Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022
O
kkur fjölmiðlamönnum er
stundum legið á hálsi fyrir að
einblína um of á neikvæðu og
þungu fréttirnar í þessum
heimi. Í augum margra hefur
frétt ríkissjónvarpsins um vindmylluna sem
var felld í Þykkvabænum á dögunum því
ábyggilega verið eins og vin í eyðimörkinni.
Fyrir mitt leyti er hún alltént skemmtilegasta
frétt sem ég hef séð lengi í sjónvarpi. Og á
margan hátt sú uppbyggilegasta, eins undar-
lega og það hljómar. Við erum jú að tala um
niðurrif. Í brennipunkti var fellirinn sjálfur,
Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hring-
rásar, sem er greinilega maður sem hugsar í
lausnum en ekki vandamálum. Það gustaði og
geislaði af Ingvari Jóel í samtali við frétta-
mann svo eftir var tekið víða um land. Það leyfi
ég mér að fullyrða. Sjálfur hermdi ég af málinu
í litlum dálki hér í blaðinu, Ljósvaka, um liðna
helgi, sem aftur varð til þess að kollegi minn,
Baldur Arnarson, fór að segja mér betur frá
Ingvari Jóel en þeir eru kunningjar. Það sam-
tal hafði ekki staðið lengi þegar ég gerði upp
hug minn: Ég þarf að taka viðtal við þennan
mann!
Aðalfellirafturinn
„Jú, jú, það er svo sem í lagi,“ sagði Ingvar
Jóel hress í bragði þegar ég sló á þráðinn til
hans og sólarhring síðar sitjum við saman á
kaffihúsi. Hvor með sína kókosbolluna.
„Ég er aðalfellirafturinn hjá Hringrás,“ seg-
ir Ingvar Jóel sposkur á svip. „Það var mjög
gaman að fá þetta skemmtilega verkefni. Það
er ekki seinna vænna að byrja að æfa sig; á
ekki að fara að setja upp flóð af vindmyllum út
um allt land? Þetta verður framtíðaratvinnan
hjá mér.“
Hann hlær.
Verkefnið var þannig lagað ekkert flóknara
en Ingvar Jóel átti von á en stífur vindur gerði
honum og liði hans þó erfitt fyrir. „Við skárum
munn á mylluna, eins og við erum vanir, og
tókum fláka, þannig að hún átti ekki að geta
fallið í aðra átt en þá sem við vildum. Vind-
urinn hafði á hinn bóginn aðrar hugmyndir og
það skekkti leikinn. Sárin að aftan voru farin
að leggjast saman, þannig að illa gekk að beina
henni í rétta átt.“
– Þá sóttuð þið tjakk á næsta bæ?
„Já, einmitt. Og hann gerði gæfumuninn.
Með tjakknum tókst okkur að rétta kúrsinn af
og fella mylluna í þá átt sem við ætluðum.
Þetta var 50 tonna tjakkur sem verður hér eft-
ir staðalbúnaður í bílnum hjá okkur.“
Hann hlær.
Eftir á að hyggja er Ingvar Jóel bara feginn
að aðstæður voru með þessum hætti í Þykkva-
bænum. „Eftir þetta kemur ekkert mér á
óvart.“
Á ferð og flugi um landið
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er fyrirtækið
Hringrás leiðandi í endurvinnslu brotajárns á
Íslandi og býr yfir fjölbreyttum tækjabúnaði.
Ingvar Jóel er mest í logsuðu en einnig á vél-
um og klippum. „Ég hef rifið ýmislegt niður,
svo sem ratsjárskermana í Stokksnesi 2002,
beinamjölsverksmiðjuna á Patró 2004 og kísil-
verksmiðjuna á Mývatni 2005.“
Hann heyrir til útideild félagsins sem þýðir
að hann er á ferð og flugi vítt og breitt um
landið, að brjóta niður ólíkustu hluti, svo sem
skip, byggingar og olíutanka. Þá felst heil-
mikið hreinsunarstarf í þessu líka.
„Ég er að jafnaði fjóra til fimm mánuði á ári
úti á landi. Núna er ég nýkominn frá Vest-
fjörðum, var bæði á Patreksfirði og Ísafirði í
bongóblíðu. Það var dauðalogn í heila viku sem
var æðislegt að upplifa.“
Ingvar Jóel hóf störf hjá Hringrás, sem þá
hét raunar Sindrastál, 3. september 1978. Í
ljós kemur að hann er skolli minnugur á dag-
setningar. Þá var hann ekki nema 15 ára.
„Ég gekk eiginlega bara út úr tíma í níunda
bekk [nú tíunda bekk] og sagði: Æ, ég nenni
þessu ekki! Þá fékk ég að vísu tvær vindmyll-
ur á móti mér, mömmu og ömmu. Þær voru
ekki sáttar. En ég gaf mig ekki. Ég var hætt-
ur í skóla og farinn að vinna. Og sé ekki eftir
því.“
– En af hverju Sindrastál?
„Það var í bakgarðinum hjá mér, í Kletta-
görðum; ég ólst upp á Laugarnesveginum. Ég
hafði unnið sumarvinnu þar og fannst blasa við
að halda bara áfram.“
– Hefurðu verið þar allar götur síðan?
„Ekki alveg en nálægt því. Ég keyrði strætó
í eitt og hálft ár og leigubíl með því og rak
sjoppu í tæp tvö ár. Svo vann ég í tvö eða þrjú
ár á dekkjaverkstæði hjá Vöku. En ég leita
alltaf aftur heim. Ég er eins og segull – sogast
alltaf að járninu.“
Átta ár á Nýfundnalandi
Í átta ár, frá 2009-17, starfaði Ingvar Jóel á
vegum Hringrásar á Nýfundnalandi. „Fyrir-
tækið setti upp stöð þar og ég var sendur vest-
ur sem kennari til að byrja með. Mér líkaði
hins vegar mjög vel og ákvað að vera áfram.
Það er frábært að vera á Nýfundnalandi; fólkið
er svo elskulegt að það er næstum því óþægi-
legt. Einu sinni var ég að kaupa mér orku-
drykk í sjoppu og ætlaði að nota klinkið sem ég
var með í vasanum. Þegar það dugði ekki til þá
sagði næsti maður í röðinni: „Hafðu ekki
áhyggjur ég skal borga rest!“ Þetta er þannig
fólk.“
Hann segir landið einnig mjög fallegt en
bestu staðirnir blasi þó ekki endilega við af
þjóðveginum. „Það er lítið um fjöll þarna en
þeim mun meira um holt og hæðir og trjá-
Þú dóst ekki nógu mikið, Ingvar!
Hann vakti athygli þegar hann felldi vindmylluna í Þykkvabænum á dögunum. Með bros á vör og viljann að vopni. Ingvar Jóel
Ingvarsson hefur lifað ævintýralegu lífi. Hann ann vinnunni sinni, Íslendingasögunum og aflraunum en hefur haldist illa á kon-
um og telur sér nú best borgið einhleypum. Og svo dó hann. Ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. En var vakinn aftur til lífs.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ingvar Jóel Ingvarsson hefur próf-
að aðra vinnu en hjá Hringrás en
kveðst vera eins og segull; hann
sogist alltaf aftur að járninu.
’
Ég gekk eiginlega bara út úr
tíma í níunda bekk [nú tíunda
bekk] og sagði: Æ, ég nenni þessu
ekki! Þá fékk ég að vísu tvær
vindmyllur á móti mér, mömmu
og ömmu. Þær voru ekki sáttar.