Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 72
72
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
bakið í lengra lagi, með útskotin rif og breiðan spjaldhrygg, kviðurinn
meiri en almennt gerist á reiðhestum. Lendin bæði löng og breið og
sérstaklega falleg og traustleg. Taglið sérstaklega mikið og vel borið og
jafnan hálft í flóka. Af því skírði ég hann í æsku Flóka en það festist
aldrei við hann, heldur var hann jafnan kallaður Brúnn og síðari árin
Gamli-Brúnn. Fætur voru nokkuð sverir og alveg réttir og fótstaða falleg
og gleið, sér staklega á afturfótum. Hófar réttir, stórir og nokkuð flatir.
Mér er Brúnn jafnvel aldrei minnisstæðari en þarna á skriðunni ofan við
nátthagann í Ólafsdal. Þegar fína mjúka og þykka faxið, móbrúnt, barð-
ist fyrir sunnangolunni. Ég dró upp nestispela og tók toll af, ég þekkti að
hestinum, þó hann ekki neytti þess sjálfur, þótti sopinn góður, og aldrei
var hann betri en þegar ég átti hóflegan glaðning. Ég setti tauminn upp,
sté á bak í rólegheitum og gaf merki um að nú væri ég tilbúinn. Að
gefnu merki, gjörbreyttist uppstilling gæðingsins og þaut hann yfir hvað
sem fyrir var á þeim hraða sem hann fann að leyfður var. Hann fór þá
á sínu besta yndisspori. Höfuðburðurinn var svo sem vant var, næstum
eða alveg 100% og gangurinn gull. Ég fór ekki aftur á veginn, heldur
reið eyrarnar nokkra tugi metra sunnar. Ég náði fylgdarmanninum
fljótlega, hafði hann þá fengið ríðandi mann upp á síðuna. Hann sagði
mér síðar að það hefði verið Stefán bóndi og hestamaður frá Kleifum.
Þeir þekktust áður, Stefán og Jens og sagðist Jens hafa fundið eftir að ég
kom á móts við þá, að Stefán fylgdist ekki með samræðum þeirra, enda
þótt báðir töluðu. Þangað til Stefán segir, „Þarna er góður hestur“.
Vorið 1930 fór ég með hesta mína af Bröttubrekku suður að Skálpa-
stöðum nokkrum dögum fyrir Alþingishátíðina, með það fyrir augum
að fara ríðandi yfir Uxahryggi til Þingvalla. Fram hjá Deildartungu í
Reykholtsdal reið ég Brún og teymdi einn hest en rak hina. Við gamla
vaðið á Reykjadalsá var stór hestahópur ferðamanna og tveir menn. Ég
fór hratt og var Brúnn góður að vanda. Ég sá þegar að ferðamennirnir
tóku hesta sína og ráku á veginn á eftir mér og fóru geyst. Brátt kom
að því þar sem hvorki dró sundur eða saman, að annar maðurinn reið
fram fyrir reksturinn og fór mikinn og dró þegar á mig. Ég lét þetta
ráðast og breytti ekki háttum mínum, var og sannfærður um að hér færu
menn með friði en ekki ófriði. Þegar undanreiðarmaðurinn var kominn
í kallfæri, heyri ég að hann kallar: „Þú ríður góðum hesti“. Það var eins
og ég bjóst við að málróminn þekkti ég ekki og var útlit fyrir að hér
væru norðlendingar á ferð, sem og var. Nú sló ég af ferð, sneri Brún til