Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 19
2.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Morgunblaðið/Ásdís brosa í kampinn og halda áfram frásögninni. „Hann spurði Sindra að ýmsu og ýtti víða um líkamann og Sindri átti að svara hvort hann fyndi til,“ segir Eva og segir Sindra hafa svarað öllu potinu játandi, enda fann hann til alls staðar. „Þá ranghvoldi læknirinn augunum og sagði barnið vera að „feika“ þetta. Hann spurði okk- ur: „Er hann að feika þetta?“ og við svöruðum að við héldum svo ekki vera. Hann vildi að við létum hann labba og við reyndum það en hann lyppaðist niður og grét af sársauka,“ segir Eva og segir lækninn hafa hvesst sig og sagt: „Gakktu drengur, þú verður að ganga fyrir mig!“ Mamma öskraði á hann Eftir þessa meðferð ákvað læknirinn loks að senda Sindra í myndatöku, en þá bara á baki vegna þess að þar voru verkirnir. „Svo kallaði hann okkur aftur inn og ráð- færði sig við annan sérfræðing en hann hélt fyrst að Sindri væri mögulega með brot á hryggjarlið. Við urðum svo hræddar og hugs- uðum hvort barnið væri lamað, því hann gat ekki stigið í fæturna. Hann var svo sendur í aðra mynd og við erum kallaðar aftur til hans. Þá kom í ljós að það var ekki brot á baki, sem var auðvitað æðislegt. Hann heimtaði að við vektum Sindra, sem var þá steinsofandi, enda mið nótt. Við gerðum það og hann hélt áfram að pota í Sindra og enn á ný ranghvolfir hann í sér augunum og stynur hátt,“ segir Eva og Álfheiður segir lækninn hafa hagað sér eins og fjórtán ára unglingur sem á að taka úr upp- þvottavélinni. „Svo segir hann að Sindri sé greinilega ekki harður af sér og biður okkur að vera alveg hreinskilnar með það hvort við héldum að barnið væri að plata. Við sögðum að það væri af og frá,“ segir Eva, enda þekkja þær son sinn sem er einmitt mjög harður af sér og hvorki þekktur fyrir að ljúga né plata. „Mamma öskraði á hann,“ segir Sindri og Álfheiður segist hafa orðið mjög reið og þær báðar. Enn á ný heimtaði læknirinn að Sindri gengi og aftur grét barnið af sársauka um leið og fætur snertu jörðu. Þrátt fyrir það hélt lækn- irinn áfram að halda því fram að hann væri að- eins að biðja um athygli og það væri ekkert að barninu. „Við erum þarna um miðja nótt, einmitt dag- inn áður en við ætluðum í rennibrautagarðinn sem Sindra dreymdi um. Ef eitthvert barn myndi fara að feika svona, þá yrði það ekki þar og þá!“ segir Álfheiður. Sindri leggur orð í belg. „Þetta var sjúklega vont, alveg ótrúlega vont.“ Foreldrar í áfalli „Okkur var svo boðið annaðhvort að vera þarna um nóttina eða fara heim á hótelið, en þarna var hann sofnaður og á verkjalyfjum. Okkur fannst varhugavert að flytja hann af spítalanum ef hann skyldi vera brotinn en læknirinn sagði að það væri undir okkur kom- ið. Þá brjálaðist ég alveg og spurði hvort okkar væri læknirinn, ég eða hann! Þá sagði hann okkur að vera,“ segir Álfheiður og segir að daginn eftir hafi þau farið í sjúkrabíl í borgina Santa Cruz til að fara í segulómun. Álfheiður fylgdi honum þangað, en aðeins eitt foreldri mátti fylgja barninu. „Þar var talið óþarfi að setja hann í segul- ómun, en hann var með góða hreyfigetu, en enn að kveinka sér í bakinu. Svo vorum við bara send heim og daginn eftir fer hann að kvarta undan verkjum í fótunum. Við vorum auðvitað í rosasjokki yfir bakinu en ég skil ekki af hverju enginn læknir kveikti á því að það væri kannski eitthvað að honum í fótunum fyrst hann gat ekki stigið í þá. Við vorum reið- ar út í okkur sjálfar fyrir að hafa ekki fattað þetta, en við erum ekki læknar heldur for- eldrar í áfalli,“ segir Álfheiður. „Við fengum þá ábendingu um að hafa sam- band við SOS International sem við gerðum og þá myndaðist strax teymi í kringum Sindra og við vorum send á einkaspítala sem var stutt frá hóteli, en þar fengum við miklu betri þjón- ustu,“ segir Eva og Álfheiður bætir við að þar hafi hann verið myndaður á fótum og mjöðm- um. „Það kom ekkert út úr því og við send heim,“ segir hún og bætir við: „Sindri er mjög virkur, hvatvís og skemmti- legur og þarna bara hreyfir hann sig ekki,“ segir Álfheiður. Þær segja hann tvisvar hafa aðeins gleymt sér og stigið í fæturna og þá hrunið í gólfið. „Þarna vorum við búnar að fara á þrjá spít- ala og búið að mynda hann. Við hugsuðum stundum hvort við ættum bara að fara heim til Íslands en við áttum átta daga eftir af ferð- inni,“ segir Álfheiður og segir þær hafa ákveð- ið að klára ferðina. „Við leigðum hjólastól og vorum á æðislegu hóteli með góðu fólki. Hann var kominn í eins konar gifs og var á verkjalyfjum. Honum leið nokkuð vel og okkur var sagt að hann ætti að æfa sig í að stíga í fæturna. En það gekk ekki og hann neitaði enn að gera það,“ segir Eva og segir þær hafa reynt alls kyns leiðir til að fá hann til þess en það hafi verið of sársaukafullt. „Við kláruðum svo ferðina og reyndum að gera gott úr þessu, þótt við höfum ekki komist í vatnsrennibrautagarðinn,“ segir Eva og þær segja að Sindri hafi reynt að skemmta sér með hinum krökkunum, þrátt fyrir að vera í hjóla- stól. „Ég og Markús frændi minn gerðum dyraat og hann hljóp svo hratt að ég datt næstum úr stólnum,“ segir Sindri skælbrosandi. „Gleðin hvarf aldrei,“ sagði Álfheiður og Sindri nefnir að allt góða fólkið sem var með þeim á Tenerife hafi gert þeim kleift að klára ferðina. Vill hann sérstaklega nefna Valdísi frænku sína en einlæg vinátta ríkir milli þeirra. Gat staðið í eina mínútu Við heimkomuna til Íslands fóru þær strax á bráðadeildina þar sem í ljós kom að vissulega var Sindri brotinn og það á fleiri en einum stað. „Viðmótið sem mætti okkur hérna var svo dásamlegt og það voru allir að hrósa honum og gefa sig að honum. Þetta var eins og svart og hvítt miðað við viðmótið þarna úti,“ segir Eva og segir það hafa tekið tíu tíma að rannsaka hann hátt og lágt, með biðtíma á milli. „Það kom ekkert út úr myndunum en svo var það einhver röntgensérfræðingur sem rýndi í myndirnar og sá þá tvö brot í hægra fæti, í hæl og ökkla, og grunur um að það væri eins í vinstri fæti. En það virðist vera erfitt að sjá þetta á myndum. Hann fer svo í gifs á báð- um fótum og þarf að nota hjólastól,“ segir Eva og segir þetta nú vera að gróa. „Aftur á móti eftir allan þennan tíma vill hann enn ekki stíga í fæturna,“ segir hún. „Svo fór hann loks í segulómum og það lítur allt vel út og nú má hann fara að æfa sig á fullu,“ segir Álfheiður. „Nú um daginn, sjö vikum eftir slysið, stendur hann upp úr stólnum og tyllir aðeins í fætur. Það er að byrja smá bati. En í gær ákvað hann að prófa hækjur og datt og næst- um því braut á sér höndina, en þetta var sem betur fer bara tognun,“ segir Eva og segir hann nú byrjaðan í sjúkraþjálfun þrisvar í viku. „Hann gat staðið í eina mínútu í dag,“ bætir hún við. Ætlar að labba fyrir hrekkjavökuna Sindri segir að þetta sé búið að vera leiðin- legur tími, þótt hann reyni að vera duglegur og sterkur. Fótbolti er hans aðaláhugamál og spilar hann með Selfossi. Hann getur ekki beð- ið eftir að komast aftur út á völlinn, en nú þarf hann að láta sér nægja að fylgjast með liðinu og horfa á vini sína spila. „Skólinn tók vel á móti honum og hann fékk strax stuðningsaðila,“ segir Eva og segir Sindra hafa borist alls konar kveðjur, meðal annars frá átrúnaðargoði sínu, Villa Neto, sem sendi honum myndband. „Markmið mitt er að fara aftur að ganga fyr- ir hrekkjavökuna, en ég keypti risaeðlubúning á fimmtán þúsund. Hann er blásinn upp,“ segir Sindri spenntur. „Svo ætlum við að reyna að plana aðra ferð þegar hann er orðinn betri og þá getur hann farið í vatnsrennibrautagarð,“ segir Eva. „Okkur líður svolítið eins og við skuldum honum nýja ferð,“ segir Álfheiður. „Já, þið skuldið mér ferð! Við bara verðum! Mamma, ef við förum aftur til Tenerife, eigum við að segja lækninum að ég sé í alvöru brot- inn?“ Þær mömmur taka ekkert sérlega vel í það, enda hafa þær lítinn áhuga að tala við þann mann aftur. „Þetta var svo dónalegt og svo mikið „diss“ við Sindra,“ segir Álfheiður en þær segjast vera að hugsa um að senda manninum harðort bréf. Kannski líka til að hann læri eitthvað af þessu. Þær segjast einnig hafa viljað segja sína sögu svo aðrir krakkar þarna passi sig vel í þessum trampólíngarði, en fjölmargir Íslend- ingar leggja leið sína til Tenerife. „Vonandi þarf enginn annar að lenda í þessu. Þetta var ömurlegt en við þökkum fyrir að það fór ekki verr,“ segir Eva að lokum. Sindri getur ekki beðið eftir að komast á fætur og geta spilað fótbolta aftur með vinum sínum. Morgunblaðið/Ásdís Systkinin Sindri og Sara sjást hér glöð með frænku sinni Valdísi rétt fyrir slysið. Sindri var fluttur með sjúkrabíl á spítalann í Santa Cruz. Þar sást ekkert á röntgenmyndum. ’ Okkur fannst varhugavert að flytja hann af spítal- anum ef hann skyldi vera brotinn en læknirinn sagði að það væri undir okkur komið. Þá brjálaðist ég alveg og spurði hvort okkar væri læknirinn, ég eða hann!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.