Fréttablaðið - 10.01.2023, Síða 16

Fréttablaðið - 10.01.2023, Síða 16
skemmtilega á óvart að vera valin íþróttakona Reykjavíkur. „Það var mikill heiður að hljóta þennan titil og hann kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er stærsta viðurkenning sem ég hef fengið. Þarna eru allar íþrótta- greinar undir og það að hafa skákað öllum þeim frábæru íþróttakonum sem eru í Reykja- vík var frábært fyrir mig,“ segir Andrea. Undir lok síðasta árs kusu Sam- tök íþróttafréttamanna íþrótta- mann ársins. Andrea komst ekki á blað í þeirri kosningu og fékk ekk- ert stig en þess má geta að skíða- göngumaðurinn Snorri Einarsson, sem var kjörinn íþróttamaður Reykjavíkur, fékk 43 stig í kosn- ingunni á íþróttamanni ársins og endaði í 13.-14.sæti. Andrea er spurð að því hvort það hafi ekki verið svekkjandi að fá ekki stig. „Ég hef svo sem ekkert verið að hugsa út í þetta né láta þetta pirra mig. Ég veit að fólk svona í kringum mig var eitthvað ósátt og fannst að ég ætti að vera á listanum þar sem ég var kosin íþróttakona Reykjavíkur. Ég veit að bolta- greinarnar fá meiri athygli heldur en hlaupin að öllu jöfnu,“ segir hlaupakonan. Andrea er ekki bara frábær hlaupari heldur hefur hún af og til skellt sér á gönguskíðin og stóð uppi sem sigurvegari í Fossavatns- göngunni á Ísafirði á síðasta ári þar sem hún gekk 50 kílómetra á rúmum þremur klukkustundum. „Ég ákvað fyrir rúmu ári síðan að prófa að keppa á gönguskíðum. Ég hafði alltaf farið á gönguskíði með fjölskyldunni í páskafríum frá því ég var lítil og bjó í Noregi. Það voru margir mjög hissa þegar ég sagðist ætla að leggja aðeins meiri kraft í gönguna en ég vildi prófa og það var klárlega annar hápunkturinn á liðnu ári að vinna Fossavatnsgöng- una,“ segir Andrea, sem reiknar með að gera meira af því að stunda skíðagöngu. „Ég er komin í æfingahóp á gönguskíðum og er að æfa undir stjórn Einars Ólafssonar. Ég er núna að æfa skíðagöngu 2-3 sinnum í viku með hlaupunum og planið er að keppa meira í göng- unni. Ég ætla að byrja árið á að keppa aðeins á gönguskíðum, sem á síðan eftir að hjálpa mér helling í hlaupunum,“ segir Andrea. Hvernig leggst nýja árið í þig og hver eru markmiðin? „Ég hlakka til að gera enn þá betur á þessu ári og veit að ég á helling inni. Eina markmiðið sem ég er búin að skrifa niður á blað eins og er, er að hlaupa Laugaveg- inn á undir 4:30 klukkustundum. Áður en ég einblíni 100 prósent á utanvegahlaupin eins og ég sé fyrir mér að ég muni gera í framtíðinni langar mig að bæta tímana mína í 3.000 metra hindrunarhlaupi og 5.000 metra á hlaupabrautinni og svo stefni ég líka á að komast í hratt maraþon erlendis einhvern tímann á næstunni. Það eru fullt af skemmtilegum hlaupum í sumar, bæði hérna heima en líka til dæmis heimsmeistaramótið í utanvega- hlaupum í Austurríki og Evrópu- bikarinn í Póllandi,“ segir Andrea, sem á þessum tíma árs segir það hressandi að fara út að hlaupa þó að það sé 10 stiga frost eða 10 metrar á sekúndu. Þó skelli hún sér oftast á hlaupabrettið einu sinni í viku með góða tónlist í eyrunum. Er sinn eigin þjálfari Andrea leggur stund á nám í læknisfræði og er á þriðja ári en grunnnámið tekur sex ár áður en sérnám tekur við. En hvernig skyldi henni ganga að æfa með læknisfræðinni? „Það hefur gengið vel en eftir að metnaðurinn jókst í íþróttunum viðurkenni ég að námið getur stundum verið íþyngjandi og smá stressandi. Þessi önn leggst samt vel í mig þar sem hún fer að mestu í BS-ritgerðarskrif, svo stefni ég á að fara aðeins að æfa erlendis þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann heldur get tekið tölvuna með mér og skrifað hvar sem er.“ Hún þakkar Yin jóga að hún sé meiðsla- laus og í toppformi. „Ég hef lært af þeim meiðslum sem ég hef lent í og núna fer ég reglulega í Yin jóga hjá systur minni sem er jógakennari. Þetta hefur gagnast mér ansi mikið hvað skrokkinn varðar og þá er ég dug- leg að fara í heita og kalda potta og í gufubað. Ég hlusta rosalega vel á líkamann og mér hefur aldrei liðið jafn vel og í dag.“ Andrea er sinn eigin þjálfari og hún segir að það henti sér mjög vel. „Ég hef ekki haft neinn þjálfara í tvö ár og mér finnst það gott. Ég bý til mitt eigið æfingaplan og get stýrt álaginu eins og ég vil og keppt í öllu án þess að þjálfari segi mér hvað ég á að gera. Þetta hentar mér ansi vel.“ n Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Andrea fagnaði sigri í Reykjavík- urmaraþoninu á þriðja besta tíma kvenna frá upphafi. MYNDIR/AÐSENDAR Andrea á fleygiferð í Fossavatnsgöngunni þar sem hún bar sigur úr býtum í 50 kílómetra skíða- göngu. Hún er komin í æfingahóp á gönguskíðum þar sem hún æfir 2-3 sinnum í viku. Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Til að kóróna frábært íþróttaár var Andrea útnefnd íþróttakona Reykjavíkur þar sem hún tók á móti viðurkenningu sinni í síðasta mánuði. Andrea, sem verður 24 ára gömul í næsta mánuði, varð Íslands- meistari í maraþoni þegar hún bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmara- þoninu á þriðja besta tíma kvenna frá upphafi. Hún vann Laugavegs- hlaupið á nýju brautarmeti kvenna og vann öll stærstu hlaupin hér á landi. Andrea varð í 2. sæti í sterku utanvegahlaupi í Sviss þar sem hún hljóp 50 kílómetra fjallahlaup, sem um leið var hennar fyrsta utan- vegahlaup erlendis. Hún hafnaði í 21. sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem haldið var í Taílandi og hún er Íslandsmeistari í 5 og 10 kílómetra götuhlaupi ásamt 8 kílómetra víðavangshlaupi. Andrea lauk svo árinu á viðeigandi Þetta er hundrað prósent besta íþrótta- árið mitt. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér og þetta var bara geggjað ár. Andrea Kolbeinsdóttir hátt þegar hún kom fyrst í mark í Gamlárshlaupi ÍR. „Þetta er hundrað prósent besta íþróttaárið mitt. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér og þetta var bara geggjað ár. Þetta er fyrsta árið sem ég er ekki að glíma við nein meiðsli og það var markmið sem ég setti mér fyrir árið til að eiga möguleika á að standa mig vel og taka þátt í öllum þessum hlaupum,“ segir Andrea. Hún segir Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið hafa staðið upp úr hjá sér á árinu 2022. Spurð hvers vegna hún nefni þessi tvö hlaup segir hún: „Þetta eru stærstu hlaupin á Íslandi á hverju ári. Það eru flestir að taka þátt í þessum hlaupum og flestir að fylgjast með þeim. Það var því sérstaklega gaman að vinna bæði þessi hlaup. Þetta var mitt annað Laugavegshlaup og ég bætti tímann minn og þar með brautar- metið um 22 mínútur frá árinu áður. Það var alveg geggjað hlaup og allt sem gekk upp hjá mér í því. Ég held að það hafi svona verið hápunktur sumarsins hjá mér,“ segir Andrea og bætir við: „50 kílómetra Wildstrubel-hlaup- ið í Sviss í september var fyrsta utanvegahlaupið mitt erlendis og var mjög lærdómsríkt. Heims- meistaramótið í Taílandi í nóvem- ber þar sem ég keppti í 40 kílómetra utanvegahlaupi var við erfiðustu aðstæður sem ég hef hlaupið í, 30 stiga hiti og 2.400 metra hækkun. Þá hjálpaði reynslan frá Sviss mikið og undirbúningurinn hérna heima þar sem ég endaði oft æfingadaginn á 20-30 mínútna saunu fyrir hitaað- lögun.“ Hennar stærsta viðurkenning Andrea segir að það hafi komið sér 2 kynningarblað A L LT 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.