Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
11
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
Opið Laugardag 11-17 og sunnudag 13-17
Skoðið netverslun
laxdal.is
PRJÓNASLÁ
JÓLAGJÖFIN Í ÁR
Kr.18.900
í svörtu og bláu
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
JÓLASÖFNUN
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
S. 551 4349, netfang:maedur@maedur.is
www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200
Siesta
Jólaskeiðin 2022
síðan 1946
Hönnun: Hanna S. Magnúsdóttir
Verslun Guðlaugs AMagnússonar
Skólavörðustíg 10
101 Reykjavík
Sími 562 5222
www.gam.is
Söfnum as nn s y u p s ands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á
bankareiknin 4 -2 - k . 60903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, rsgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
Hvalur 8 var nýlega tekinn upp í Slippinn í Reykja-
vík. Unnið er að því að skvera bátinn eftir velheppn-
aða hvalvertíð síðasta sumar og undirbúa hann
fyrir næstu vertíð. Grunnmálningin er grá og því er
Hvalur 8 í öðrum lit en menn eiga að venjast. Hann
verður væntanlega málaður svartur áður en honum
verður rennt úr slippnum. Hvalur 8 var smiðaður í
Tönsberg í Noregi árið 1962 og er því sextugur í ár.
Sextugur hvalbátur í nýjum lit
Morgunblaðið/sisi
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær að
hneppa mennina tvo sem grunaðir eru um
undirbúning hryðjuverka í gæsluvarðhald á ný
að beiðni lögreglu. Mönnunum var sleppt úr
varðhaldi á þriðjudag eftir að Landsréttur felldi
úr gildi úrskurð héraðsdóms. Þá krafðist lögregla
varðhalds á þeim grundvelli að mennirnir væru
hættulegir. Mennirnir tveir mættu ekki í dómsal
í gær.
Vildi lögreglan nú láta reyna á aðra laga-
grein til að koma mönnunum í varðhald á ný.
Varðhaldskrafan var byggð á 2. mgr. 95. gr. saka-
málalaga sem hljóðar svo:Einnigmá úrskurða
sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a-d-liðar
1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið
afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis
aðætlamegi varðhald nauðsynlegtmeð tilliti til almannahagsmuna.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu
um gæsluvarðhald í hryðjuverkamálinu
Fjórtán mánuðir
fyrir níu ákæruliði
Landsréttur staðfesti í dag fjórtán
mánaða fangelsisdóm héraðsdóms
Reykjavíkur yfir manni fyrir þjófn-
aðar-, fíkniefnalaga-, lyfjalaga-,
lögreglulaga- og umferðarlagabrot.
Ákæruliðirnir voru níu talsins.
Umferðarlaga- og lögreglulaga-
brotið varðaði það að maðurinn
hafði ekið bifhjóli undir áhrifum
ávana- og fíkniefna og slævandi
lyfja. Er lögregla hugðist stöðva
akstur hans sinnti hann ekki fyrir-
mælum og hófst í framhaldinu eft-
irför lögreglu. Keyrði hann á allt
að 136 kílómetra hraða á klukku-
stund. Maðurinn féll svo af hjólinu
er hjól hans og hjól lögreglu rákust
saman. Í framhaldinu hófst eftir-
för lögreglu á fæti. Maðurinn hafði
áður verið sviptur ökuréttindum
ævilangt og var það áréttað í dómi
héraðsdóms.
Þjófnaðarbrotið varðaði þjófnað
á flösku af Gajol Granat Æble, að
söluvirði 2.750 krónur, frá ÁTVR.
ÁTVR hafði uppi einkaréttarlegar
kröfur í málinu um skaðabætur
en þar sem þing var ekki sótt af
þeirra hálfu í málinu var krafan
felld niður.
Samkvæmt dómvenju og að
virtum sakarferli manns voru ekki
taldar vera forsendur til að skil-
orðsbinda dæmda refsingu.
Morgunblaðið/Eggert
Dómur Maðurinn flúði lögreglu á 136
kílómetra hraða og féll af hjólinu.