Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 15
strákur í Laugarnesinu. „Það er allt saman
ömmu að kenna,“ segir hann sposkur og ég
viðurkenni að ég hefði ekki veðjað fyrst á
hana í þessu sambandi. „Pabbi dó þegar ég
var sjö ára. Á þeim tíma var bara klappað á
öxlina á manni og manni sagt að setja í
brýnnar og halda áfram. „Þú verður að vera
sterkur fyrir mömmu þína!“ Ég á mín augna-
bliksbrot en satt best að segja man ég lítið
eftir pabba sem var sjómaður og mjög
hraustur maður. Amma var hins vegar dug-
leg að segja mér sögur af honum og það
kveikti þessa kraftadellu hjá mér. Ég prófaði
bæði handbolta og fótbolta sem strákur en
fann mig ekki fyrr en ég gekk inn í Jakaból
1980, 17 ára gamall. Og hef verið þar síðan.
Ég æfi að vísu í World Class í dag en þú skil-
ur hvað ég meina.“
Einn af fyrstu mönnunum sem hann rakst á
í Jakabóli var átrúnaðargoðið sjálft, Hreinn
Halldórsson kúluvarpari. „Það er stærsti mað-
ur sem ég hef nokkurn tíma augum litið. Ég
bar út Moggann sem strákur og dáðist alltaf
að ljósmyndunum af Hreini. Og þarna var
hann allt í einu kominn, ljóslifandi. Svei mér þá
ef veröldin stóð ekki bara kyrr eitt augnablik!“
Hann hlær að þessari ljúfu minningu.
„Hreinn var líka svo mikill öðlingur og tók
mér strax vel. Löngu seinna rakst ég aftur á
hann á Egilsstöðum, þar sem hann sá lengi um
sundlaugina, og hann þekkti mig um leið. Árin
höfðu færst yfir en Hreinn var eigi að síður al-
veg jafn glæsilegur á velli og fyrr. Og gegn-
heilt góðmenni.“
– Æfði Jón Páll Sigmarsson ekki líka í Jaka-
bóli?
„Jú, heldur betur. Hann var alltaf hress og
skemmtilegur, sögumaður af Guðs náð og
rosalega hvetjandi. Jón Páll fann auðvitað
hversu mikill yfirburðamaður hann var og gat
fyrir vikið gefið af sér til okkar hinna. Við get-
um þakkað Jóni Páli og hans persónuleika að
Sterkasti maður heims-keppnirnar eru það
sem þær eru í dag. Það var mikil eftirsjá að
Jóni Páli og fráfall hans fór mjög illa í mig.“
Gull og heimsmet
Sjálfur keppti Ingvar Jóel um árabil í kraft-
lyftingum, á aflraunamótum og í vaxtarrækt.
Hann á margar medalíur í fórum sínum en
þykir vænst um þá fyrstu, gullið frá Norð-
urlandamóti unglinga í Óðinsvéum 1982.
Seinast þegar hann keppti í kraftlyftingum,
í Las Vegas 2009, setti hann heimsmet í sínum
flokki; lyfti 300 kg sléttum í bekkpressu.
Seinasta vaxtarræktarmótið sem Ingvar Jó-
el tók þátt í fór fram 2013 en þá stóð hann á
fimmtugu. „Og var bara helvíti flottur,“ segir
hann hlæjandi.
Hann segir aflraunamótin aðeins hafa gefið
eftir í seinni tíð hvað vinsældir varðar. „Ég
man þá tíð að maður kom á staði eins og Þing-
eyri og allir íbúarnir sem einn mættu á svæðið.
Það hefur aðeins breyst enda yngra fólkið upp-
tekið í símanum.“
– Hvað er hægt að gera í því?
„Það mætti til dæmis kynda undir áhug-
anum með því að gera sjónvarpsþátt um
Magga Ver, vin minn. Það koma reglulega er-
lendir fjölmiðlamenn til landsins að taka viðtöl
við hann en hann hefur svolítið týnst hér
heima. Ef ekki væri fyrir Magga þá væri þetta
allt búið.“
Ingvar Jóel æfir að vonum minna en áður
vegna veikindanna en reynir þó að mæta
þrisvar í viku í ræktina og halda sér aðeins við.
„Þetta er líka minn félagsskapur. Ég nenni
ekki á pöbbarölt og fyllerí.“
– Hefurðu á heildina litið lifað heilsu-
samlegu lífi?
„Já, frekar. Ég reykti að vísu lengi, sem var
auðvitað tóm vitleysa. Byrjaði 14 ára og hætti
42 ára. Þetta er ólseigur fjandi og þú sérð að
ég er enn þá að bryðja nikótíntyggjó,“ segir
hann og bendir á bréfið á borðinu fyrir framan
sig. „Ég geri líka vel við mig í mat og drykk en
á móti kemur að ég hef alltaf hreyft mig mikið
og stundað æfingar.“
Grettir sterki er minn maður
Í ljósi dálætis hans á aflraunum þarf ekki að
koma á óvart að Ingvar Jóel hafi ungur tekið
ástfóstri við Íslendingasögurnar og kappana
sem þar eru í forgrunni. Grettir sterki Ás-
mundarson er í mestu uppáhaldi. „Hann var
hálfgerður óþokki á köflum en það er þessi of-
boðslegi styrkur sem heillar mig,“ segir hann.
„Ég á mynd af Gretti í höfðinu, þar sem hann
stígur frosinn upp úr sjónum eftir
Drangeyjarsundið. Mér er alveg sama hvort
þetta er satt eða logið – Grettir er minn mað-
ur.“
– Hverjir fleiri eru í uppáhaldi?
„Ég hef alltaf verið hrifinn af Agli líka.
Hann var mikill kappi. Mér þykir á hinn bóg-
inn minna koma til föður hans, Skallagríms.
Hann var óþokki, eins og þegar hann drap
fóstru Egils, Þorgerði Brák, eftir að hún
skakkaði leikinn þegar Skallagrímur hamaðist
að syni sínum. Brák bjargaði þannig lífi hans.
En fórnaði sínu eigin.“
Ingvari Jóel þykir brýnt að halda Íslend-
ingasögunum að yngri kynslóðunum og fram-
lengja með þeim hætti líf fornkappanna. „Árið
2018 var ég með aflraunastrákum vegna
keppni á Sauðárkróki og spurði þá hvort þeir
könnuðust við Drangey og útlagann sem þar
dvaldist. Þeir komu af fjöllum. „Grettir, hver
er það?“ Svona lagað hryggir mann og leiðir
hugann að því hvort áherslurnar í skólakerf-
inu séu réttar. Ég sagði þeim að sjálfsögðu
söguna af Gretti og einhverjir þeirra ætluðu
að fara beint að kaupa Grettissögu við komuna
heim.“
Hann er með rétta manninn í verkið, það er
að glæða áhugann á ný. „Það er Baltasar Kor-
mákur. Hann þarf að fara að gera þessa bless-
uðu víkingamynd sína. Baltasar er flottur gaur
og myndi án efa ná til yngra fólksins. Sjáðu
bara hvað Mel Gibson gerði fyrir skosku þjóð-
ina í Braveheart! Þetta gæti orðið nýtt upphaf
fyrir okkar gömlu gaura.“
Hvorki iðrun né öfund
Við drögum þetta saman í lokin, eins og menn
gera. Ingvar Jóel Ingvarsson horfir stoltur um
öxl yfir ævintýralegt lífshlaup. „Ég hef tamið
mér ákveðinn lífsstíl sem hentar mér vel og
hefur skilað mér á ótrúlegustu staði, bæði hér
heima og erlendis. Ég kom meira að segja einu
sinni til Labrador út af vinnu. Það hafa ekki
margir Íslendingar komið þangað. Ég hef lifað
skemmtilegu lífi. Stundum hefur verið basl en
ég sé það ekki í dag. Ég er mjög sáttur við mitt
líf; það er engin öfund og engin iðrun. Ég hef
enga trú á því að ég eigi eftir að verða önugt
gamalmenni með allt á hornum mér. Þvert á
móti mun ég verða týpan sem húrrar alla hina
upp á elliheimilinu,“ segir hann og hlær sem
aldrei fyrr.
Um það er engin ástæða að efast.
Ingvar Jóel
stundaði lengi
vaxtarrækt og
keppti á mótum.
Ingvar Jóel í brota-
járninu í St.John’s á
Nýfundnalandi.
’
Eftir á var mér boðin
áfallahjálp sem ég afþakk-
aði. Af hverju ætti ég að þurfa
hana? Ég kom til baka og fyrir
það er ég ákaflega þakklátur.
Mér var gefið annað líf.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ingvar Jóel ásamt fósturföður
sínum heitnum, Ingólfi Sig-
urðssyni. Þeir fóru alltaf
saman í bíltúr á sunnudögum.
Ingvar Jóel á HM
unglinga í kraftlyft-
ingum í Kairó 1983. Ingvar Jóel með tjakkinn góða í fréttaviðtalinu í
Ríkissjónvarpinu eftir að hann felldi mylluna.
Skjáskot
2.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15