Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 28
Maður er manns
gaman og fólk með
geðraskanir er ekkert
öðruvísi hvað það
varðar.
Gunnar Jónsson
Bara það eitt að opin-
bera hugmyndina um
að loka Vin hefur strax
valdið kvíða og hugar-
angri.
Arnljótur
Sigurðsson
„Það væri sérlegur hrotta
skapur að loka Vin,“ segir
tónlistarmaðurinn Gunnar
Jónsson. Velferðarráð Reykja
víkurborgar tekur á morgun
ákvörðun um örlög bata
setursins Vinjar við Hverfis
götu þar sem fólk í geðrænum
vanda hefur lengi getað sótt
félagsskap og fjölbreytta and
lega upplyftingu.
ninarichter@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
„Hvers virði er félagsskapur?“
segja þeir Ólafur B. Thorsson, Arn
ljótur Sigurðsson, Hörður Jónas
son, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason
og Gunnar Jónsson og bæta við að
þeir séu að spyrja fyrir Vin.
Þeir segja áhyggjur af fyrirhug
aðri lokun Vinjar í sparnaðarskyni
hvíla þungt á mörgum og það sé
uggur í mannskapnum fyrir úrslita
stundina sem renni upp á fundi
velferðarráðs Reykjavíkurborgar á
morgun.
„Maður er manns gaman og fólk
með geðraskanir er ekkert öðruvísi
hvað það varðar,“ segir raftónlistar
maðurinn Gunnar Jónsson Collider
sem hefur starfað með fólki með
geðraskanir í fjórtán ár. „Vin er
félagsmiðstöð og þar kemur fólk
til að spjalla saman, bera saman
bækur sínar og þiggja og veita
ráð og hvatningu frá jafningjum
sínum.“
Sérlegur hrottaskapur
Gunnar segir Vin einfaldlega vera
ómetanlegt úrræði fyrir mjög við
kvæman hóp. „Peningasparnað
urinn af lokun verður enginn til
lengri tíma litið því þetta mun
valda þessum hópi gríðarlegu raski.
Ég held til dæmis að lokun myndi
auka álag á geðdeildir til muna, sem
er sorglegt því Vin er miklu mann
legra batterí, með fullri virðingu
fyrir því erfiða starfi sem á þeim er
unnið.“
Gunnar bendir einnig á að starfs
fólkið í Vin sé frábært, starfsemin
fjölbreytt og staðsetningin mjög
heppileg vegna fjölda íbúðakjarna
í miðbænum sem eru í göngufæri
við Vin. Hann veltir síðan fyrir sér
hvort borgaryfirvöld telji Vin ef til
vill óþarfa því skjólstæðingar hafi
sína íbúðakjarna. „Það er smá eins
og að loka sundlaugum Reykjavíkur
því það eru allir með sturtu heima
hjá sér!“
Brúnin á honum þyngist síðan
þegar hann segir starfsemi Vinjar
hafa áþreifanlega aukið lífsgæði
svo margra með lágmarks inn
gripi. „Vin hefur líka tekist betur
en nokkru öðru fyrirbæri að koma
á tengingum á milli fólks með geð
raskanir og hins almenna borgara,
til dæmis með skákmótunum
sínum. Að mínu mati væri lokun á
Vin sérlegur hrottaskapur gagnvart
þeim okkar sem minnst mega sín.“
Vin gerir kraftaverk
Fjörugt skáklífið í Vin hefur ekki
síst verið áberandi í starfseminni
og þar hefur Ólafur B. Thorsson
lengi verið í framvarðasveitinni.
„Góður vinur getur gert kraftaverk
og þegar geðraskanir verða æ ríkara
vandamál í samfélagi manna þá er
félagsmiðstöð þessi sannkölluð vin
í eyðimörkinni.
Þetta er í raun nánast eina opin
bera stofnunin fyrir utan geðspítala
sem sinnir þessum þjóðfélagshópi
og er í algjörri sérstöðu hvað það
varðar. Þarna geta einstaklingar
mætt án nokkurra skuldbindinga
eða fyrirvara og kynnst öðrum sem
glíma við svipuð vandamál og þeir
sjálfir. Fundið félagsskap og eignast
vini,“ segir Ólafur og segist vonast
innilega til þess að ákvörðuninni
um að loka þessari lind í eyðimörk
inni verði snúið við.
„Það var hann Hrafn Jökulsson
sem tók í spaðann á mér á sínum
tíma og bauð mig velkominn. Hann
sýndi mér að skákin gæti tengt fólk
saman. Hann yrði mjög ósáttur við
þessa lokun veit ég.“
Lífsnauðsynlegur staður
Skáksveit Vinjar er áberandi í varn
arbaráttunni og ætlar ekki að koma
þegjandi og hljóðalaust að enda
taflinu á morgun.
„Ef maður hefði ekki þetta
athvarf þá væri maður bara í vond
um málum og myndi einangrast
og veslast upp einn heima í þung
lyndi,“ segir Hjálmar Hrafn Sigur
valdason, sem er tíður gestur í Vin
og ritari skákfélagsins.
„Þarna er góður félagsskapur og
góður andi í húsinu. Það er orðin
rútína að fara þarna á hverjum
degi og hitta fólk. Þarna kom ég
inn í skákina sem er núna aðal
áhugamálið mitt. Fyrir marga sem
sækja Vin daglega er þetta lífsnauð
synlegur staður. Ef Vin væri ekki til
staðar, myndu margir þeirra sem
sækja staðinn vera á geðdeild og
það væri á endanum dýrara úrræði
en að hafa opið í Vin.“
Hörður Jónasson, formaður
Vinaskákfélagsins, tekur undir með
Hjálmari. „Þessi starfsemi er engri
lík og þjónustan sem þarna er veitt
er bæði fjölbreytt og nauðsynleg.
Það fer í raun eftir því hverjir koma
þangað hvernig henni er háttað.
„Hingað kemur fólk með geðrask
anir, öryrkjar eða fólk sem er bara
einmana heima hjá sér og vill tengj
ast öðru fólki. Þarna er ekki verið að
skikka þig í námskeið eða setja þér
einhver heimaverkefni heldur eru
allir velkomnir og vel tekið á móti
þér, sama hver þú ert.“
Hann segir suma koma til þess
að hittast og spjalla en aðrir vilji
kannski taka í spil eða tef la. Þar
sé einnig aðstaða til myndlistar
auk þess sem húsnæðið hafi hýst
höfuðstöðvar Vinaskákfélagsins frá
því hann stofnaði það 2003 ásamt
Hróksliðunum Róberti Lagermann
og Hrafni heitnum Jökulssyni.
„Borgin segir okkur að þetta sé
gert í sparnaðarskyni. Þá spyrja ég
og margir f leiri hvort þetta sé virki
lega sá málaflokkur sem við eigum
að vera að skera niður í. Og einnig
hvort kostnaðurinn við að leggja
starfsemi Vinjar niður muni ekki
jafnvel aukast til muna í öðrum
málaflokkum og auka álagið á heil
brigðiskerfinu.“
Úlfslíki hins opinbera
Arnljótur Sigurðsson, tónlistar
maðurinn Kraftgalli, hefur lengi
lag t Vinaskák félag inu lið og
segist bæði hafa kynnst ótrúlega
skemmtilegu fólki og því grettis
taki sem skákin hefur lyft þar.
„Þar fyrir utan fer þarna fram fjöl
breytt starfsemi sem er greinilega
hreinasta bjargræði fyrir sérdeilis
viðkvæman hóp fólks. Starfsfólkið
er yndislegt og stemningin frábær í
þessu huggulega húsi sem er guðs
gjöf fyrir samfélagið allt.“
Arnljótur bætir við að sér finnist
skammarlegt að borgin skuli nú,
í úlfsham, ætla sér að mása, blása
og feykja þessu húsi um koll. „Bara
það eitt að opinbera hugmyndina
um að loka Vin hefur strax valdið
kvíða og hugarangri hjá þeim sem
hafa notið velvildar í þessu setri
sem hefur gert kraftaverk fyrir svo
marga, með svo litlum tilkostnaði.“
Þeir félagar fara hvergi leynt með
að þeir og margir f leiri sem treysti
á Vin kvíði morgundeginum og
fundi velferðarráðs en þeir leyfi
sér enn að vona að Reykjavíkur
borg misk unni sig yfir starfsemi
Vinjar og finni aðra lausn en að
loka henni.
Enda sé þetta hreinlega spurn
ing upp á líf eða dauða fyrir mörg
þeirra sem eigi við geðræn vanda
mál að stríða og komist í samneyti
við annað fólk í Vin. „Við sem sam
félag hljótum að setja það í forgang
að vernda okkar viðkvæmustu
hópa og lokun Vinjar væri í algjörri
andstöðu við þá hugsjón.“ n
Hrottaskapur sem sparar borginni ekki neitt
Þótt áhyggjur og kvíði vegna hugmynda um að loka Vin í sparnaðarskyni báru fastagestirnir sig vel í gær þegar Hjálmar Hrafn og Ólafur B. Thorsson fóru yfir stöðuna fyrir úrslitastundina á fundi vel-
ferðarráðs borgarinnar í dag þar sem taka á afstöðu til sparnaðartillögunnar. Fréttablaðið/anton brink
24 Lífið 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðiðLífIÐ Fréttablaðið 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR