Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 11 B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Opið Laugardag 11-17 og sunnudag 13-17 Skoðið netverslun laxdal.is PRJÓNASLÁ JÓLAGJÖFIN Í ÁR Kr.18.900 í svörtu og bláu Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin JÓLASÖFNUN Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma S. 551 4349, netfang:maedur@maedur.is www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Siesta Jólaskeiðin 2022 síðan 1946 Hönnun: Hanna S. Magnúsdóttir Verslun Guðlaugs AMagnússonar Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík Sími 562 5222 www.gam.is Söfnum as nn s y u p s ands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareiknin 4 -2 - k . 60903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, rsgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Hvalur 8 var nýlega tekinn upp í Slippinn í Reykja- vík. Unnið er að því að skvera bátinn eftir velheppn- aða hvalvertíð síðasta sumar og undirbúa hann fyrir næstu vertíð. Grunnmálningin er grá og því er Hvalur 8 í öðrum lit en menn eiga að venjast. Hann verður væntanlega málaður svartur áður en honum verður rennt úr slippnum. Hvalur 8 var smiðaður í Tönsberg í Noregi árið 1962 og er því sextugur í ár. Sextugur hvalbátur í nýjum lit Morgunblaðið/sisi Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær að hneppa mennina tvo sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í gæsluvarðhald á ný að beiðni lögreglu. Mönnunum var sleppt úr varðhaldi á þriðjudag eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms. Þá krafðist lögregla varðhalds á þeim grundvelli að mennirnir væru hættulegir. Mennirnir tveir mættu ekki í dómsal í gær. Vildi lögreglan nú láta reyna á aðra laga- grein til að koma mönnunum í varðhald á ný. Varðhaldskrafan var byggð á 2. mgr. 95. gr. saka- málalaga sem hljóðar svo:Einnigmá úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a-d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis aðætlamegi varðhald nauðsynlegtmeð tilliti til almannahagsmuna. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu um gæsluvarðhald í hryðjuverkamálinu Fjórtán mánuðir fyrir níu ákæruliði Landsréttur staðfesti í dag fjórtán mánaða fangelsisdóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni fyrir þjófn- aðar-, fíkniefnalaga-, lyfjalaga-, lögreglulaga- og umferðarlagabrot. Ákæruliðirnir voru níu talsins. Umferðarlaga- og lögreglulaga- brotið varðaði það að maðurinn hafði ekið bifhjóli undir áhrifum ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Er lögregla hugðist stöðva akstur hans sinnti hann ekki fyrir- mælum og hófst í framhaldinu eft- irför lögreglu. Keyrði hann á allt að 136 kílómetra hraða á klukku- stund. Maðurinn féll svo af hjólinu er hjól hans og hjól lögreglu rákust saman. Í framhaldinu hófst eftir- för lögreglu á fæti. Maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt og var það áréttað í dómi héraðsdóms. Þjófnaðarbrotið varðaði þjófnað á flösku af Gajol Granat Æble, að söluvirði 2.750 krónur, frá ÁTVR. ÁTVR hafði uppi einkaréttarlegar kröfur í málinu um skaðabætur en þar sem þing var ekki sótt af þeirra hálfu í málinu var krafan felld niður. Samkvæmt dómvenju og að virtum sakarferli manns voru ekki taldar vera forsendur til að skil- orðsbinda dæmda refsingu. Morgunblaðið/Eggert Dómur Maðurinn flúði lögreglu á 136 kílómetra hraða og féll af hjólinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.