Morgunblaðið - 10.12.2022, Page 2

Morgunblaðið - 10.12.2022, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Ljósmynd/Landsbjörg Aukið öryggi sjófarendaer jólagjöf ársins 2022 Ekki verður hjá því komist að þeir einstak- lingar sem sækja sjóinn leggi sig í hættu sem við á landi þurfum ekki að búa við. Það er því mikil blessun að búa í landi þar sem finnast manneskjur svo óeigingjarnar að þær eru reiðu- búnar í öllum veðrum og öllum aðstæðum að koma samborgurum sínum til hjálpar. Nú stendur yfir endurnýjun á öllum björgunar- skipaflota aðildarfélaga Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er það stærsta fjárfestingar- verkefni samtakanna frá upphafi, en kostnað- urinn hleypur á u.þ.b. þremur milljörðum króna. Ríkissjóður hefur vissulega lagt einhverja aura í púkkið til að endurnýja flotann, en það er langt frá því að duga. Það veltur því á góðvilja fyrir- tækja og einstaklinga að tryggja fjármögnunina. Í áraraðir hafa Íslendingar getað reitt sig á sjómennina sem séð hafa þjóðarbúinu fyrir gjaldeyri. Nú er kominn tími til að endurgjalda greiðann. Styðjum við bakið á björgunarsveitun- um, hvort sem er með flugeldakaupum eða beinum styrkjum. Gefum gjöf sem getur vernd- að lífið sjálft. Gefum sjómönnum aukið öryggi í jólagjöf. gso@mbl.is 10.12.2022 Ljósmynd/Þórkatla Albertsdóttir 6 Margrét Kristín Pétursdóttir segir starfið í sjávarútvegi verða skemmtilegra með hverjum degi. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands 26 Landhelgisgæslan hefur kappkostað að nýta sér tækni- lausnir sem í boði eru á sviði eftirlits og löggæslu, að sögn Georgs Lárussonar. 12 Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir segir skort á innviðum á Vestfjörðum farinn að standa frekari vexti eldis fyrir þrifum. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet 28 Vísindamönnum tókst að fækka laxalúsum um 62% á hverjum fiski með því að beina fiskinum undan lúsinni en ekki lúsinni undan fiskinum. Útgefandi Árvakur Umsjón Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Auglýsingar Bjarni Ólafur Guðmundsson daddi@k100.is Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Prentun Landsprent ehf. 10 | 12 | 22 Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson 8 Halldór Gústaf og Theodór Hrannar stefndu ungir á sjóinn og eru báðir vélstjórar og tvíburar í þokkabót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.