Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Side 2
Býrð þú og starfar í Úkraínu?
Já, ég bý í Lviv en ferðast oft um heiminn til að kynna list mína
en ég er fatahönnuður. Ég sendi gjarnan ágóðann af minni
vinnu til hersins í Úkraínu en bróðir minn er einmitt nú í hern-
um.
Segðu mér frá list þinni.
Ég hef unnið að þessu verkefni nú í tvö ár og fjallar það um
nútímaarkítektúr í Úkraínu. Ég nota formin úr arkítektúrnum
í fötin mín. Frá því að stríðið hófst hef ég búið til skotfæri fyr-
ir herinn en svo hélt ég áfram að vinna sem fatahönnuður og
hef selt föt mín til styrktar hernum.
Hefur þú fundið fyrir stríðinu í Lviv á eigin
skinni?
Já, í byrjun en nú er rólegra. Borgin á landamæri að Póllandi
þannig að hún er síður skotmark.
Hvað sýnirðu í Hörpu?
Ég er að sýna skyrtur og peysur og aðrar flíkur sem eru búnar
til úr ofnu efni og handgerða dúka.
Hvað ætlar þú að gera á Íslandi?
Ég ætla að heimsækja hér flóttamenn og hjálpa þeim ásamt
listamanninum Alexander Zaklynsky sem er upphafsmaður góð-
gerðarsamtakanna Artists 4 Ukraine. Þess má geta að auk lista-
sýningarinnar verður á mánudag heimildarmyndasýning og tón-
listarflutningur til heiðurs tónskáldinu Valentyn Vasylyovych
Silvestrov og rennur allur ágóði til Úkraínu.
Morgunblaðið/Eggert
OLGA ZHEREBETSKA
SITUR FYRIR SVÖRUM
List gegn stríði
í Hörpu
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Maður er nefndur Þorvaldur Ör Veruson. Kannist þið við kauða? Nei,
það gera ekki margir og hann hugsar mér ábyggilega þegjandi
þörfina fyrir að draga sig inn á síður Sunnudagsblaðsins. Hlé-
drægur maður, Þorvaldur. Hann átti raunar að heita Þorvaldur Örn en séra
Húnbogi Eggerz var við skál, sem endranær, þegar hann jós hann vatni og
mismælti sig með þessum afleiðingum. Og hélt sig við það þegar hann færði
nafnið til kirkjubókar. „Þessi gjörningur er ekki afturkræfur gagnvart Guði,
kona,“ skyrpti klerkur út úr sér þegar Vera, móðir Þorvalds, reyndi að malda
í móinn. Rommfnykurinn fyllti hólf og gólf og Vera tók upplýsta ákvörðun
um að ræða málið ekki frekar. Henni láðist meira að segja að spyrja hvernig
hún ætti að beygja nafnið. Er það til Þorvalds Örs eða Þorvalds Örvar?
Nokkrum árum seinna tók Vera á
sig rögg og gekk á fund Þjóðskrár
Íslands til að fá nafnið leiðrétt. Hún
var hins vegar svo óheppin að lenda
á „tölvan segir nei“-starfsmanninum
í afgreiðslunni. Sveigjanlegi starfs-
maðurinn hafði brugðið sér á bíóið
enda búinn að drekka alltof mikið
kaffi um morguninn. Veru okkar var
margt gefið í þessu lífi en eitt af því
var ekki þrjóska, þannig að hún
gafst bara upp og fór heim. Dreng-
urinn sat því uppi með þetta undarlega nafn, Þorvaldur Ör, sem varð svo enn
þá undarlegra þegar móðurnafnið bættist við, Þorvaldur Ör Veruson.
Engan átti Þorvaldur föðurinn. Vera var lítið upp á karlhöndina en svaf þó
með nokkurra daga millibili hjá tveimur ólíkum mönnum um það bil sex mán-
uðum áður en Þorvaldur sá fyrst dagsins ljós. Sonurinn var sumsé svakaleg-
ur fyrirburi. Hvorugur mannanna fékk að vita af tilvist hans enda báðir með
afbrigðum leiðinlegir og illa þefjandi. Þegar Þorvaldur var um fermingu bjó
Vera í nokkra mánuði með þokkalegasta manni, Angantý Ræfilssyni frá Ytri-
Eymd í Fnjóskadal, en hann geispaði bara golunni eitt kvöldið í sófanum fyr-
ir framan sjónvarpið. Og það í miðri setningu. „Vera mín, ætlarðu að rétta
mér fjar …“ Meira sagði hann ekki í þessu lífi. Vera vandist þögninni fljótt
aftur enda sagði Þorvaldur helst aldrei neitt og allra síst að fyrra bragði.
Þorvaldur átti erfitt uppdráttar í skóla enda strítt mikið á nafninu. „Þor-
valdur, ættir þú ekki að æfa bogfimi?“ sagði Elli fantur, sem svo var kallaður.
„Bogfimi?“ át Þorvaldur upp eftir honum hlessa. „Já, heitirðu ekki Ör?!“
Annað var eftir þessu. Sum hrekkjusvínin höfðu mikið yndi af því að nudda
Þorvaldi upp úr því að hann væri alls ekki ör í neinum skilningi; það er hvorki
ör í skapi né ör á fæti. Sumir sögðu að hann væri með ör eftir gróið sár. Ég
hallast þó frekar að því að hann hafi verið og sé enn með ör á sálinni.
Maður er nefndur Þorvaldur Ör Veruson. Þið kannist núna við kauða.
Örsaga Þorvalds
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Þessi gjörningur er
ekki afturkræfur
gagnvart Guði, kona.
Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir
Nei. Síðast sá ég Síðustu veiði-
ferðina.
SPURNING
DAGSINS
Ferðu oft í
bíó?
Eyþór Borgþórsson
Nei, ekki nógu oft.
Carmen Nogales
Nei, smá. Síðast sá ég mynd Pedros
Almodóvars Madres paralelas.
Daníel Ágústsson
Nei. Síðast sá ég myndina Come
Play.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Olga Zherebetska, Anna Senik og Yevgen Samborsky eru þrír úkraínskir lista-
menn sem sýna list sína í Hörpu frá 29. september til 5. október. Olga er fata-
hönnuður en öll þrjú eru þau fulltrúar úkraínskrar sköpunargáfu og listræns
frelsis. Sýningin er á vegum góðgerðarsamtakanna Artists 4 Ukraine. Ókeypis
er inn á listasýninguna en miðar á tónlistar- og kvikmyndarviðburð fást á tix.is.