Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2022 LEUCA model 3186 L 167 cm Leður ct. 15 Verð 389.000,- L 207 cm Leður ct. 15 Verð 439.000,- EUFOLIA model 3226 L 178 cm Leður ct. 25 Verð 579.000,- L 232 cm Leður ct. 25 Verð 709.000,- TRATTO model 2811 L 145 cm Leður ct. 25 Verð 449.000,- L 207 cm Leður ct. 25 Verð 579.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 25 Verð 439.000,- L 198 cm Leður ct. 25 Verð 489.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18 VALZER model 3222 L164-199 cm Leður ct. 15 Verð 529.000,- L188-223 cm Leður ct. 15 Verð 569.000,- Rof kom í gleðina í ensku úrvalsdeildinnni í september; fyrst vegna fráfalls Elísabetar II. Englandsdrottningar og síðan vegna hinnar æsispennandi Þjóðardeildar, sem allir sparkunn- endur sitja límdir við. Veislan hefst hins vegar aftur með trukki og dýfu um helgina en á dagskrá áttundu umferðar eru rudda- legir borgarslagir, fyrst viðureign Arsenal og Tottenham Hotspur á Emirates-leikvanginum í Lundúnum á laugardag og síðan rimma Manchester-liðanna, City og United, á Etihad- leikvanginum á sunnudag. Alla jafna er allt undir þegar þessi lið eigast við og ekki spillir fyrir nú að við erum að tala um fjögur af fimm efstu liðum deildarinnar eins og taflan lítur út. Öll hafa þau verið á mikilli siglingu að undanförnu og við blasir að eitt- hvað þarf undan að láta. Arsenal gæti tapað toppsætinu og Tott- enham og City tapað sínum fyrsta leik og United blandað sér af þunga í toppbaráttuna. Gætið þess að hafa beltin spennt! Erling Haaland hefur hrist duglega upp í ensku úrvalsdeildinni eftir komuna til City. Og Jack Grealish er kominn á blað. AFP/Geoff Caddick Borgir munu skjálfa! Martin Ødegaard og Scott McTominay hafa leikið vel fyrir lið sín, Arsenal og Manchester United. AFP/Oli Scarff Helgin í ensku úrvalsdeildinni er ekki fyrir hjartveika, tvöfaldur borgarslagur. Kona sat þing Sjómanna- sambands Íslands sem fulltrúi í fyrsta skipti haustið 1972. Hrefna Pétursdóttir hét hún og átti aðild að Þernufélagi Íslands sem átti rétt á fulltrúa. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að hún væri mörgum kunn fyrir baráttu sína í þágu sjó- manna, auk þess sem hún hefði lengi keppt í meistaraflokki Vals í handbolta. „Hrefna er sjúkra- liði að mennt, en hefur verið til sjós undanfarin tvö ár á e.s. Dettifossi.“ Hrefna sagðist, í samtali við blaðið, hafa tvær tillögur fram að bera, önnur væri sú að hrein- gerningar í landi væru fram- kvæmdar af fólki úr landi, en fram að því hafði það ekki verið, hin sú að ákvæði yrðu sett um það að þernur lærðu á björg- unartæki skipanna og neyðar- útbúnað, svo að þær gætu tekið virkari þátt í björgun, ef slys bæri að höndum. Einnig taldi hún æskilegt að þernur kynnu eitthvað í hjálp í viðlögum, því aldrei væri að vita, hvað kynni að koma fyrir. Spurð hvort starfið væri erfitt svaraði Hrefna: „Já, vissulega. Það krefst þess, að við séum hraustar á líkama og sál, því það er oft illframkvæmanlegt að vinna, þegar illt er í sjó.“ – Hvað eruð þið lengi í hverri ferð? „Það er misjafnt, getur farið upp í 5 vikur, til dæmis ef við sigl- um til Ameríku, annars eru þetta yfirleitt viku ferðir.“ Hrefna vildi eindregið hvetja þernur til að standa saman og sækja betur fundi heldur en þær höfðu gert. Einnig fannst henni of lítil samstaða innan Sjó- mannasambandsins þegar um samningagerðir væri að ræða. GAMLA FRÉTTIN Kona í fyrsta sinn á þingi sjómanna Hrefna Pétursdóttir sjómaður. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Helga Möller söngkona Rosie O’Donnell leikkona Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.