Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 14
gróður. En maður þarf að vita hvar bestu stað-
irnir eru og þá er gott að fá leiðbeiningar frá
heimamönnum. Mér leið oft og tíðum eins og
ég væri að keyra inn í málverk.“
Ástæðan fyrir því að Ingvar Jóel kom aftur
heim til Íslands var sú að stærsta endur-
vinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum, American
Iron and Metal, keypti reksturinn úti af
Hringrás og við það missti hann atvinnuleyfið.
„Ég fékk mér lögfræðing en honum tókst ekki
að tryggja mér áframhaldandi atvinnuleyfi á
þeim tíma. Tveimur árum seinna fékk ég hins
vegar skilaboð þess efnis að ég gæti komið aft-
ur út en þá var ég búinn að koma mér vel fyrir
hérna heima, þannig að það er ekki á dag-
skránni núna. Ég var í fýlu fyrsta árið eftir að
ég kom heim en er orðinn mjög ánægður í
dag.“
Hann brosir.
Vildi ekki fá sjúkrabíl
Seinustu ár hafa einkennst af nokkrum heilsu-
bresti hjá Ingvari Jóel. Það byrjaði allt saman
á Nýfundnalandi 23. október 2016. Hann hneig
þá niður í stofunni heima hjá sér, sárkvalinn
fyrir brjósti og ældi og ældi. „Mér leið eins og
einhver hefði skotið mig í brjóstið,“ rifjar hann
upp. Kanadísk þáverandi kærasta hans fylltist
að vonum skelfingu og ætlaði að hringja undir
eins á sjúkrabíl. Ingvar Jóel var aldeilis ekki á
því. „Ég vil ekki að nágrannarnir sjái víking-
inn fara með sjúkrabíl!“ sagði hann ákveðinn
við hana. Úr varð að kærastan keyrði hann á
næsta spítala. „Eftir á að hyggja var það auð-
vitað tóm þvæla,“ segir hann. „Læknarnir
botnuðu ekkert í því hvernig ég hefði komist
sjálfur út í bíl. Þarna var ég næstum því dáinn
á gömlu góðu karlmennskunni. Hún getur ver-
ið lífshættuleg.“
Hefði þetta verið öfugt, það er kærastan
veikst eða einhver annar í kringum hann, þá
hefði Ingvar Jóel, að eigin sögn, ekki þurft að
hugsa sig um tvisvar. „Ég hefði hringt eins og
skot á sjúkrabíl. Myndi aldrei bjóða öðrum upp
á þetta.“
Ingvar Jóel reyndist hafa fengið blóðtappa í
hjartað og var fluttur með hraði á gjörgæslu
enda tilfellið bráðalvarlegt. Þar tókst að leysa
tappann með blóðþynnandi lyfjum. Á spítal-
anum fékk Ingvar Jóel á hinn bóginn lungna-
sýkingu sem hann þurfti að berjast við næstu
þrjá mánuðina.
Dó tvisvar á Landspítalanum
Næsta áfall kom í desember 2020. Þá þurfti að
skipta um hjartaloku í Ingvari Jóel á Land-
spítalanum. Kvilli sem hann kveðst hafa erft
frá móður sinni. „Það fór eitthvað úrskeiðis í
aðgerðinni með þeim afleiðingum að ég dó.
Læknunum tókst hins vegar að koma mér aft-
ur í gang og ég vissi ekkert af þessu fyrir en
fjórum dögum síðar.“
Eins og gjarnan er gert í tilvikum sem þessu
var settur gangráður í Ingvar Jóel, sem er
mun smærri aðgerð og sjúklingurinn vakandi
á meðan. Nema hvað hjartað í honum stöðvast
þá öðru sinni. „Þeir náðu mér til baka eftir 93
sekúndur. Ég horfði beint í andlitið á lækn-
inum þegar ég vaknaði og sá í augunum að
hann var skelfingu lostinn. Það er ekkert bull í
bíómyndunum þegar sjúklingurinn tekur mikil
andköf við svona aðstæður. Ég heyrði beinlíns
í sjálfum mér þegar ég náði andanum aftur.
Það voru sjö kandídatar inni á stofunni og ég
held að þau hafi öll þurft áfallahjálp. Það þurfti
að brjóta mig allan upp og það smellur enn þá í
bringunni á mér. Þeir kalla það traustabresti.“
– Manstu eitthvað eftir þessu? Upplifðirðu
eitthvað meðan hjartað var stopp?
„Já, ég tel svo vera. Mér leið eins og ég væri
á fleygiferð inni í einhverju rými. Allt var ljós-
grátt og rýmið fullt af gluggum og hurðum
sem öll voru lokuð. Mér leið eins og að ég sæti í
stól sem hringsnerist og væri að leita að út-
gönguleið. Hana fann ég ekki enda allt lokað.
Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði
gluggi eða hurð verið opin.“
Hann segir einn læknanna hafa velt þessu
fyrir sér á eftir og spurt hvort hann hefði séð
eitthvað fyrir handan. „Ég lýsti þessu fyrir
honum og að því loknu kom stutt þögn. Síðan
sagði hann: „Þú dóst ekki nógu mikið, Ingv-
ar!““
Hann hlær.
Fann aldrei fyrir ótta
– Varstu hræddur?
„Nei, ég fann aldrei fyrir ótta. Það þýðir
ekki neitt. Eftir á var mér boðin áfallahjálp
sem ég afþakkaði. Af hverju ætti ég að þurfa
hana? Ég kom til baka og fyrir það er ég ákaf-
lega þakklátur. Mér var gefið annað líf. Það er
bara svoleiðis.“
– Lifirðu samkvæmt því í dag?
„Þú getur rétt ímyndað þér! Nú læt ég allt
dægurþras sem vind um eyru þjóta og er
steinhættur að gagnrýna eða setja út á nokk-
uð. Það tekur því ekki. Hugsaðu þér hvað við
eyðum stórum hluta lífs okkar í karp og leið-
indi! Ég er líka steinhættur að fylgjast með
stjórnmálum, nenni ekki að svekkja mig á því
lengur. Í dag er ég bara að njóta. Maður veit
aldrei hvenær kallið kemur.“
Tæpum tveimur árum síðar er Ingvar Jóel
enn þá að jafna sig enda kom drep í hjartað.
„Ef við mælum þetta í styrk þá er ég orðinn
svona 80% af því sem ég var. Úthaldið er aftur
á móti töluvert minna.“
Lokaðar æðar í fæti
Þar með var heilsufarshremmingum Ingvars
Jóels raunar ekki lokið. Fyrir sex árum
greindist hann með útæðakölkun í fæti sem
hefur smám saman verið að ágerast. Hann fór
í aðgerð 2018, þar sem þrengingar komu í ljós
og nú er svo komið að tvær æðar hafa alveg
lokast. Fyrir vikið er ekki um annað að ræða
en að framkvæma hjáveituaðgerð til að
tryggja eðlilegt blóðflæði alla leið niður í tærn-
ar. Ingvar Jóel fer í þræðingu í næstu viku og
aðgerðinni hefur verið lofað fyrir jól enda
vandamálið farið að há honum talsvert. Hann á
til dæmis ekki gott með að ganga nema stuttar
leiðir. Hefur þó verið að vinna fulla vinnu. „Ég
gef mér engan afslátt þar.“
Ingvar Jóel kveðst vera heldur ungur fyrir
þennan kvilla, 59 ára, en hann virðist vera ætt-
gengur. „Systir mín, sem er árinu yngri, er að
glíma við þetta líka og afi okkar missti annan
fótinn út af þessu þegar hann var ekki nema 62
ára. Við eigum fjögur hálfsystkini, sem áttu
annan afa, og ekkert þeirra hefur greinst með
útæðakölkun.“
Til allrar hamingju hefur læknavísindunum
fleygt fram frá því afi Ingvars Jóels var í sömu
sporum fyrir um sextíu árum. „Auðvitað veit
ég ekkert hvernig þetta fer en mér skilst að
ólíklegt sé að ég missi fótinn. Maður fer að
verða eins og nýupppgerður bíll, flottur og
fínn. Alla vega í einhvern tíma.“
Hann brosir.
Ingvar Jóel vonast til að komast í aðgerðina
í tíma fyrir jólin enda ætlar hann að dveljast
yfir hátíðirnar hjá Hönnu hálfsystur sinni í
Englandi. „Ég gæti ekki hugsað mér betri stað
til að jafna mig og safna kröftum. Hanna systir
vill allt fyrir mann gera; er eins og mín önnur
mamma.“
Best að vera einn
Ingvar Jóel er tvífráskilinn og hefur búið einn
eftir að hann flutti heim frá Nýfundnalandi.
Kærastan sem hann átti þar vildi ekki flytja
með honum hingað og smám saman fjaraði
undan sambandinu. „Við vorum í fjarsambandi
um tíma en svo kom Covid og þessu var eigin-
lega sjálfhætt.“
Hann kveðst sakna hennar stundum en
þetta sé þó ábyggilega fyrir bestu; hann kunni
ljómandi vel við sig einn. „Ég vinn mjög mikið
og er mikið að heiman vegna vinnu. Það hefur
valdið titringi í mínum hjónaböndum og sam-
böndum og ætli vinnan ráði ekki miklu um það
hvað mér hefur haldist illa á konum. Þær hafa
þolað vinnuna mína illa og með tímanum varð
þetta bara kergja og leiðindi og ég með stöð-
uga sektarkennd. Þess vegna geri ég líklega
bæði sjálfum mér og öðrum greiða með því að
vera einn; þá get ég bara komið og farið að
vild, án þess að valda neinum óþægindum. Þeir
hjá Hringrás vita að ég er alltaf til í að fara í
verkefni enda myndi ég deyja ef ég ætti alltaf
að vera á sama blettinum. Mér líkar vel að
vera einn og sé ekki fyrir mér að ég eigi aftur
eftir að vera í föstu sambandi. Skil satt best að
segja ekki hvers vegna ég gerði þetta ekki fyr-
ir 20 árum.“
Hann skellihlær.
Ingvar Jóel á tvö börn með fyrri eiginkonu
sinni, son og dóttur, og fimm barnabörn. Þau
búa í Hveragerði.
– Hvernig afi ertu?
„Ekki nógu góður. Það verður að segjast
eins og er. Ég er svolítill einfari og ekki týpan
til að taka barnabörnin í pössun. En ég er í
góðu sambandi við þau og gef þeim góðar gjaf-
ir. Geng undir nafninu afi sterki.“
Hann hlær.
Ingvar Jóel kann vel við sig í bíl og bregður
sér alltaf út fyrir bæjarmörkin um helgar í
þrjá til fjóra tíma í senn. Og kemur alltaf sátt-
ur til baka. „Síðustu fjögur árin sem fóstur-
faðir minn lifði tók ég hann alltaf með mér í
sunnudagsbíltúr. Þetta gerði heilmikið fyrir
gamla manninn en hann hafði látið mikið á sjá
þegar ég kom heim frá Kanada. Hann byrjaði
aftur að borða almennilega og lifnaði allur við.
Hann var kominn yfir nírætt og minnið orðið
gloppótt en hann mundi alltaf hvað stóð til á
sunnudögum.“
Lyfti með Hreini og Jóni Páli
Ásamt og með vinnunni þá eru aflraunir
stóra ástríða Ingvars Jóels í þessu lífi. Þær
hefur hann stundað af kappi frá því hann var
Ingvar Jóel Ingvarsson
segir lífið í dag snúast
um að njóta.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022