Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022
LESBÓK
Þín upplifun
skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Við tökum vel á móti þér
Fjölbreyttur og spennandi
matseðill þar sem allir
finna eitthvað við sitt hæfi
Skoðið matseðilinn á
finnssonbistro.is
ÓSANNGIRNI Breska leikkonan Selin Hizli segir bak-
slag hafa komið í feril sinn eftir að hún átti tvíbura 24
ára gömul. Bransinn hafi ekki sýnt hinni ungu móður
neinn skilning. „Það er ömurlegt að orða þetta þannig,
en það að eignast börn var mjög slæmt fyrir ferilinn
minn og þannig á það alls ekki að vera,“ segir hún í sam-
tali við breska blaðið Independent. Vinna brást hvað eft-
ir annað og síðan skall á heimsfaraldur. Nú er loks farið
að rofa til og Hizli fær sitt stærsta tækifæri til þessa í
gamandramaþáttunum Am I Being Unreasonable? sem
frumsýndir voru á BBC á dögunum. „Mér líður líkt og
ég hafi unnið í keppni, eins og stúlkunum á hraðbátnum
í Kryddpíumyndinni, sem syngja My Boy Lollipop.
Þangað er ég komin núna og ekkert smá ánægð.“
Barneignir voru bakslag
Selin Hizli
í hlutverki
sínu í nýju
þáttunum.
BBC
SVIGRÚM Málmbandið Butcher Babies hef-
ur verið duglegt að senda frá sér lög í ár og
fyrra og nú liggur ný breiðskífa fyrir, sú
fjórða í röðinni. Söngkonurnar Heidi Shep-
herd og Carla Harvey greindu málmgagninu
Metalshop hins vegar frá því að hún komi
ekki út fyrr en á næsta ári. „Ég veit að þetta
hefur tekið tíma en verður alveg þess virði,“
sagði Shepherd og Harvey bætti við: „Við lif-
um á tímum þar sem fólk vill allt strax; þarf
stöðugt að fá eitthvað nýtt. Þegar eitt lag
kemur í einu hefur fólk líka betra svigrúm til
að melta það og falla fyrir því áður en það fer
yfir í næsta lag og svo koll af kolli.“
Fólk þarf svigrúm til að melta nýju lögin
Harvey og Shepherd eru með hressari konum.
AFP/Frazer Harrison
Lzzy Hale, forsprakki Halestorm.
Faraldurinn
stýrði plötunni
FARALDUR „Platan hefði orðið
allt öðruvísi og jafnvel aldrei orðið
til, alla vega ekki með þessum
hætti. Back From The Dead er
raunsönn lýsing á ferðalaginu sem
við vorum á,“ sagði Lzzy Hale,
söngkona og gítarleikari Hale-
storm, spurð að því á tónlistarhátíð-
inni Pointfest hvort heimsfarald-
urinn hefði haft áhrif á nýjustu
breiðskífu bandaríska rokkbands-
ins, sem kom út í sumar. Ástæðan
er sú að sveitin hafði ekki annan
farveg fyrir tilfinningar sínar þar
sem tónleikahald lá með öllu niðri.
„Það var galið augnablik þegar við
vorum að hlusta á lokamixið og lit-
um hvert á annað: „Hey, við vorum
að gera mjög þunga plötu.“
AFP/Phillip Faraone
M
aður hugsar svo margt í
þessu lífi, eða gerir í öllu
falli tilraun til þess. Um
daginn fór ég að velta fyrir mér, í
óspurðum fréttum, hversu mörg
rokkbönd hefðu með öllu týnt töl-
unni, það er enginn upprunalegur
meðlimur væri lengur á lífi. Og þá er-
um við að tala um sveitir sem notið
hafa lýðhylli á heimsvísu og nöfnin
eru flestum okkar töm. Sjálfsagt má
deila um hvar hefja skal leitina en er
ekki ágætt að miða við upphaf Bítla-
æðisins á öndverðum sjöunda ára-
tugnum? Það eru þá menn sem væru
í mesta lagi kringum áttrætt í dag.
The Ramones kom fyrst upp í hug-
ann, bandið sem oft er sagt hafa
fundið upp pönkið á áttunda áratugn-
um. Átta ár eru síðan sá síðasti
kvaddi, Tommy Ramone. Hann var
65 ára og raunar sá eini af þeim fé-
lögum sem lifði fram yfir sextugt. Jo-
ey Ramone lést 2001, 49 ára; Dee
Dee Ramone 2002, fimmtugur og Jo-
hnny Ramone 2004, 55 ára.
Ólifnaður, hugsið þið nú ábyggi-
lega með ykkur. En, nei. Það var
bara Dee Dee sem varð nálinni að
bráð. Hinir létust allir af völdum
krabbameins. The Ramones hafði
lagt upp laupana áður en fyrsti með-
limurinn féll frá og líklega við hæfi að
seinasta breiðskífan héti ¡Adios Ami-
gos! en hún kom út 1996.
Þá voru raunar bæði Dee Dee og
Tommy horfnir frá borði og aðrir
komnir í staðinn. Fyrir vikið má velta
fyrir sér hvort The Ramones sé í
raun og sann með öllu horfin. Marky
Ramone lamdi til dæmis húðir mun
lengur í bandinu en Tommy. Og hann
er sprelllifandi. Það er líka Richie
Ramone sem einnig lék á trommur
um tíma. Eins Elvis Ramone, sem
leit við í korter árið 1987. Hann er
betur þekktur undir skírnarnafni
sínu Clem Burke og kom úr öðru
sögufrægu pönkbandi, Blondie.
Bassaleikarinn C.J. Ramone er líka á
lífi. Þetta er svo sem bara skilgrein-
ingaratriði; hin upprunalega The
Ramones er alltént horfin eins og
hún leggur sig.
Það yrði hins vegar áhugavert ef
eftirlifandi meðlimir myndu taka sig
til og endurvekja The Ramones. Þá
yrðu þrír á trommur og einn á bassa.
Eins undarlega og það hljómar þá
eru meðlimir annars pönkbands, sem
kom í humátt á eftir The Ramones
vestra, enn þá allir hérna megin
moldar, nefnilega Dead Kennedys.
Dee Dee, Tommy og
Johnny Ramone teknir inn
í Frægðarhöll rokksins
2002. Joey var þá látinn.
Bönd sem hafa
þurrkast út
Hvað eiga The Ramones, The Jimi Hendrix Ex-
perience og Molly Hatchet sameiginlegt? Jú, allir
stofnmeðlimir þessara rokksveita eru farnir yfir
móðuna miklu. Og enginn þeirra varð sjötugur.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Jimi Hendrix lést fyrir rúmlega hálfri öld og félagar hans í The Experience hafa
nú báðir haldið á fund feðra sinna, Noel Redding 2003 og Mitch Mitchell 2008.
AFP
Dave Hlubek var einn af stofnendum
rokksveitarinnar Molly Hatchet.
Wikimedia