Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Page 19
1916.10.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR Heimamenn hjóla mikið milli staða á Hólmaströnd. Oft er svipur haustsins hýr Kvöldsigling í höfninni. Fólk í röð að kaupa humar og krabba beint úr bát. Norski bærinn Hólma- strönd er fallegur áningar- staður fyrir ferðalang. Friðsæll og kyrrlátur, þar sem hann speglar sig sperrtur í Óslóarfirðinum. Ljósmyndir Haustið hefur orðið ófáu skáldinu að yrkis- efni. Þannig kvað Sigurbjörn Jóhannsson á Fótaskinni aldamótaárið 1900: En oft er svipur haustsins hýr og hressir dapra lund, það skæran himin skrauti býr, þótt skyggi nótt á grund. Á frjálsan skemmtifund þá fýsir menn og sprund, hið létta andans loft til sín að draga. Hvort hann hafði strandbæinn Hólmaströnd í Noregi í huga skal ósagt látið en hann skartaði í öllu falli sínu fegursta þegar Árni Sæberg, ljósmyndari Morgun- blaðsins, var þar á ferð á dögunum enda haustið gengið í garð með allri sinni litadýrð og andrúmi sem Sigur- björn orti um forðum. Bæjarstæðið við sjávarsíðuna er heillandi og kyrrðin næstum áþreifanleg. Hólmaströnd fékk kaupstaðar- réttindi árið 1752 en þar hefur verið höfn frá því á miðri sextándu öld, sem þjónaði því hlutverki að flytja út timbur til fjarlægra landa. Hólmaströnd er við Óslóar- fjörð og bæjarmörkin liggja að Tønsberg í suðri, Larvík í suðvestri og Viken í vestri og norðri. Á Hólmaströnd er að finna stærsta stöðuvatn Noregs, Eikeren, og hæsta tind landsins, Vestfjellet. Höfnin á Hólmaströnd. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.