Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 2
2
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Mynd á forsíðu: Bráðum kemur betri tíð © Jósefína Margareta Sanchez Morell
Umbrot og kápa: Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Prentun: GPS group, Slóveníu
HÖFUNDAR EFNIS
Ari Guðmundsson (1895-1959) frá Skálpastöðum var vegaverkstjóri í Borgarnesi.
Arndís Þorvaldsdóttir frá Lundi í Þverárhlíð var safnvörður við Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
Árni Guðmundsson var bóndi á Beigalda, býr nú í Borgarnesi.
Bjarni Guðráðsson er bóndi og organisti, býr í Nesi í Reykholtsdal.
Elín Guðmundsdóttir (1917-2005) frá Álftártungu var húsmóðir á Gufuá, Stað og síðast í Borgarnesi.
Elísabet Halldórsdóttir Breiðabólstað er kennari við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum.
Eva Hlín Alfreðsdóttir er fráfarandi framkvæmdastjóri Ljómalindar, búsett í Borgarnesi.
Eva Lind Jóhannsdóttir er kennari við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum.
Gróa Lísa Ómarsdóttir frá Galtarholti er menntaskólanemandi við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Guðlaugur Óskarsson er fyrrverandi skólastjóri, býr nú í Þórshamri, Reykholti.
Guðmundur Böðvarsson (1904-1974) var skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu.
Guðmundur Sveinbjarnarson (1886-1970) var bóndi og síðar verkamaður í Borgarnesi.
Guðmundur Þorsteinsson frá Efri-Hrepp er leiðsögumaður og fyrrv.bóndi, býr nú á Akranesi.
Guðni Eggertsson (1907-1971) var bóndi í Gerði í Innri-Akraneshreppi, síðar í Reykjavík.
Helga Jensína Svavarsdóttir Vatnshömrum er deildarstjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyri.
Helgi Bjarnason er frá Laugalandi í Stafholtstungum og starfar sem blaðamaður við Morgunblaðið.
Jakob Guðmundsson býr í Borgarnesi og er framleiðslustjóri hjá Límtré-Vírneti.
Jakob Jónsson er frá Laxfossi, nú búsettur á Akranesi.
Jón A. Guðmundsson frá Innra-Hólmi er fyrrverandi bóndi og blaðamaður.
Jón F. Hjartar (1916-1996) var íþróttakennari að mennt, síðar skrifstofumaður m.a. í Borgarnesi.
Jón Gíslason er bóndi á Lundi í Lundarreykjadal.
Jón Sigurðsson er fyrrv. seðlabankastjóri og skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst.
Jósefína Margareta Sanchez Morell er bóndi og handverks- og listakona í Giljum í Hálsasveit.
Kristín Guðmundsdóttir er skrifstofumaður og B.A. í norsku og sagnfræði frá H.Í.
Magnea Kristleifsdóttir Kjalvararstöðum er kennari við Grunnskóla Borgarfj. Kleppjárnsreykjum.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir er kennari og bóndi á Kúludalsá.
Sigfríður Björnsdóttir er deildarstjóri Listfræðslu hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir er safnstjóri skólasafns, ritari og kennari við G.B. Kleppjárnsr.
Sævar Ingi Jónsson (SIJ) frá Ásfelli er héraðsbókavörður í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Trausti Jónsson úr Borgarnesi er veðurfræðingur í Reykjavík.
Þorgils Jónasson er sagnfræðingur í Reykjavík og fyrrverandi starfsmaður Orkustofnunar.
Þórdís Sigurbjörnsdóttir er bóndi í Hrísum í Flókadal.
Þórunn Eiríksdóttir (1928-2003) var húsfreyja á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum.