Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022 HEILSA Þ ær kalla sig Heimsreisumömmur, eða Worldtravelmoms, þær Eva Dögg Jafetsdóttir og Álfheiður Björk Sæberg. Saman eiga þær tvö börn, Sindra Sæberg Evuson, átta ára, og Söru Sæberg Evudóttur, sex ára. Blaðamaður lagði leið sína austur fyrir fjall til að heimsækja fjölskylduna sem eitt sinn lagð- ist í mikla Asíureisu en býr nú í rólegu hverfi á Selfossi. Í stofunni situr Sindri í hjólastól, enda getur hann í hvorugan fótinn stigið eftir slys á Tenerife. Fjölskyldan sest niður með blaðamanni og segir honum alla söguna á með- an nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, hvolpurinn Kai, hleypur um stofuna í ofsakæti. Næst geymum við ekki neitt Hjónin eru báðar þroskaþjálfar og hafa búið á Selfossi síðan 2019 þegar þær komu heim úr ævintýrareisu til Asíu en margir Íslendingar fylgdust með þeim á samfélagsmiðlum. „Við fórum út í júní 2018 og vorum á ferða- lagi í um sextán mánuði með börnin. Sara var þá aðeins tveggja ára og Sindri fjögurra ára. Við enduðum á að setjast að á eyjunni Bo- racay á Filippseyjum,“ segir Eva og segir þær hafa ákveðið strax að skrifa um ferðina og leyfa fólki að fylgjast með á Instagram undir nafninu Worldtravelmoms. „Við erum enn með reikninginn þótt lífið núna sé ekki eins spennandi. Okkur finnst báðum líka mikilvægt að vera sýnileg sem hin- segin fjölskylda. Svo eftir slysið úti á Tenerife höfum við fengið svakaleg viðbrögð og fólk vill heyra hvað gerðist og hvað sé að frétta af Sindra,“ segir Eva, en Sindri situr hjá mömmum sínum og hlustar. Hann er með bundið um báða fætur og einnig um aðra hönd, en hann hafði dottið deginum áður þeg- ar hann reyndi að stíga eitt skref en féll í gólf- ið og tognaði á handlegg. Tenerife-ferðin var plönuð með nokkrum fyrirvara, en fjölskyldan nýtur þess að ferðast saman. „Við vorum búnar að plana þessa ferð síðan í vetur og fórum út með systur Álfheiðar og hennar börnum,“ segir Eva og Álfheiður bæt- ir við að mesta tilhlökkunin hjá Sindra hafi verið að komast í stóran vatnsrennibrautagarð sem þarna má finna. „Fyrstu dagana var hann alltaf að tala um vatnsrennibrautagarðinn en við ákváðum að bíða aðeins og venjast sólinni. En svo varð slysið. Þannig að næst geymum við ekki neitt!“ segir Álfheiður. Harðneitaði að stíga í fæturna „Við fórum út í lok júlí og slysið varð 3. ágúst. Við vorum í verslunarmiðstöð þar sem er trampólíngarður. Krakkarnir vilja ólm fara í garðinn að hoppa smá. En eftir tíu mínútur rekur Sindri upp mikið öskur. Þá hafði hann verið að klifra á klifurvegg og þaðan hoppaði hann niður,“ segir Eva og Sindri segist hafa í raun klifrað upp fyrir vegginn sjálfan, en stökkið var um þrír metrar. Mömmurnar taka fram að auðvelt hafi verið fyrir hann að kom- ast þar upp. „Hann stóð þarna uppi og kallar: mamma sjáðu, ég ætla að hoppa! Hann hoppar svo ofan í gryfju fulla af svömpum. Svo heyrum við öskrið og við vissum strax að eitthvað hafði komið fyrir, enda kom hann ekkert upp úr svömpunum. Ég hljóp til hans og náði honum upp og hann segir mér að sér sé illt í bakinu; hann hafi rekið bakið í járn. Hann er vanur að vera harður af sér og ég kíki undir bolinn en sá ekki neitt. Honum var svo rosalega illt í bak- inu. Við reyndum fyrst að athuga hvort ís myndi fá hann til að gleyma verkjunum, en þetta var alvarlegra en svo. Við urðum þá al- veg ofboðslega hræddar. Hann gat ekki stigið í fæturna og harðneitaði því,“ segir Álfheiður og segir þær hafa drifið sig á spítala með barn- ið. Eftir fimm tíma bið mætti loks læknir, ef lækni skyldi kalla. „Þar fengum við ömurlegustu þjónustu í heimi og dónalegasta lækni sem ég hef hitt. Þetta var eins og í bíómynd,“ segir hún. „Við erum með bláa evrópska sjúkrakortið sem varð til þess að við völdum þennan spítala,“ segir Eva og segir nánast engan þar hafa talað ensku. „Ég sofnaði svo þarna og þetta var besta rúm í heimi,“ skýtur Sindri inn í og mömmur hans Sara, Álfheiður, Sindri og Eva hafa ekki misst gleðina, enda það versta að baki. Mamma sjáðu, ég ætla að hoppa! Í langþráðri fjölskylduferð til Tenerife fór ekki allt sem skyldi, en slysin gera ekki boð á undan sér. Hinn átta ára gamli Sindri Sæberg slasaðist illa í trampólíngarði og braut báða hæla og ökkla. Það var þó ekki greint fyrr en löngu síðar og fjölskyldan þurfti að þola forkastanleg vinnubrögð lækna erlendis. Sindri er enn í hjólastól en batinn kemur nú hægt og bítandi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.