Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Þ jóðin hélt inn í liðna helgi með hryðjuverk á heilanum, sleg- in eftir að lögregla tilkynnti að hún hefði afstýrt yfirvofandi hryðjuverkaárás, sennilegast á Al- þingi eða lögreglu. Einu gilti þótt fullyrt væri að hætta væri liðin hjá, óhugurinn ríkti áfram. Nokkuð var rætt um ætlaðan hug- myndafræðilegan bakgrunn hinna grunuðu, þótt enginn virtist hafa neitt fyrir sér um það, ekki heldur lögreglan. Afbrotafræðingur minnti á að öfgahópar hefðu átt erfiðar uppdráttar hér en á Norðurlöndum, en stjórnmálafræðingur að þetta væri ráðgáta; þjóðernisöfgamenn hefðu nær aldrei lögreglu í skot- máli. Íslenskur ríkisborgari hefur stefnt ríkinu og krafist bóta vegna ólög- mætrar frelsissviptingar með til- vísan til sóttvarnarlaga. Stjórn- valdsákvörðun Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis virðist hins vegar ekki legið fyrr fyrr en eftir á. Um sama leyti var Þórólfur heiðr- aður með málþingi, blómum og kos- saflangsi af hálfu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknis og jafnvel Kára sjálfs. Maður tapaði 900.000 krónum við kaup í hlutafjársjóði fyrir mistök, en hann hafði einu núlli of mikið í kaupfyrirmælum sínum. Lands- banbankinn gerði viðskiptin í sam- ræmi við það, þó ekki væri innstæða fyrir þeim og veitti óumbeðið lán. Norskir veiðimenn töpuðu milljón þegar bílaleigubíll þeirra var næst- um étinn af hestum. Dómsmálaráðherra boðar breyt- ingar á umferðalögum, þar sem reglur um rafhlaupahjól verða hert- ar til muna, að viðlögðum sektum og refsivist. Þau skulu bönnuð innan 13 ára aldurs, þót varla sé síður ástæða til þess að banna þau yfir þrítugum. Varðskipið Freyja kom til landsins öðru sinni, nýmáluð frá Noregi. . . . Aftakaveður gerði um helgina og varð mikið tjón af þess völdum, einkum fyrir austan. Gámar og laus- ir munir fuku, sjór gekk á land og hrófatildur hrundu. Tilkynnt tjón nam tugum milljóna króna. Lögmaður annars mannanna, sem lögregla grunar um hryðjuverka- undirbúning, segir hann hafna öll- um ásökunum og hafa verið sam- vinnufúsan við rannsókn málsins. Málefni hælisleitenda eru komin í öngstræti, þar sem bæði stefnuleysi og húsnæðisleysi valda vanda. Inn- viðir séu þandir til hins ýtrasta. Haldið var Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð. Þrjú gefa kost á sér til þess að verða ritari Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi, þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Vil- hjálmur Árnason, og varaborgar- fulltrúinn Helgi Áss Grétarsson. Ný Brúarvirkjun í Biskupstungum var tekin í gagnið. Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir hefur verið fengin til þess að semja tónlist við mynd bandaríska stór- leikstjórans M. Night Shyamalan. . . . Kröfur stéttarfélaga í aðdraganda kjarasamninga, eru óðum að skýr- ast og þar hefur stytting vinnuviku verið ofarlega á blaði. Vitað er að erfitt mun reynast að semja um launaliðinn en kostnaður af öðrum kröfum felur í sér 50-100% hækkun. Skólahald í Hagaskóla er enn í mol- um vegna myglu, en skólahald í Ár- múla hefur farið úrskeiðis, þar sem húsnæðið reyndist þurfa að vera tví- setið vegna slælegra brunavarna. Nær 3.000 flóttamenn eru komnir til landsins það sem af er ári, að jafnaði um 100 í viku. Ekki hefur reynst örðugt að finna fólki atvinnu, en húsnæði er af skornum skammti. Sveitarfélög telja sig þurfa meira fé frá ríkinu vegna þessara mála. Málum í héraðsdómi hefur fækkað mikið síðustu ár, þar af um fjórðung í fyrra frá fyrra ári. Óafgreiddum málum í Landsrétti fjölgar. . . . Mikið var grátið á landsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri og mikill einhugur um að það yrði almenningi mjög til heilla að sveitarstjórnarmönnum yrði fjölgað til muna og launakjör og starfsaðstæður bætt til muna. Fjölgun starfsmanna hins opinbera að undanförnu er orðin ósjálfbær að mati Samtaka iðnaðarins. Þar hefur starfsmönnum fjölgað um 8.000 síð- ustu þrjú ár, en starfsmönnum á al- mennum vinnumarkaði fækkað. Bandaríska leikkonan Jodie Foster kom til vetrarsetu á Íslandi. Um 29 milljarðar renna úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga á næsta ári. Kennsla 8. og 9. bekkja Hagaskóla hékk áfram í lausu lofti og athugað hvort flutningur í Korpuskóla væri lausn, en á milli skólanna er 15 km leið og stutt síðan myglu varð þar síðast vart. Enginn nær í borgar- stjóra til að spyrja um það. . . . Hús verslunar og efnalaugarinnar Vasks á Egilsstöðum brann til kaldra kola. Starfshópur um neyðarbirgðir segir átak þurfa til þess að laga birgða- stöðu þjóðarinnar ef slá skyldi í harð- bakkann. Þar er horft til matvæla, olíu, lyfja, hreinlætisvöru og viðhalds mikilvægra innviða. Málsmeðferð kynferðisafbrota hjá lögreglu og ákæruvaldi hefur dregist æ meir á liðnum árum og er mann- eklu helst kennt um. Sum mál liggja þar jafnvel óhreyfð í ár, þó bætt hafi verið við mannafla. Skúmastofninn varð illa út úr fugla- flensunni og komust fáir ungar upp. Tíu þingmenn í Allsherjar- og menntamálanefnd og tveir starfs- menn Alþingis fóru hins vegar í heimsókn til Óslóar og Kaup- mannahafnar til að kynna sér mál- efni útlendinga og fjölmiðla. Af því er ljóst að ástæðulaust er að hafa minnstu áhyggjur af ríkisfjár- málum. Búið er að koma fyrir barnagámum í Vogunum i Reykjavík eða „Ævin- týraborgum“ eins og ævintýraborg- arstjórinn kalla þá. Gámarnir líta út alveg eins og gámar. . . . Lögregla boðaði aftur til blaða- mannafundar vegna hryðjuverka- rannsóknarinnar snemma í vikunni, en hann var ekki haldinn fyrr en á fimmtudag. Þar kom fátt nýtt fram um málið annað en að hluti vopn- anna, sem fannst, var sýndur. Aðalefni fundarins var hins vegar það, að embætti ríkislögreglustjóra hefði sagt sig frá rannsókn málsins, þar sem faðir Sigríðar Bjarkar Guð- jónsdóttur ríkislögreglustjóra, Guð- jón Valdimarsson, tengdist því á einhvern óútskýrðan hátt. Hann er einn mesti skotvopnasafnari lands- ins og vopnasali að auki. Ríkissjóður keypti Norðurhús Landsbankans (sem einnig er í eigu ríkissjóðs) við Austurbakka í Reykja- vík á 6 milljarða króna, sem eru þá einhverjar dýrustu skrifstofur í Reykjavík. Í ljósi afkomu bankans að öðru leyti væri ráð að hann sneri sér alfarið að fasteignaverkefnum. Um leið ákvað ríkið að ganga til samninga við bankann um kaup þess á gamla Landsbankahúsinu við Aust- urstræti og annexíur þess. Af því blasir við að allar áhyggjur af stöðu ríkissjóðs hljóta að vera úr lausu lofti gripnar, það er nóg til. Árlegri herferð Bleiku slaufunnar, átak Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinu hjá konum, var hleypt af stokkunum í Háskólabíói. Hljómsveitin Reykjavik Recording Orchestra (RRO) lauk framleiðslu á tónlist eftir Hans Zimmer fyrir nátt- úruþáttaröðina Frozen Planet 2 á vegum BBC. Skjalasafn Walters Gerlachs sendi- herra nazistastjórnar Þýskalands, sem breska hernámsliðið gerði upp- tæk 10. maí 1940, voru afhent þýska þjóðskjalasafninu. Umboðsmaður barna mótmælti gjaldskrárhækkun Strætó í fyrra, þar sem fargjöld ungmenna voru hækkuð um 60%. Eftir 8 mánuði hafa umboðsmanni engin svör borist frá Degi B. Eggertssyni borgar- stjóra, en Morgunblaðið fékk svör þar sem Dagur hrósaði sigri yfir að hafa fengið hvatningu um að halda áfram á sömu braut. Tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, lést 45 ára gamall eftir harða baráttu við krabbamein. Römm er sú taug Hluti skotvopna, sem lögregla lagði hald á í húsleit við rannsókn svokallaðs hryðjuverkamáls. Þar gefur að líta eftirlík- ingu af Kalashnikov AK-47, Ruger AR15/M16, þrívíddarprentaða byssuhluta, gnægð skotfæra og magasín ýmiss konar. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson 24.9.-30.9. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.