Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022 Þ að er alveg kjörið að hitta Daisy L. Neijmann í Veröld – húsi Vigdís- ar, í húsi kenndu við forseta sem staðið hefur dyggan vörð um íslenska tungu alla tíð. Daisy á það sameiginlegt með frú Vigdísi að unna þessu tungumáli sem hér er talað, og það svo mjög að hún gerði íslenskuna að ævistarfi. Á kaffihús- inu í kjallaranum kemur blaðamaður auga á Daisy innan um unga háskólanema og við finn- um okkur rólegt horn. Yfir einum góðum bolla segir Daisy frá því hvað dró unga hollenska stúlku til Íslands og af hverju íslenskan heill- aði svo mikið að hún endaði hér á hjara ver- aldar og gerðist Íslendingur. Það var engin leið til baka „Ég varð snemma mjög hrifin af Íslandi og byrjaði að læra íslenku sextán ára með gamla Linguaphone,“ segir Daisy og segir íslenska hestinn hafa átt sinn þátt í áhuganum á Íslandi. „Ég hafði aldrei farið til Íslands en ég var hestastelpa og fór á hestbak á íslenskum hest- um. Þá fór ég að gera mér hugmyndir um land sem ég hafði aldrei heyrt um áður, en á þess- um tíma var ekki algengt að koma hingað. Ég kom hingað fyrst þegar ég var átján ára, en foreldrar mínir sáu þá að þessi áhugi minn á Íslandi og íslensku væri greinilega alvöru. Mamma og pabbi ætluðu að gefa mér Íslands- ferð í stúdentsgjöf en íslenskur maður sem þau þekktu sagði að það væri ekki nóg að ég kæmi hingað sem túristi. Honum fannst að ég þyrfti að kynnast Íslandi og átti hann systur á Húsavík. Þannig vildi það til að ég fór til Húsa- víkur og bjó hjá henni og hennar fjölskyldu,“ segir Daisy sem dreif sig þá til Íslands, bjó hjá þessari fjölskyldu og fékk vinnu á öldrunar- deild Húsavíkurspítala. „Það var auðvitað frábært því gamla fólkið talaði eingöngu íslensku. Ég lærði alveg hell- ing og ég lærði líka mikið um íslenska menn- ingu,“ segir hún og segir hrifningu sína á Ís- landi hafa vaxið frá fyrsta degi. „Það var engin leið til baka,“ segir hún og hlær dátt. Eftir sumar á Húsavík, þar sem hún bast sterkum böndum við sína íslensku fjölskyldu, sneri hún til baka til Hollands til að fara í há- skólanám. „Ég hef alltaf haldið sambandi við fjölskyld- una,“ segir Daisy og segist hafa valið sér háskólanám í Hollandi við heimkomuna. „Ég fór þá í bókmenntir og ensku en í þá daga var aðeins hægt að læra íslensku sem aukafag og það var ekki nógu gott. En ég hafði alltaf áhuga á bókmenntum. Stoltir af íslenska upprunanum Ég uppgötvaði svo að það væri til fólk af ís- lenskum uppruna í Kanada. Sá sem kenndi mér kanadískar bókmenntir í Amsterdam kynnti mér smásögur Bills Valgardsons sem fjölluðu um hvernig það er að vera með íslenskan bakgrunn í Kanada. Ég varð mjög hrifin og endaði á að sækja um styrk til að stunda nám í Kanada,“ segir Daisy og segist þá hafa flutt til Kanada, klárað þar BA-, meist- ara- og doktorsnám, en doktorsritgerðin varð síðar að bókinni Icelandic Voice in Canadian Letters. „Ég fór í háskóla í Winnipeg og lærði kanad- ískar bókmenntir og gerði sjálf rannsókn og skrifaði um þessa íslensku rödd í kanadískum bókmenntum og ég kynntist þar fólki af íslenskum uppruna,“ segir Daisy. „Þegar ég fór þangað fyrst lærði ég að fólk kallar sig íslenskt á þessum slóðum, en auðvitað er það ekki íslenskt heldur af ís- lenskum uppruna. Það sem ég komst kannski helst að var hvernig þessum Kan- adamönnum hafði tekist að vera algjörlega kanadískir en um leið halda í upprunann með því að heiðra íslenska menningu og þá sérstaklega sögu forfeðra þeirra sem fóru upphaflega til Kanada. Það er til dæmis mik- il virðing borin fyrir bókmenntum og þeir eru mjög stoltir af þessari bókamenningu. Fæstir tala lengur íslensku, nema einhver sem er mjög gamall eða hefur lært málið síð- ar. En samt er þessi virðing fyrir tungumál- inu og þrátt fyrir að hafa týnt því niður nota þeir viss orð til að tjá uppruna sinn og stolt,“ segir Daisy og segir að oft hafi jafnvel kan- adískir makar fólks af íslenskum uppruna sýnt mikinn áhuga á Íslandi og kallað sig heiðurs-Íslendinga. Orðin amma og afi lifa Daisy segir fólk af íslenskum uppruna gjarnan nota ákveðin þemu og stundum einnig íslensk orð. „Þau skoða mikið forfeður sína sem komu til Kanada; þessa innflytjendareynslu. Sam- félagið þarna er mjög sterkt en þeim finnst mjög mikilvægt að þekkja sinn uppruna. Þetta hljómar kannski eins og þeir hafi verið miklir þjóðernissinnar, en svo er ekki. Þau skoða sig mjög í kanadísku samhengi sem ein innflytjendamenning meðal annarra og hafa beitt sér fyrir því að Kanada viðurkenni að fólk sé ekki allt af enskum uppruna, heldur leggja þau áherslu á fjölmenningarlegt sam- félag. Ég hef líka skoðað þetta í því samhengi; hvernig getur raunverulegt fjölmenning- arlegt samfélag orðið til og hvernig gæti það þá virkað? Ég komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma í bók minni að Íslendingar hefðu staðið sig svo vel í þessu því þeir voru svo opnir fyrir annarri menningu, og um leið og þeir voru miklir Kanadamenn vildu þeir „Það er mýta að íslenska sé svo miklu erfiðari en önn- ur tungumál og að það sé ómögulegt að læra hana; það er alls ekki satt,“ segir aðjúnktinn Daisy Neijmann. Morgunblaðið/Ásdís Með Ísland vel á heilanum Daisy L. Neijmann ólst upp í litlum bæ rétt fyrir utan Amsterdam. Hún byrjaði sextán ára að kenna sjálfri sér íslensku og eitt leiddi af öðru. Daisy er í dag Íslendingur sem talar lýtalausa íslensku enda hefur hún eytt ævinni í að læra og kenna öðrum okkar ylhýra mál. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég vildi stundum að ég hefði þetta sjálfstraust sem margir hér hafa. Þið eruð alveg ágæt og meira að segja svo ágæt að ég vil bara vera hérna. Ég er íslenskur ríkisborgari og mjög stolt af því. Holland viðurkennir ekki tvöfalt ríkisfang þannig að ég er í raun ekki lengur Hollendingur. Ég er bara íslensk.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.