Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022
P
útín forseti Rússlands spilar eftir eyr-
anu. Honum fellur ekki að fylgja ein-
göngu þeim nótum sem aðrir hafa
fellt á blað. En það breytir ekki hinu,
að þeir sem hafa fylgst með frum-
kvæði hans eða viðbrögðum við
ákvörðunum annarra, sem snerta hagsmuni hans eða
Rússlands, sem hann gerir ekki mun á, þykjast geta
lesið hin pútínsku tilþrif betur en áður.
Vanmetinn og vildi það
Vestrænir áhrifamenn hafa sveiflast til í einkunnagjöf,
sem þeir töldu sér óhætt að gefa Pútín og hinu víð-
feðma ríki hans. Eftir fall Sovétríkjanna þótti þeim
harla lítið til hvoru tveggja koma, en létust fara vel
með það álit, en gerðu það ekki. Iðulega var það haft til
dæmis um um gjörbreytta stöðu og hnignun að efna-
hagur Rússlands væri varla á borð við Spán eða Nið-
urlöndin þrjú. Og við það bættist svo, að innviðir hins
mikla ríkis minntu helst á ástand landa sem væru aft-
ast í hópi þróunarríkja.
Þá var haft í flimtingum að þeir fremstu í „glæpa-
hjörðinni“ hefðu, strax eftir hrun, sölsað undir sig
gömul ríkisfyrirtæki, eða öllu heldur þau verkefni sem
þau höfðu átt að sinna, en gerðu ekki. Eftir að hafa
hrifsað til sín fyrir lítið, stór og þunglamaleg ríkisfyrir-
tæki, og gert þau virkari og öflugri á fyrstu árum eftir
hrun Sovétríkjanna, héldu allmargir tugir manna sig
höfðinglega í helstu borgum Vesturlanda og slógu um
sig í óhófi, þótt þróun hins nýfrjálsa Rússlands og
fylgiríkja þess, á rústum Sovétsins, ýttu undir meiri
misskiptingu en víðast annars staðar.
Hetja, en entist ekki vel
Jeltsín forseti hafði birst sem hetja á hárréttum tíma,
en hann var ekki endilega heppilegur verkstjóri um-
breytinganna sem urðu í kjölfarið. En hann stýrði
vissulega kúvendingunni til kapítalismans, er hann
breytti þjóðfélaginu með sveiflu í markaðshagkerfi, lét
gjaldmiðilinn lúta þeim lögmálum og greip til víð-
tækrar einkavæðingar og kastaði verðlagshöftum mið-
stýringar fyrir róða. Þar var gengið miklu lengra og
mun hraðar en Gorbatsjov hafði gælt við með sínu
„perestrjoka“ og „glasnost,“ sem hafði sennilega aldrei
verið hugsað til enda af hans hálfu.
Og við þessar snöggu umbreytingar hugsuðu vel
tengdir gróðapungar, óligarkar, sér gott til glóðar-
innar og sölsuðu undir sig drjúgan hluta af ríkiseig-
unum og fjármunum um leið og alþjóðleg einok-
unarfyrirtæki, læsu klónum í flest allt sem þau gátu.
Þessi spillingarbragur vakti andúð í nýju þingi, sem
Jeltsín reyndi að losa sig við með aðferðum sem vart
fengu staðist. Uppreisn var gerð gegn honum en her-
sveitir, tryggar forsetanum, slógu skildi fyrir hann. En
staða hans hafði veikst og vaxandi vínhneigð bætti ekki
úr skák.
Hver var hann?
Lítt þekktur og nýskipaður forsætisráðherra, Vladimír
Pútín, skákaði sér hávaðalaust til aukinna valda. Hann
gætti vel að Jeltsín og tryggði honum ásamt fjölskyld-
unni góðan aðbúnað, en lokaði að öðru leyti á öll hans
áhrif. Sú nálgun Pútíns skapaði einnig ró í valdaheim-
inum. Sennilega þótti mörgum innanlands sem utan til-
tölulega lítið til hans koma í upphafi og hann vakti eng-
an ótta. En sjálfur styrkti hann hægt en örugglega
stöðu sína inn á við og gætti þess umfram allt að hans
gamli starfsvettvangur, öryggislögreglan, hefði öflug
tengsl uns svo var komið að allir spottar sem henni
tengdustu lágu til og frá lúku hans.
Það sýndi glöggt sjálfsöryggi hans, þótt ekki væri
eftir því tekið alls staðar, þegar hann fylgdi reglum um
valdatíð forsetans. Hann skipti við Medvedev, for-
sætisráðherra sinn, og tók sjálfur við veigaminni stöð-
unni. Stjórnskipunin sagði að forsætisráðherra tæki
fyrirmælum forsetans. Pútín hafði veðjað rétt. Medve-
dev lét aldrei á slíkt reyna og var sáttur við sinn hlut.
Þegar að „forsetatíð“ Medvedev var lokið færði hann
sig aftur sæll og glaður niður á næsta þrep, og er enn í
hópi tryggustu hirðmanna í Kreml.
Nú spilar hann út
viðræðum um vopnahlé
Nú hefur Pútín skyndilega opnað á friðarviðræður í
stríði sínu við Úkraínu. Hann veit að ríki ESB verða
himinlifandi. Og allt minnir þetta á 2014. Þá fékk hann
Krímskaga í heimatilbúinni kosningu, varð svo við
þeim „óskum“ sem í „niðurstöðum“ hennar komu fram.
Krímskagi varð rússneskur á ný, eins og hann hafði
verið í þrjár aldir, allt þar til að Krútsjov, úkraínu-
maður (sem lét drepa 36 þúsund landa sína að ósk Stal-
íns) gaf Úkraínu Krím til gamans í veislu!
Eftir atburðina 2014 var Pútín hótað hrollvekju af
refsiaðgerðum, sem enginn veit nú í hverju fólust. Ís-
lendingar álpuðust út í forina, þótt þeir hefðu ekkert
með málið að gera, og hafi ekki enn haft rænu á að end-
urskoða asnastrik sitt. Menn gáfu sér í upphafi að Pút-
ín ætlaði sér að leggja alla Úkraínu undir Rússland.
Það sagði hann aldrei beint og er svo sem ekkert sem
bendir til þess. Hann vildi umfram allt ramma suðaust-
urhlutann um Krímskaga og tryggja að Úkraína gengi
ekki í NATO og yrði framvegis „hlutlaust“ land.
Forsetinn hefur sjálfsagt haft mynd af Finnlandi í
huga, þegar hann orðaði þetta. Finnland, óögrað, ætl-
aði sér aldrei í NATO og tók alltaf ríkulegt tillit til
grannans úr austri. Það fór svo eins og það fór.
Því má ætla að að Pútín hugsi sér að vopnahlé og
samningalota við Úkraínu, þurfi að mestu að tryggja
landvinninga hans, en telji nú nauðsynlegt að Úkraína
verði „hlutlaus plús“. Það er halli sér nær Kreml en
andstæðingunum. Pútín ætlaði sér í upphafi að ná
þessu fram án átaka, með því að stilla upp ósigrandi
vígtólum á löngum línum landamæranna. Hann fór
nærri um vopnabúr Úkraínumanna, enda höfðu vika-
piltar hans í gömlu KGB haft rúman tíma að fara yfir
það og skila skýrslum. Hann vissi líka að Evrópusam-
bandið var pappírstígrisdýr og myndi hvorki hreyfa
legg né lið. Þjóðverjar sendu að vísu gömul hertól úr
vopnageymslum sem þeir höfðu ekki opnað í áratugi og
báðu afsökunar á myglunni sem tækjunum fylgdu. Eft-
ir mikla gagnrýni hafa Þjóðverjar loks lofað að senda
burðugri búnað til granna sinna, ekki seinna en
snemma en næsta vor, nema að stríðið verði þá búið, og
þá má að ósekju spara sér allt slíkt.
Bandaríkin og Bretland brugðust síst
En Pútín hafði ekki órað fyrir því að Bandaríkin og
Bretland myndu spýta eins hressilega í lófana eins og
þeir enskumælandi gerðu. En líklegt er að pólitíska
landslagið verði breytt eftir kosningar til þings vestra
nú í byrjun nóvember. Fjárhagsgeta Breta má ekki
Pútín opnar
á vopnahlé – ESB
andar léttar
’
Nú hefur Pútín skyndilega opnað á
friðarviðræður í stríði sínu við Úkra-
ínu. Hann veit að ríki ESB verða himinlif-
andi. Og allt minnir þetta á 2014. Þá fékk
hann Krímskaga í heimatilbúinni kosningu,
varð svo við þeim „óskum“ sem í „nið-
urstöðum“ hennar komu fram.
Reykjavíkurbréf30.09.22