Öflugur kertameistari Fjölskylduhjálparinnar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Í Iðufelli Jón Elíasson ásamt öðrum sjálfboðaliðum í húsakynnum Fjölskylduhjálpar Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.