Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022 VERSLUN Í hundrað og tuttugu ár hefur fyrirtækið Nordgold, sem áður hét Jóhannes Norðfjörð, verið starfrækt, og það af fjórum ætt- liðum í beinan karllegg. Sæmundur Norðfjörð er núverandi eigandi og framkvæmdastjóri, en hann tók við fyrirtækinu af föður sínum Kjart- ani sem tók við af föður sínum Wilhelm sem tók við af föður sín- um Jóhannesi Norðfjörð. Sæmund- ur, sem starfaði lengi við kvik- myndagerð, hafði ekki hugsað sér að taka við fyrirtækinu, en enginn veit ævi sína fyrr en öll er. Langafi lét ekkert buga sig Fyrirtækið var stofnað árið 1902 af fyrrnefndum Jóhannesi sem átti áhugaverða ævi. Faðir hans lést áður en Jóhannes fæddist og móðir hans lést þegar hann var aðeins sjö ára. Hann bjó lengi vel fyrir austan hjá stjúpföður, var um tíma skósmíðasveinn og bátsmaður en valdi síðan úrsmíðar. „Hann hafði áhuga á úrsmíði sem ungur maður og fór til Noregs í nám. Svo kom hann heim og hóf starfsemi á Sauðárkróki,“ segir Sæmundur, en langafi hans hafði nóg að gera á Sauðárkróki. Meðal annars fékk hann til sín danskan úrsmið að nafni Jörgen Frank Mic- helsen sem hingað kom árið 1907. Michelsen þekkja flestir, enda reka afkomendur hans enn úra- verslun í Reykjavík. Jóhannes hafði fleira fyrir stafni en að gera við úr. „Langafi var greinilega ham- hleypa til verka og byrjar í alls konar innflutningi og rekur hálf- gerða kjörbúð líka. Hann er frum- kvöðull að því leyti að hann flytur inn fyrsta reiðhjólið til Norður- lands. Svo keypti hann hótel Tindastól ásamt langömmu minni Ásu Jónsdóttur frá Ásmund- arstöðum á Melrakkasléttu. Þau reka hótelið á bannárunum og fær hann á sig kæru árið 1912 fyrir áfengissölu. Ég hugsa að hann hafi þá fengið nóg af Króknum og flyt- ur þá suður og kemur sér fyrir í húsinu þar sem hann fæddist, að Bankastræti 12. Þar opnar hann úra- og skartgripaverslun, verk- stæði og líka reiðhjólaleigu. Hann lét ekkert buga sig.“ Vildi gera iðrum og yfirbót „Fyrirtækið var svo lengst af í Austurstræti 14, þar sem nú er Duck & Rose, áður Café París. Síðan tekur afi Wilhelm við rekstr- inum, útvíkkar hann svolítið og fer af stað með heildverslun. Við hætt- um svo verslunarrekstri á níunda áratugnum og fyrirtækið hefur verið heildverslun síðan,“ segir Sæmundur og segist vel muna eft- ir afa sínum og rifjar upp eftir- minnileg atvik. „Það voru þó nokkur innbrot í verslunina. Eitt stærsta skart- gripainnbrot landsins á þeim tíma var í búðina hans afa og það var aldrei upplýst. En DV barst símtal um að þýfið væri falið undir Leir- vogsbrú í Mosfellsbæ og þar fannst stór hluti þýfisins. Ég man að Interpol var í málinu og létu þeir mig reyna að skríða inn um glugga, en ég kom ekki einu sinni höfðinu inn. Þeir vildu vita hvernig þjófarnir hefðu komist inn,“ segir Sæmundur, en hann var þá um ell- efu, tólf ára. „Í annað sinn hafði verið brotinn búðargluggi og stolið úr honum. Það mál upplýstist heldur ekki. En rúmum tuttugu árum síðar kom ansi lúpulegur maður að hitta afa til að upplýsa að það hafi verið hann sem var þjófurinn. Hann vildi gera iðrun og yfirbót. Hann var inni hjá afa í rúma tvo tíma og þeir enduðu á að skála í koníaki og skildu sem mestu mátar. Ríflega tuttugu árum áður hafði maðurinn verið ungur stúdent, fullur niðri í bæ, og hafði í bríaríi brotið gluggann og stolið skartinu. Hann hafði burðast með samviskubit æ síðan. Og það var dæmigert fyrir afa að fyrirgefa honum, enda ljúfur maður.“ Sagðist örugglega loka Faðir Sæmundar, Kjartan Norð- fjörð, rak svo fyrirtækið þar til hann fór á eftirlaun árið 2015 og Sæmundur tók við. „Ég man þegar pabbi var að fara að hætta þá spurði ég hann hvað hann hygðist gera við fyrir- tækið. Hann sagðist örugglega bara loka því. Ég var þá á kross- götum í kvikmyndaiðnaðinum og ákvað að skoða þetta aðeins. Ég gerði honum tilboð og keypti fyrir- tækið og hef svo verið að breyta því aðeins,“ segir Sæmundur en fyrirtækið selur aðallega skart- gripi, úr og gjafavöru til verslana. Sæmundur hyggst halda upp á 120 ára afmælið með því að efna til veislu um næstu helgi fyrir fjöl- skyldu og viðskiptavini. Hann seg- ist ekki vita hvort fyrirtækið nái 200 ára aldri, þó það sé auðvitað aldrei að vita, en býst síður við að sonur sinn taki við eftir sinn dag. Játaði glæp tuttugu árum síðar Heildverslunin Nordgold er hundrað og tutt- ugu ára gamalt fyrirtæki. Sæmundur Norðfjörð er fjórði ættliður sem rekur fyrirtækið. Hann rifjar upp söguna og segir meðal annars frá innbroti sem var upplýst rúmum tveimur ára- tugum eftir að það var framið. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Jóhannes Norðfjörð situr á reiðhjólinu sem hann flutti inn, hið fyrsta á Norðurlandi og hjá standa Arent Claessen og Ólafur Ingimar Sigvaldason Blöndal. Myndin er tekin af Daníel Davíðssyni ljósmyndara, á Sauðárkróki árið 1901. Sæmundur Norðfjörð, fjórði ættliður í beinan karllegg, rekur fyrirtækið um þessar mundir, en það þjónustar úra- og skartgripaverslanir landsins. Fyrirtækið var stofnað 1902 og fagnar því 120 ára afmæli á árinu. Önnur og þriðja kynslóð, þeir Wilhelm Norðfjörð og Kjartan Norðfjörð, sjást hér ásamt Kurt Wanzenried fram- kvæmdastjóra Alpina. Myndin er tekin á skrifstofu Jóhann- esar Norðfjörð, á Hverfisgötu 49.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.