Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Blaðsíða 17
heldur við eins mikilli gjafmildi í framhaldinu og veru- legar hefur grynnkað í birgðaskemmum Bandaríkja- hers eftir að Biden gaf ógrynni hergagna af nýjustu tegund til Talíbana, sem var næsta skringileg kveðju- gjöf og fagnaðartilefni við komu þeirra til Kabúl á ný. Þeir breyttu landinu í allsherjar kvennabúr á fáeinum vikum og höfðu svo vopnabúrið frá Biden að auki, sem auðvitað flýtir fyrir þeim við undirbúning næstu hryðjuverka sinna. Fróðleg greining Það var fróðlegt að hlusta á tal danskra sérfræðinga um sprengjurnar sem eyðilögðu leiðslurnar tvær, sem einkum áttu að þjónusta Þýskaland. Þeir virtust ganga út frá því, án þess að segja það beint, að þetta hefði verið skemmdarverk, sem þeir voru heldur ekki í vafa um að yrði fært til bókar í Kreml. Þeir sýndu mynd af eins konar dráttarskipi til hern- aðar. Með kranabúnað sem hentaði sérstaklega til að láta neðansjávardróna síga, svo lítið bæri á, að leiðsl- unum nærri Borgundarhólmi. Spyrjandi spurði þá, hvort það væri ekki rétt að tjónið af þessari eyðilegg- ingu yrði mest hjá tveimur þjóðum, Þýskalandi og Rússlandi. Þeir könnuðust við það. En bentu hins veg- ar á, að þessi aðgerð hefði sýnt að þjóðirnar væru ber- skjaldaðar fyrir slíkum skemmdarverkum. Á Eystra- salti væri því miður sáralítið eftirlit og varla nokkuð sem gæti komið í veg fyrir annað eins og þetta. Og ekki væri ólíklegt að þetta skemmdarverk væri ekki síst ósögð ábending um að næst mætti sneiða í sundur leiðslur í Norðursjó og víðar, sem væru enn mikilvægari þættir en þessir í Eystrasalti, þótt stórir væru. Tölvukerfi, símkerfi, auk orkukerfanna, væru ekki síður berskjölduð. Efnahagslífið, bankakerfið og forsendur alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna og hvað ann- að sem nöfnum tjáir að nefna, lifir og þrífst á rándýrum sjávarlínum af margvíslegu tagi. Þótt tjónið fyrir Rússa væri verulegt, þá búa þeir við efnahags- þvinganir, sem þeir, sem að þeim stóðu, súpa miklu súrara seyði af en Rússarnir. Og sé ósögð hótun af þessu tagi jafn áhrifarík og jafn auðveld í framkvæmd eins og þarna sást, verður margur ráðamaður í Evrópu skelkaður vel og lengi. Og sömu sögu er að segja um Bandaríkin. Hótaði skemmdarverki? Aðrir hafa bent á að Joe Biden hafði hótað Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, að Bandaríkin myndu eyðileggja óskalínu hans og Rússa með skemmdarverki á henni, hyrfi Scholz ekki frá leiðslunni sjálfur. Og það dugði til að kanslarinn hikandi koðnaði niður. Rússar benda nú á að Biden taldi þá að þetta „skemmdarverk“ væri fullkomlega heimilt, meira að segja svo, að það mætti hafa í hótunum um slíkt við sína nánustu bandamenn! Biden bregst sjaldan og á margan óvæntan leik. Á fundi með fjölda manns til að fagna pólitísku framlagi á þingi, þá nefndi hann fólk til sögunnar sem hann vildi þakka sérstaklega. Þegar hann nefndi Jackie Walorski (þingmann repúblikana) til sögunnar og hún brást ekki við, þá sagðist hann vilja sjá hana og bað hana um að sýna sig. „Hvar er Walorski?“ spurði Biden forseti. „Ég vil að hún stigi fram.“ Enginn af þessum fjölda viðstaddra kunni við að segja að Walorski hefði látist í hræðilegu umferðaslysi með fjórum öðrum snemma í ágúst s.l. Og enginn vildi heldur nefna að Biden hefði sjálfur skrifað fjölskyldunni bréf fyrir fáeinum vikum og harmað atburðinn og í framhaldinu hefði hann hringt í bróður þingmannsins til þess að votta honum samúð sína. „Hvar er hún?“ spurði forsetinn. „Á himn- um,“ svaraði einhver lágt, og þá náði einhver embætt- ismaðurinn að beina athygli Bidens annað. Um þær mundir var Kamala Harris varaforseti í Kóreu og hafði farið að landamæralínunni frægu þar. Og þar sagði hún: „The United States shares a very important relationship, which is an alliance with the Republic of North Korea.“„It is an alliance that is strong and enduring.“ Þótt aldursmunur sé töluverður á milli forsetans og varaforsetans er hún í harðri samkeppni við forsetann um undur sem upp úr þeim renna. Trakteringar, eins og sú sem hér var nefnd, eru algengar, en það er „sal- atið“ sem svo er kallað, sem áheyrendur furða sig mest á og þykir óþægilegast. Salatið eru samhengislausar setningar sem aldrei ætla að finna punkt. Sömu orðin dúkka upp meiningarlaust í óskiljanlegum vangavelt- um. Þótt við virðist blasa að koma þurfi Biden í skjól sem fyrst er afsögn hans ekki lausn þegar horft er til Kamala Harris. Það er fjarri því að vera víst að það yrði skárra. Engum hafði komið í hug að Biden gæti flotið á sal- atinu frá Kamala Harris. Morgunblaðið/Árni Sæberg 2.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.