Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 29
Hendrixingar allir horfnir
Önnur sveit sem er sannarlega öll
horfin er The Jimi Hendrix Experi-
ence. Hendrix dó langt fyrir aldur
fram árið 1970. Bassaleikarinn Noel
Redding féll frá 2003, 57 ára, og
trymbillinn Mitch Mitchell 2008, 62
ára. The Jimi Hendrix Experience
hefur með öðrum orðum legið lengur
í gröfinni en The Ramones. Allir vita
hvernig fór fyrir Hendrix sjálfum en
það var skorpulifur sem dró Redding
til dauða og Mitchell lést í svefni á
heimili sínu. Hann hafði þá um hríð
glímt við vanheilsu af ýmsu tagi.
Eftir að The Experience lagði upp
laupana setti Hendrix saman annað
band, sem gjarnan var kallað Band of
Gypsys, eftir tónleikaplötu sem það
gerði saman árið 1970. Þar lék Buddy
Miles á trommur en hann lést árið
2008, sextugur að aldri, eftir langvar-
andi glímu við hjartveiki. Það þýðir
að eini eftirlifandi tónlistarmaðurinn
sem spilaði með Hendrix inn á plötu
er bassaleikarinn Billy Cox. Hann
stendur á áttræðu.
Annað tríó sem er með öllu horfið
yfir móðuna miklu er Emerson, Lake
& Powell. Það starfaði þó ekki lengi
og var tilbrigði við upprunalega stef-
ið, Emerson, Lake & Palmer, og því
kannski hæpið að nefna það í þessu
samhengi. Keith Emerson féll fyrir
eigin hendi 2016, 71 árs. Greg Lake
dó 2016, 69 ára, eftir rimmu við
krabbamein og Cozy Powell lést
fimmtugur í bílslysi árið 1998. Carl
Palmer er á hinn bóginn í fullu fjöri,
72 ára.
Í hljómsveitum þar sem starfs-
mannavelta er mikil og ör er flóknara
að henda reiður á svona löguðu. Ein-
hver myndi halda því fram að málm-
bandið Motörhead ætti líka heima á
þessum lista enda er bandið, eins og
það birtist á fyrstu plötunum, allt í
Sumarlandinu: Lemmy Kilmister (dó
2015, sjötugur), Phil „Philthy Ani-
mal“ Taylor (dó 2015, 61 árs), Larry
Wallis (dó 2019, sjötugur) og „Fast“
Eddie Clarke, sem tók við af honum á
gítar, (dó 2018, 67 ára). Það skekkir á
hinn bóginn myndina að maðurinn
sem lék á trommur fyrsta hálfa árið
sem Motörhead starfaði, Lucas Fox,
er enn á lífi. Ég læt ykkur eftir að
vega þetta og meta.
Búnir að missa tíu menn
Þyki ykkur þetta mikið mannfall
skuluð þið nú halda ykkur fast. Suð-
urríkjarokkbandið Molly Hatchet
hefur misst hvorki fleiri né færri en
tíu menn frá stofnun þess árið 1978 –
en starfar eigi að síður enn. Geri aðr-
ir betur!
Mannfallið hófst ekki fyrr en á
þessari öld. Upprunalega liðið, eins
og það birtist á fyrstu plötunni 1978,
er allt farið. Danny Joe Brown (dó
2005, 53 ára, úr nýrnabilun), Dave
Hlubek (dó 2017, 66 ára, eftir lang-
varandi heilsubrest), Steve Holland
(dó 2020, 66 ára, dánarorsök óljós),
Duane Roland (dó 2006, 53 ára, af
eðlilegum orsökum), Banner Thomas
(dó 2017, 63 ára, dánarorsök óljós) og
Bruce Crump (dó 2015, 57 ára, af
völdum krabbameins í hálsi).
Fjórir aðrir, sem síðar gengu til
liðs við Molly Hatchet, eru einnig
látnir: Jimmy Farrar (dó 2018, 67
ára, úr hjartaslagi), Ralph „Riff“
West (dó 2014, 64 ára, eftir langvar-
andi heilsuflækjur eftir bílslys),
Buzzy Meekins (dó 2015, aldur og
ástæða óljós), Phil McCormack (dó
2019, 58 ára, ástæða óljós).
Eins og fyrr segir starfar Molly
Hatchet enn þá, þrátt fyrir þessi
skakkaföll. Með lengstan starfsaldur
í dag eru John Galvin, sem gekk fyrst
í bandið 1984, og Bobby Ingram, sem
verið hefur með frá 1987.
Annað Suðurríkjarokkband, Ly-
nyrd Skynyrd, hefur einnig tapað tíu
manns gegnum tíðina, en stofnfélag-
inn Gary Rossington lifir enn.
Ef við leitum allt aftur í vöggu
rokksins og rólsins í Bandaríkjunum
á sjötta áratugnum þá er ugglaust
hægt að finna bönd, þar sem allir
meðlimirnir eru nú látnir. Ég þekki
það hins vegar ekki eins vel. Þó eru
enn þá á lífi menn sem voru með
Buddy Holly í The Crickets, alla vega
Sonny Curtis, orðinn 85 ára. Mögu-
lega eru allir sem léku í upphafi með
Elvis Presley og Chuck Berry farnir
en það voru ekki formleg bönd með
sama hætti og þau sem hér hafa verið
til umfjöllunar.
Þetta er heldur ekki vísindaleg út-
tekt. Það má ábyggilega finna fleiri
hljómsveitir sem fallnar eru frá í
heild sinni. Ef þú þekkir dæmi um
slíkt, lesandi góður, máttu henda á
mig línu á netfangið hér að ofan.
AFP/Timothy A. Clary
2.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Sími 587 1717
www.sulatravel.is
Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík
KARÍBAHAF 16.-23. febrúar 2023
ALLT INNIFALIÐ
Í ÖLLUM SIGLINGUM
EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT
Free at Sea
FIR ATLANDSHAF
FRÁ NEW YORK
19. apríl til 9. maí 2023
Y
KARÍBAHAF
17.-29. nóvember 2022
UP
PSE
LT
RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ
11.-23. ágúst 2023
JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF
14.-26. desember 2023
MIÐJARÐARHAF
14.-26. maí 2023
GRÍSKA EYJAHAFIÐ
FRÁ FENEYJUM
1.-14. ágúst 2023
LONDON
REYKJAVÍK
3.-15. júní 2023
Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga
Nánar á www.sulatravel.is
HJARTA Richie Faulkner, gítar-
leikari málmbandsins Judas Priest,
greindi frá því á Facebook á dög-
unum að hann hefði gengist undir
aðra opna hjartaaðgerð á einu ári í
ágúst síðastliðnum. Sú fyrri var
fyrir réttu ári og þá var lífi hans
bjargað með snarræði eftir að hann
fékk hjartaáfall á sviði. Seinni að-
gerðin var smærri í sniðum en laga
þurfti kvilla sem kom í ljós við
reglubundið eftirlit. „Sex vikum
eftir aðgerðina er ég hraustur og
líður vel,“ sagði Faulkner.
Gekkst undir aðra hjartaaðgerð
Richie Faulkner á sviði fyrr á árinu.
AFP/Jason Kempin
BÓKSALA 21.-27. SEPTEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Það síðasta sem hann
sagði mér
Laura Dave
2
Leitin að Lúru
Margrét Tryggvadóttir
3
Systirin í skugganum
Lucinda Riley
4
Frjáls – æska í skugga
járntjaldsins
LeaYpi
5
Breytt ástand
Berglind Ósk
6
Independent People
Halldór Laxness
7 Iceland in a Bag
8
Skólaslit
Ævar Þór Benediktsson
9
Kyrkjari
Kim Faber/Janni Pedersen
10
Heimurinn eins og hann er
Stefán Jón Hafstein
1
Leitin að Lúru
Margrét Tryggvadóttir
2
Skólaslit
Ævar Þór Benediktsson
3
Húsið hennar ömmu
Meeritxell Martí/Xavier Salomó
4
Þú átt gott Einar Áskell
Gunilla Bergström
5
Binna og Jónsi Lestrar-
keppnin
Sally Rippin
6
Binna B Bjarna – litli fuglinn
Sally Rippin
7
Dagbók Kidda klaufa 16
– meistarinn
Jeff Kinney
8
Elísabet II drottning
Maria Isabel SánchezVegara
9
Fótboltaspurningar 2022
Guðjón Ingi Eiríksson
10
Heyrðu Jónsi
– draumastarfið
Sally Rippin
Allar bækur
Barnabækur
Í gegnum tíðina hefur lestur gef-
ið mér mikið. Það er mín leið til
að komast í einhvers konar núvit-
undarástand, róa hugann og ein-
beita mér að orðum. Ekkert jafn-
ast á við að enda erilsaman dag á
nærandi lestri. Ég mundi segja að
ég væri alæta á bækur, les eig-
inlega bara það
sem vekur áhuga
minn á einn eða
annan hátt þá
stundina.
Ég á mjög erfitt
með að nefna ein-
hverja eina uppá-
haldsbók, gríðar-
lega margar eftirminnilegar og
einstakar á sinn hátt en sumir
höfundar höfða meira til mín en
aðrir. Þar verð ég að nefna Jón
Kalman, textinn
hans er algjört
listaverk. Saga
Ástu og Fjarvera
þín er myrkur ná
að spila á alla
strengi hjartans og
eru bækur sem ég
get lesið aftur og
aftur ásamt Ljósu eftir Kristínu
Steinsdóttur svo eitthvað sé
nefnt.
Glæpasögur eru fljótlesnar og
verða oft fyrir val-
inu, norrænar eru í
uppáhaldi ásamt
bókum Angelu
Marsons um lög-
reglufulltrúann
Kim Stone, þar ber
helst að nefna Þög-
ult óp.
Ég er ekki með margar bækur
í takinu í einu svona að staðaldri,
ég verð helst að einbeita mér að
einni í einu. Núna var ég að klára
Inngang að efnafræði eftir Bon-
nie Garmus, virkilega grípandi og
skemmtileg þó svo að titillinn sé
hugsanlega frá-
hrindandi fyrir ein-
hverja. Kláraði líka
í vikunni Veruna í
moldinni eftir Láru
Kristínu Pedersen,
einlæg, fræðandi
og áhrifarík frá-
sögn um matarfíkn.
Þessa dagana eru námsbækur
fyrirferðarmiklar á leslistanum,
Untamed eftir Glennon Doyle er
sú sem stendur upp úr núna.
Gríðarlega áhugaverð og valdefl-
andi. Hlakka til að lesa meira af
námsbókum sem tengjast já-
kvæðri sálfræði.
Þegar hægist á
lestri námsbóka þá
er Aldrei nema
vinnukona eftir
Sveinbjörgu Svein-
björnsdóttur næst
á dagskrá. Hún er
sjálfstætt framhald
Aldrei nema kona sem ég las í
fyrra og heillaðist af. Þessi heim-
ildaskáldsaga gerist á mínum
æskuslóðum,
Skagafirðinum,
og segir frá lífs-
baráttu kvenna á
átjándu og
nítjándu öld.
Að lokum
verð ég að nefna
Science of Running eftir Chris
Napier, hún er alltaf á náttborð-
inu. Ég glugga í hana öðru hverju
til að dýpka þekkinguna á helsta
áhugamálinu. Full af fróðleiks-
molum sem hægt er að nýta sér.
SONJA SIF JÓHANNSDÓTTIR ER AÐ LESA
Til að róa hugann
Sonja Sif Jó-
hannsdóttir er
menntaskóla-
kennari á
Akureyri.