Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur aspas, möndlur, noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur Gljáð Lambafillet seljurót, rauðkál, laufabrauð Hvítsúkkulaði „Blondie“ sýrð kirsuber, lakkrís, möndlur 10.800 kr. VEGAN JÓL Seljurótar tartar wasabi, sellerí, appelsín Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Grillaður GrænnAspas kjúklingabaunir, ostrusveppir, kremað bankabygg Risalamande möndlur, vanilla, kirsuber 9.400 kr. JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins -leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 12.500 kr. JÓL 2022 Aðalstræti 2, 101 Rvk. | s. 558 0000 | matarkjallarinn.is Tryggðu þér borð á matarkjallarinn.is raforkufyrirtækið í Sviss, og Holdigaz SA sem er stórt fyrirtæki í gasiðnaði þar í landi. Helsta mark- mið félagsins er að efla þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku og koma verkefnum í þeim geira í framkvæmd. SGGI áformar að stofna rekstrarfélag á Íslandi sem væri í eigu sömu orkufyrirtækja og eiga SGGI til að annast fram- kvæmdir og rekstur metangasverk- smiðjunnar á Reykjanesi. Svissneskt fyrirtæki undirbýr byggingu verksmiðju við Reykjanes- virkjun til að framleiða metangas sem að mestu leyti verður flutt til Sviss og sett inn á orkukerfið þar. Í verksmiðjunni verður framleitt vetni með rafgreiningu og verð- ur hægt að nýta hluta þess sem hráefni hjá öðrum fyrirtækjum í Auðlindagarði HS Orku og einnig sem eldsneyti í samgöngum hér á landi. Nýttir verða orkustraumar frá Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið Swiss Green Gas International Ltd. (SGGI) hefur lagt fram matsáætlun fyrir verksmiðju í Auðlindagarði HS Orku. Í verk- smiðjunni verður framleitt vetni með rafgreiningu og verður vetnið, ásamt koldíoxíði frá jarðvarma- virkjunum HS Orku, nýtt til þess að framleiða grænt metangas. Verksmiðjan mun nýta rafmagn og vatn, auk umrædds koldíoxíðs frá HS Orku. Ekki búið að semja Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróun- ar hjá HS Orku, segir að þetta sé spennandi verkefni sem hafi lengi verið í undirbúningi. SGGI sé traustur mótaðili sem þurfi mikla orku en nýti einnig afgas frá virkjuninni. Spurður um samninga um orku og annað sem til þarf segir hann að viðræður séu vissulega langt komnar en ekki hafi verið gengið frá samningum. Áætluð orkuþörf er 55 MW. Spurður að því hvaðan orkan komi segir Jóhann að ekki standi til að virkja sérstaklega fyrir þetta verkefni sem ekki verði að veruleika fyrr en eftir nokkur ár. Bendir hann þó á að verið sé að stækka Reykjanesvirkjun og til standi að stækka virkjunina í Svartsengi. Fleiri möguleikar séu fyrir hendi. Þá sé starfsemin sveigjanleg, hægt sé að draga úr og auka hana eftir þörfum. Það henti HS Orku vel. Flutt fljótandi til Sviss Í matsáætluninni segir að íslenskar aðstæður henti einkar vel til framleiðslu á metangasi úr grænu vetni en rætt er um grænt vetni þar sem endurnýjanlegir orkugjafar eru notaðir til rafgrein- ingar. Metangasið verður flutt í fljótandi formi til Sviss. Aukaafurð- ir sem til falla við framleiðsluna verða boðnar öðrum fyrirtækjum í Auðlindagarðinum en þar er til dæmis í undirbúningi stóreldi Sam- herja fiskeldis á laxi. SGGI var stofnað af lykilfyrir- tækjum í svissneska orkuiðnað- inum. Stærstu hluthafar þess eru Axpo Holding AG, sem er stærsta lSvissnesk orkufyrirtæki hafa áhuga á að komaupp gasverksmiðju viðReykjanesvirkjun lÞurfamikla orkulRafgreining á grænu vetni er undirstaða framleiðslu ámetangasi Framleiða metangas á Reykjanesi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla á grænu metani og vetni á Reykjanesi Helstu þættir framleiðslunnar Afgangs afurðir frá gashreinsun Endurnýtanlegt vatn Raforka CO2 CO2H2 H2 O2Varmi Varmi Gas Afurð Ferskt vatn Afgangs vatn Afsaltað vatn Rafmagn Afgas (ríkt af CO2) Tilbúið metangas (SNG) Vökvagert metangas (LSNG) Meðhöndlun vatns Rafgreining Gashreinsun Blöndun gass Myndun metans Þurkun gass og vinnsla Þétting metangass Jarðvarma- virkjanir Reykjanesvirkjun Svartsengi H ei m ild :M at sá æ tlu n SG G I Aðföng Afurð Frálag Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reykjanesvirkjun Gasverksmiðjan verður byggð í nágrenni virkjunarinnar á Reykjanesi enda nýtir hún raforku og koltvísýring frá henni. Ingibjörg stýrir Listasafni Íslands „Verkefnið fram undan er spennandi og tækifærin eru mörg,“ segir Ingi- björg Jóhannsdóttir, sem af menn- ingar- og viðskiptaráðherra var í gær skipuð til að gegna embætti safnstjóra við Listasafn Íslands. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt með þessari skipan og vera með því treyst fyrir mörgum helstu þjóðargersemum íslenskrar myndlistar.“ Ingibjörg, sem fæddist árið 1966, hefur verið skólastjóri í um 20 ár, fyrst við Myndlistarskólann í Reykjavík og nú síðast Landakots- skóla. Er því stjórnandi og hefur góða þekkingu á starfsumhverfi forstöðumanna og reynslu af mannahaldi, segir í frétt frá ráðu- neytinu. Áður hafði hún starfað um þriggja ára skeið við Listasafn Íslands, kennt við Listaháskóla Íslands og víðar. Ingibjörg nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og í New York þar sem hún lauk Master of Fine Art-prófi. Umsækjendur um starfið voru sjö en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Skipuð var hæfnis- nefnd sem mat þrjá umsækjendur vel hæfa í embætti. Að loknum viðtölum ráðherra var heildstætt mat að Ingibjörg stæði öðrum um- sækjendum framar. Ingibjörg tekur við embætti safnstjóra 1. mars nk. en fram að því stýrir Guðrún Jóna Halldórsdóttir safninu. sbs@mbl.is Safnstjóri Treyst fyrir þjóðar- gersemum, segir Ingibjörg. lÞakkar traustl Til starfa 1.mars Átta ára dómur staðfestur Landsréttur staðfesti í gær átta ára dóm yfir Árnmari Jóhann- esi Guðmundssyni fyrir að hafa skotið af byssu sinni nokkrum sinnum, meðal annars inni í húsi fyrrverandi manns sambýl- iskonu sinnar á Egilsstöðum í ágúst í fyrra, en þar voru einnig tveir synir hennar. Landsréttur hækkaði einnig miskabætur sem synirnir fengju, úr einni milljón í eina og hálfa milljón til hvors. Hafði Árnmar verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopna- lagabrot, hótun, brot gegn barnaverndarlögum, brot gegn valdstjórn og hættubrot. Árnmar hafði játað hluta brotanna en neitaði meintum ásetningi um manndrápstilraun. Við aðalmeð- ferð málsins reyndi verjandi Árn- mars að fá felldar niður sakir um tilraun til tveggja manndrápa. Morgunblaðið/Hanna 8 ár Dómurinn var kveðinn upp í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.