Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Þ eim fækkar í heiminum sem fengu á eigin skinni að reyna hörmungar heims- styrjaldanna tveggja sem mörkuðu fyrri hluta síðustu aldar. Þrátt fyrir margvíslegar hörmungar, köld stríð og heit, þá ber flestum saman um að tímabilið frá miðri síðustu öld sé líklega hið friðsælasta í veraldar- sögunni. Þar ræður mestu sú for- sjálni sem helstu leiðtogar heims höfðu um skipan heimsmála eftir að síðari heimsstyrjöld lauk, eftir hið mesta og hryllilegasta blóðbað sem á mannkyninu hafði dunið. Þessi langi tími án allsherjarstríðs á heimsvísu er mikil blessun. Henni fylgir þó sá ókostur að ákveðin værukærð getur grafið um sig, því það er sannarlega undantekning en ekki regla í veraldarsögunni að svo stór hluti mannkyns búi bæði við frið og umtalsverð persónuleg rétt- indi. Þessir örfáu áratugir eru líka þeir sem hafa skilað mestum og hröðustum lífskjarabótum fyrir al- menning alls staðar í heiminum. Sú veröld sem við höfum búið við und- anfarna áratugi er því afrakstur einstaklega farsællar skipunar al- þjóðamála. Bjartsýni um loforð friðar Upphafsorð sáttmála Sameinuðu þjóðanna bera hinum bitru minn- ingum heimsstyrjaldanna glöggt vitni, en einnig bjartsýni um það loforð sem felst í friði. Þar segir um tilgang þessarar merkilegu stofnunar: „Vér, hinar Sameinuðu þjóðir, stað- ráðnar í að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mann- kynið, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virð- ingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar, að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samn- ingum leiðir og öðrum heimildum þjóðaréttar, að stuðla að fé- lagslegum framförum og bættum lífskjörum án frelsisskerðingar og ætlum í þessu skyni að sýna um- burðarlyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir, að sameina mátt vorn til að varð- veita heimsfrið og öryggi, að tryggja það með samþykkt grundvallarreglna og skipulags- stofnun, að vopnavaldi skuli eigi beita, nema í þágu sameiginlegra hagsmuna, og að starfrækja al- þjóðaskipulag til eflingar efnahags- legum og félagslegum framförum allra þjóða, höfum við orðið ásáttar um að sameina krafta okkar til að ná þessu markmiði.“ Þau grundvallarsjónarmið sem þarna eru sett fram tel ég að lang- flestir Íslendingar geti tekið heils hugar undir og líklega erum við flest sammála um að veröld sem stendur undir þessum háleitu markmiðum sé mannkyninu öllu til heilla. Þessi orð eru því jafnsönn nú eins og þau voru þá. Fyrir okk- ur Íslendinga eiga þau jafnvel enn betur við í ljósi þess að lýðveldið Ísland er nánast jafnaldri Samein- uðu þjóðanna og tilvist okkar sem sjálfstæðs, fullvalda lýðveldis er vitaskuld nátengt þeirri heimsmynd sem Sameinuðu þjóðirnar standa vörð um. Þess vegna er mikilvægt að hafa hugfast að þátttaka okkar á jafn- réttisgrunni á vettvangi rúmlega 200 ríkja Sameinuðu þjóðanna er líklega ein mest afgerandi birting- armynd þess að þrátt fyrir smæð og herleysi þá er Ísland ríki meðal annarra ríkja. Í því felast ríkulegir kostir, en einnig skyldur og ábyrgð sem okkur ber að taka alvarlega. Ísland mun ekki skorast undan Í ræðu minni á allsherjarþinginu í New York fyrir rúmri viku minnt- ist ég á þá skemmtilegu staðreynd að fundarhamarinn sem þingforseti beitir er gjöf frá Íslandi. Ég lét þess getið að þótt fundarhamar sé ekki vopn sem hægt er að beita í átökum þá felst í honum vald sem jafnvel áhrifamestu konum og mönnum heims er ætlað að lúta á hinu sameiginlega þingi þjóðanna. Í enskumælandi löndum fer svo gjarnan saman notkun fundarham- ars og upphrópunin „order“ – fund- arstjóranum er ætlað að koma reglu á framgang umræðunnar. Þegar kemur að samskiptum milli ríkja og þjóða eftir síðari heims- styrjöldina þá er það einmitt þessi reglufesta sem hefur tryggt bæði smáum og stórum ríkjum tilverurétt sinn. Landvinn- ingastríð Rúss- lands gegn Úkraínu er hryllilegt og grafalvarlegt brot á þessari heims- mynd. Ísland mun því ekki skorast undan því að leggja sín lóð á vog- arskálarnar gegn þeim yfirgangi og ofbeldi sem Rússar standa fyrir. Veröld, þar sem ríki lúta ekki sameiginlegum reglum, er ekki álit- legur kostur fyrir venjulegt og frið- elskandi fólk, hvort sem það býr í ríkjum sem ráða yfir miklum vopnamætti eða eru fórnarlömb árásarhneigðar annarra. Heimur, þar sem eyðileggingarmáttur vopna ræður örlögum manna og ríkja, er á allan hátt verri en sá þar sem sköpunarkrafturinn ræður úrslitum um velsæld og hamingju almenn- ings. Til þess að sköpunarkraft- urinn eigi möguleika á að leysast úr læðingi þarf réttlátur friður að ríkja og haldast. Sjálfstætt og full- valda Ísland tekur því skýra af- stöðu með því að lögum og reglum verði komið yfir þá sem rjúfa þann frið. Það er þess virði að berjast fyrir því að sú veröld umliðinna áratuga, sem hefur fært heiminum svo mik- inn frið og farsæld, verði áfram sú sem við bjóðum börnunum okkar upp á, en verði ekki ljúfsár minn- ing um veröld sem var. Sköpunarmáttur friðar Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@althingi.is ’ Sjálfstætt og fullvalda Ísland tekur því skýra afstöðu með því að lögum og reglum verði komið yf- ir þá sem rjúfa þann frið. Kjarnakljúfurinn Olkiluoto 3 er nú komin á fullt skrið í Finnlandi eftir miklar tafir. Samnefnt kjarnorkuver er nú helsta raforkuver Evrópu, samkvæmt upplýs- ingum frá TVO, sem rekur verið, og þriðji öflugasti rafmagnsframleiðandi heims. Í Finnlandi eru miklar vonir bundnar við að þessi viðbót hjálpi þeim að komast í gegnum hremmingar vetrarins í orkumálum. Olkiluoto framleiðir nú 40% þess rafmagns, sem framleitt er í Finnlandi. Kljúfarnir OL1 og OL2 fram- leiða 21% og OL3 í kringum 19%. Kjarnakljúfurinn var gangsettur í mars, 12 árum á eftir áætlun. AFP/Martti Kainulainen Stærsti kjarnakljúfur Evrópu á fulla ferð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.